Morgunblaðið - 28.01.2022, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 28.01.2022, Qupperneq 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2022 Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is Viðgerðir // Bilanagreining // Varahlutir // Smurþjónusta Sérhæfð þjónusta fyrir Rótgróið fyrirtæki, starfrækt frá 1992 544 5151 tímapantanir Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. „Við héldum taumlausri bingógleð- inni áfram í gærkvöldi og þjóðin spil- aði með eins og áður,“ segir Sig- urður Þorri Gunnarsson, eða Siggi Gunnars, útvarpsmaður á K100, en hann, ásamt Evu Ruzu, stýrði fjöl- skyldubingói K100 og mbl.is í gær- kvöldi. Það var í annað sinn á þessu ári en bingóið fór aftur af stað í síð- ustu viku eftir nokkurra mánaða hlé. Hér eftir verður fjölskyldubingóið haldið vikulega og eins og áður munu Siggi og Eva sjá um að færa landsmönnum bingótölurnar beint heim í stofu. Fjöldi vinninga er í boði í hvert sinn og allir sem fá BINGÓ fá vinning. Þakklát fyrir góðu viðbrögðin „Frábær þátttaka og erum við svo þakklát fyrir öll góðu viðbrögðin sem við höfum fengið,“ sagði Siggi Gunnars að leik loknum. Útsendinguna má nálgast á mbl.is og á Sjónvarpi Símans. Gestur kvöldsins var söngkonan Klara Elias en hún gerði garðinn frægan með stúlknasveitinni Nylon hér á árum áður. „Klara flutti okkur tvö ljúf lög og hjálpaði við að gera kvöldið sem skemmtilegast,“ sagði Siggi Gunn- ars og bætti við: „Við teljum svo bara aftur í næsta fimmtudagskvöld og á meðan er hægt að fylgjast með á mblmeira á instagram og á mbl.is/ bingo.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Stemning Siggi Gunnars hélt uppi stuðinu í gærkvöldi og færði landsmönnum bingótölurnar beint heim í stofu. Frábær þátttaka í fjöl- skyldubingóinu í gær - Taumlaus bingógleði haldin vikulega hér eftir á mbl.is Urður Egilsdóttir urdur@mbl.is Guðlaugur Þór Þórðarson, um- hverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir stöðuna í orkumálum líta illa út en Morgunblaðið greindi í gær frá greiningu Landsnets á afl- og orkuþörf sem gefur til kynna við- varandi orkuskort á næstu árum. „Um leið og ég frétti af þessu þá kallaði ég fulltrúa Orkustofnunar og Landsvirkjunar á minn fund og setti af stað vinnu til að bregðast við vandanum, það er að segja skammtímavandanum.“ Hann segir að staðan sé tilkomin vegna þess að rammaáætlanir hafi ekki verið kláraðar. „Það er grunn- urinn að þessu og þess vegna mun ég setja það í forgang að setja það inn í þingið. Það er búið að setja gríðarlega fjármuni inn í rammann til þess að hafa sem allra bestar upplýsingar um orkukosti og for- gangsraða þeim. Hugmyndin var sú að þetta yrði gert með reglubundn- um hætti. Því miður hefur það ekki gengið eftir. Það þýðir ekki að sparka dollunni niður götuna, það verður að klára rammann og vinna að þessum málum.“ Framleiða eigin græna orku Guðlaugur segir að áður en vitn- eskja barst um mögulegan orku- skort hafi hann skipað starfshóp um stöðuna í orkumálum. „Mark- miðið er að gera grein fyrir orku- þörfinni og stöð- unni í flutnings- kerfinu. Sömuleiðis lagði ég áherslu á að Orkustofnun yrði styrkt, meðal annars til að gera orkuspá þannig að við höfum eins góðar upplýsingar og mögulegt er til þess að taka ákvarðanir,“ segir hann og nefnir að einnig hafi hann sett af stað starfshóp um bætt raf- orkuöryggi. Þá nefnir Guðlaugur tvö frumvörp sem hann hefur sett á þingmálaskrá til þess að bæta stöð- una. „Við Íslendingar höfum gríðar- lega metnaðarfull markmið í lofts- lagsmálum. Þar verður auðvitað að fara saman hljóð og mynd. Umræð- an hefur verið of mikið um mark- miðin en ekki það hvernig við ætl- um að ná þeim. Við munum þurfa að nýta orkuna betur en það liggur algjörlega fyrir að þegar við erum að fara í þessi seinni orkuskipti þá annaðhvort munum við þurfa að framleiða okkar eigin grænu orku eða við þurfum að flytja hana inn.