Morgunblaðið - 14.01.2022, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.01.2022, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2022 Herraboxer micro-fiber Verð 1.990,- stk 2. í pakka 3.350,- 3. í pakka 4.990,- Laugavegi 178, 105 Reykjavík | Sími 551 3366 | misty.is Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl.11-15 Fullveldi.is fjallaði á dögunum um stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Þýskalands, sem samanstendur af Sósíaldemókröt- um, Græningjum og Frjálsum demókrötum. - - - Þar segir að í stjórnarsáttmálan- um komi fram að ríkisstjórnin nýja vilji umbætur á sambandinu og að ráð- stefna Evrópu- sam- bandsins um fram- tíð þess verði nýtt til að þróa það áfram „í átt að evr- ópsku sambandsríki“. - - - Sagt er frá því sjónarmiði nýs kanslara, Olafs Scholz, að „full- valda Evrópusamband sé lykilatriði í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar hans“. - - - Fullveldi.is bendir á að forystu- menn í þýskum stjórnmálum, líkt og í mörgum öðrum ríkjum ESB, hafi „í gegnum tíðina ítrekað kallað eftir því að sambandinu verði endanlega breytt í eitt ríki“. Gerhard Schröder, síðasti kanslari sósíaldemókrata, er nefndur sem dæmi þar um ásamt fleirum. - - - Líklega sé það þó í fyrsta sinn nú, segir á fullveldi.is, sem lýst sé yfir stuðningi við það í þýskum stjórnarsáttmála að Evrópusam- bandið verði að einu ríki. - - - Þá er bent á að þó að einróma samþykki ríkjanna þurfi til að gera ESB að einu ríki, hafi helsta fyrirstaða þess horfið með útgöngu Breta, og að ófá dæmi séu um að „mjög umdeild mál hafi að lokum verið samþykkt þrátt fyrir mikla andstöðu á fyrri stigum“. Er ESB að breytast í sambandsríki? STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Íslenska sprotafyrirtækið Risk ehf. og bandarísku sykursýkissamtökin (ADA) hafa gert með sér sam- komulag um að gera RetinaRisk- áhættureikninn, sem reiknar út áhættu fólks með sykursýki á sjón- skerðandi augnsjúkdómum, að- gengilegan almenningi í Bandaríkj- unum. Reiknirinn er sá eini sinnar tegundar í heiminum og er afrakstur yfir 10 ára vísindarannsókna og þró- unar á Íslandi og erlendis. Risk ehf. var stofnað af Einari Stefánssyni augnlækni, Thor Aspe- lund, prófessor í líftölfræði, og Örnu Guðmundsdóttur innkirtlalækni. Áhættureiknirinn var þróaður með stuðningi Tækniþróunarsjóðs og innlendra fjárfesta, segir í tilkynn- ingu. Að sögn Sigurbjargar Ástu Jónsdóttur framkvæmdastjóra munu Risk og ADA halda áfram að þróa samstarfið. Í því felist mikil viðurkenning. Á myndina hér til hliðar vantar Stefán Einarsson úr teymi Risk. Íslenskur áhættureiknir notaður í Bandaríkjunum Ljósmynd/Gunnhildur Lind Sprotar Teymi Retina Risk. Efri röð f.v.: Thor Aspelund, Francisco Rojas, Einar Stefánsson og Bala Kamallakharan. Neðri röð frá vinstri: Ægir Þór Steinarsson, Sigurbjörg Ásta Jónsdóttir og Arna Guðmundsdóttir. Aðalskipulag Reykjavíkurborgar til ársins 2040 hefur tekið gildi en það var undirritað í Höfða í gær. Haft er eftir Degi B. Eggertssyni borgar- stjóra í frétt frá Reykjavíkurborg að borgin muni byggjast þéttar en áður meðfram nýjum þróunarásum borg- arlínu, virkir samgöngumátar verði stórefldir. Reykjavík eigi að verða hjólaborg á heimsmælikvarða. „Hugað er að þróun og eflingu grænna svæða og tengingum þeirra á milli og fjölbreyttri húsnæðisupp- byggingu í þágu allra tekjuhópa. Loftslagsmálum er mætt af meiri festu en nokkru sinni áður og lýð- heilsa borgarbúa er meðal nýrra áherslna. AR2040 leggur grunn að því og staðfestir að næstu tveir ára- tugir verða áratugir Reykjavíkur,“ segir borgarstjóri. Meðal fjölmargra breytinga sem leiði af aðalskipulaginu eru að skap- aðar séu forsendur fyrir stórauknu framboði íbúðarhúsnæðis á fjöl- breyttum svæðum í öllum borgar- hlutum og lagður er grundvöllur að hinum nýja borgarhluta í Elliðaár- vogi og Ártúnshöfða með þremur nýjum skólahverfum. Ljósmynd/Reykjavíkurborg Staðfesting Aðalskipulag Reykjavíkur til 2040 var undirritað í Höfða í gær. Aðalskipulagið til 2040 tekur gildi - Á að stuðla að vexti og fjölgun íbúða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.