Morgunblaðið - 28.01.2022, Side 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2022
✝
Jóhanna Ásta
Þórarinsdóttir,
eða Nanna eins og
hún var ævinlega
kölluð, fæddist 10.
janúar 1934 að
Skúfi í Norður-
árdal, Austur-
Húnavatnssýslu.
Hún flutti með for-
eldrum sínum 15
ára gömul að Neð-
stabæ í sama dal.
Hún lést á hjúkrunarheimilinu
Skógarbæ 16. janúar 2022.
Foreldrar hennar voru Þór-
arinn Þorleifsson, f. 3. febrúar
1899, d. 24.apríl 1973, og Sig-
urbjörg Elín Jóhannsdóttir, f. 3.
október 1896, d. 17. janúar 1971.
Þórarinn var fæddur á Ægissíðu
í Vestur-Húnavatnssýslu og var
mikið á Blönduósi þangað til
hann fór sjálfur að vinna. Sig-
urbjörg Elín fæddist í Katadal á
Vatnsnesi og ólst upp á þremur
bæjum þar sem móðir hennar
var vinnukona á Klömbrum,
Valdalæk og Súluvöllum.
Systkini Nönnu voru Ingi-
björg Steinvör, f. 15. nóvember
1916, d. 9. desember 2012, Þor-
inmaður hennar er Magnús Al-
freðsson rafvirkjameistari, f.
1964. Börn þeirra eru fjögur og
barnabörnin eru tvö. Haraldur
Bjarnþór leigubílstjóri, f. 1967.
Sverrir Þór Sverrisson bóndi, f.
1972, börn hans eru þrjú og
barnabörnin eru fjögur. Sam-
býliskona hans er Margrét Jó-
hannsdóttir bóndi, f. 1973, og
eiga þau tvö börn. Fósturbörn
eru Magnús Baldursson véla-
maður, f. 1954, eiginkona hans
er Helga Ingibjörg Sigurð-
ardóttir, f. 1960, börn þeirra eru
fjögur og barnabörnin eru
fimm. Ingibjörg Sigurðardóttir,
f. 1959, börn hennar eru sex og
barnabörnin sautján.
Nanna fór 22 ára úr foreldra-
húsum til Reykjavíkur og vann í
Tjarnarkaffi. Nanna og Sverrir
hefja búskap í Mjóadal á Lax-
árdal 1960. Þar bjuggu þau þau
til ársins 1963 en þá festu þau
kaup á jörðinni Æsustöðum í
Langadal og fluttu þangað vorið
1963. Árið 1994 flytja þau í
Hamraborgina í Kópavogi. Þar
bjó Nanna til ársins 2014 en þá
flutti hún í hentugra húsnæði í
Þangbakka. Þegar heilsunni fór
að hraka fluttist hún á hjúkr-
unarheimilið í Skógarbæ og þar
dvaldi hún síðustu 16 mánuði
ævi sinnar.
Útför Jóhönnu Ástu verður
gerð frá Breiðholtskirkju í dag,
28. janúar 2022, kl. 15.
gerður, f. 30. nóv-
ember 1918, d. 30.
ágúst 1992, Baldur,
f. 3. október 1921,
d. 14. september
1988, og Þorleifur
Hjalti, f. 27. janúar
1940, d. 16. október
2019.
Nanna giftist 15.
desember 1963
Sverri Haraldssyni,
f. 6. janúar 1928, d.
24. október 2002. Hann fæddist í
Haga í Þingi, Austur-
Húnavatnssýslu, og ólst upp í
Gautsdal á Laxaárdal í sömu
sýslu. Foreldrar hans voru Har-
aldur Karl Georg, f. 11. júní
1896, d. 31. júlí 1979, og Sig-
urbjörg Jónsdóttir, f. 1. apríl
1899 d. 28. nóvember 1970. Har-
aldur fæddist í Lásakoti á Álfta-
nesi en ólst upp á Sauðárkróki
og að Hóli í Sæmundarhlíð. Sig-
urbjörg var frá Haga í Austur-
Húnavatnssýslu.
