Morgunblaðið - 28.01.2022, Side 18

Morgunblaðið - 28.01.2022, Side 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2022 ✝ Bjarni Haralds- son kaupmaður á Sauðárkróki fæddist 14. mars 1930. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki 17. janúar 2022. Bjarni var sonur Haraldar Júlíus- sonar kaupmanns, f. 14. febrúar 1885, d. 27. desember 1973, og konu hans Guðrúnar Ingibjargar Bjarna- dóttur, f. 19. janúar 1897, d. 8. september 1971. Einkasystir Bjarna var María Kristín Har- aldsdóttir húsmóðir, f. 17. apríl 1931, d. 18. desember 2016. Eig- inmaður hennar var Guðfinnur Einarsson, útgerðarmaður og forstjóri í Bolungarvík, f. 17. október 1922, d. 27. ágúst 2000. Fyrri kona Bjarna var María Guðvarðardóttir, f. 24. maí 1932, d. 11. maí 1991. Dætur þeirra eru: 1) Guðrún Ingibjörg heilsu/ félagsliði, f. 25. september 1957 á Sauðárkróki, búsett í Hróars- keldu í Danmörku. Hennar mað- ur er Poul Sørensen og á hann tvö börn og fimm barnabörn. 2) Helga húsmóðir, f. 7. desember 1959 á Sauðárkróki. Búsett í Garðabæ. Hennar maður er Haf- steinn Häsler framkvæmdastjóri Júlíussonar, sem auk hefðbund- innar verslunar var með marg- háttaða og umfangsmikla um- boðsstarfsemi, m.a. farþegaflutn- inga og landbúnaðartæki. Verslun Haraldar Júlíussonar var með umboð fyrir BP, síðar OLÍS, allt frá árinu 1930. Verslun Har- aldar Júlíussonar er ein elsta kaupmannsverslun landsins og hefur starfað óslitið frá árinu 1919 eða í 103 ár. Árið 2013 var gerð heimildarmynd um versl- unina, er nefnist Búðin. Bjarni var mikill félagsmála- maður, ötull Lionsmaður og þekktur og einarður sjálfstæðis- maður, sat á framboðslistum og sótti landsfundi flokksins áratug- um saman. Bjarni var mikill vel- unnari Sauðárkrókskirkju, trún- aðarmaður SÁÁ og heiðursfélagi Landvaka, félags vöruflytjenda. Þá var hann heiðraður af Olís ár- ið 2012 fyrir áratuga starf. Á fjölsóttu aldarafmæli versl- unarinnar sumarið 2019 var Bjarni útnefndur heiðursborgari Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sá fyrsti í sameinuðu sveitarfé- lagi. Útför hans fer fram frá Sauð- árkrókskirkju í dag, 28. janúar 2022, klukkan 14. Vegna sam- félagsaðstæðna verða einungis nánustu aðstandendur við- staddir. Útförinni verður streymt: https://tinyurl.com/4eyj5z95 Hlekkur á streymi: https://www.mbl.is/andlat og á hann tvö börn og fjögur barna- börn. Síðari kona Bjarna er Ásdís Kristjánsdóttir hús- móðir og matráður, f. 25. febrúar 1931. Sonur þeirra er Lárus Ingi mat- reiðslumeistari og starfsmaður Kjör- íss. Kona hans er Al- dís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri í Hveragerði og formaður Sam- bands ísl. sveitarfélaga. Dóttir Lárusar með Guðrúnu Há- konardóttur er Rakel og á hún tvo syni. Börn Lárusar og Aldís- ar eru: Laufey Sif, í sambúð með Elvari Þrastarsyni og eiga þau tvo syni; Bjarni Rúnar, í sambúð með Hafdísi Ellertsdóttur og eiga þau tvo syni, og Albert Ingi, í sambúð með Guðrúnu Óskars- dóttur. Bjarni stundaði hefðbundna skólagöngu í Barna- og gagn- fræðaskólanum á Sauðárkróki og í Iðnskólanum. Þegar hann hafði aldur til hóf hann bílaútgerð með vörubílum og einnig rútum, en lengst af átti hann flutningabíla og ók á milli Reykjavíkur og Sauðárkróks. Með foreldrum sín- um og síðar einn frá 1970 rak hann jafnframt