Morgunblaðið - 28.01.2022, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.01.2022, Blaðsíða 21
Eitt af uppáhaldslögum pabba var Ómissandi fólk eftir Magnús Eiríksson, þessi stúfur úr því lagi: „ofmetnastu ekki af lífsins móðurmjólk kirkjugarðar heimsins geyma, ómissandi fólk“ segir mikið um lífsviðhorf pabba, hann gerði ekki mismun á Jóni og séra Jóni, hann um- gekkst alla á sama hátt með hreinskilni og heiðarleika að vopni. Það var klárlega einn af hans styrkleikum. Annar styrk- ur hans var gífurleg áræðni og dugnaður, það var gengið í verk- efnin af lífi og sál. Pabbi var snilldarmálari og snilldarpenni. Hann átti auðvelt með að mála, að skrifa og koma frá sér orði á afar skemmtilegan hátt. Íþróttir áttu hug hans allan. Hann stundaði sjálfur bæði fót- bolta og handbolta í Val. Hann var landsliðsmaður í frjálsum íþróttum, keppti í spjótkasti fyr- ir ÍR, UMSB og UMFÍ og varð meðal annars Íslandsmeistari og Landsmótsmeistari. Eftir að hann hætti sjálfur keppni fór hann á fullt í að vinna í kringum íþróttir sem bæði stjórnarmaður og í félagsstarfsemi innan frjáls- íþrótta, handbolta og fótbolta. Hann var einnig mjög virkur bæði í frímúrarareglunni og Lions. Hann var virkur meðan hann hafði heilsu til. Alltaf fannst honum jafn gaman að koma upp á Stjörnuvöll og fylgjast með bæði meistaraflokkum og yngri flokkum Stjörnunnar. Ein af hans stærstu upplifunum sem Stjörnumaður var þegar Stjarn- an varð Íslandsmeistari í fót- bolta árið 2014. Fyrir okkur systkinin var hann stuðnings- maður númer eitt, studdi okkur öll og okkar liðsfélaga í okkar íþróttastarfsemi. Það var alltaf pláss til að taka á móti okkar fé- lögum á heimili mömmu og pabba í Ægisgrundinni. Hans mikla gestrisni og vilji til að gefa af sér á jákvæðan hátt var gífurlega sterk. Það sama má segja um hans viðmót gagnvart sinni nánustu fjölskyldu. Hann ljómaði allur þegar fjölskyldan var saman- komin og mamma galdraði fram veitingar af sinni alkunnu snilld, hjónabandssæla, brúnterta, vöfflur, pönnukökur og heitur réttur var fastur liður á sunnu- dögum í 62 ár. Það er ekki hægt að minnast pabba nema að nefna mömmu. Það var ótrúlegt að fylgjast með þessari sterku ást og kærleika sem var milli þeirra alla tíð. Pabbi sagði að kærleikurinn til mömmu yxi bara með árunum. Mamma var hans stoð og stytta alla tíð og gerði það að verkum að hann fékk að blómstra sem einstak- lingur. Þau elskuðu að ferðast saman um landið og um víðan heim. Það er mjög sérstakt að geta ekki tekið samtalið við þig eins og maður hefur getað gert allt lífið en minningarnar um góðan mann vara að eilífu. Guð veri með þér elsku pabbi. Takk fyrir lífið. Hermundur, Helga, Rúnar Páll. Stella systurdóttir mín er ekki nema tíu árum yngri en ég og fyrstu fimm ár ævi hennar ólumst við upp á sama bæ. Af sjálfu leiðir að ég hlaut að hafa nokkrar spurnir af ástamálum hennar eftir að þau fluttust suð- ur. Og það leið ekki á löngu uns þar birtist hress strákur, Simmi sem öllum líkaði vel við. Í hinni margmennu stórfjöl- skyldu urðu dagleg samskipti ekki mjög mikil eftir að komið var á höfuðborgarsvæðið en ætíð góð. Ættingjarnir skiptust nokkuð í smáhópa eftir verksviði og búsetu hvers og eins. Eftir að móðir mín og amma Stellu kom til Reykjavíkur varð heimili hennar í kjallaranum á Lauga- veginum talsverð miðstöð fyrir börn, barnabörn