Morgunblaðið - 28.01.2022, Qupperneq 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2022
ÚTSÖL
ULOK
Útsölu
nni lýk
ur á sunnud
aginn,
20 - 50 - 70%
afsláttu
r
Opið:
mánudaga til föstudaga kl. 9-18
laugardaga kl. 11-16
sunnudaga kl. 12-16
rafkaup.is
Það eru ýmsar teg-
undir af ösku. Sú
göfugasta er askan
eða duftið sem eftir
verður þegar manns-
líkaminn hefir verið
brenndur. Ég sé í
fréttum frá Fróni að
hið háa Alþingi hefir
verið að ræða um
frumvarp sem leyfa
myndi dreifingu á
slíkri ösku út um
hvippinn og hvappinn, sem ekki
er löglegt eins og er. Hérna í
henni Ameríku gerir fólk hvað
sem því sýnist við ösku framlið-
inna. Margir skilja eftir fyrirmæli
um hvað gera eigi við þeirra eigin
ösku eftir andlátið. Pípulagninga-
meistari nokkur í Texas bað um
að sinni ösku yrði sturtað niður í
klósettið.
Endur fyrir löngu heyrði ég
furðulega öskusögu frá Íslandi, og
sel hana ekki dýrar en ég keypti.
Óli var togarasjómaður sem dýrk-
aði Bakkus dyggilega þegar hann
var í landi. Sem sagt; hann var
edrú og dugmikill þegar hann var
á sjónum en drykkfelldur í landi.
Bróðir hans bjó í Kaupmannahöfn
og einn góðan veðurdag tók hann
upp á því að deyja. Þeir bræður
áttu fáa ættingja svo Óli flaug út
til að ganga frá málum. Jarð-
neskar leifar bróðurins voru
brenndar og átti að jarða öskuna á
Fróni. Óli bókaði svo ódýrasta far
heim með Gullfossi.
Vinurinn var mikill neftób-
aksmaður og keypti hann sér stóra
glerkrukku af fínasta dönsku nef-
tóbaki fyrir heimferðina. Það voru
kojur meðfram veggjum á þriðja
farrýminu og góð hilla fyrir innan
kojuna, og þar setti Óli rakdótið
sitt, duftker bróðurins og tóbaks-
krukkuna. Áfengið var ódýrt um
borð og kunni hann vel að meta
það og var besti kúnninn á barn-
um. Þegar honum var lokað á
kvöldin tók Óli með sér pyttlu og
öl í kojuna. Þegar skipið kom til
Reykjavíkur var byrjað að renna
af vini okkar. Er hann tók saman
dótið sitt fann hann út sér til
skelfingar að hann var búinn að
taka helminginn af
ösku bróður síns í
nefið.
Næsta tegund af
ösku hefir heilan dag
nefndan eftir sér,
sjálfan öskudaginn.
Til að finna út meira
um þennan merka dag
fletti ég upp í hinu
viðamikla riti „Sögu
daganna“, eftir sóma-
manninn Árna Björns-
son. Og nú erum við
að fjalla um trúarlega
hluti, svo við verðum
að fara varlega. Askan var talin
búa yfir heilnæmum og hreinsandi
krafti eftir að eldurinn var búinn
að eyða mörgum eitruðum og
skaðlegum efnum. Hún var álitin
sótthreinsaðar leifar. Klerkar og
aðrir guðsmenn notuðu hana á
ýmsan hátt, jafnvel með því að
dreifa henni yfir messugesti.
Árni færir rök fyrir því í bók
sinni að öskupokar og henging
þeirra aftan á fólk sé íslenskt fyr-
irbæri. Hann uppgötvaði að pok-
anna var fyrst getið í bókum árið
1779. Alla tíð síðan hefir öskupo-
kagrínið verið iðkað á Íslandi þótt
það sé nú eitthvað að dvína. Við
systkinin áttum margar skemmti-
legar stundir við að sauma ösku-
poka hér í dentíð. Maður varð að
hafa nógu marga til að hengja á
stelpurnar í bekknum. Þeim sem
tókst að hengja poka aftan á kenn-
ara var fagnað sem hetjum.
Í bókinni rekur Árni m.a.
skemmtilega öskupokasögu frá
fyrri tíð. Þuríður Kúld var dóttir
Sveinbjarnar Egilssonar og var
hún gift Eiríki Kúld og bjuggu
þau í Stykkishólmi. Maður að
nafni Skúli Skúlason var æskuvin-
ur Þuríðar og gisti hann oft hjá
þeim hjónum þegar hann var á
ferðalagi. Einhvern tíma um 1870
þáði hann næturgistingu á ösku-
daginn. Þegar hann gekk til náða
fann hann 11 öskupoka, sem
hengdir höfðu verið á jakka hans.
Grunaði hann að vinnukonurnar á
bænum hefðu verið hér að verki.
Um nóttina þurfti hann að kasta af
sér vatni, og þreifaði hann undir
rúmið en þar var ekkert nætur-
gagn. Varð hann því að fara á stjá
til að finna salernið.