Verslun Haraldar Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. (Reinhold Niebuhr) Mér finnst við hæfi að kveðja þig með fallegu bæninni okkar, elsku pabbi minn. Á sama tíma og það er svo sárt að missa þig, er gott til þess að vita að þú hafir fengið hvíld eftir ströng veikindi síðastliðið ár. Ár sem var þér ansi erfitt, því allt í einu varst þú rifinn burtu úr þínu daglega umhverfi, heimilinu og búðinni þinni sem var þér svo mik- ils virði og sem þú og afi Haraldur rákuð í næstum 103 ár. Já, menn hætta ekkert að vinna þótt þeir séu komnir á tíræðisaldurinn. Að ætla að lýsa þér í örfáum orðum er næstum ekki hægt en vinnusemi þín, greiðvikni og hjálpsemi koma m.a. upp í hug- ann. Þeir, sem áttu í einhverjum erfiðleikum, áttu hauk í horni þeg- ar þú varst annars vegar. Að þessu leyti líktist þú yndislegu afa og ömmu, foreldrum þínum. Einn- ig hjálpaðir þú ansi mörgum sem höfðu átt í vandræðum með áfengi. Þú varst með réttu verk- færin til þess, enda hafðir þú sjálf- ur unnið þá baráttu fyrir tæplega 38 árum. Mikið var ég stolt af þér þá, eins og svo oft fyrr og síðar. Þú varst skemmtilegur og stríðinn og elskaðir að vera innan um annað fólk. Ekki má nú gleyma aðaláhugamálinu, sem voru bílar og aftur bílar. Þú varst með algjöra bíladellu! Stundum hringdir þú í mig til Danmerkur til að heyra hvort það væri ekki ein- hver bílasala í nágrenninu sem ég gæti kíkt á fyrir þig. Skildir svo ekkert í því að dóttirin skyldi vera frekar treg til að uppfylla óskina. Þú varst ánægðastur í firðinum fagra, enda Skagfirðingur í húð og hár og það var alltaf svo gaman að koma á Krókinn til ykkar. En mér tókst nú samt að fá þig og Dísu þína í heimsókn nokkrum sinnum á meðan þið höfðuð heilsu til. Það voru góðir tímar og dýrmætir og gott að geta sýnt ykkur Dan- mörku. Reyndar skildu þið Poul ekki hvor annan en það skipti engu máli, þið hlóguð og höfðuð það gott saman. Elsku pabbi, þú snertir hjörtu svo ótalmargra í gegnum tíðina, það sést m.a. á þeim fjölmörgu fal- legu kveðjum sem okkur fjöl- skyldunni hafa borist síðan þú kvaddir og sem hafa yljað okkur á þessum erfiða tíma. Mikið er ég þakklát fyrir að hafa getað heim- sótt þig oftar en ella síðasta árið þitt á lífi. Mig langar til að þakka elsku starfsfólki hjúkrunardeildar HSN fyrir alveg einstaka umönn- un og elsku í garð pabba. Það var okkur börnunum ómetanlegt. Elsku pabbi, ég kveð þig með söknuði og þakka þér fyrir allt og allt sem þú varst mér. Sofðu rótt og hver veit nema við hittumst fyrir hinum megin. Húmar að kveldi, hljóðnar dagsins ys, hnígur að Ægi gullið röðulblys. Vanga minn strýkur blærinn blíðri hönd, og báran kveður vögguljóð við fjarðarströnd. Ég er þreyttur, ég er þreyttur, og ég þrái svefnsins fró. Kom, draumanótt, með fangið fullt af friði og ró. Syngdu mig í svefninn, ljúfi blær. Sorgmæddu hjarta er hvíldin jafnan vær. Draumgyðjan ljúfa, ljá mér vinarhönd, og leið mig um þín töfraglæstu friðarlönd. Ég er þreyttur, ég er þreyttur, og ég þrái svefnsins fró. Kom draumanótt, með fangið fullt af friði og ró. (Jón frá Ljárskógum) Þín dóttir Guðrún Ingibjörg. Elsku pabbi, það er komið að kveðjustund. Góðar minningar streyma fram þegar ég hugsa til baka. Minningar um góðan tíma á Sauðárkróki, þegar við systur vor- um litlar og vorum að koma