Morgunblaðið - 14.01.2022, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.01.2022, Blaðsíða 19
✝ Jóna Sigur- björg Guð- mundsdóttur fædd- ist 5. júní 1933 á Horni í Mosdal í Arnarfirði. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Eir í Reykjavík 14. des- ember 2021. For- eldrar hennar voru Guðmundur Jó- hannsson, bóndi á Horni og Dynjanda í Arnarfirði, f. 1893, d. 1964, og Guðrún Sig- ríður Guðjónsdóttir, húsfreyja á Horni og Dynjanda, f. 1894 í Haukadal, d. 1962. Alsystkini Jónu voru Jóhann, f. 1934, og andvana fæddur drengur, f. 1936. Guðrún Sigríð- ur var sjómannsekkja eftir Jón Sigurðsson þegar hún giftist Guðmundi. Sammæðra systkini: Guðjón Jónsson, f. 1917, Sig- urður Guðni Jónsson, f. 1918, og andvana fædd stúlka Jónsdóttir, f. 1921. Jóna lifði öll systkini sín. Árið 1953 giftist Jóna Árna Marinó Finnbogasyni, f. á Hóli í Bakkadal, Ketildölum í Arnar- firði 5. apríl 1931, d. 2. maí 2017. Börn þeirra eru: Alda Björk, f. 26. október 1953, gift Trausta Haukssyni, þau eiga þrjár dætur, Ernu Sif, Móeiði og Ilmi. Guðrún og fjöl- skylda búa í Árósum í Dan- mörku. Jóna var ekki lang- skólagengin. Hún lauk gagn- fræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Akraness árið 1950. Jóna var mikil hannyrðakona. Hún saum- aði og prjónaði allt á börn sín og sig sjálfa framan af og síðar á barnabörn o.fl. Auk húsmóð- urstarfsins vann Jóna ýmis hlutastörf til að drýgja tekj- urnar. Eftir að þrjú elstu börnin fluttu að heiman og það yngsta var á skólaaldri rak Jóna leik- fangaverslunina Jójó í Reykja- vík árin 1979-1981 ásamt Öldu dóttur sinni. Jóna vann í versl- uninni Áklæði og gluggatjöld en starfaði lengst af í miðasölu Þjóðleikhússins, frá 1990-2003. Hún lét af störfum 70 ára göm- ul. Á Bíldudal var Jóna ung og efnileg stúlka og tók þátt í starfi leikfélagsins og spilaði hand- bolta. Hún kynntist Marinó sum- arið 1952 á ungmenna- félagshátíð á Þingeyri. Jóna og Marinó hófu hjúskap á Bíldudal árið 1952 í Hólmarshúsi. Þau fluttu með tvö elstu börnin til Reykjavíkur, í Njörvasund 26, 1961. Þar fæddist Finnbogi. 1970 fluttu þau í Vesturberg 10, þar fæddist Guðrún Björk. Jóna bjó í 50 ár í Vesturbergi. Útför Jónu fer fram frá Garðakirkju í dag, 14. janúar 2022, klukkan 13. börn þeirra eru þrjú: Signý, gift Sigurjóni Alexand- ersyni, þau eiga synina Bjart og Fjölni; Sindri, gift- ur Sólveigu Rolfs- dóttur, þau eiga synina Snorra og Egil; Ástrós, sem á einn son, Myrkva. Guðmundur, f. 3. júlí 1955, giftur Guðbjörgu Önnu Magnúsdóttur, börn þeirra eru þrjú: Jóna Sigurbjörg, hún á fjögur börn með fyrrverandi eiginmönnum, Guðmund Gabríel, Atalíu Von, Sefaníu Rut og Adríönu Bjark- eyju; Steinunn Ragnhildur, unn- usti hennar er Kristján Haukdal Jónsson, hann á eina dóttur, Ester Báru; Marinó Magnús, giftur Tinnu Berg Rúnars- dóttur, þau eiga þrjá syni, Ant- on Grétar, Kolbein Mána og Óli- ver Darra. Finnbogi Sigurður, f. 3. ágúst 1962, giftur Kerstin Haug Mar- inósson, hann á eina dóttur, Heru Jóhönnu. Finnbogi og Kerstin búa í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum. Guðrún Björk, f. 15. maí 1972, gift Vigfúsi