Nanna og Sverrir ólu upp tvö
fósturbörn og eiguðust sjálf þrjú
börn. Börn þeirra eru: Þóranna
Sigurbjörg Sverrisdóttir leik-
skólakennari, f. 1964. Eig-
Í dag kveð ég þig, yndislega
mamma mín, sem mér þykir svo
undur vænt um. Kletturinn okk-
ar í stórfjölskyldunni sem varst
alltaf boðin og búin að hjálpa og
létta undir með öðrum. Þú varst
mikil hannyrðakona og varst bú-
in að prjóna heil ósköp af lopa-
peysum, sokkum og vettlingum í
gegnum tíðina. Ég man þú sagðir
mér að þú hefðir prjónað fyrstu
lopapeysuna 10 ára gömul og þú
varst svo spennt yfir prjóna-
skapnum að þú gast varla farið að
sofa á kvöldin. En þrátt fyrir all-
an þennan prjónaskap alla ævi þá
hafðir þú aldrei prjónað lopa-
peysu handa sjálfri þér, en það
var eitthvað svo mikið þú alltaf að
hugsa fyrst og fremst um að hlúa
að og gleðja aðra. Þér þótti inni-
lega vænt um æskustöðvar þínar
í Norðurárdalnum og þú sagðir
okkur oft hvað það var gott að
eiga heima í torfbænum á Skúfi,
þú sagðir að í minningunni fynd-
ist þér eins og það hefði alltaf
verið sólskin á Skúfi.
Á stundum sem þessum koma
ótal minningar upp í hugann.
Góðar æskuminningar frá Æsu-
stöðum. Þú varst ávallt til staðar
fyrir okkur öll, þolinmóð, um-
hyggjusöm, nærgætin og alltaf
tilbúin að eyða tíma með okkur.
Ég man að þú komst iðulega í
kartöflugarðinn að hjálpa mér að
reyta arfann og þá varð allt svo
miklu skemmtilegra. Þá töluðum
við um alla heima og geima og þú
hafðir einhvern veginn lag á því
að gera öll verk skemmtileg. Ég
man þegar við vorum að heyja
uppi í Mjóadal í yndislegu veðri,
þú búin að útbúa gott nesti og við
borðuðum það öll saman á góðum
grasbletti. Þetta voru eiginlega
ævintýraferðir og Laxárdalurinn
dásemd á fallegum sumardögum.
Ég man þegar við komum heim á
föstudögum úr heimavistarskól-
anum á Húnavöllum, þá varst þú
alltaf búin að baka skúffuköku og
annað góðgæti til að gæða okkur
á. Þú elskaðir íslenska vorið og
sumarið og þér fannst dásamlegt
þegar farfuglarnir fóru að tínast
til landsins. Lóan og spóinn voru
þínir uppáhaldsfuglar og þú
kenndir okkur snemma að þekkja
þá og hljóðin þeirra. Þú varst
mikill dýravinur og þú passaðir
gæsirnar afskaplega vel og það
fékk sko enginn að skjóta gæsir í
Æsustaðalandi. Ég man þegar þú
fórst í hjartaaðgerðina þína 2009
og lentir á gjörgæslu í tólf daga
og við héldum að við myndum
missa þig. Þegar þú svo vaknaðir
og gast talað við okkur þá urðu
svo miklir fagnaðarfundir og þú
varst svo glöð að sjá okkur og við
svo þakklát að fá að hafa þig hjá
okkur áfram.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Elsku mamma mín, ég er svo
þakklát fyrir öll árin sem við átt-
um saman. Ég kveð þig með þín-
um orðum eins og þú kvaddir mig
ævinlega þegar ég heimsótti þig.
Bless elskan mín og takk fyrir
allt og allt.
Þín dóttir,
Þóranna Sigurbjörg.
Elsku hjartans amma, takk
fyrir allt sem þú varst okkur.
