Morgunblaðið - 12.01.2022, Side 25
MENNING 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 2022
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
95%
BESTA SPIDERMAN MYNDIN TIL ÞESSA !
K E A N U R E E V E S C A R R I E A N N E M O S S
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
EIN ALLRA BESTA MYND STEVEN SPIELBERG
NÝÁRSMYNDIN 2022
RALPH FIENNES GEMMA ARTERTON RHYS IFANS
HARRIS DICKINSON DJMON HOUNSOU
OBSERVER
THE GUARDIAN
EMPIRE
INDIE WIRE
TOTAL F ILM
93%
SAN FRANCISCO CHRONICLE THE SEAT TLE T IMES
INDIEW IREROLL ING STONE
Breski listfræðingurinn Christopher
Wright hefur greint ófá meistara-
verk í einka- og opinberri eigu á
rúmlega 50 ára starfsferli sínum.
Hann hefur nú komist að því að mál-
verk sem hann keypti fyrir 65 pund
árið 1970 og taldi vera eina fjöl-
margra framúrskarandi eftirlíkinga
af málverki eftir flæmska barokk-
listamanninn Anthony van Dyck sé í
reynd mögulega frumritið. „Ég
keypti verkið sem afrit á sínum tíma
og veitti því ekki næga eftirtekt, sem
er auðvitað skrýtið,“ segir Wright.
Samkvæmt frétt The Guardian er
málverkið talið 40.000 punda virði.
Um er að ræða portrett af Isa-
bellu Clöru Eugeniu, sem var dóttir
spænska konungsins og landstjóri
Spænsku Niðurlanda eftir að eigin-
maður hennar, Albert sjöundi af
Austurríki, lést 1621. Á myndinni
klæðist hún sorgarklæðum ekkju.
Wright fór ekki að skoða mál-
verkið af alvöru fyrr en Colin Harr-
ison, forstöðumaður yfir evrópskri
list hjá Ashmolean Museum í Ox-
ford, hafði í heimsókn hjá honum orð
á því að verkið bæri það með sér að
vera frummynd eftir van Dyck. Í
framhaldinu lét Wright forverði hjá
Courtauld-listamiðstöðinni í London
rannsaka verkið. Þeir telja óyggj-
andi að málverkið hafi verið unnið á
vinnustofu van Dycks undir hand-
leiðslu listamannsins sjálfs á ár-
unum 1628 til1632. „Hendurnar á
verkinu eru fallegar,“ segir Wright
og bendir á að lærlingar hjá van
Dyck hefðu ekki getað gert þeim
jafngóð skil. „Bygging andlitsins er
rétt, fötin eru fallega útfærð. Það er
ekkert sem bendir til þess að hér sé
um eftirlíkingu að ræða.“
Var ekki ódýr eftirlíking
Isabella Málverkið sem talið er að
Anthony van Dyck hafi málað.
Danski kvikmyndagerðarmaðurinn
Jonas Poher Rasmussen segist
prísa sig sælan að mynd hans, Flugt
(Flótti), hafi ekki hlotið Golden
Globe-verðlaun sem besta teikni-
mynd ársins, en verðlaunin voru af-
hent um helgina. Þetta kemur fram
í frétt Politiken. „Ef við hefðum
unnið hefðu því fylgt blendnar til-
finningar. Auðvitað er alltaf gott að
vinna til verðlauna þar sem það
vekur athygli á myndinni. En það
hefði verið furðulegt að taka á móti
verðlaunum frá samtökum sem
okkur finnst hreint ekki gott að
hylli okkur,“ segir Rasmussen og
vísar þar til þess að Samtök
erlendra blaðamanna í Hollywood
(HFPA) sem standa fyrir verðlaun-
unum hafi verið sökuð um mis-
munun, skort á fagmennsku og
fjármálamisferli.
