Morgunblaðið - 12.01.2022, Qupperneq 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 2022
✝
Hrefna Jak-
obsdóttir fædd-
ist á Akureyri 9. júlí
1936. Hún andaðist
á hjúkrunarheim-
ilinu Hlíð á Akur-
eyri 27. desember
2021. Foreldrar
hennar voru Jakob
Ólafur Pétursson,
kennari og ritstjóri
á Akureyri, f. 13.
mars 1907, d. 7.
febr. 1977, og Margrét Ágústa
Jónsdóttir húsfreyja, f. 14. maí
1913, d. 13. apríl 2001.
Hinn 17. apríl 1955 giftist
Hrefna Yngva R. Loftssyni kaup-
manni, f. 1. nóvember 1932 á Ós-
landi í Óslandshlíð í Skagafirði,
d. 8. mars 2019. Foreldrar hans
voru Loftur Rögnvaldsson, bú-
fræðingur og bóndi á Óslandi, f.
ágúst 1978. Börn þeirra eru
Yngvi Haukur, Baldur Hrafn og
Rannveig Ásta. b) Sindri, f. 27.
júlí 1988, kvæntur Særúnu Andr-
ésdóttur, f. 19. apríl 1988. Börn
þeirra eru Jakob og Rebekka. 2)
Nanna Guðrún, f. 2. febr. 1960,
gift Sigmundi Jónssyni, f. 14. júlí
1962. Dóttir Nönnu og Þorsteins
Stefáns Eiríkssonar, f. 6. sept.
1955, er Ragna Dögg, f. 11. febr.
1987.
Hrefna bjó alla sína tíð á
Akureyri og starfaði framan af
sem húsmóðir ásamt því að taka
virkan þátt í fyrirtækjarekstri
Yngva eiginmanns síns. Árið
1981 stofnaði hún verslunina
Heilsuhornið sem var sérverslun
með heilsuvörur á Akureyri. Ár-
ið 1994 seldi hún verslun sína og
starfaði sem húsmóðir eftir það.
Hrefna var virk í starfi Sjálf-
stæðisflokksins á Akureyri og
meðlimur í Oddfellowreglunni.
Útför Hrefnu fer fram í
Höfðakapellu á Akureyri í dag,
12. janúar 2022. Einungis nán-
ustu aðstandendur verða við-
staddir.
16. nóv. 1891, d. 5.
nóv. 1944, og
Nanna Ingjalds-
dóttir frá Öxará í
Ljósavatnshreppi,
S.-Þing., húsfreyja,
f. 20. sept. 1898, d.
17. júní 1981. Systir
Hrefnu var Erna
Jakobsdóttir, lyfja-
fræðingur á Ak-
ureyri, f. 26. októ-
ber 1941, d. 6. maí
1993. Dóttir Ernu er Ólöf Jak-
obína Ernudóttir, f. 4. maí 1969.
Börn hennar eru Erna Sóley og
Tómas Oddur.
Dætur Yngva og Hrefnu eru
tvær. 1) Margrét, f. 21. jan. 1956.
Börn hennar og Ástmars Leifs
Þorkelssonar, f. 23. maí 1955, eru:
a) Hrefna, f. 25. apríl 1977, gift
Hafsteini Þór Haukssyni, f. 11.
Hrefna var í mínum huga fyrst
og fremst amma. Ekki bara því
hún var amma mín heldur einnig
af því að hún var eins og ömmur
ættu að vera. Hún tók ávallt á
móti fólki með kærleik, hlýju
faðmlagi og í stað þess að dæma
þá hlustaði hún og gaf gott að
borða.
Amma Hrefna og afi Yngvi
voru bæði svo opin og þolinmóð
með flest. Þau leyfðu mér að gera
alls konar sem mig langaði að
gera sem barn sem ég fékk ekki
að gera annars staðar. Með
ömmu var hægt að vera frjáls og
maður sjálfur. Þau léku sér bæði
með mér því þau voru svo tengd
við barnið inni í sér.
