Morgunblaðið - 28.01.2022, Síða 15

Morgunblaðið - 28.01.2022, Síða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2022 Elliðaárdalur Gengið yfir stífluna í Elliðaárdalnum á köldum vetrardegi í janúar. Dalurinn er vinsæll til útivistar og ýmsar gönguleiðir. Kristinn Magnússon Nú liggur fyrir að Ísland náði ekki að tryggja sér rétt til að leika í fjögurra liða úrslitum í Evrópu- mótinu í handknattleik, þó að nærri hafi legið. Allt að einu er ljóst að íslenska liðið stóð sig með af- brigðum vel og aflaði sér virðingar annarra þjóða sem þátt tóku í mótinu og reyndar allra þeirra sem fylgdust með fram- vindu mála. Við erum stolt af leik- mönnum okkar, sem voru sjálfum sér og þjóð sinni til sóma. Einn er samt sá maður sem við ættum að hrósa og þakka öðrum framar. Þar á ég við Guðmund Guðmunds- son þjálfara. Hann sýndi og sannaði að þar fer einn besti hand- boltaþjálfari heims. Þó að liðið okkar hreppti mikinn mótbyr vegna einangrunar leikmanna lét hann það ekki á sig fá. Hann tefldi fram þeim leikmönnum sem voru til reiðu hverju sinni og náði að draga fram styrkleika liðsins sem enginn hefði trúað fyrir fram að unnt væri við þessar að- stæður. Hugmyndafræðin sem hann vinnur eftir fór ekki fram hjá okkur sem fylgdumst með mótinu á sjónvarpsskjánum. Hann eyðir ekki tíma í atriði sem hann getur ekki haft áhrif á. Hann einbeitir sér að því verkefni sem hann hverju sinni þarf að sinna og fær félaga sína til að vinna heilshugar að þeim. Honum tekst svo vel upp að árangurinn gengur kraftaverki næst. Ég held að hann geri leikmenn sína betri en þeir voru áður með eldmóði sínum og einbeitingu að verkefnunum hverju sinni. Í reynd er hann fyrirmynd hverjum þeim sem vill ná árangri í því sem hann tekur sér fyrir hendur hvort sem það er í íþróttum eða á öðrum vettvangi. Ég býst við að ég tali fyrir munn íslensku þjóð- arinnar þegar ég segi: Þakka þér fyrir Guðmundur. Þú ert frábær íþróttaþjálfari en ekki síður sem fyr- irmynd fyrir hvern sem er. Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson »Ég held að hann geri leikmenn sína betri en þeir voru áður með eldmóði sínum og einbeitingu að verkefnunum hverju sinni. Jón Steinar Gunnlaugsson Höfundur er lögfræðingur. Fyrirmynd Það er að bera í barmafullan bala að ræða um vexti þegar það er álit hagsmunagæslufólks að vextir séu geðþóttastærð í hagstjórn. Ákvörðun vaxta á ekki að ráðast af geðþótta. Vextir eru dauðans al- vara, sem skiptir sköpum um hvort sparifé komi að gagni í hagkerfi, ellegar sé sólundað í gæluverkefni, að ekki sé talað um að gæðum sé úthlutað á annarra manna kostn- að. Vextir eru leigugjald Vextir eru leiguverð fyrir afnot af annarra manna gæðum. Gæðin heita sparifé og hand- hafar þeirra gæða eru heimili, eftir atvikum eldri borgarar og börn. Sparifé má skipta í frjálst sparifé og lögbundið. Hið frjálsa sparifé er það sem einstaklingar mynda sjálfir með því að fresta neyslu. Hið skyldubundna er það sparifé sem er ætlað til að standa undir lífeyri eftir að starfsaldri lýkur, eða eftir atvikum til að standa undir greiðslum við örorku. Handhafar gæðanna fá vextina sem leigu- gjald fyrir að fresta neyslu, fyrir meiri neyslu síðar. Vextir eru tímavirði sparifjár. Lántakar, leigjendur sparifjár, eru fyrirtæki og ein- staklingar. Lágt verð á sparifé og rafmagni Til eru þeir sem telja fullvíst að lágir vextir eða lágt verð á rafmagni skili sér sjálfkrafa í vasa launþega. Oftar en ekki skilar hið lága af- gjald sér aðeins sem aukinn hagnaður, enda ekkert samband milli launa annars vegar, og vaxta og rafmagnsverðs hins vegar. Vextir og velferðarkerfi Lífeyrissjóðir eru hluti af velferðarkerfi hvers lands. Uppsöfnun eigna í lífeyrissjóðum er frestun á neyslu til síðari tíma. Gegnumstreymiskerfi lífeyr- issjóða er alls ekki sjálfbært. Þær aðstæður kunna að koma upp að fámennar kynslóðir greiði fyrir fjölmenna kynslóð á ellilífeyri. Slíkt leiðir óhjákvæmi- lega af sér ofurskattlagningu á vinnandi kynslóðir. Umræða um verðtryggingu Það er undarleg umræða sem fer af stað við stjórnarmyndanir. „Draga ber úr vægi verðtrygg- ingar.