„Við viljum leggja okkar lóð á
vogarskálarnar þegar kemur að því
að berjast gegn kynjamisrétti, kyn-
þáttahati og spillingu,“ segir Ras-
mussen og tekur fram að í samráði
við bandarískan dreifingaraðila
sinn hafi hann ákveðið að hann
myndi ekki fagna verðlaununum ef
þau féllu í hlut Flugt. Myndin hefur
þegar unnið til alþjóðlegra verð-
launa, m.a. hlotið dómnefndar-
verðlaun Sundance-kvikmynda-
hátíðarinnar, Kvikmyndaverðlaun
Norðurlandaráðs og tvenn verð-
laun þegar Evrópsku kvikmynda-
verðlaunin voru afhent í desember.
Prísar sig sælan að hafa ekki unnið
Flótti Stilla úr dönsku teiknimyndinni
Flugt eftir Jonas Poher Rasmussen.
E
nginn skyldi vanmeta þá
sem ganga ekki í takt við
aðra. Kúrekinn Kalmann
Óðinsson með byssubelti
um sig miðjan, Mauser-byssu,
fógetamerki og kúrekahatt, fer sín-
ar eigin leiðir og er klárari en
margur heldur, lætur glósur eins og
þorpsfíflið sem vind um eyru þjóta,
sinnir hákarla-
veiðum og er lög-
reglustjórinn á
Raufarhöfn í hjá-
verkum, aðalmað-
urinn í lausn sér-
staks máls, sem
snertir alla
bæjarbúa. Geri
aðrir betur!
Friðrik Þór
Friðriksson vakti
athygli á kúrekum norðursins í
samnefndri kvikmynd fyrir tæplega
40 árum og nú hefur svissneski rit-
höfundurinn Joachim B. Schmidt,
sem hefur búið á Íslandi undanfarin
ár og er íslenskur ríkisborgari, vak-
ið hinn eina og sanna kúreka til lífs-
ins á Raufarhöfn, en með öðrum
hætti þó.
Víða um heim má finna fámennar
byggðir, jafnt innan sem utan
alfaraleiðar, þar sem lítið er um að
vera og ekkert má út af bera í
fábrotnu atvinnulífinu til að allt fari
fjandans til. Fáir einstaklingar eru
með alla þræði í hendi sér og halda
lífsneistanum gangandi, en án
þeirra er ekkert að gera nema að
skella í lás.
Joachim B. Schmidt setur þessa
sviðsmynd niður á Raufarhöfn og
vekur um leið athygli á bænum.
Róbert McKenzie, stórbokkinn á
svæðinu, hverfur og hákarlafang-
arinn og verkandinn Kalmann
dregst inn í rannsókn málsins.
Hann á afa sínum allt að þakka og
heimsækir hann vikulega á stofnun
á Húsavík, en er þess á milli á
spjalli á netinu eða á veiðum. Sinnir
sínu og á sína drauma en efast
gjarnan um eigið ágæti. Skemmti-
legur karakter, blanda af Forrest
Gump, Gamlingjanum og öðrum
álíka, maður sem veit sínu viti, þó
aðrir taki almennt ekki undir það,
en er samt einhvern veginn allra.
Spennusagan er létt og skemmti-
leg, þó undirtónninn sé svartur og
grimmur. Kalmann heldur henni
uppi, er persónan sem allt snýst
um, og því verða aðrir karakterar
frekar í skugganum. Töluverður
ævintýrablær er yfir frásögninni á
stundum og þá skiptir trúverðug-
leikinn ekki öllu, en annars er þetta
þægilegur „kósí-krimmi“, sem fer
vel með hákarlinum.
Hákarlar og hættusvæði
Ljósmynd/Eva Schram
Skemmtileg Spennusagan er létt og skemmtileg, þó undirtónninn sé svart-
ur og grimmur, segir gagnrýnandi um Kalmann eftir Joachim B. Schmidt.
Spennusaga
Kalmann bbbmn
Eftir Joachim B. Schmidt.
Bjarni Jónsson íslenskaði.
Kilja. 291 bls. Mál og menning 2021.
STEINÞÓR
GUÐBJARTSSON
BÆKUR