Amma Hrefna var tilfinninga-
rík, viðkvæm og jafnframt eins
og ljónynja þegar brotið var á
einhverjum sem henni þótti vænt
um. Hún var mikið fyrir að kúra
og lesa í hlýju rúmi og erum við
líkar að því leyti. Það var ekki
sjaldan sem ég hoppaði upp í rúm
til hennar hvort sem var í hádeg-
ishléum eða eftir skóla og við
kúrðum saman. Einnig áttu vin-
konur mínar til að gera það sama
því þannig var það heima hjá
ömmu og afa. Allir voru velkomn-
ir í kúr og spjall upp í rúm.
Amma var ekki staðalímyndin
af ömmu. Hún bakaði ekki nema
við stór tilefni, hún hafði gaman
af því að fá sér í glas og seildist í
allt glingrið mitt og töskur enda
fannst henni skemmtilegast að
fá glingur eða fallegar peysur að
gjöf. Henni fannst skemmtileg-
ast þegar mikið fjör var í kring-
um hana og sóttist hún eftir því
að vera með ungu fólki, enda
náði hún bestu sambandi við
ungu konurnar sem unnu á Hlíð.
Hún hafði einstakt lag á að
tengjast ungu fólki gegnum
kaldhæðin húmor og einlægan
áhuga á að vita hvað væri í gangi
í samfélaginu og einkalífi þeirra.
Þegar ég var barn eyddum við
amma ógleymanlegum stundum
saman. Mér fannst skinkuhorn
góð svo þá bökuðum við þau sam-
an. Mér fannst gaman að byggja
virki og fara í hlutverkaleiki og
þá gerðum við það saman. Sigga
og Magga voru bóndakonur sem
bjuggu í torfkofum seint á 19. öld
en þær voru hugarfóstur okkar
ömmu. Á dimmum vetrum á
Akureyri slökktum við á öllu raf-
magni, kveiktum á kertum og
fórum í gamaldags föt. Ég átti
svo heima í torfbæ í stofunni og
hún í eldhúsinu. Tímunum saman
gátum við flúið inní þennan heim
þar sem við töluðum gamaldags
íslensku og ræddum um búskap-
inn, eldamennsku og fleira í þeim
dúr. Mikið þakklæti býr í hjarta
mér fyrir þessar stundir, þegar
lífið var erfitt og mikil huggun
fékkst með að flýja raunveruleik-
ann með ömmu.
Það var mér mikil gæfa og
gleði að hafa valið þig sem ömmu.
Nú finnur þú ekki lengur til, þér
er ekki lengur kalt og færð að sjá
systur þína, afa Yngva og fleiri
aftur svo ekki sé minnst á pabba
þinn, en þú varst mikil pabbas-
telpa. Ég spurði þig stundum
hvort þú hlakkaðir til að sjá
Fróða í sumarlandinu og nú
færðu loksins að knúsa hann. Ég
mun sakna þín og minnast þín
ævilangt. Þú varst manneskjan
mín. Þangað til næst elsku amma.
Daggperlur glitra um dalinn færist ró.
Draumar þess rætast sem gistir
Vaglaskóg.
Kveldrauðu skini á krækilyngið slær.
Kyrrðin er friðandi, mild og angurvær.
(Kristján frá Djúpalæk)
Ragna Dögg Þorsteinsdóttir.
Við áramót leiðum við gjarnan
hugann að því liðna, minnumst
fólks og atburða sem liðnir eru og
finnum rækilega fyrir því að eng-
inn stöðvar tímans þunga nið, svo
gripið sé til orða Davíðs Stefáns-
sonar frá Fagraskógi. Þessi til-
finning er sterk nú þegar við
hjónin eigum ekki lengur ömmur
eða afa á lífi.
Hrefna Jakobsdóttir var
amma Hrefnu eiginkonu minnar.
Ég fékk því að kynnast og fylgj-
ast með þessari glæsilegu og
merkilegu konu í tuttugu ár.