norð- ur á sumrin til þín, ömmu og afa. Það voru forréttindi að fá að hlaupa um í fjörunni og hanga á gömlu bryggjunni. Þú varst góður pabbi og vinur. Það var líka alltaf ljúft að renna inn á Krókinn núna síðari árin og dvelja hjá ykkur Dísu á Baldri, í þessu gamla húsi með góða sál. Þú varst einstakur maður, vin- ur vina þinna og sérlega bóngóð- ur. Það kom enginn að tómum kof- unum hjá þér og var það þér ljúft að rétta hjálparhönd ef þú gast. Barngóður varst þú með eindæm- um og leituðu börn í að koma til þín, fundu hlýjuna sem streymdi frá þér. Það verður tómlegt að koma á Krókinn og enginn Bjarni Har í búðinni. Elsku pabbi, það var erfitt fyrir þig þegar þú veiktist í desember 2020 og heilsa þín fór að gefa sig. Þú náðir þér aldrei en áttir góða daga inn á milli. Nú ert þú sofn- aður svefninum langa, saddur líf- daga. Pabbi minn, það voru forrétt- indi að fá að vera dóttir þín og á ég eftir að sakna þín mikið. Hvíl í friði elsku pabbi og góða ferð. Mig langar að þakka starfsfólki hjúkr- unardeilda HSN fyrir hlýju og frábæra umönnun um pabba minn. Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og góða svo fallegur, einlægur og hlýr en örlög þín ráðin - mig setur hljóða við hittumst ei aftur á ný. Megi algóður Guð þína sálu nú geyma gæta að sorgmæddum, græða djúp sár þó kominn sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (Höf. ók.) Þín dóttir Helga. Það er með djúpri virðingu og þakklæti sem ég að leiðarlokum kveð tengdaföður minn Bjarna Haraldsson, kaupmann á Sauðár- króki. Bjarni hefur verið órjúfanlegur hluti af lífi mínu frá því að ég kynntist honum Lárusi Inga. Ör- fáum árum áður höfðu Dísa tengdamamma, sem þá var orðin ekkja, og Bjarni hafið búskap. Ástarsaga Dísu og Bjarna er um margt sérstök, þau kynnast ung, þekkjast í áratugi og sennilega hefur hann Bjarni beðið lengi eftir henni Dísu sinni. Afrakstur ástar þeirra er hann Lárus minn sem naut þess í raun að eiga tvo feður, dásamlega menn sem báðir reyndust honum vel. Eftir að hafa verið tengdadóttir Bjarna, tengdadóttir Skagafjarðar í ára- tugi, hef ég lært að skilja að í firð- inum fagra gilda mögulega aðeins önnur lögmál heldur en hér á flat- lendinu sunnanlands. Lífinu með sínum flókna margbreytileika er tekið fagnandi, lífsgleði og kær- leikur hafður í hávegum, flókin fjölskyldumynstur þykja ekki í frásögur færandi, fyrir það er ástæða til að vera þakklát. Verslun Haraldar Júlíussonar hefur verið í rekstri í hartnær 103 ár. Búðin var æskuheimili Bjarna en hann hefur aldrei búið annars staðar en á Aðalgötunni. Þar bjuggu hann og Dísa sér sameig- inlegt notalegt heimili. Óneitan- lega tvinnaðist rekstur verslunar- innar þétt saman við einkalífið. Á skrifstofunni inn af búðinni hittust góðvinir Bjarna daglega, skröfuðu þar um daginn og veginn og þáðu kaffi af Dísu sem sjaldnast þó sett- ist hjá þeim frammi. Oft var þar glatt á hjalla enda miklir snillingar sem þar hittust. Í húsinu hefur tíminn staðið kyrr og þar finnur maður glöggt fyrir fortíðinni, dýrmætri sögu og minningum. Það var alltaf gaman að koma á Aðalgötuna. Hversu frábært er það líka að afi og amma búi svo að segja í verslun og að lítil afabörn geti hvenær sem er lætt hendi í lófa afa og rölt fram í búð og náð sér í gos og nammi. Þetta fannst afabörnunum