Morgunblaðið - 14.01.2022, Side 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2022
Ljósmyndir Rutar og Silju
Skipholti 31 | 105 Reykjavík | Sími 568 0150 | www.rut.is |
Opið alla virka daga kl. 10-17
Starfsmanna-
myndatökur
Tímapantanir
í síma 568 0150
eða á rut@rut.is
Förum eftir öllum
sóttvarnartilmælum
fyrir fyrirtæki og stofnanir
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Skipulagsstofnun telur að óvissa ríki
um áhrif laxeldis á samfélagið í
Seyðisfirði en þau geti orðið talsvert
eða verulega neikvæð ef ekki næst
sátt í nærsamfélaginu. Í því sam-
bandi er vísað til fjölda athugasemda
íbúa vegna áforma um sjókvíaeldi.
Telur Skipulagsstofnun æskilegt að
strandsvæðaskipulag sem unnið er
að liggi fyrir áður en einstökum
svæðum verði ráðstafað.
Fiskeldi Austfjarða er að færa út
kvíarnar. Fyrirtækið hefur unnið að
undirbúningi framleiðslu á 10 þús-
und tonnum af laxi í sjókvíum í Seyð-
isfirði en heildarlífmassi verði þó að
hámarki 10 þúsund tonn hverju
sinni. Fyrirkomulagið er þannig að
eldið verður á þremur stöðum, tólf
sjókvíar á hverjum, en aðeins tvö
svæði í gangi á hverjum tíma og það
þriðja í hvíld.
Þetta eldi er í samræmi við mat
Hafrannsóknastofnunar á burðar-
þoli fjarðarins. Hins vegar er leyfi-
legt hámarkseldi, samkvæmt mati
sömu stofnunar vegna hættu á erfða-
blöndun við náttúrulega laxastofna,
6.500 tonn. Hyggst Laxeldi Aust-
fjarða vera með eldi á 6.500 tonnum
af frjóum laxi og 3.500 tonn af ófrjó-
um, til að halda sig innan heimilda.
Þetta hlutfall geti síðan breyst með
breyttu áhættumati.
Telja áhrif á umhverfi óveruleg
Í matsskýrslu Fiskeldis Aust-
fjarða kemur fram það mat að fyrir-
hugað eldi í Seyðisfirði muni hafa
verulega jákvæð áhrif á hagræna og
félagslega þætti. Heildarniðurstaða
umhverfismatsins er að í flestum til-
vikum verði áhrif þess óveruleg. Nei-
kvæð áhrif verði að miklu leyti stað-
bundin og afturkræf.
Í áliti Skipulagsstofnunar sem
markar lok umhverfismatsins eru
settar fram nokkrar ábendingar.
Meðal annars er bent á að fiskeldið
geti haft neikvæð áhrif á ímynd
Seyðisfjarðar og ferðaþjónustu þar
sem það verði í mikilli nálægð við
siglingaleið Norrænu og farþega-
skipa.
Helsta nýjungin frá áliti stofnun-
arinnar á öðrum laxeldisáformum er,
eins og fram kemur í upphafi, að vak-
in er athygli á andstöðu í samfélag-
inu á Seyðisfirði gegn laxeldi sem
meðal annars birtist í fjölda athuga-
semda í umhverfismatinu og undir-
skriftalista frá íbúum. „Fá ef nokkur
fordæmi eru fyrir viðlíka andstöðu
heimamanna við sjókvíaeldi,“ segir í
álitinu.
Unnið að strandsvæðaskipulagi
Stofnunin bendir á að unnið er að
gerð strandsvæðaskipulags fyrir
Austfirði sem gera megi ráð fyrir að
verði auglýst á vormánuðum. Það
leggi grunn að leyfisveitingum fyrir
framkvæmdum og annarri starf-
semi.
Horft sé til ólíkra hagsmuna og
sjónarmiða sem vega þurfi saman til
að ákveða framtíðarnýtingu fjarða
og flóa á skipulagssvæðinu. Telur
Skipulagsstofnun æskilegt að
strandsvæðaskipulagið liggi fyrir
áður en einstökum svæðum verði
ráðstafað til ákveðinnar nýtingar.
Telja æskilegt að fresta leyfum
- Lokið er umhverfismati á 10 þúsund tonna laxeldi í Seyðisfirði - Hluti eldis verður með ófrjóum laxi
- Skipulagsstofnun telur að áhrif laxeldis á samfélagið geti orðið neikvæð ef ekki næst sátt um það
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Árgangaskipt eldi Fiskeldi Austfjarða hyggst nota 24 sjókvíar í einu á
tveimur eldissvæðum í Seyðisfirði. Þriðja svæðið verði í hvíld.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Minjavernd reiknar með að gengið verði frá sölu á Hótel
Flatey í Flatey á Breiðafirði fyrir lok mánaðarins.
„Minjavernd endurgerði þessi hús á sínum tíma og
hefur haft þau í útleigu og rekstri,“ sagði Þorsteinn
Bergsson, framkvæmdastjóri Minjaverndar. Húsin eru
Eyjólfspakkhús, Stórapakkhús og Samkomuhúsið. Þau
voru öll upphaflega byggð sem pakkhús og notuð í
tengslum við verslunarrekstur og fiskverkun. Húsin
hafa gegnt ýmsum hlutverkum í gegnum tíðina.