Betri amma er vandfundin. Að
koma til þín í Hamraborgina og
síðar í Mjóddina var eins og að
koma heim. Alltaf tekið vel á móti
manni, gotterí og spurt hvort við
vildum ekki grípa í spil. Þú varst
óskaplega barngóð og með ótrú-
legum hætti gastu séð um stóran
barnahóp og hækkaðir aldrei
röddina og bannaðir aldrei neitt,
þó var enginn nokkurn tímann
óþekkur hjá þér. Það var alltaf
gaman að eyða tíma með þér og
þú lést eftir okkur allt mögulegt,
þótt þú sjálf hefðir ekkert gaman
af því, eins og að fara í bíó og í
Kringluna. Það sýnir best hvað
þú varst í miklu uppáhaldi hjá
okkur systkinunum að við sváfum
öll þrjú uppi í hjá þér í næturgist-
ingum. Við þökkum fyrir allt
spjallið í gegnum árin, hjá ömmu
mátti ræða allt. Þú varst skjólið
okkar og besta vinkona þegar við
þurftum á þér að halda. Hjartans
þakkir fyrir samfylgdina.
Athvarf hlýtt við áttum hjá þér
ástrík skildir bros og tár.
Í samleik björt, sem sólskinsdagur
samfylgd þín um horfin ár.
Fyrir allt sem okkur varstu
ástarþakkir færum þér.
Gæði og tryggð er gafstu
í verki góðri konu vitni ber.
Aðalsmerki: elska og fórna
yfir þínum sporum skín.
Hlý og björt í hugum okkar
hjartkær lifir minning þín.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Brynja, Auðunn og
Jóhanna Sverrisbörn.
Jóhanna Ásta
Þórarinsdóttir
✝
Sólrún fæddist
28. nóvember
1938 á Skinnastöð-
um í Austur-Húna-
vatnssýslu. Hún
lést á hjúkr-
unarheimilinu
Skógarbæ 22. jan-
úar 2022. Hún flutti
með foreldrum sín-
um að Söndum í
Miðfirði árið 1944.
Eftirlifandi eigin-
maður Sólrúnar er Börkur Bene-
diktsson, f. 15.11. 1925. Þau gift-
ust 25.5. 1957. Sólrún lauk
landsprófi frá Miðskóla Borg-
arness 1955 og lærði við Hús-
mæðraskólann á Blönduósi 1957-
1958. Sólrún og Börkur fluttu til
Reykjavíkur árið 1959. Árið 1973
keyptu þau jörðina Núpsdals-
tungu í Miðfirði og hófu þar bú-
skap sem stóð allt til ársins 2014
þegar þau fluttu aftur til Reykja-
víkur.
Sólrún var virk í félagsmálum,
var formaður Kvenfélagsins Iðju
í fjölda ára, söng í kirkjukór Mel-
staðarkirkju og var formaður
sóknarnefndar kirkjunnar.
Börn þeirra: Sigrún Kristín
Barkardóttir, f. 23.9. 1964, svæð-
isstjóri, gift Kristni Garðarssyni
framkvæmdastjóra, f. 11.6. 1964.
Börn þeirra eru 1) Börkur Smári,
f. 12.12. 1990,
kvæntur Söru Björk
Lárusdóttur, f.
30.12. 1990. Börn
þeirra eru Breki
Freyr, Ylfa Dögg og
Atli Snær. 2) Sig-
urður, f. 23.3. 1990,
kvæntur Sunnevu
Rán Pétursdóttur, f.
9.3. 1994, börn
þeirra eru Yrja
Katrín og Tindur
Huginn. 3) Björn Rúnar, f. 16.6.
2000, unnusta hans er Fanney
Elfa Einarsdóttir, f. 29.11. 2001.
Björn Helgi Barkarson, f. 28.12.
1968, skrifstofustjóri. Kvæntur
Ólöfu Ásdísi Ólafsdóttur hjúkr-
unarfræðingi, f. 8.2. 1974. Börn
þeirra eru 1) Margrét Júlía, f.
6.7. 2001. 2) Birna Kristín, f. 16.2.
2004. 3) Valtýr Gauti, f. 9.11.
2009.
