Morgunblaðið - 12.01.2022, Side 28

Morgunblaðið - 12.01.2022, Side 28
Ljósmyndahátíð Íslands hefst á morgun, 13. jan- úar, og er hún alþjóðleg hátíð, haldin í janúar ann- að hvert ár. Markmiðið með henni er að vinna að framþróun ljósmyndunar sem listforms og verður hún nú haldin í sjötta sinn. Fyrstu opnanirnar fara fram á morgun og 14. janúar, sú fyrri í Galley Porti þar sem Eva Schram sýnir 518 aukanætur, röð ljósmyndaverka af óbyggðum Ís- lands. Myndirnar tók hún á úreltar filmur. Seinni opn- unin verður í Gerðarsafni og þar sýna Elín Hansdóttir, Úlfur Hansson og Santiago Mostyn. Hátíðin verður ekki sett formlega að þessu sinni vegna samkomutakmark- ana, en sérstök viðburðahelgi verður haldin síðustu viku hátíðarinnar, í lok mars, með fjölbreyttum við- burðum. Listrænir stjórnendur eru Katrín Elvarsdóttir og Pétur Thomsen og má finna dagskrá hátíðarinnar og frekari upplýsingar á tipf.is. Ljósmyndahátíð haldin í sjötta sinn neinu lulli og þegar ég verð stór ætla ég að bæta um betur, taka ærlega á.“ Göngur af ýmsu tagi hafa verið líf og yndi Sigurðar frá barnæsku. „Þær eru annað af tveimur áhuga- málum mínum í gegnum lífið sem mér hefur þótt mest varið í,“ segir hann og áréttar að hann sé rétt að byrja enda enn á æskuárum. Hann gangi mest á malarstígum og reyni að vera kominn heim fyrir myrkur. „Það hentar mér ágætlega að ganga einn en stundum fæ ég félaga með mér.“ Hann tók lengi þátt í starfi Ferða- félagsins Útivistar og var fararstjóri í fjallaferðum í mörg ár. Hann hefur gefið út bækur um hugðarefnið, meðal annars bókina Gönguleiðir yf- ir Fimmvörðuháls, sem kom út 2002 og endurskoðuð 2012, og Upp og nið- urgang - Sennilegar sögur úr fjalla- ferðum, sem hann segir að hafi verið jólagjöfin til vina og vandamanna 2019. Hljóðbækur hafa létt Sigurði gönguna. „Það er dásamlegt að geta gert tvennt í einu, að ganga og hlusta,“ segir hann og leggur áherslu á að hann sé alæta á bækur. „Einar Kárason er gríðarlegur vinur minn, þótt hann viti ekkert hver ég er. Hann er betra skáld en pólitík- us.“ Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Hreyfing er almennt góð fyrir sál og líkama. Það veit Sigurður Sigurðar- son, sem gekk 2.686 km á 245 dögum á liðnu ári. „Mér hefur aldrei liðið eins vel og eftir þetta ár,“ segir hann, en hefur varann á og bendir á að hann hafi fundið afsökun til þess að ganga ekki í 120 daga. „Þú hefur um tvennt að ræða; að kalla gönguna afrek, sem hún er ekki, eða kalla mig skrýtinn, sem ég er.“ Hvort sem um er að ræða sá Sig- urður ástæðu til þess að fjalla um málið á Moggablogginu, þar sem hann skrifar meðal annars reglulega pistla um hvernig bæta má málfar í fjölmiðlum. Í téðri grein líkir hann sér við Forrest Gump en í stað þess að álpast út að hlaupa hafi hann fyrir algjöra tilviljun farið út að ganga 1. janúar í fyrra og hafi haldið upp- teknum hætti að mestu síðan. Gangi einkum tvær leiðir, aðra tíu km og hina 15 km. „Þar að auki hef ég gengið á fjöll, druslast margoft um eldstöðvar á Reykjanesi og brölt á jökla,“ skrifar hann. Hringvegurinn og fleira Til nánari útskýringar líkir hann skráðri, samanlagðri göngunni við ímyndaða göngu um landið. „Fyrst gekk ég hringveginn (1.321 km), hélt þaðan um Snæfellsnes, Dali og um Vestfirði, til Ísafjarðar og svo í Kaldalón, að Bæjum, yfir Dalsheiði og í Leirufjörð.“ Síðan hafi hann gengið um Hornstrandir, sem hann þekki vel, suður að Staðarskála við botn Hrútafjarðar. „Þaðan villtist ég upp á Arnarvatnsheiði og inn á Kjöl sem ég skokkaði í desember.“ Á gamlársdag hafi hann verið einhvers staðar á milli Gullfoss og Sandár. Keppnisskapið er mikið og Sig- urður segist alltaf hafa skráð gengn- ar vegalengdir og tímann, hvort sem hann hafi verið í maraþoni, hálfu maraþoni, Laugavegshlaupi eða á venjulegri heilsubótargöngu. „Það er hvatning til þess að reyna að gera betur næst.“ En böggull fylgi skammrifi. Blóð, sviti og tár. Að ónefndu sliti á skóm, kulda og „dauð- um“ gemsa á stundum. „Þetta gengur út á að reyna á sig og vaða upp brekkur. Ég er ekki á Að hætti Forrests Gumps - Sigurður Sigurðarson gekk 2.686 km á 245 dögum - Skráir allar göngur og göngutíma samviskusamlega Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson Á göngu Sigurður Sigurðarson við Rauðabotn við Fjallabaksleið syðri. VANDAÐUR VINNU FATNAÐUR ÖRYGGISSKÓR Sjáum um allar merkingar Höfðabakka 9, 110 Reykjavík Hafið samband við Gústa sölustjóra vinnufatnaðar, sími 888-9222, gustib@run.is SAFE & SMART monitor MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 12. DAGUR ÁRSINS 2022 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Karlalandsliðið í handknattleik skilaði sér á keppn- isstað í Búdapest um miðjan dag í gær ásamt fylgd- arliði en Ísland mætir Portúgal á föstudaginn í fyrsta leik sínum í B-riðli lokakeppni EM. Landsliðshópurinn hefur farið mjög gætilega í janúar vegna heimsfaraldursins og dvaldi liðið saman á hóteli í Reykjavík meðan á undirbúningi liðsins stóð. Daginn fyrir brottförina í gær fóru allir í PCR-próf vegna kór- ónuveirunnar og reyndust allir landsliðsmennirnir nei- kvæðir. »22 Strákarnir okkar lentir í Búdapest ÍÞRÓTTIR MENNING

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.