Minjavernd hóf að endurbyggja þessi hús 1988 og lauk
því verki 2006 eða sama ár og rekstur Hótels Flateyjar
hófst. Hótelið hefur verið leigt út alla tíð síðan og þar
verið rekið sumarhótel. Auk þessara húsa byggði Minja-
vernd tvö hús, Friðheima og bryggjuskúr, í tengslum við
hótelreksturinn. Gistiherbergi í hótelinu eru 14, auk
starfsmannaaðstöðu, veitingahúss og geymslu.
En hvers vegna var hótelið selt?
„Minjavernd hefur haft þá stefnu að vera ekki eigandi
verkefna heldur að koma þeim áfram til nýrra eigenda til
notkunar. Það stefndi fullmikið í að við yrðum fasteigna-
félag þegar við áttum nærri annað hvert hús í miðbæ
Reykjavíkur,“ sagði Þorsteinn. „Minjavernd er mjög
ánægð með það þegar hús eða verkefni á okkar vegum
ná að halda áfram sinn veg.“ Hann segir ennfremur að
Hótel Flatey sé búið að vera í söluferli sennilega í á
þriðja ár. Aðstæður hafi ekki verið hagfelldar til sölu á
hótelinu fyrr en nú.
Ýmis formsatriði eru eftir
„Það er búið að selja hótelið en ekki ganga formlega
frá sölunni,“ sagði Kjartan Hallgeirsson, löggiltur fast-
eignasali og framkvæmdastjóri Eignamiðlunar ehf. sem
annaðist söluna. Verið er að ganga frá ýmsum forms-
atriðum fyrir kaupsamninginn.
„Eftir því sem mér er sagt er ætlunin að reka þarna
hótel áfram,“ sagði Kjartan. Aðspurður hvort ekki sé af-
rek að selja hótel á tímum heimsfaraldurs segir Kjartan
að Hótel Flatey sé ef til vill ekki dæmigert hótel. Rekst-
ur þess hafi gengið vel síðasta sumar og Íslendingar ver-
ið tíðir gestir þótt minna hafi verið um erlenda ferða-
menn í landinu.
Söluverð hótelsins og kaupandi er enn trúnaðarmál.
Söluferli Hótels Flat-
eyjar er langt komið
- Minjavernd gerði húsin upp og byggði - Ákvað að selja
Morgunblaðið/Golli
Hótel Flatey F.v.: Eyjólfspakkhús, Stórapakkhús og
Samkomuhúsið. Söluverð hótelsins er trúnaðarmál.
Í vikunni var 3.211 tonnum landað úr Berki
NK á Seyðisfirði og er það trúlega stærsti
loðnufarmur sem íslenskt veiðiskip hefur
komið með að landi. Hálfdan Hálfdanarson
skipstjóri segir í samtali við Morgunblaðið að
um fullfermi hafi verið að ræða, en hugs-
anlega hefði mátt koma 10-20 tonnum í við-
bót í lestarnar. Skipið fór vel í sjó með þenn-
an farm á leið í land.
Aflinn fékkst í tíu holum norðaustur af
Langanesi á fimm dögum, þar af var bræla
einn daginn. Um aflabrögð segir Hálfdan að
stígandi sé í vertíðinni. Veiðin hafi byrjað ró-
lega í desember, en eftir því sem liðið hafi á
janúar hafi afli aukist. Börkur tók olíu í Nes-
kaupstað í gær, en svo átti að halda til veiða.
Í gær var leiðindaveður á miðunum, en
einhver skipanna gátu athafnað sig fyrri part
gærdagsins. Búist var við að veður yrði skap-
legra er liði á gærkvöldið og um helgina.
aij@mbl.is
Morgunblaðið/Börkur Kjartansson
Á loðnu Systurskipin Vilhelm Þorsteinsson EA og Börkur NK komu ný til landsins á síðasta ári. Myndin er tekin á miðunum fyrir nokkrum dögum.
Börkur NK með
metfarm af loðnu
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa-
dóttir, utanríkis- og þróunarsam-
vinnuráðherra, átti í dag símafund
með Antony Blinken, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna. Þetta
kemur fram í tilkynningu frá
Stjórnarráðinu.
Í tilkynningunni segir að Blink-
en, sem kom til Íslands í maí, hafi
óskað eftir símtali í því skyni að
árna Þórdísi Kolbrúnu velfarnaðar
í nýju embætti. Ráðherrarnir
ræddu jafnframt sameiginleg sjón-
armið og gott samstarf Íslands og
Bandaríkjanna, þar með talið á
sviði öryggis- og varnarmála, lofts-
lagsmála og viðskipta.
Tekið er fram að Þórdís Kolbrún
hafi sagt að almennt væru Ísland og
Bandaríkin sammála um þau mál
sem væru efst á baugi á alþjóða-
vettvangi, hvort sem það væru mál-
efni norðurslóða eða mikilvægi lýð-
ræðis og mannréttinda.
Þórdís Kolbrún ræddi við Antony Blinken