skemmtileg- ast af öllu. Öll hafa börnin okkar notið þess að fá að heimsækja og dvelja hjá afa og ömmu um lengri eða skemmri tíma og munu þau án vafa búa að því til framtíðar. Þau hafa þannig, rétt eins og við öll, fengið að skyggnast inn í fortíðina og upplifa á eigin skinni tíðaranda sem nú, með brotthvarfi Bjarna, er horfinn. Eftir því sem árin hafa liðið hef ég betur skilið þá sérstöðu sem Bjarni og verslunin nýtur. Allir þekkja búðina og kaupmanninn við Aðalgötuna. Um hann hafa verið samdar vísur, heimildamynd gerð, greinar skrifaðar og viðtöl tekin enda var Bjarni bæði uppá- tækjasamur og skemmtilegur. En í okkar augum var hann bara Bjarni afi. Síðar hefur okkur skil- ist að hann var meira en það. Hann var máttarstólpi og tákn- gervingur tíma sem er horfinn, þess vegna var hann þekktur. Þess vegna sóttist fólk eftir því að heimsækja hann í búðina. Það er mannlegt að sakna þess sem var og sækja í að upplifa aftur þá tíma sem við munum úr bernsku. Það gátum við öll upplifað í versluninni hans Bjarna afa á Króknum. Bjarni og Dísa komu oft hingað til okkar í Hveragerði. Yfirleitt hafði Bjarni ekki setið lengi þegar hann hafði boðið karlpeningnum út að rúnta og ekki brást hvert var farið. Bílasölurnar á Selfossi voru eins og segulstál á Bjarna en eins og allir vita var hann afar áhuga- samur um bíla og fram á síðasta dag ræddi hann um bílakaup. Nú er Bjarni afi farinn í Sum- arlandið. Ég efast ekki um að þar hefur beðið hans glæsivagn, ábyggilega Chevrolet Malibu. Nú keyrir hann þar um greiða vegi, aðeins of hratt, með sixpensarann og glettnissvip í auga. Hann bíður þar enn og aftur eftir henni Dísu sinni sem nú lifir eiginmann sinn. Við sem eftir sitjum syrgjum góð- an mann en minningin mun lifa með þeim sem hann elskaði mest eiginkonu, börnum, barnabörnum og langafastrákunum sex. Aldís Hafsteinsdóttir. Komið er að kveðjustund okkar kæra afa Bjarna. Mikið erum við þakklát fyrir að hafa átt svona langan og góðan tíma með þér. Alla okkar tíð hefur þú reynst okkur traustur og góður afi sem kenndir okkur margt til dæmis tengt viðskiptum, vinnusemi og góðum samskiptum við alla. Við systkinin höfum öll átt okkar stundir hjá þér í búðinni, í Verslun Haraldar Júlíussonar, bæði sam- an og hvert í sínu lagi. En í dag eru stundirnar orðnar að dýrmæt- um minningum. Næst þegar við komum í heimsókn á Krókinn hitt- um við þig ekki aftur á bak við búðarborðið eða við skrifborðið þitt. Skrifborðið sem er umkringt af minningunum þínum, ljós- myndum frá liðnum tíma og fjöl- mörgum skemmtilegum myndum af bílunum þínum. Við barnabörnin þín tókum í sameiningu saman nokkrar góðar minningar um þig. Það var alltaf gott að koma til ykkar ömmu og fá að vera í dekri hjá ykkur. Hjá þér lærðum við að dæla Olísbensíni, við lærðum að vigta harðfisk á fornaldarvigt frá tímum langafa Haraldar, sem stendur tignarleg í búðinni. Afi var nýtinn og vildi halda í það sem var gamalt og hafði reynst vel, en hann vildi þó alltaf eiga nýja og góða bíla. Við vorum líka iðulega send í sendiferðir og hjóluðum við þá oft á pósthúsið á bláa fræga hjólinu sem nú stendur fyrir utan bakaríið á Króknum. En ekki síst lærðum við af þér mikilvægi góðra samskipta þegar við fylgdumst með þér eiga samtöl við viðskiptavini og gesti búðar- innar. Það skipti