Yfir morgunkaffinu daginn eftir
sagði hann við frú Kúld að ösku-
pokarnir mættu vera færri en
náttpottarnir fleiri. Næst þegar
hann gisti og þurfti að létta á sér
um nóttina þuklaði hann undir
rúmið og voru þar hvorki meira né
minna en 11 næturgögn í röð. Sagt
var að frúin hefði fengið pottana
að láni hjá kaupfélagsbúðinni til að
ekki þyrfti að hallast á um tölu
þeirra og öskupokanna.
Og þá er hún bara eftir þessi
venjulega aska. Áður en hitaveitan
komst í gagnið um miðja síðustu
öld voru kol og olía notuð við
húsahitun. Askan frá kolunum var
stór hluti af sorpinu sem bærinn
þurfti að fjarlægja frá íbúunum.
Þeir sem unnu við það voru kall-
aðir öskukarlar, sem fóru með
öskutunnurnar og dembdu úr þeim
í öskubílana. Og hvert fóru þeir
með sorpið? Vitanlega á öskuhaug-
ana. Þeir voru vestast í Vestur-
bænum, hálfa leiðina út á Seltjarn-
arnes. Sorpinu var bara dembt í
fjöruna. Þá trúðu menn að lengi
tæki sjórinn við.
Öskuhaugarnir eða haugarnir
eins og þeir voru alltaf kallaðir
höfðu mikið aðdráttarafl fyrir
strákana í Vesturbænum. Þótt for-
eldrar þeirra strangbönnuðu þeim
að fara þangað voru alltaf ein-
hverjir sem óhlýðnuðust. Það var
af og til eldur í haugunum og
reykur, sem stundum blés yfir
borgina með tilheyrandi vondri
lykt. Einn þekktur borgari, heið-
ursmaðurinn Pétur Hoffmann Sal-
ómonsson, bjó nálægt haugunum
og fór þangað oft til að gramsa.
Hann fann þar alla mögulega
merkilega hluti, m.a. fálkaorðu,
sem frægt varð.
Aska
Eftir Þóri S.
Gröndal
» Öskuhaugarnir voru
vestast í Vestur-
bænum, hálfa leiðina út
á Seltjarnarnes. Sorp-
inu var bara dembt í
fjöruna. Menn trúðu að
lengi tæki sjórinn við.
Þórir S.
Gröndal
Höfundur er fyrrverandi fisksali og
ræðismaður í Ameríku.
floice9@aol.com
Veitur sitja við sinn
keip. Nú geysist Ólöf
Snæhólm Baldurs-
dóttir upplýsinga-
fulltrúi Veitna fram á
ritvöllinn og heldur
áfram að reyna að slá
ryki í augu almenn-
ings. Í löngu máli veltir
hún sér upp úr auka-
atriðum til að forðast
að tala um það sem
máli skiptir.
Við vitum öll að snjallmælavæð-
ingin snýst ekki um að spara okkur
þennan óbærilega álestur.
Við vitum öll að snjallmælavæð-
ingin snýst ekki um eðlilega end-
urnýjun mæla.
Mælarnir sem eru í notkun eru á
ýmsum aldri, allt frá því að vera eld-
gamlir og góðir upp í að vera nánast
nýir. Sex þúsund milljón króna um-
skipti nánast á einu bretti eru klár-
lega ekki af þörf fyrir endurnýjun.
Við vitum líka að veitufyrirtæki
víða um heim eru að snjallmælavæða
hjá sér vegna þess að þau eru að
markaðsvæða orkukerfi sín með
skelfilegum afleiðingum fyrir neyt-
endur. Margföldun á orkuverði í Nor-
egi er nærtækasta dæmið.
Við vitum líka að markaðsvæðingin
sem kemur með orkupökkunum er
ekki á forræði Veitna. Það hefur ekki
nokkur maður haldið því fram.
En það eru Veitur sem eyða tugum
milljóna af okkar peningum í að sann-
færa eigendur sína og viðskiptavini
um að allt sé þetta gert til að spara
okkur álestur á mælum.
Það eru Veitur sem vanmeta svo
herfilega gáfnafar fólks að bjóða því
upp á að tugum milljóna af almannafé
sé sólundað í skrautsýningu í fjöl-
miðlum, sem er ekkert annað en leik-
tjöld til að fela þá
óhugnanlegu framtíð
sem verið er að lauma
aftan að okkur.
Af hverju eru Veitur
yfirleitt að reyna að
selja okkur þessa snjall-
mælabreytingu, þegar
það er alveg ljóst að við
munum ekki hafa neitt
val? Tugum milljóna af
okkar peningum er
spanderað sam-
viskulaust í algeru til-
gangsleysi. Við verðum látin borga
þessa leiksýningu, mælabreytinguna
og svimandi hátt orkuverð til fram-
búðar, en eigum að hugga okkur við
að þurfa ekki að lesa af mælum.
