Morgunblaðið - 14.01.2022, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.01.2022, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2022 Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is Komdu í BÍLÓ! AUDI A3 40 TFSIE NEW Nýskráður 11/2020, ekinn aðeins 4 þ.km, bensín & rafmagn (plug in hybrid), sjálfskiptur. Stafrænt mælaborð, leiðsögukerfi, S-line, 18“ álfelgur, S-line sportsæti og stýri, NMI Navigation plus MMI touch. Tilboðsverð 5.990.000 kr. Raðnúmer 253126 VW GOLF GTE NEW Nýskráður 10/2020. Ekinn 7 þ.km, bensín/rafmagn (drægni 50 km), sjálfskiptur, stafrænt mælaborð - 18“ álfelgur - IQ LED ljós - Glerþak - Sjónlínuskjár - Skynvæddur hraðastillir - Þráðlaus símahleðsla og margt fleira. Frábært verð! Raðnúmer 253556 Þessir síungu strákar eru klárir í að selja bílinn þinn VIÐ ERUM EKKI AÐ FARA NEITT ÞÚ FINNUR OKKUR Á FUNAHÖFÐA EITT Hlökkum til! Indriði Jónsson og Árni Sveinsson VW GOLF GTE NEW Nýskráður 09/2020, ekinn aðeins 8 Þ.km, bensín & rafmagn (plug in hybrid), sjálfskiptur (6 gíra). Glerþak, stafrænt mælaborð, IQ LED ljós, sjónlínuskjá, 18“ álfelgur o.fl Raðnúmer 253476 50 ÁRA Melkorka ólst upp í Vest- urbæ Reykjavíkur og á Seltjarnar- nesi, og býr núna í Úlfarsárdal í Reykjavík. Hún er með grunnnám í þroskaþjálfafræðum og diplómu í sér- kennslufræðum, hvort tveggja frá Álaborg í Danmörku, og MPM-gráðu frá Háskólanun í Reykjavík. Mel- korka er forstöðumaður Skóla- og vel- ferðarþjónustu Árnesþings, sem er byggðasamlag sjö sveitarfélaga á Suðurlandi. Melkorka var björgunarsveitakona á árunum 2008-2017, var bæði stjórn- andi bækistöðvar í eitt ár og sat í stjórn í tvö ár. „Ég hef verið mikið í fjallamennsku og farið á helstu tinda á Íslandi, eins og Snæfell, þrisvar á Hvannadalshnúk og tvisvar á Herðu- breið. Í seinni ferðinni á Herðubreið sem var farin árið 2020 fór sambýlismaður minn á skeljarnar og við erum að fara að gifta okkur í sumar. Ákváðum að hafa ekki brúðkaupið fyrr en núna af ýmsum ástæðum.“ Melkorka hefur einnig gengið um Himalajafjöllin og fór m.a. í grunnbúðir Everest. „Svo ég er komin út í fjallahlaupin og hljóp Laugaveginn síðasta sumar og er virk í fjallahlaupahópi Ferðafélags Íslands, en sambýlismaður minn, Kjartan Long, hefur umsjón með þeim hóp.“ Melkorka er sjálf að fara af stað, ásamt Þóru Hallgrímsdóttur og Lóu Birnu Birgisdóttur, með hóp innan Ferðafélagsins sem heitir FÍ – Útiþrek, og verða þær með styrktaræfingar á helstu útivistarsvæðum á höfuðborgarsvæðinu, en kynn- ingarfundur verður haldinn í byrjun febrúar. FJÖLSKYLDA Sambýlismaður Melkorku er Kjartan Long, f. 1972, verk- efnastjóri hjá BYKO. Dóttir Melkorku er Elísa Guðrún Agnarsdóttir, f. 1994. Dætur Kjartans eru Bergþóra Long, f. 1995, og Bjargey Long, f. 1998. Foreldrar Melkorku eru Jón Örn Marinósson, f. 1946, og Sigríður D. Sæmundsdóttir, f. 1947, bæði á eftirlaunum. Þau eru búsett í Vesturbæ Reykjavíkur. Melkorka Jónsdóttir FÍ – Útiþrek Melkorka, lengst til vinstri, Þóra og og Lóa Birna. Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Nú skiptir það sköpum að fara gætilega í fjármálunum og velta hverri krónu. Viðkvæmt mál ber á góma og þótt ykkur sé mikil raun að ræða álit ykkar á því verðið þið að gera það. 20. apríl - 20. maí + Naut Þótt gaman sé að njóta velgengn- innar skaltu muna að hóf er best í hverjum leik. Sýndu samstarfsvilja og vertu með op- inn huga. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Forðastu að lenda í þeirri að- stöðu að þurfa að taka afstöðu með einum eða öðrum. Varastu stærilæti og sýndu samstarfsvilja á öllum sviðum. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Dagurinn í dag hentar vel til hvers kyns samningaviðræðna um kaup og sölu. Reyndu að miðla málum. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Ekki vera leiður ef þér finnst erfitt að skilja það sem þú gerðir áður fyrr. Fólk virð- ist almennt vel upplagt og samskipti ganga prýðilega. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Matur er mannsins megin en of mikið má af öllu gera svo gættu hófs í hví- vetna. Samstarf þitt við aðra byggist á því að þú getir breytt til. 23. sept. - 22. okt. k Vog Spennan magnast í vinnunni. Gerðu því áætlanir og leggðu þær fyrir. Það er fátt eins skemmtilegt og að sjá störf sína bera góðan ávöxt. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Vertu á varðbergi í dag gagn- vart óvæntum samskiptum. Þú ert enn að ákveða hversu nálægt vissri manneskju þú átt að hætta þér. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Vinir þínir gætu valdið þér von- brigðum í dag. Að vera skýr í kollinum er verðmætara en margur hyggur. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Þú verður fyrir vonbrigðum með skiptingu á tilteknum hlunnindum eða verkefni. Slakaðu á og ekki gera of miklar kröfur til sjálfs þín. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Fjölskyldumálin þurfa að ganga fyrir öðru í dag. Þú þarft að gæta þess að ganga ekki fram af þér með vinnu. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Einver vill hjálpa þér og líka gera þig að stærri hluta af lífi sínu. Reyndu að skyggnast undir yfirborð hlutanna áður en þú gerir upp þinn hug. Árið 2021 kom út kvikmyndin Alma eftir Kristínu Jóhannesdóttur þar sem Snæfríður fer með titil- Snæfríður að þau séu ekki komin á þann stað að hægt sé að greina frá hver þau eru. S næfríður Ingvarsdóttir fæddist 14. janúar 1992 í Reykjavík. Hún ólst upp í miðbænum og Vestur- bænum en hefur búið í miðbænum öll sín fullorðinsár. Snæ- fríður byrjaði að leika ung að aldri í leikhúsi og kvikmyndum. Hún lék í kvikmyndinni Kaldaljós aðeins átta ára að aldri og hlaut tilnefningu til Edduverðlaunanna (íslensku sjón- varps- og kvikmyndaverðlaunin) fyr- ir frammistöðu sína. „Þarna var ég byrjuð að hugsa um að verða leik- kona en á unglingsárunum fór ég í smá uppreisnartímabil. Vildi gera eitthvað sem var mitt og ekki gera eins og mamma og pabbi, en áhuginn lá alltaf í þessum sviðslistaheimi, eins og dansi og tónlist. Svo fattaði ég að mesti áhuginn lá í leiklistinni.“ Snæfríður gekk í Ísaksskóla, Melaskóla og Hagaskóla. Hún hóf síðan nám á Listdansbraut í Mennta- skólanum við Hamrahlíð en hún lærði ballett og nútíma- og djassdans í Listdansskóla Íslands í 10 ár. Snæ- fríður hefur lært söng í Söngskóla Reykjavíkur og Tónlistarskóla FÍH. Eftir menntaskóla hóf Snæfríður leiklistarnám í Listaháskóla Íslands og útskrifaðist með BA-gráðu árið 2016. Eftir útskrift fékk Snæfríður hlut- verk í leikritinu Djöflaeyjunni í Þjóð- leikhúsinu og hlaut tilnefningu til Grímunnar (Íslensku sviðslista- verðlaunin) fyrir leik sinn. Snæfríður fékk samning við Þjóðleikhúsið stuttu síðar og hefur leikið í fjöl- mörgum uppfærslum við húsið, þar má nefna: Atómstöðina – endurlit, Útsendingu, Súper – þar sem kjöt snýst um fólk, Sirkussöngleikinn Slá í gegn, Tímaþjófinn, Óvin fólksins, Hafið, Svartalogn og fór hún með að- alhlutverk í barnaleikritinu Fjarska- landi. Snæfríður hefur einnig leikið töluvert í sjónvarpi og kvikmyndum. Núna liggur leikhúsið niðri, en áður en leikhúsunum var lokað vegna Co- vid var Snæfríður að leika í hádeg- isleikritinu Rauðu kápunni ásamt Eddu Björgvinsdóttur og Kardi- mommubænum þar sem hún fer með hlutverk rakarans. Varðandi hvort einhver verkefni séu fram undan í sjónvarpi og kvikmyndum segir hlutverkið, en myndin var tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlanda- ráðs fyrir Íslands hönd. „Þetta er Snæfríður Ingvarsdóttir leikkona – 30 ára Úr Ölmu Snæfríður í titilhlutverkinu í mynd Kristínar Jóhannesdóttur sem kom út á síðasta ári. Heldur tvær afmælisveislur Afmæli Snæfríður ásamt vinkonum sínum á 28 ára afmælinu sínu árið 2020. Háskólabíó Snæfríður á frumsýn- ingu kvikmyndarinnar Ölmu. Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.