Minningarathöfn verður frá
Lindakirkju 28. janúar 2022
klukkan 11.45. Jarðsett verður
að Melstað í Miðfirði laugardag-
inn 29. janúar klukkan 11. Vegna
aðstæðna í samfélaginu geta að-
eins nánustu ættingjar verið við-
staddir athöfnina. Athöfninni
verður streymt á vef Linda-
kirkju, lindakirkja.is/utfarir.
Hlekkur á streymi:
https://www.mbl.is/andlat
Elsku tengdamóðir mín, Sól-
rún Kristín, hefur nú kvatt þessa
jarðvist. Ég hef verið lánsöm í líf-
inu, ekki aðeins auðnaðist mér að
eignast einstakan lífsförunaut,
með honum fylgdi einnig einstök
tengdafjölskylda í Rúnu, Berki,
Sigrúnu og Kidda. Slík er ekki
sjálfsagt en þvílík gæfa. Sam-
heldni og glaðværð lýsa fjöl-
skyldunni best og þar fór elsku
Rúna fyrir sínum hópi. Hún var
einstök kona, jákvæð og hlátur-
mild og hennar hlýi faðmur tók á
móti öllum. Rúna lét sig varða
fólk og samfélag, var virk í fé-
lagsmálum í sinni sveit og fátt var
henni óviðkomandi. Gestrisnin
var einstök, ávallt var nóg til í
búrinu og ekki lengi verið að
skella á borð stórveislu þegar
gesti bar að garði. Það var alltaf
einstaklega gott að dvelja í sveit-
inni hjá Rúnu og Berki og þaðan
eigum við fjölskyldan hafsjó
góðra minninga. Börnin okkar
minnast ömmu Rúnu sem steikti
bestu kleinurnar, prjónaði hlýj-
ustu vettlingana, átti alltaf ís og
dottaði stundum þegar hún las
fyrir þau á kvöldin.
Ég kveð elsku tengdamömmu
með söknuði og þakklæti.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Valdimar Briem)
Ólöf Ásdís Ólafsdóttir.
Sólrún Kristín
Þorvarðardóttir
✝
Dagbjört Berg-
lind Hermanns-
dóttir fæddist í
Ólafsvík 16. septem-
ber 1955. Hún lést á
heimili sínu í Kópa-
vogi 16. janúar 2022.
Foreldrar hennar
voru Hermann K.
Sigurjónsson, vél-
stjóri og útgerð-
armaður, f. 27. ágúst
1922, d. 10. febrúar
2015, og Guðný Kristjánsdóttir, f.
26. mars 1919, d. 3. júní 1990.
Blóðforeldrar Lindu voru Loft-
hildur Halla Bryndís Steinsdóttir
og Gunnar Helgi Einarsson.
Foreldrar Lindu tóku hana að
1974. Þeirra börn eru Guðný
Jóna, f. 1976, Hermann Geir, f.
1979, og Þóra Lind, f. 1984. Fyr-
ir átti Þór Ásthildi Dóru, f. 1974,
sem gift er Kristófer Sigurgeirs-
syni og börn þeirra eru Helena
Sól, f. 1997, og Örvar Máni, f.
2003. Guðný Jóna er gift Sigurði
Rúnari Samúelssyni. Dóttir Guð-
nýjar er Birta Björg, f. 2000,
dætur Guðnýjar og Sigurðar eru
Sunna Björg, f. 2007, og Telma
Björg, f. 2009. Hermann Geir er
kvæntur Freydísi Bjarnadóttur,
börn þeirra eru Breki Þór, f.
2003, Gabríel Ómar, f. 2004, og
Heikir Darri, f. 2009. Sambýlis-
maður Þóru Lindar er Ingólfur
Rúnar Jónsson, börn þeirra eru
Jón Þór, f. 2015, og Inga Rún, f.
2018.
Útför Lindu fer fram frá
Lindakirkju í dag, 28. janúar
2022, og hefst athöfnin kl. 13.