og maka þeirra. Þar var því oft gest- kvæmt. Hún vildi helst láta ein- hvern gista hjá sér til öryggis og barnabörnin kepptust um að fá að gera það og skipulögðu viðveruna. Hún átti líka stund- um til að gefa fólki sínu góðlát- legar einkunnir. Henni þótti gaman að Sigmundi, fannst hann vera stórhuga. Ég hitti Simma og Stellu ekki sérlega oft nema helst í sam- komum vegna viðburða á vegum stórfjölskyldunnar. En það var jafnan eins og maður hefði hist í gær. Eitt sinn fórum við samt tvö í heimsókn til þeirra upp í Andakílsvirkjun þegar Simmi var stöðvarstjóri þar. Við fórum í sund í Hreppslaug og síðan hafði ég víst eitthvert erindi á þorrablóti. Síðan gistum við hjá þeim. Þetta var einkar notaleg- ur sólarhringur og eftirminni- legur. Maður var eins og heima hjá sér. Þetta var fallegt dæmi um samhug sem lifir þótt langur tími líði milli samfunda. Árni Björnsson. Í dag kveðjum við góðan vin hann Simma okkar sem lést 18. janúar sl. (Sigmund Hermunds- son) eftir löng og erfið veikindi. Ómetanleg vinátta okkar er bú- in að standa yfir í fimmtíu ár. Höfum við átt margar góðar og skemmtilegar stundir með þeim Simma og Stellu. Farið til út- landa, þorrablót og svo byggð- um við saman parhús í Garðavík í Borgarnesi svo eitthvað sé nefnt. Já minningarnar eru margar og góðar. Þær viljum við þakka á kveðjustund. Sam- verustundir á sl. misserum hefðum við gjarnan viljað hafa fleiri en Covid sá um að svo varð ekki. Nú ertu horfinn í himnanna borg og hlýðir á englanna tal. Burtu er kvíði, sjúkdómur, sorg í sólbjörtum himnanna sal. Þeim öllum sem trúa og treysta á Krist þar tilbúið föðurland er. Þar ástvinir mætast í unaðarvist um eilífð, ó, Jesú, hjá þér. (Ingibjörg Jónsdóttir) Elsku Stella, Hemmi, Helga, Rúnar Páll og fjölskyldur, megi Guð og allir góðir vættir vaka yfir ykkur og gefa ykkur styrk á erfiðum tíma. Minningin um góðan mann lifir. Hvíl í friði, elsku vinur. Þóra og Jón (Nonni). MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2022 ✝ Birna Ást- ríður Björnsdóttir fæddist 1. febr- úar 1933 í Reykjavík. Hún lést á hjúkrun- arheimilinu Lögmannshlíð á Akureyri 24. janúar 2022. Foreldrar hennar voru Björn Friðgeir Björnsson, sýslu- maður og alþingismaður, f. 18.9. 1909, d. 21.12. 2000, og Margrét Þorsteinsdóttir, f. 9.6. 1909, d. 28.3. 1961. Systkini Birnu Ástríðar eru: Grétar Helgi (f. 1935), Guðrún (f. 1940), Gunnar (f. 1941) og Björn Friðgeir (f. 1969). Eiginmaður Birnu Ástríðar var Rafn Heiðar Þorsteinsson, múrari, f. 20.3. 1933, d. 16.1. 2022. Birna Ástríður stundaði nám við Héraðsskólann á Laugar- vatni, við Skógaskóla, og við Húsmæðraskóla Reykjavíkur. Þá bjó hún og starfaði tíma- bundið bæði í Noregi og Svíþjóð, en lengst af við Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði. Árið 1973 fluttist hún til Akureyrar þar 25.03. 1898, d. 6.1. 1968, og Sig- rún Ingibjörg Björnsdóttir, f. 13.12. 1902, d. 26.5. 1984. Systk- ini Rafns Heiðars eru: Jón Heið- ar (f. 1926, látinn), Björn Marinó Heiðar (f. 1927, látinn), Ottó Heiðar (f. 1929, látinn), Sigríður Heiðar (f. 1931), Gylfi Heiðar (f. 1934, látinn) og Gyða Heiðar (f. 1934). Eiginkona Rafns Heiðars var Birna Ástríður Björnsdóttir, húsmóðir, f. 1.2. 1933, d. 24.1. 