ekki máli hver gekk inn í búðina, það var tekið vel á móti öllum, rétt eins og allir væru þeir gamlir vinir. Við eigum öll okkar góðu minn- ingar frá ömmu og afa. Öll munum við eftir því hversu mikið brakaði í gólffjölum gamla hússins þegar við reyndum að stelast í búðina á kvöldin þegar afi var sofnaður til að næla okkur í nammi. Okkar bestu og sterkustu minningar voru kvöldrúntarnir með þér og ömmu. Þá var keyrt löturhægt um bæinn á K2 og okk- ur sagt frá hinu og þessu sem tengdist Króknum, bænum hans afa. Rakel minnist sérstaklega með þakklæti síðasta bíltúrsins með þér sem var á fallegu ágúst- kvöldi árið 2019 í nýja Kia-bílnum þínum. Hún man hvað þú varst ánægður með nýja bílinn. Keyrt var m.a. upp að kirkjugarðinum þar sem þú nú verður lagður til hinstu hvílu og horfðum við þar yf- ir fagra Skagafjörðinn. Á meðan við syrgjum þig eru góðar og fallegar minningar, ásamt þakklæti fyrir að þú varst afi okkar, sorginni yfirsterkari. Takk fyrir samveruna, skilning- inn, gleðina og umhyggjuna. Vertu sæll elsku afi. Þín barna- börn, Rakel, Laufey Sif, Bjarni Rúnar og Albert Ingi. Kveð ég fagra fjörðinn Skaga farðu vel um alla daga. Blessuð sé þín byggð og saga, bæir, kot og höfuðból! Heyr mig, göfgi, glaði lýður, gæt þess vel, sem mest á ríður, meðan tíminn tæpi líður, trúðu þeim er skapti sól! Þá skal sólin sælu’ og friðar, sú er löngum gekk til viðar, fegra byggðir fagrar yðar, fóðra gulli Tindastól. (MJ) Á æskuárum okkar systkina Haraldar og Guðrúnar var mikið ævintýri að fara til sumardvalar í Skagafjörðinn. Þar vorum við í faðmi ömmu, afa og Bjarna frænda á Baldri, eins og húsið á Króknum heitir. Þar var einnig Magnús ömmubróðir, kennari og eðalkrati. Fyrir okkur krakkana var ný upplifun við hvert fótmál og átti Bjarni frændi stóran þátt í því. Anna Rós á þá æskuminningu að hafa fengið að fara með föður- fólki sínu á Bakka í búðina til Bjarna Har. Í minningunni var búðin sem fínasti stórmarkaður, fullur af gersemum. Lífið hélt áfram sinn vanagang á Króknum. Amma og afi kvöddu þennan heim og eftir stóð Bjarni í búðinni. En heilladísin vakti yfir Bjarna frænda og sendi hana Dísu inn í líf hans. Var það mikil gæfa. Með þeim tveimur ríkti sönn ást og virðing. Þeirra heimili á Baldri stóð okkur öllum ávallt opið og nutum við góðs af þeirra frábæru gestrisni. Börnin í fjölskyldunni hlökkuðu mikið til að heimsækja þau Bjarna og Dísu en Bjarni leyfði þeim ávallt að valsa um búð- ina í óteljandi búðarleikjum. Sum þeirra fengu jafnvel að stíga sín fyrstu spor á vinnumarkaðnum hjá Bjarna frænda og er það þeim ógleymanleg reynsla. Bjarni frændi hefur alltaf verið stór partur af okkar fjölskyldu. Við ýmis tilefni, stór og smá, var sjálfgefið að bjóða Bjarna og Dísu. Þeim fannst lítið mál að keyra suð- ur til fundar við fólkið sitt. Þau systkini Bjarni og María, móðir okkar, voru einstaklega samrýnd. Á efri árum töluðu þau saman í síma mörgum sinnum í viku. Mamma lýsti því oft hversu stilltur Bjarni var sem barn. Þessi rólegheit fylgdu honum enda sagði hann stundum að rólegheitin væru bestu heitin, eitt af mörgum glettnum tilsvörum hans. Kímni- gáfan var honum í blóð borin og hann naut þess að gera græsku- laust gaman. Bjarni var sérlega greiðvikinn og alltaf tilbúinn að redda hlutum fyrir fjölskyldu, vini