Eiríkssyni, Elsku mamma. Ég kveð þig í dag með söknuði og þakklæti fyr- ir góða atlætið, kærleikann, upp- fræðsluna, stuðninginn, góðu upplifanirnar og allar yndislegu stundirnar á síðastliðnum 49 ár- um. Ég var ljósið ykkar pabba sem lifnaði síðast, eins og þú oft sagðir mér. Þið pabbi voruð góðir foreldrar, studduð mig í einu og öllu. Við vorum í sama liðinu. Ég var heppin að alast upp með ykk- ur, þið á ykkar efri árum, orðin ráðsett og lífsreyndari en þegar þið hófuð hjúskap og stofnuðuð fjölskyldu, þú aðeins tvítug að aldri. Þú kenndir mér að elska land- ið, njóta íslenskrar náttúru, þekkja flóru landsins og fuglana og bera virðingu fyrir náttúrunni, taka henni ekki sem sjálfsögðum hlut. Þú studdir mig í gegnum skólagönguna. Þú hafðir mjög gott vald á móðurmálinu, varst víðlesin, vel að þér í bókmenntum og kunnir laglínuna við þau ljóð sem ég átti að læra utan að. Þú fylltist áhuga og hlustaðir með at- hygli þegar ég sagði þér frá nám- inu og bættir við þekkingu mína með þinni eigin reynslu og kunn- áttu. Þú varst skapandi, fylgdist með tíðarandanum og óttaðist ekki það sem var þér framandi. Ég gekk í heimasaumuðum og heimaprjónuðum fötum, svo dáðst var að. Við eyddum mörgum stundum við að skoða tískublöð, fara í vefnaðarvörubúðir og þú saumaðir föt á mig, breyttir snið- um eftir mínum málum á snilld- arvegu. Ég hef oft síðan dáðst að þolinmæði þinni og vandvirkni við verkin, öllu því sem þú fékkst áorkað, samhliða því að þú vannst utan heimilis, sinntir fjölskyld- unni og öðrum verkum. Öll fjölskyldan naut hæfni þinnar og atorku, og þú neitaðir aldrei verkum sem þú varst beðin að vinna. Þú áttir frumkvæði að því að skapa fjölskylduhefðir sem við systkinin höfum í heiðri. Þú bakaðir afmæliskringlu fyrir öll afmæli, piparkökur og hús, sem voru skreytt fyrir jólin. Við krakkarnir, elstu barnabörnin og ég, fengum að vera í eldhúsinu og taka þátt í matseldinni, bakstrin- um, sláturgerðinni, að hreinsa rabarbarann og berin í sultuna með meiru. Allt það sem ég sjálf kann í dag til verka á heimili mínu hef ég lært af þér. Þið pabbi eruð fyrirmyndir mínar þegar ég vel að eiga góðar frístundir með fjölskyldu minni. Ykkar leiðarljós í lífinu var að frí- tíminn væri góður og innihalds- ríkur, að njóta hans eftir allan tímann sem eytt var í vinnu og erfiði. Ég er full þakklætis fyrir allar góðu samverustundirnar í Danmörku. Þið pabbi heimsóttuð okkur fjölskylduna í Árósum á hverju ári síðastliðin 17 ár, og þú oft seinni árin, þegar þú varst orð- in ein. Dætur mínar eiga ómet- anlegar minningar frá samveru okkar. Þú saknaðir pabba, og sagðir oft að þú hefðir verið hepp- in að kynnast honum. Þið voruð góð saman, samrýnd, samhent og dugnaðarforkar. Elsku mamma, minningar mín- ar um æsku, uppvaxtar- og full- orðinsár mín eru mér kærar. Þær verma hjartarætur mínar á hverj- um degi er ég hugsa til ykkar. Þú fékkst þína hinstu hvíld eftir langt, gott, hamingjuríkt og við- burðaríkt líf. Með ástarkveðju, þín Guðrún Björk. Vinnusöm og féll aldrei verk úr hendi, þannig var mamma. Hún bjó sig undir veturinn með slátur-, kæfu- og rúllupylsugerð, sultaði