2022. Rafn Heiðar gekk í barna- skóla og gagnfræðaskóla á Ak- ureyri, og stundaði nám við Iðn- skólann á Akureyri. Þá öðlaðist hann bæði fiskmatsréttindi og sveinspróf í múraraiðn. Rafn Heiðar starfaði við margvísleg verkamannastörf, m.a. vann hann hjá Útgerðafélagi Eyfirð- inga, og Möl og Sandi. Samhliða vinnu starfaði hann sjálfstætt sem múrari á Akureyri en starfsævi sinni lauk hann 2001. Haustið 2018 flutti hann ástamt eiginkonu sinni á hjúkrunar- heimilið Lögmannshlíð í Gler- árþorpi á Akureyri þar sem þau bjuggu til æviloka. Útför Birnu og Rafns fer fram frá Höfðakapellu í dag, 28. janúar 2022, klukkan 10. sem hún sinnti húsmóð- urstörfum þar til hún flutti ásamt eignmanni sínum á hjúkr- unarheimilið Lögmannshlíð í Glerárþorpi á Akureyri þar sem þau bjuggu til æviloka. Sonur Rafns Heiðars og Birnu Ástríðar er: dr. Snorri Björn Rafnsson, f. 18.6. 1974, kvæntur dr. Effrosyni Argyri, f. 11.4. 1975. Börn þeirra eru: Elena Birna, f. 9.7. 2008 og Al- exander Björn, f. 20.9. 2011. Þau eru búsett í Lundúnum. Rafn Heiðar Þorsteinsson fæddist 20. mars 1933 á Ak- ureyri. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Lögmannshlíð á Akureyri, 16. janúar 2022. Foreldrar hans voru Þor- steinn Jónsson, verkstjóri, f. Birna systir mín er látin, tæplega 89 ára að aldri, ein- ungis viku eftir að maður henn- ar, Rafn Þorsteinsson, lést eftir stutt veikindi. Fyrir þau sem ekki þekkja er erfitt að útskýra hversu eðlilegt það getur þótt að eiga systur sem er tæplega fjörutíu árum eldri, án þess að sjá ástæðu til að draga fram forskeytið hálf-, en það er samt svo. Birna bjó frá því ég man eftir á Akureyri en kom reglulega í góðar heimsóknir, fyrst á Hvols- völl og síðan til Reykjavíkur, með Snorra Björn með sér, en eins og mörg þekkja eflaust þykir Sunnlendingum oft leiðin norður ansi mun lengri en ferð suður og Akureyrarferðir því nokkuð færri og hitti ég því Rafn þeim mun sjaldnar. En þó svo væri slitnaði þráð- urinn aldrei og styrktist jafnvel því Birna lét sér annt um sitt fólk, og nýtti vel þau tækifæri sem gáfust til að hitta það og það voru alltaf fagnaðarfundir á Ránargötunni ef eitthvert þeirra átti leið um Akureyri og vel tekið á móti. Eftir að Snorri Björn hleypti heimdraganum og fór síðan ut- an til náms gafst þeim Rafni tækifæri að heimsækja þau Froso erlendis og njóta lífsins þar og það mun aldrei gleymast þegar Snorri Björn og Froso héldu glæsilegt brúðkaup í Am- arynþos á grísku eynni Eviu, stórfjölskyldan naut sameigin- legrar ferðar og utan brúð- hjónanna var engin glæsilegri, glaðari og hamingjusamari en móðir brúðgumans. Birna naut sín þar betur en nokkru sinni fyrr. Síðustu ár lánaðist mér að drífa mig norður tvisvar og hitta Birnu og Rafn á Ránargöt- unni og síðan á Lögmannshlíð þar sem þeim var búið ævikvöld af umhyggju og hlýju og ég átti þar með þeim góða dagsstund sem við þóttumst öll vita að gæti orðið kveðjustund. Ég kveð systur mína og Rafn með söknuði og hlýjum hugs- unum. Elsku Snorri Björn, Froso, Elena Birna og Alexander Björn, megi allar góðar minn- ingar styrkja ykkur í sorginni. Björn Friðgeir Björnsson. Móðursystir mín Birna Ást- ríður Björnsdóttir og eiginmað- ur hennar Rafn Þorsteinsson eru látin. Með aðeins viku á milli sín kvöddu þau þessa jarð- vist, Rafn fyrst og síðan Birna eftir skammvinn veikindi. Heim- ili þeirra, látlaust og fallegt, Ránargata 24 á Akureyri, var einn af þessum punktum í til- verunni, staður úti á