“ Eða alls konar boð og bönn um lánstíma lána þar sem breytileikinn vegna verðbólgu er mældur með hlutlægum hætti í stað Taylor-reglu eins og seðlabankar þykjast gera. Hví mega slík lán vera skemmst til fimm ára? Eða hugmyndir um að banna slík lán til lengri tíma en 25 ára. Tekið skal fram að greiðslubyrði 25 ára lána er 25%-30% hærri en af 40 ára lánum. Er það til hagsbóta fyrir heim- ili að stytta lánstíma? Hver á að kæra hvern þegar lántaki leyfir sér að greiða 25 ára lán upp á fjórum árum og brýtur þar með gegn ákvæðum laga um vexti og verðtryggingu? Hvaða hagsmunum var útibússtjóraræfill í Vestmannaeyjum að þjóna þegar hann ákvað að orlofsfé verkafólks skyldi njóta sex mánaða verðtryggðra kjara í 40% verðbólgu árið 1981? Voru það hagsmunir verkafólks eða fyr- irtækja? Hvað segja Hagsmunasamtök heimilanna um það? Reyndar er margt frá þeim samtökum komið eins og það sé ættað frá Lands- samtökum íslenskra vitleysinga. Frjálst sparifé í dag Undarleg þversögn birtist í tölum um innlán í þessari viku. Í hallæri síðasta árs jukust inn- lán í íslenskum bönkum um 9,3%, þ.e. um 211 milljarða. Af þessum 211 milljörðum var inn- lánaaukning heimila um 82 milljarðar. Þetta eru að mestum hluta ný innlán en ekki vextir á árinu. Þversögnin er sú að nafnvextir sem ís- lenskir bankar bjóða viðskiptavinum sínum eru á bilinu 0%-1% í 4-5% verðbólgu. Verð- tryggð innlán, brjóstvörn sparifjáreigandans eru aðeins 6,7% af innlendum innlánum. Bar- áttan í stjórnarsáttmálum „að draga úr vægi verðtryggingar“ hefur ótvírætt borið árang- ur. Þeir sem halda tryggð við slíka lands- stjórn eru verr komnir en dauðir. Til hagsbóta fyrir hverja? Heimilin? Íslenskir bankar hafa með markvissum hætti reynt að koma sparifé af sínum hönd- um í verðbréfasjóði, til að auka flækjustig barna og eldri borgara. Við þá baráttu bætist nákvæmlega enginn skilningur alþingis- manna á andlagi fjáreignatekjuskatts. Skiln- ingur alþingismanna á hugtakinu „verðbæt- ur“, þ.e. verðleiðréttingar vegna óstjórnarverðbólgu, er nákvæmlega enginn. Eða hver er munurinn á „nafnvöxtum og raunvöxtum“! Ef sykur er óhollur þá ber að leggja á „sykurskatt“. Á sama hátt mætti ætla að sparifé sé óhollt, og því beri að leggja á „fjár- eignatekjuskatt“, og þeir sem eru tilræði við neyslusamfélagið og neita að eyða peningum, skuli jafnframt borga „auðlegðarskatt“. Sjálfbært lífeyriskerfi Það er forsenda velferðar að lífeyriskerfi verði sjálfbært. B-deild Lífeyrissjóðs starfs- manna ríkisins er það ekki. Á 25 árum eftir 2025 þarf ríkissjóður að greiða um 25 milljarða á ári vegna bakábyrgðar ríkisins á skuldbind- ingum deildarinnar. Þessir aurar fara ekki í annað. Og þessar greiðslur koma úr vösum launafólks til viðbótar við þær skuldbindingar sem launafólk hefur til að tryggja sjálfu sér líf- eyri. Það örlar enn á óskum um gegnum- streymislífeyriskerfi fyrir alla þjóðina! Hin frjálsi maður „Það þarf mikla víðsýni og andlegan þroska til að skilja frelsið og rugla því ekki saman við alskonar dútlinga og heimskulega fyrirtekt í einstaklingum.“ Þetta er haft eftir Jóhanni Bogesen. Það er eins og Bogesen hafi séð fyrir sér unnendur frelsis í sóttvarnamálum. Hið sanna frelsi er meira virði en lofthæð í bæjum. Því er það óskiljanlegt hvernig land- stjórn berst gegn hinu sanna frelsi sem felst í fjárhagslegu frelsi. Lífeyriskerfi verður aðeins sjálfbært að þegnar hafi hvata til að byggja upp frjálst sparifé. Peningastefna nútímans er ekki til þess fallin að auka á frjálst sparifé í bönkum, og þar með að auka á frelsi og velsæld venjulegs launa- fólks. Það er ekki hægt að fórna hagsmunum frjáls og sjálfstæðs fólks til hagsbóta fyrir fyrirtæki. Fyrirtæki verða að sjá um sig sjálf. Það sem maður tekur ekki hjá sjálfum sér Það er í rauninni svo að það, sem maður tek- ur ekki hjá sjálfum sér, tekur maður hvergi. Svo meinti vinur minn Jón Hreggviðsson. Hann var mikill maður. Og munið, að frelsið býr í brjósti mannsins, en ekki orðaflaumi lýðsleikjanna. Eftir Vilhjálm Bjarnason » Það er í rauninni svo að það, sem maður tekur ekki hjá sjálfum sér, tekur maður hvergi. Svo meinti vin- ur minn Jón Hreggviðsson. Hann var mikill maður. Vilhjálmur Bjarnason Vextir, og hagsmunir heimila og fyrirtækja Höfundur var alþingismaður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.