og gerði saft úr berjum og rab- arbara. Hún saumaði og prjónaði nánast öll föt á sig, börn og barna- börn. Mamma prjónaði mikið af fallegum mynstruðum peysum á okkur öll. Mamma saumaði mikið út. Hún prjónaði ungbarnaheim- farasett og færði nýbökuðum for- eldrum. Margar okkar bestu stundir voru við saumaskap, að velja snið, taka upp og leggja á efnin, klippa efnin, það þótti henni erfitt, það var dýrt að gera mis- tök. Ég klippti því oft og hún saumaði. Hún fékk mikið hól fyrir allar fallegu flíkurnar því hún var mjög handlagin og vandvirk. Seinni árin prjónaði hún mikið af rósamynstursvettlingum. Hún var send til náms við Gagnfræða- skóla Akraness, dvaldi hjá Sigurði bróður sínum, naut félagslífsins og námsins, þaðan átti hún ein- stakar og ljúfar minningar, lauk prófi 1950. Það var alla tíð mikill gesta- gangur á heimili Manna og Jónu, mamma bakaði vikulega og bar fram fjölbreyttar veitingar. Það var líf og yndi foreldra minna að hafa samveru með fjölskyldu, ætt- ingjum og vinum. Árið 1999 héldu mamma og Jóhann, ásamt afkom- endum Sigurðar og Guðjóns, ætt- armót á á bernskuslóðum þeirra. Til að fagna áttræðsafmælum for- eldra minna fórum við afkomend- urnir með þeim í tvær ferðir til Bíldudals, ferðumst um í Arnar- fjörð undir þeirra leiðsögn. Mamma var mikill náttúruunn- andi og þau pabbi hófu ung að ferðast um landið með tjald. Sem dæmi um dugnað mömmu saum- aði hún botn í hvíta tjaldið. Á ferðalögum fræddi mamma okkur börnin um sögu landsins, þjóðsög- ur og náttúruna bæði plöntu- og dýralíf. Oft fögnuðu þau afmælum sín- um í sumarbústaðaferðum með öllum afkomendum. Það var gjarnan hringt með stuttum fyr- irvara á góðviðrisdegi og allir drifnir af stað í fjöruferð, á Þing- velli eða Heiðmörk. Fjölskyldan eyddi mörgum góðum stundum saman úti í náttúrunni. Á miðjum aldri fóru þau að ferðast með Ferðafélagi Íslands inn á hálendið og gengu á skíðum á veturna. Mamma hafði yndi af lestri og las bæði fróðleik, ljóð og skáld- skap. Hún las gjarnan upphátt á kvöldin fyrir Manna sinn, blaða- greinar, leikdóma eða skemmti- lega kafla úr bókum. Mamma las fyrir börnin og seinna barnabörn- in þegar þau gistu hjá þeim, þá var oft mikil kátína. Hún hafði lag á að lofa börnum að aðstoða sig í eldhúsinu, hjálpa til við bakstur. Þau fengu að snúa kleinudeiginu og baka smákökur. Mamma var alltaf tilbúin að passa barnabörn- in og sóttu þau í að fara til ömmu og afa. Mamma vann lengst í miðasölu Þjóðleikhússins og var mjög ánægð í því starfi, sá allar leiksýn- ingar og hvatti alla í fjölskyldunni til þess líka. Börnum og barna- börnum bauð hún oft á barnasýn- ingar. Árin eftir að pabbi kvaddi voru henni erfið. Hún syrgði mik- ið og saknaði hans. Síðasta árið bjó hún á Eir hjúkrunarheimili við einstaka og góða umönnun. Nú sameinast þau í sumarland- inu. Hvíl í friði móðir mín. Alda Björk Marinósdóttir. Ég kynntist heiðurshjónunum Jónu og Marinó heitnum, mann- inum hennar, fyrst fyrir rúmum 30 árum þegar við Guðrún Björk fórum að rugla saman reytum okkar, þá enn óharðnaðir ungling- ar í menntaskóla. Ég var strax boðinn velkominn á heimilið og, eftir