Hrefna var atorkusöm, já-
kvæð, lifandi og skemmtileg
kona. Þau hjónin voru um langt
skeið á kafi í verslunarrekstri á
Akureyri, fylgdust með öllu og
þekktu alla. Yngvi Ragnar og
Hrefna stóðu vaktina í hjarta
bæjarins, hann í Hafnarbúðinni
en Hrefna í Heilsuhorninu þar
sem hún var frumkvöðull á sviði
verslunar með heilsueflandi
vörur. Það var gjarnan haft á orði
að verslun þeirra hjóna væri ekki
síður félagsmálastofnun heldur
en fyrirtæki, enda hlupu þau hjón
gjarnan undir bagga með fólki
sem sárlega þarfnaðist þess.
Hrefna var virk í starfi Sjálf-
stæðisflokksins á Akureyri og öll-
um hnútum kunnug þar, enda
dóttir Jakobs Péturssonar, rit-
stjóra Íslendings um áratuga-
skeið, og alin upp við rökræður
um landsins gagn og nauðsynjar.
Þá var hún einnig félagi í Odd-
fellow-reglunni.
Samhliða öllu þessu bjó
Hrefna fjölskyldu sinni yndislegt
heimili. Saman mynduðu Hrefna
og Yngvi einstakt og ógleyman-
legt teymi. Að dvelja hjá þeim
heiðurshjónum fyrir norðan
minnti mig á samfélag æsku
minnar. Útihurðin var ólæst og
vinir og ættingjar gengu óhindr-
að inn og út af heimilinu. Umferð-
in um heimilið gat verið mikil en
öllum var vel tekið. Þegar ég kom
í fyrsta sinn til þeirra, rúmlega
tvítugur að aldri, heilsaði Yngvi
mér með orðunum: „Nei, mikið
andskoti ertu myndarlegur!“
Þannig var ísinn brotinn og svo
settumst við öll að spjalli eins og
við hefðum alltaf þekkst.
Hrefna var nýjungagjörn og
naut þess að ferðast og læra nýja
hluti. Saman sigldu þau hjónin á
yngri árum í ævintýraferðir með
Gullfossi. Seinna var ferðast með
dætrum og svo barnabörnum á
suðlægar slóðir. Þegar síðustu
fjölskyldumeðlimirnir fluttu frá
Akureyri og hún og Yngvi voru
ein eftir fyrir norðan lærði
Hrefna á snjallsíma, far- og
spjaldtölvur til þess að geta
fylgst betur með og átt í sam-
skiptum við fjölskylduna. Sú
kunnátta kom sér vel undir það
síðasta þegar Hrefna bjó á dval-
arheimilinu Hlíð, oft við strangar
samkomutakmarkanir vegna
heimsfaraldurs. Það hlýtur að
hafa vakið upp erfiðar minningar
fyrir Hrefnu sem þurfti að dvelja
í einangrun á Kristnesi sem lítið
barn vegna berklasýkingar.
Nú fáum við Hrefna og börnin
okkar, Yngvi, Baldur og Rann-
veig, ekki að njóta þess að hafa
langömmu Hrefnu lengur hjá
okkur. Þótt enginn viti hvað tek-
ur við handan móðunnar miklu,
leyfum við okkur að vona að
Yngvi Ragnar hafi tekið á móti
Hrefnu sinni. Og ef svo er getum
við verið viss um að það er líf og
fjör í tuskunum.
Hafsteinn Þór
Hauksson.