Ólöf, þú titlar þig upplýsingafull-
trúa. Við eigum Veitur og erum við-
skiptavinir Veitna og ég veit ekki
hverja þú ættir að upplýsa ef ekki
okkur.
Upplýstu okkur þá um kostnaðinn
við auglýsingaherferðina, hvað snjall-
mælavæðingin kostar og hverjir aðr-
ir en við eiga að borga öll herlegheit-
in.
Svo væri gott ef þið kæmuð niður
úr fílabeinsturninum, niður á jörðina
til okkar sem borgum brúsann, og
bæðust afsökunar á þessu ósvífna og
rándýra sjónarspili.
Fólk er snjallt
Eftir Árna Árnason
Árni Árnason
» Af hverju eru
Veitur yfirleitt að
reyna að selja okkur
þessa snjallmæla-
breytingu, þegar það er
alveg ljóst að við mun-
um ekki hafa neitt val?
Höfundur er vélstjóri.
Villt spendýr virðast
kunna að nærast en
ekki mannfólkið flest.
Þótt mannkynið státi
af meðallanglífi 3-4
sinnum hærra en í ár-
daga hefur heilsuleysi
eða hálfheilsa fylgt
langlífinu. Þótt nær-
ingin og umhverfið séu
þeir þættir sem við get-
um haft áhrif á virðist
okkur vegna verr og verr eftir því
sem borgarmenningin vex. Við erum
spendýr sem oft eyðileggur fæðuna í
matseldinni og neytir stöðugt meira
af verksmiðjuunnum mat.
Næringarfræðin er ung og eyddi
fyrstu öldinni í orkuþörfina og orku-
næringuna. Næsta öldin fór í vítam-
ínin og nú eru steinefnin (basarnir)
undir. Ekkert líf þolir miklar breyt-
ingar á sýrustigi vatns. Jurtir eru við-
kvæmar fyrir upptöku steinefna úr
jarðveginum við litlar breytingar frá
hlutlausu (pH=7).
Það er einu sinni svo að lífefna-
hvörf eru fæst 100% en ýmsar breyt-
ur hafa mismikil áhrif á þau. Þar sem
við erum að mestu vatn og flest líf-
efnahvörf í okkur eiga sér stað í því
skiptir sýrustig vökvakerfa líkamans
miklu og ræðst af mataræðinu. Blóðið
er t.d. sem næst 7,4 pH-einingar og
gerir líkaminn allt til að halda því
stöðugu. Þótt hreyfing sé góð mynd-
ast sýra við t.d. líkamsrækt. Einhver
sagði að líkaminn væri gerður til að
starfa basískt en væri í dag rekinn
súr. Við niðurbrot fæðunnar myndast
ýmsar sýrur sem þarf að koma í lóg
og vandinn er að sýrumyndandi efnin
koma aðallega úr dýraríkinu og er
komið burt með bösum sem eru eink-
um steinefni (frumefni). Basarnir
koma úr gróðri og þarf því að velja þá
í matinn svo þeir tilsvari sýrueyðing-
unni.
En hér kemur smá efnafræði til að
skilja þetta betur. Líf-
efnahvarf er efnabreyt-
ing þar sem efni mat-
arins gerð af frumefnum
sundrast eða sameinast
öðrum. Þetta eru mörg
oxunarhvörf (bruni).
Með andoxunarefnum
er hugsunin að stöðva
suma oxun! Það eru
þrjár aðalgerðir efna-
hvarfa: Oxun (missir
rafeinda), sem er alltaf
fylgt af afoxun (móttöku
rafeinda og er flutningur rafeinda
(orka); svo sýru-basa-hvörf sem er
róteindaflutningur (H+= + hlaðin
vetnisjón) og svo fellingarhvörf (t.d.
kölkun). Það eru tvenn fyrstu hvörfin
sem skipta okkur mestu; oxun líf-
rænnar fæðunnar og svo jafnvægi
sýru og basa, aðallega með stein-
efnum úr jurtaríkinu. Við oxun líf-
rænnar fæðu myndast fjöldi sýra sem
þarf að koma í lóg og notar líkaminn
basa úr jurtaríkinu til þess. Vanti þá
eitthvað hlaðast sýrur upp í vefjum
líkamans og við verðum smám saman
„súr“. Sé of mikið af bösum getum við
orðið basísk en það er fátíðara.
Bæði hafa ýmsir læknar, jurtafæð-
issérfræðingar og næringarfræð-
ingar talið að sameiginleg rót margra
sjúkdóma sé ójafnvægi á pH í líkams-
vessunum. Við þyrftum að neyta
sýrumyndandi og basamyndandi
fæðu í réttum hlutföllum til að ná
sýru-basa-jafnvægi og þar með best-
un líkamsstarfseminnar samfara
langlífinu.
Mataræði og heilsa
Eftir Pálma
Stefánsson
Pálmi Stefánsson
» Sýru-basa-stig
líkamsvessa okkar
hefur e.t.v. meiri áhrif á
heilsuna en marga
grunar!
Höfundur er efnaverkfræðingur.
spalmi@simnet.is