því sem á leið, í fjölskylduna. Aldrei var manni tekið öðruvísi en af kærleik, hlýju og gestrisni á heimili þeirra. Eftir því sem við- kynningin lengdist og dýpkaði jókst aðdáun mín á þeim báðum, enda leitun að öðru eins gæða- fólki. Aldrei kom maður að tóm- um kofunum hjá Jónu ef mann langaði að tala um lífið fyrir vest- an í denn. Hún sagði gjarnan frá, eins og því hvernig á uppeldis- árunum við Dynjanda hún mátti láta sig hafa að sækja skepnurnar í hagann, þótt hún væri svo nær- sýn að hún sæi ekki kindur sem voru meira en steinsnar í burtu. Sjónpróf og eftirfylgjandi gler- augu voru einfaldlega ekki sjálf- sagður hlutur þar á þeim tíma. Eins og svo margir gerðu á seinni helmingi síðustu aldar fluttist Jóna með Manna sínum og fjölskyldu á mölina. Og eins og svo margar jafnöldrur hennar varð hún útivinnandi, og hélt vita- skuld samt áfram að sjá um heim- ilið. Jóna var alveg gríðarlega vinnusöm, og hög til allra hand- verka. Mér fallast stundum hend- ur við tilhugsunina um að hún hafi unnið fulla vinnu, sinnt elda- mennskunni, séð um heimilið, bakað allt bakkelsi og samt fundið tíma til að handsauma föt á börn- in. Og ofan á þetta allt saman voru þau hjónin feikna dugleg að stunda útilíf um helgar. Maður hafði alltaf á tilfinningunni að varla væri sú þúfa sem upp úr stendur í landslaginu að þau hefðu ekki gengið hana bæði þvers og kruss. Og væri ekki gengið var heimboð eða heim- sókn. Dugnaðarforkur var hún ekki bara til göngu og handa, heldur einnig til hugar. Hún var ein fárra stúlkna úr árganginum frá henn- ar landsfjórðungi sem voru send- ar í landspróf. En þótt skólagang- an yrði ekki lengri var Jóna alltaf ljónskörp og mikill bókaunnandi. Það er aðdáunarvert hve vel hún var lesin, og enn meir ef haft er í huga hve lítið hlýtur að hafa verið eftir af tíma og orku í lok hvers dags. Það er oft sagt um fólk af þeirri kynslóð sem tengdamamma til- heyrði að það hafi ekkert verið að flíka tilfinningunum um of. En þær voru þar samt. Ég hafði þekkt tengdaforeldra mína í mörg ár og tekið eftir því að oft, ef gera átti sér ljúfan dag eða borða með fjölskyldunni, stakk annað þeirra, gjarnan með gleði- og kærleiks- glampa í augunum, upp á að hafa rabarbaragraut með rjóma í eft- irrétt. En það var ekki fyrr en frekar nýlega sem ég lærði að á fyrsta stefnumótinu sem þau fóru á, vestur í Arnarfirði fyrir löngu, borðuðu þau rabarbaragraut með rjóma saman. Nú hefur heittelskuð tengda- móðir mín kvatt þennan heim, södd lífdaga í hárri elli. Við sem eftir erum söknum hennar af- skaplega, þótt við séum líka full þakklætis fyrir að hafa notið sam- ferðarinnar í öll þessi ár. Nú er hún komin aftur til hans Manna síns. Og ef ég hef þekkt hann rétt beið hann eftir henni með rabar- baragrautinn, og rjóma í skál. Vigfús Eiríksson. Elsku besta amma. Núna ertu farin til afa, hans Manna þíns. Ég trúi því að það hafi orðið miklir fagnaðarfundir. Ég veit samt að þú munt sakna hans Steina þíns mikið en ég, Kristján og Esther Bára munum hugsa vel um hann. Þetta er alltaf svo sárt þegar einhver sem maður elskar yfirgef- ur þennan heim. Engar heim- sóknir á