og kunningja. Hann var einnig mjög gjafmildur og við iðulega leyst út með nesti og nýja (gúmmí)skó þegar við yfir- gáfum Krókinn. Bjarni brallað ýmislegt þegar kom að kaupum og sölu á ýmsum varningi og hafði einstaklega gaman af bílabraski. Gjaldmiðill- inn gat þess vegna verið hross á fæti eða í frysti. Árið 2019 var haldið uppá ald- arafmæli Verzlunar Haraldar Júl- íussonar og íbúum og gestum boð- ið til fagnaðar. Þar var glatt á hjalla, sól skein í heiði og greini- legt hversu margir bera hlýhug til Bjarna og búðarinnar. Börn Bjarna hafa sinnt foreldr- um sínum af mikilli alúð. Þau hafa og útréttað fyrir búðina og hjálpað Kirsten, sem hefur staðið vaktina síðan Dísa og Bjarni fluttu á HSN. Að lokum langar okkur að votta elsku Dísu, Guðrúnu Ingibjörgu, Helgu, Lárusi og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúð og minnumst Bjarna frænda með mikilli hlýju og virðingu. Guðrún Kristín og Haraldur Guðfinnsbörn, Anna Rós Bergsdóttir. Í æsku minni hvíldi mikill æv- intýraljómi yfir Sauðárkróki og Skagafirði. Við systkinin ólumst upp við sögur að norðan. Mið- punktur þess alls var auðvitað Baldur, heimili afa og ömmu, Verslun Haraldar Júlíussonar, verslun afa og ömmu - og svo auð- vitað sjálfur Bjarni frændi, Bjarni Haraldsson. Það var líka nóg að gera á Sauð- árkróki. Búðin og umhverfið var ævintýraheimur og við vorum um- vafin ástríki afa, ömmu og Bjarna og kynntumst frænkum okkar Guðrúnu og Helgu. Við eignuð- umst vini þar nyrðra og ýmislegt uppgötvuðum við sem var okkur allsendis ókunnugt í okkar bolv- ísku heimahögum. Mitt í þessari ævintýraveröld var Bjarni móðurbróðir okkar, sem átti og rak flutningabíla, keyrði suður og svo var nóg að gera við að losa og lesta farartæk- in. Við dáðum hann og dýrkuðum og hann endurgalt með sínu ljúfa fasi og þýða viðmóti. Oft fengum við að sitja í, eins og við nefndum það þegar við fengum að fara með honum eða bílstjórum hans út um allan Krók og fram í sveitir. Allt var svo sjálfsagt og við spreyttum okkur á að losa og lesta bílana, eft- ir því sem afl og kraftar leyfðu. Þetta voru góðar uppeldisaðferðir og umfram allt ævintýralega skemmtilegir tímar. Einn af eðliseiginleikum frænda míns var greiðviknin; af- rakstur uppeldisins í foreldrahús- unum. Á Sauðárkróki var það talið manni til tekna að vera dótturson- ur Guðrúnar Bjarna og Haraldar Júl. Og svo maður tali ekki um að vera systursonur Bjarna Har. Smám saman varð ég þess var að orðspor Bjarna frænda míns rataði víðar. Og þó hann hafi verið hógvær og lítillátur naut hann sín best í samvistum við fólk. Þegar ég komst á fullorðinsár og fór víða vegna starfs míns, gerðist það ótrúlega oft að fólk sagði líkt og í Skagafirði forðum: Þú ert frændi Bjarna Har. - Og maður rétti úr kútnum; vissi sig staddan á vin- aslóð. Þegar ég upp úr aldamótunum var kjörinn þingmaður Norðvest- urkjördæmis varð ég enn tíðförulli gestur á Króknum, eðli málsins samkvæmt. Undantekningarlaust gisti ég og borðaði hjá þeim Bjarna og Ásdísi Kristjánsdóttur eiginkonu hans, Dísu, - máttar- stólpanum í lífi frænda míns. Þar var ekki í kot vísað. Þau báru mig á höndum sér og eins og fyrr var ég líkt og heima hjá mér. Bjarni, grjótharðasti sjálfstæðismaður Bjarni Haraldsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.