Hrefna
Jakobsdóttir
✝
Pálína Matt-
hildur Sigurð-
ardóttir fæddist í
Reykjavík 26. febr-
úar 1928. Hún and-
aðist á dvalarheim-
ilinu Sóltúni í
Reykjavík þann 2.
janúar 2022. For-
eldrar hennar voru
Sigurður Guðmunds-
son, f. 13. september
1893, d. 27. maí 1977,
verkamaður og skrifstofumaður,
frá Haukatungu í Kolbeins-
staðahreppi og kona hans Krist-
jana Sigurást Helgadóttir, f. 9.
september 1896, d. 11. júní 1974,
húsfreyja frá Ólafsvík. Matthildur
var önnur í röð sjö systkina; Sig-
urrós, f. 20. desember 1926; Árný,
f. 5 janúar 1930; Guðmundur
Helgi, f. 15. maí 1932, d. 29. mars
2018; Guðný, f. 16. október 1935;
Svanhildur Guðbjörg, f. 17. febr-
úar 1938, d. 31. desember 1995; og
Fenger, börn hans eru Hákon
Helgi, f. 16. september 1987, unn-
usta Dröfn Haraldsdóttir; Helga
Björt, f. 15. júlí 1989, maki Arnar
Gunnarsson og barn þeirra Mó-
eiður Líf; Hörður Hákonarson, f.
22. október 1955, sambýliskona
hans er Margrét A. Frederiksen,
dóttir hans er Elín Björg, maki
hennar er Jón Þór Ólason, og
börn þeirra Tryggvi Garðar og
Arna Sif.
Matthildur ólst upp hjá for-
eldrum sínum á Freyjugötu 10A í
Reykjavík, gekk í Austurbæjar-
skóla og síðar í Ingimarsskóla.
Hún flutti til tengdaforeldra sinn-
ar í Efstasund 74, þar til þau Há-
kon festu kaup á íbúð í Sólheimum
27. Þar bjuggu þau síðan alla ævi.
Að loknu námi vann Matthildur í
Haraldarbúð í Austurstræti og hjá
Magnúsi Benjamínssyni úrsmið,
matráðskona í símstöðinni Brú í
Hrútafirði, tók að sér fata-
viðgerðir heima, en lengst af
starfaði hún hjá Náttúrufræði-
stofnun Íslands við Hlemm, sem
skrifstofustjóri og við fleiri störf.
Útförin er fram í kyrrþey að
ósk hinnar látnu.
Jarðsett verður í Gufunes-
kirkjugarði.
Páll Valgeir, f. 3.
maí 1940.
Matthildur giftist
hinn 14. nóvember
1953 Hákoni
Bjarnasyni, f. 29.
febrúar 1928, d. 30.
mars 2005, loft-
skeytamanni frá
Reykjarfirði við
Djúp. Foreldrar
hans voru hjónin
Bjarni Hákonarson,
f. 28. apríl 1890, d. 20. maí 1965,
bóndi og söðlasmiður frá Reyk-
hólum, og Guðrún Ólafsdóttir, f.
14. desember 1892, d. 5. maí
1957, húsmæðrakennari frá
Reykjarfirði við Djúp.
Börn Matthildar eru; Sigurður
Jónsson, f. 12. ágúst 1947, börn
hans eru Soffía Auður, f. 1974,
maki Viðar, og synir þeirra Ey-
þór Ingi og Kári Hrafn, og Atli, f.
1984; Bjarni Hákonarson, f. 6.
apríl 1954; sambýliskona Hjördís
Elsku mamma, þá er komið að
kveðjustund. Þótt aldurinn hafi
orðið hár, 93 ár, er söknuðurinn
alltaf jafn mikill.
Ég veit að pabbi tekur vel á
móti þér í sumarlandinu.
Frá mörgu er að segja á langri
ævi sem þú hefur lifað, ekki síst
umburðarlyndinu og hinni miklu
þolinmæði sem þú bjóst yfir. Þú
tókst öllum sem jafningjum, sama
hverjir þeir voru. Hvatning þín og
umhyggja var yndisleg, alltaf var
gott að eiga þig í sínu liði. Gott að
eiga þig að.
Mamma fæddist í Reykjavík
26. febrúar 1928 og hafði lifað tím-
ana tvenna. Hún var gift Hákoni
Bjarnasyni, f. 29.2. ’28, d 30.3. ’05.