Vesturbergið aftur, eng- ar leikhúsferðir saman eða flissað og brosað að uppátækjunum hans Steina. Þú kenndir mér svo margt; að þekkja blóm, fugla og stjörnur, baka og gera kæfu. Núna get ég ekki hringt til að fá ráð þegar ég er að bardúsa í eld- húsinu og mig vantar ráð eða upp- skrift. Þú tókst öllum svo vel, eins og henni Esther Báru hans Krist- jáns míns, tókst henni eins og hún væri þitt barnabarn og varst svo spennt að sjá hana stíga á svið síð- asta vetur. Það var síðasta leik- húsferðin okkar saman, amma, og var hún farin alla leið á Borg í Grímsnesi. Þú ljómaðir á leiðinni út í bíl og alla leiðina austur og við skemmtum okkur svo vel ásamt Kristjáni og foreldrum hans. Ég er svo glöð að hafa verið þrjósk og að við fórum vestur sumarið 2018, þú vildir ekki að ég væri að nota mitt sumarfrí í að fara með þér vestur en eftir mörg samtöl þá samþykktir þú. Það var í síðasta skipti sem þú fórst vestur á æskuslóðir, þar kynntust þið afi og þar hófst ykkar sambúð og líf saman. Þessi ferð var svo dásam- leg. Ég er ekki viss hvor okkar skemmti sér betur ég eða þú. Ég allavega skemmti mér ekki síður en þú elsku amma. Mig langar að segja takk við alla sem við hittum enda var okkur stórkostlega tekið hvar sem við komum. Ég á eftir að sakna þess að eng- inn kalli mig gullið sitt græna, við munum aldrei sitja saman og horfa á fuglana út um gluggann eða hlusta og syngja saman gömul dægurlög eins og við gerðum eftir að þú fluttir á Eir. Ég veit að núna líður þér vel og ert hamingjusöm að hitta hann afa aftur. Hvíldu í friði elsku besta amma. Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Þín sonardóttir, Steinunn Ragnhildur Guðmundsdóttir og fjölskylda. Í dag kveð ég elsku Jónu ömmu. Ég er þakklát fyrir að eiga fallegar minningar um hana. Heimili Jónu ömmu og Mar- inós afa var miðpunktur fjölskyld- unnar og þar hittust afkomendur reglulega. Það var gott að koma til þeirra hjóna sem tóku ávallt vel á móti gestum með tilheyrandi veitingum og spjalli. Jóna gaf sér tíma til að sinna börnum, barna- börnum og barnabarnabörnum og fylgdist vel með því sem afkom- endur hennar voru að gera. Það eru margar minningar af Vestur- berginu. Jóna hafði ánægju af því að lesa upphátt og nutum við góðs af því þar sem hún las mikið fyrir okkur þegar við vorum börn. Hún varði miklum tíma í eldhúsinu og þar fengum við krakkarnir að hjálpa til við baksturinn. Við fór- um líka í dagsferðir með ömmu og afa þar sem við keyrðum út úr borginni með nesti og nutum úti- vistar og samveru. Á veturna fór- um við með þeim á skíði og á sumrin í útilegur og sumarbú- staðaferðir. Jóna var mikil saumakona og í æsku voru öll sparifötin mín heimasaumuð. Í seinni tíð tók prjónaskapurinn yf- ir og hefur hún prjónað margt fal- legt á fjölskylduna sem okkur þótti mjög vænt um. Jóna vann lengi í Þjóðleikhús- inu og í nokkur ár vann ég þar líka og það var gott að fá að kynnast henni á öðrum vettvangi. Jóna var vel liðin af samstarfsfólkinu og ég var alltaf stolt af því að vera dótt- urdóttir hennar. Hún hafði mikla ánægju af leiksýningunum og safnaði leikskrám sem hún fletti reglulega