“ Guðlaugur segir það augljóst í sín- um huga að Íslendingar skuli fram- leiða sína eigin grænu orku. Segir stöðuna í orku- málum vera slæma - Orkuskortur tilkominn vegna ókláraðra rammaáætlana Orkuspá Líkur eru á að draga þurfi úr afhendingu skerðanlegrar orku í meðalvatnsári strax á næsta ári, samkvæmt greiningu Landsnets. Guðlaugur Þór Þórðarson Tveir prestar þjóðkirkjunnar voru sendir í leyfi í desember sl., að beiðni teymis þjóðkirkjunnar, á meðan mál þeirra eru í vinnslu. Pétur G. Markan biskupsritari segir að teymið starfi sjálfstætt á faglegum, sérfræðilegum grunni. Þjóðkirkjan hefur ekki aðkomu að störfum þess. Kirkjunni ber þó skylda til að vinna úr niðurstöðum teymisins. Teymið var sett upp samkvæmt 4. grein starfsreglna um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni, ofbeldi og um meðferð kynferðisbrota innan þjóð- kirkjunnar. Kirkjuráð skipaði þrjá fulltrúa í teymið. Þeir eru Bragi Björnsson lögmaður, sem er for- maður, Karl Einarsson geðlæknir og Ragna Björg Guðbrandsdóttir félagsráðgjafi, varaformaður. Teymið kom í stað fagráðs þjóð- kirkjunnar. Að sögn formanns teymisins veitir það ekki upplýs- ingar um efni eða stöðu einstakra mála. gudni@mbl.is Tveir prestar þjóðkirkjunnar sendir í leyfi Morgunblaðið/Ásdís Ásmundur Frið- riksson, þing- maður Sjálfstæð- isflokksins í Suðurkjördæmi, segir það hafa gefið sér ótrú- lega mikið að fá áskoranir um að gefa kost á sér til að leiða lista flokksins í Rang- árþingi ytra í komandi sveitar- stjórnarkosningum. Ekki liggur fyrir hvenær prófkjör verður, en væntanlega um næstu mánaðamót. „Þá þarf ég að vera búinn að ákveða hvað ég ætla að gera,“ segir Ásmundur, en Eyjar.net greindu frá málinu fyrst. Áskoranir um fram- boð í sveitarstjórn Ásmundur Friðriksson Skúli Eggert Þórðarson ríkis- endurskoðandi verður skipaður ráðuneytisstjóri nýs menningar- og viðskipta- ráðuneytis og hefur störf 1. febrúar nk. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála-, menningar- og við- skiptaráðherra, skipar í embættið. Fram kemur í tilkynningu að ákvörðun um flutning Skúla Egg- erts í embætti ráðuneytisstjóra sé tekin á grundvelli laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins þar sem kveðið er á um heimild til flutnings embættismanna ríkisins milli starfa. Skúli Eggert verður ráðuneytisstjóri Skúli Eggert Þórðarson Róbert Wessman hefur sent Fjöl- miðlanefnd bréf þar sem hann fer þess á leit að nefndin skoði sérstaklega greiðslur félags- ins Skrúðáss til Sólartúns. Í til- kynningu frá fjárfestinga- félaginu Aztiq sem Róbert leiðir kemur fram að greiðslurnar nemi tugum milljóna króna. Segir þá að í byrjun árs hafi Róbert fengið stað- festar upplýsingar um að Skrúðás sem er í eigu Halldórs Kristmanns- sonar, fyrrverandi samstarfsfélaga Róberts, væri að greiða eiganda Sólartúns háar fjárhæðir til að halda úti níðskrifum um Róbert en Sólartún er meirihlutaeigandi vef- miðilsins Mannlífs. Hafi greitt fyrir níð- skrif um Róbert Róbert Wessman Hörður J. Oddfríðarson, stjórnar- maður SÁÁ, hefur beðið Jódísi Skúladóttur, þingmann Vinstri- grænna, afsökunar á atviki sem átti sér stað þegar hún var sautján ára og Hörður þrítugur. Jódís sakar Hörð um að hafa misnotað stöðu sína og m.a. káfað á henni. Þremur árum síðar tók Hörður á móti henni í eftirmeðferð á vegum samtak- anna. Hörður er í leyfi frá störfum og kveðst eiga í samræðum við yfir- menn sína hjá SÁÁ um framtíð sína þar. Hörður hefur þá sagt sig frá öllum trúnaðarstörfum í Samfylk- ingunni en hann gegndi for- mennsku í fulltrúaráði flokksins í Reykjavík þar til nýlega. Gekkst við broti og baðst afsökunar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.