Mamma átti þrjá syni, Sigurð, f.
’47, Bjarna, f. ’54, og Hörð, f. ’55.
Þau byggðu sér myndarlegt
heimili pabbi og mamma í Sól-
heimum 27 í Reykjavík. Þar var
ætíð gestkvæmt og margir sóttu
til þín. Notalegheitin við að heim-
sækja ömmu Matt, eins og þú
varst alltaf kölluð seinni árin,
voru mikil. Mamma var mikil
hannyrðamanneskja og saumaði
mikið út. Hún saumaði myndir og
lét ramma þær inn. Garnið mjög
fínt og allt handbragð til fyrir-
myndar.
Seinni ár átti hestamennska
hug hennar. Þau pabbi byggðu sér
hesthús í Víðidalnum í Reykjavík,
þar sem þau stunduðu sína hesta-
mennsku ásamt fjölskyldu, og svo
á sumrin í Gufunesi.
Mamma hafði yndi af allri úti-
veru. Margar voru ferðirnar sem
pabbi og mamma fóru í, bæði hér-
lendis og erlendis. Tjaldútilega,
hestamennska og laxveiði, öll úti-
vera var henni að skapi.
Elsku mamma, ég á þér svo
margt að þakka og söknuðurinn
er svo mikill. En ég veit að nú ert
þú í vinahópi og þér líður vel. Ég
er viss um að við hittumst aftur og
þá verður gaman.
En þakklætið og minningin um
yndislega móður mun ávallt lifa.
Þinn sonur,
Hörður.
Mamma er látin. Amma er lát-
in. Hún var hjartahlý kona sem
trúði á gæsku allra manna. Var
mikill spekúlant, hugsjónakona
og víðsýn. Skemmtilega samsett
innhverf félagsvera. Gat verið
fyndin og uppátækjasöm, og séð
skondnar hliðar á hversdagslegu
lífinu. Mamma sinnti starfi sínu
af alúð og mikilli vandvirkni, hvar
sem hún starfaði, heima eða á
vinnustað. Listfeng í sínum hann-
yrðum og vinnu allri og lét fjöl-
skyldu og vini njóta án þess að
hika. Henni var annt um náttúr-
una, fuglana, hestana, og gat náð
augnsambandi við dýrin í haga og
skynjað líðan þeirra. Elskaði að
ferðast um landið sitt og faðma
víðfeðmi náttúrunnar. Taldi aldr-
ei eftir sér að tjalda og þáði alla
gistingu glöð í sinni. Henni leið
best hjá sínu fólki. Mamma snerti
líf ótalmargra þótt það væri ekki
opinbert eða í umræðunni. Hugs-
andi góðleg móðir með hlýjan
hug og sinn skammt af breysk-
leika. Gat verið grandalaus,
stundum rati í tæknimálum, en
þá lærði hún það sem þurfti.
Hrein kona með heitt hjarta sem
beitti sér á sinn hægláta máta
fyrir heill og betra lífi fólks,
barna sinna, barnabarna, barna-
barnabarna, fjölskyldu og vina.
Hún hafði þegið mjög stóran
skammt af þolinmæði og kær-
leika í vöggugjöf, en var viðkvæm
manneskja. Góð kona með stórt
bakland. Ljósið hennar, sem
slokknaði á öðrum degi nýs árs,
verður lifandi í minningum okkar
allra, þótt skarðið sem hún skildi
eftir verði ekki fyllt. Umfram allt
er minningin um kærleika henn-
ar, fórnfýsi og óendanlega þolin-
mæði sem við þökkum.
Bjarni Hákonarson,
Hjördís Fenger, Hákon
Helgi Bjarnason, Dröfn
Haraldsdóttir, Helga Björt
Bjarnadóttir, Arnar Gunn-
arsson, Móeiður Líf.
Englar eins og þú.
Þú tekur þig svo vel út
hvar sem þú ert.
Ótrúlega dýrmætt eintak,
sólin sem yljar
og umhverfið vermir.