og rifjaði upp sýning- arnar. Jóna hafði marga kosti. Hún var einstök húsmóðir og hjartahlý. Ég hef alltaf dáðst að því hvað hún og afi voru nægju- söm og áttu auðvelt með að gleðj- ast yfir litlu hlutunum í lífinu. Sá eiginleiki og að sinna fjölskyld- unni af alúð er það sem ég mun minnast alla tíð og leitast við að tileinka mér. Hvíldu í friði, elsku amma, ég mun sakna þín. Þín dótturdóttir, Signý Traustadóttir. Elsku amma. Mikið ofsalega erum við þakklátar fyrir allar yndislegu stundirnar sem við náð- um að eiga með þér og afa und- anfarin ár, bæði þegar við höfum fengið að gista heima hjá ykkur í Vesturberginu og öll ferðalögin okkar saman. Með ykkur höfum við ferðast til Svíþjóðar, þar sem við tíndum bláber, ferðuðumst um heimaslóðir Astridar Lindgren og upplifðum sögurnar hennar í leik og söng. Þú skemmtir þér ekki minna en við á ferðalaginu og við sungum saman Astrid Lindgren- lög hástöfum í bílnum alla heim- leiðina. Okkur er sérstaklega kær ferðin um Arnarfjörðinn um stað- ina þar sem þið afi ólust upp. Saman ferðuðumst við mikið um alla Danmörku í sólinni. Þú komst til okkar yfir jólin og fórst með okkur til Lübeck á jólamarkaði. Við munum alltaf minnast þín og þessara stunda með hlýju. Við er- um svo heppnar að hafa átt þig sem ömmu og munum ætíð sakna þín og elska þig. Þín barnabörn, Ilmur og Móeiður. Þau fluttu frá Bíldudal í Njörvasund og bjuggu þar í tíu ár. Á þessum tíma kynntist ég Jónu lítið þótt börnin okkar lékju sér saman. Svo fór Breiðholtið að byggjast og í Efra-Breiðholtið fluttu þau Marinó 1971 og við Eggert svo ári seinna. Þá tókst með okkur kunningsskapur sem þróaðist í vináttu. Það var gott að eiga Jónu að þegar mér lá mikið á og henni þótti alltaf sjálfsagt að veita hjálp- arhönd. Við ferðuðumst töluvert með Marinó og Jónu og það var alltaf gaman og upplífgandi. Nú er litadýrðin á Þingvöllum kulnuð en hún kemur aftur. Það var líka gaman að hringja í hana og spyrja hana um hvað væri rétt, bæði í spakmælum og vísum: „Hvað fannst þú út úr myndagátunni?“ Jóna var alin upp við fjörð og há fjöll en kórónan var Dynjandi. Það var bjart yfir Jónu, enda vann hún lengi í háborg íslenskrar menningar, Þjóðleikhúsinu. Ég þakka Jónu liðna tíð, hún var alltaf traust. Við Eggert sendum börnum hennar, tengdabörnum og niðjum þeirra samúðarkveðjur. Hólmfríður Gísladóttir. Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2022 Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MÓSES GEIRMUNDSSON verkstjóri, Grundarfirði, lést á heimili sínu miðvikudaginn 29. desember. Útför hans fer fram frá Grundarfjarðarkirkju laugardaginn 15. janúar klukkan 13. Kirkjugestir eru beðnir um að framvísa neikvæðu hraðprófi sem er ekki eldra en 48 klst. Streymt verður frá útförinni á slóðinni: https://youtu.be/PPmkxWLzHak. Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð dvalarheimilisins Fellaskjóls í Grundarfirði. Dóra Haraldsdóttir Lilja Mósesdóttir Ívar Jónsson Hildur Mósesdóttir Aðalsteinn Gunnarsson Ásta Mósesdóttir Páll Þórir Hermannsson Dögg Mósesdóttir Hilmar Kristjánsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.