Hlekkur á streymi:
https://www.mbl.is/andlat
sér þegar hún var
eins árs gömul og
ólu hana upp sem
einkadóttur. Linda
átti tvíburabróður,
Hilmar Gunnar sem
lést árið 2014, og
átti einnig fimm
hálfsystkini í móð-
urlegg og fimm
hálfsystkini í föð-
urlegg. Linda ólst
upp í Grundarfirði
og bjó þar meira og minna til árs-
ins 2014 þegar hún flutti ásamt
eiginmanni sínum til Kópavogs.
Linda kynntist Þór Geirssyni
frá Reykjavík, f. 1952, árið 1973
og giftu þau sig 16. nóvember
Hvar finnur maður nægilega
sterk orð til að kveðja mömmu
sína sem fellur frá mjög skyndi-
lega og alltof fljótt? Hvernig kveð-
ur maður sinn besta vin? Lífið
færir manni verkefni og erfið
tímabil en ég bjóst ekki við þessu
verkefni núna. Var ekki tilbúin.
Elsku mamma, þú hefðir ekki
átt að fara strax því það var svo
margt sem við áttum eftir að gera
saman. Ég finn fyrir þér og hugsa
til þín í öllu sem ég geri. Með tím-
anum vona ég að sorgin verði ekki
eins þungbær og ég geti munað
allt það góða og brosað. Í dag er
allt sárt.
Í dag syrgi ég öll samtölin sem
við áttum saman, daglega og jafn-
vel oft á dag. Samtöl um allt og
ekkert.
Í dag sakna ég allra
samverustundanna sem við áttum,
ég og þú og við fjölskyldan öll.
Í dag finn ég til með pabba sem
er einn.
Í dag minni ég börnin mín á
hversu mikill fjarsjóður þú varst.
Í dag berst ég við einn dag í
einu.
Hvíl í friði, elsku mamma.
Þóra Lind.
Elsku hjartans Lindan mín er
farin, farin frá okkur sem elsk-
uðum hana. Ég þurfti ekki að
leita lengi að gimsteini, fann hann
fyrir 50 árum í henni Lindu
minni. Búin að ganga í gegnum
lífið með henni, Tóta og börnun-
um þeirra, tengdabörnum og
barnabörnum. Lindu kynntist ég
í Grundarfirði, okkur varð strax
vel til vina og höfum við fylgst að í
blíðu og stríðu og allt til þess að
hún varð bráðkvödd sunnudaginn
16. janúar. Ég var nýbúin að tala
við hana í síma og ekki hvarflaði
að mér að þetta væri síðasta sam-
talið okkar. Linda hugsaði svo vel
um mig, við hringdumst á dag-
lega, stundum oftar. Tilkynninga-
skyldan var til hennar, ef ég fór
úr bænum og þegar ég kom til
baka þurfti ég alltaf að hringja og
láta vita af mér. Heimili Lindu og
Tóta var mér alltaf opið, í Reykja-
vík, Grundarfirði og í Kópavog-
inum. Faðmur Lindu var stór og
sterkur, alltaf að hvetja og hug-
hreysta, það voru hennar ær og
kýr. Ekkert símtal eða kveðja var
öðruvísi en: ég elska þig. Og það
gerði hún svo sannarlega. Vænt-
umþykja allt í kring. Hún sagðist
ekki geta lifað án mín og nú spyr
ég, hvernig fer ég að án hennar?
Ég veit að ég hef Tóta og afkom-
endur þeirra og verð að læra að
lifa á annan hátt. Alltaf var hún
boðin og búin þegar veislu skyldi
halda, enginn jafnaðist á við hana
að elda og baka og heimili þeirra
stóð opið í undirbúningi. Allir
pokarnir sem hún bar í mig, með
tilbúnum mat og bakkelsi, Lindu-
buff, lagkökur og hinar heims-
þekktu Lindukleinur. Það kemur
enginn í staðinn fyrir hana elsku
Lindu mína, enginn. En ég hugga
mig við að Tóti og börnin eru enn
hjá mér.