Þú glæðir tilveruna gleði
með gefandi nærveru
og færir bros á brá
svo það birtir í sálinni.
Sólin sem bræðir hjörtun.
Í mannhafinu
er gott að vita
af englum
eins og þér.
Því þú ert sólin mín
Sem aldrei dregur fyrir.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Takk fyrir allt Matta mín.
Guð geymi þig.
Þín tengdadóttir,
Margrét A. Frederiksen.
Nú hefur hún Matta fengið að
kveðja þetta jarðlíf, það hefur ver-
ið öllum erfitt síðustu árin. Ég
kynntist Möttu 1938 þegar ég
byrjaði í Barnaskóla Austurbæj-
ar. Fyrsti kennarinn í vorskóla
var Valgerður Guðmundsdóttir
föðursystir Möttu. Hún sagði við
mig: „Ég ætla að setja þig við hlið-
ina á frænku minni, henni Öddu.“
Árný er alltaf kölluð Adda, við
urðum strax perluvinkonur og
þar með varð ég heimagangur hjá
fjölskyldunni á Freyjugötu 10.
Á þessum árum var algengt að
börn færu í sveit á sumrin. Kona
sem var sveitungi pabba bauð
mér að koma í sveit til sín í Mýr-
dal í Kolbeinsstaðahreppi. Þang-
að komu líka systkini úr Reykja-
vík, Matta og Mummi, og þekkti
ég þau af Freyjugötunni. Við und-
um okkur öll vel þar. Þarna feng-
um við að kynnast búskapnum og
taka þátt í öllu sem var að gerast.
T.d. var tekinn upp mór úr mó-
gröfum við tjörnina. Þegar mó-
kögglarnir höfðu verið fluttir
heim á hlað var þeim skipt í flögur
og var okkur krökkunum kennt
að raða flögunum í hrauka. Þetta
fannst okkur skemmtilegt, líkt og
að byggja spilaborgir. Sama var
með sauðataðið, það var stungið
út úr húsunum þegar kindurnar
voru farnar út á vorin, hnausun-
um skipt niður í flögur og raðað
upp í hrauka. Þetta var gert til að
þurrka flögurnar, seinna voru
þær svo fluttar í sérstakar
geymslur því þetta var vetrar-
forði heimilisins til að kynda upp
íbúðarhús, til þess voru kolavélar
sem jafnframt var eldað á og
þetta var eldiviður til að drýgja
kolin. Svona lærðum við ýmislegt
um gamla tímann, sem fáir kunna
skil á í dag.
Mér þótti mjög vænt um að
þótt Matta væri orðin gleymin og
við sæjumst orðið sjaldan, þá
þekkti hún mig og nefndi með
nafni ef hún sá mig.
Nú er komið að kveðjustund og
kveð ég gamla og góða vinkonu og
votta öllum aðstandendum mína
dýpstu samúð.
Dóra G. Jónsdóttir.
Pálína Matthildur
Sigurðardóttir
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
MUNDHEIÐUR GUNNARSDÓTTIR,
lést í faðmi fjölskyldunnar á Hrafnistu í
Hafnarfirði fimmtudaginn 6. janúar.
Útförin verður auglýst síðar.
Lýður Jónsson
Gunnhildur Lýðsdóttir Gunnar Helgi Hálfdanarson
Anna Jóna Lýðsdóttir Sigurður Pálmi Sigurðsson
Bryndís Lýðsdóttir Jón Axel Pétursson
Jónína Lýðsdóttir Eggert B. Guðmundsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
SVAVAR HALLDÓR BJÖRNSSON,
Strandgötu 4, Neskaupstað,
lést á gjörgæslunni í Fossvogi sunnudaginn
9. janúar.
Líneik Haraldsdóttir
Heiða Berglind Svavarsdóttir Jón Hilmar Kárason
Ásdís Fjóla Svavarsdóttir Vilberg Hafsteinn Jónsson
barnabörn og langafastrákur