Margt brölluðum við saman á
okkar sokkabandsárum, þegar
hún kom til mín í bæinn. En eftir
að ég kynnti þau Tóta komst ekk-
ert annað að hjá henni en Tóti og
svo börnin. Um barnabörnin gat
hún talað endalaust. Margar
minningar streyma fram á þessari
stundu, við gleymum seint ferð-
inni okkar til Kaupmannahafnar
þar sem hún algjörlega treysti á
mig. En þegar við tókum rangan
strætisvagn, spurði hún af ein-
lægni: Ranný, veistu hvar við er-
um? Og ég svaraði: Ekki hug-
mynd, þá fór um mína, en á
leiðarenda komumst við. Það var
enginn eins og hún.
Að leiðarlokum vil ég segja
þetta, gimsteinninn hún Linda
mín mun skína skærast á perlu-
festi lífs míns.
Ég og börnin mín þökkum sam-
fylgdina með Lindu.
Elsku Tóti, Guðný Jóna, Her-
mann Geir, Þóra Lind, tengda-
börn og barnabörnin myndarlegu
og fallegu, verndi og styrki ykkur
allir góðir vættir. Minningin um
gimsteininn mun lifa með okkur
öllum.
Rannveig Sigurðardóttir
(Ranný).
Mig langar til að minnast henn-
ar Lindu okkar sem varð bráð-
kvödd á heimili sínu 20. janúar síð-
astliðinn. Það var högg í hjartað
að fá fréttirnar frá mömmu að
uppáhaldsfrænkan mín í alheim-
inum væri ekki lengur með okkur.
Það er og verður enginn eins og
hún elsku Linda mín. Hún elskaði
meira en nokkur manneskja er
fær um að elska, faðmlagið hennar
var það hlýjasta sem ég hef fengið
og þegar hún sagðist elska mann
þá vissi maður hvað mikið var á
bak við þessi orð hennar. Hún
sýndi mér alltaf einskæra ást og
umhyggju, hún hafði alltaf trú á
mér og hvatti mig og fyrir það er
ég henni ævinlega þakklát. Þegar
ég var lítil stelpa þá naut ég þeirra
forréttinda að fá að koma vestur
og búa með henni og Tóta og frá
þeirri dvöl á ég minningar sem ég
gleymi aldrei. Ég var elskuð eins
og ykkar eigið barn og hef alltaf
upplifað mig svolítið sem ykkar.
Linda var alltaf traust og mikil
stytta í lífi allra sem þekktu hana
og þegar ég hugsa út í það þá held
ég að hún sé búin að hreyfa við
mörgum hjörtum í gegnum tíðina
með persónutöfrum sínum. Það er
ólýsanlegt hvað skarðið í hjartanu
mínu er djúpt eftir fréttir af and-
láti hennar. Ég mun halda fast í
þær minningar sem ég á um
Lindu frænku. Ég upplifi huggun
þegar ég hugsa um hana kyssa
myndina af bróður sínum sem hún
elskaði svo mikið, nú er hún hjá
honum.
Mín dýpsta samúð til elsku
Tóta og fjölskyldu.
Guðrún Erna og börn.
Það er með miklum söknuði sem
ég kveð elsku bestu Lindu frænku
mína. Hún var með eindæmum
hress og skemmtileg og alltaf mik-
ið hlegið þegar við hittumst. Svo
var hún alltaf svo einstaklega hlý
og góð við alla. Það hefur án efa
verið tekið vel á móti henni og þar
hefur Hilmar tvíburabróðir hennar
verið fremstur í flokki.
Þótt farin þú sért,
og horfin ert burt þessum heimi.
Ég minningu þína,
þá ávallt í hjarta mér geymi.
Ástvini þína, ég bið síðan
Guð minn að styðja,
og þerra burt tárin,
ég ætíð skal fyrir þeim biðja.
(Bryndís Halldóra Jónsdóttir)
Elsku Tóti minn og fjölskylda,
ég votta ykkur innilega samúð
vegna fráfalls Lindu okkar. Bless-
uð sé minning hennar.
Nína Breiðfjörð Steinsdóttir.
Dagbjört Berglind
Hermannsdóttir