landi að hugsa til og heimsækja gegnum árin. Sem gutti kom ég oft úr Reykjavík á sumrin og gisti hjá frænda Snorra og Birnu frænku og Rafni. Ég á margar skemmtilegar minningar úr þessum heimsóknum og alltaf voru þau hjónin elskuleg við mig, með okkur Snorra syni þeirra tókst góð vinátta á þess- um árum sem hefur haldist fram á þennan dag. Birna var sérstök frænka, engri annarri lík. Hún var mjög listhneigð, flink að teikna og mála fallegar myndir. Hún var þekkt í stór- fjölskyldunni fyrir að vanda vel til verka þegar kom að því að taka ljósmyndir. Hið dýrmæta ljósmyndatækifæri lét stundum bíða eftir sér, Birna smellti ekki af ljósmynd nema allt væri nokkurn veginn fullkomið inni í rammanum, væru það fjöl- skyldumeðlimir varð fólk að gera svo vel og bíða brosandi þar til henni fannst rétta augna- blikið komið, sú bið gat verið nokkuð löng. Þegar ég var sjálf- ur kominn með fjölskyldu og við á ferðalagi um Norðurland var fastur liður að koma við á Rán- argötu og heilsa upp á Birnu og Rafn. Alltaf tóku þau hlýlega á móti okkur gestunum að sunn- an, þá var margt spjallað og skipst á fréttum af fjölskyldu- meðlimum. Á kveðjustundu þakka ég fyrir samverustund- irnar. Blessuð sé minning þeirra hjóna. Mínar dýpstu samúðar- kveðjur til Snorra Björns og fjölskyldu hans. Hafsteinn Freyr Hafsteinsson. Birna Ástríður Björnsdóttir Rafn Heiðar Þorsteinsson var með mínum allra besta vini, veiðifélaga. Áður vorum við búnir að stunda allar bryggjur Reykja- víkur, lágum þar um helgar og veiddum ufsa og kola. Svo varð ég unglingur og þá varð fjandinn laus. Svo lauk því. Pabbi tók mig í Dalina 15 ára, nánar tiltekið Laxá í Dölum og þar fékk ég minn fyrsta lax, við fórum margar ferðir þangað. Í fyrra launaði ég greiðann loks og bauð honum á besta tíma og vá hvað var gaman, fengum fisk á öll- um þeim stöðum sem við fengum ekki fisk áður og gamli aðeins að lauma sér í bjórinn og svo henti hann sér út í á, á snarsleipa stein- ana og ég rífandi hann upp úr ánni, guð hvað var gaman hjá okk- ur og við hlógum og hlógum og hlógum. Mamma veiktist löngu áður en pabbi lést og ég hélt að hann væri ekki maður í það en nei, hann var sá besti, gekk með henni alla leið til enda. En þessi maður var fyrsti tölvumaður landsins þótt ekki hafi hann nú fengið neinar viðurkenn- ingar og sóttist ekki eftir þeim, gerði við tölvur hersins á sínum tíma og ég fór með honum upp á völl og gat labbað inn í tölvuna svo stór var hún og svo smygluðum við nammi heim. Hann stofnaði Aco á sínum tíma og var mjög farsæll í tölvu- og svo síðar prentbransanum og fór fyrir þeirri byltingu sem gjör- breytti prentiðnaðinum á sínum tíma og unnum við lengi saman eða þar til hann seldi mér félagið. Í seinni tíð jukust okkar sam- skipti enn frekar, hann var tíður gestur og svo var hann allt í einu orðinn hörkubarnapía og fótbolta- afi. Það eru mikil forréttindi að fá að vera samferðamaður svona manns og það stingur mikið í hjartað að þessu sé lokið. Öll sím- tölin og samtölin, þessu er bara lokið eins og að stíga út úr fallegri sögu. Það er svo margt sem maður er að kveðja, góðan pabba, golf- félaga, veiðifélaga, barnapíu og síðast en ekki síst sinn besta vin. Pabbi minn er vonandi á hrað- ferð í sumarlandið þar sem ástin í hans lífi bíður. Bjarni Ákason. Þá er elsku Áki tengdapabbi látinn og kominn til Nínu sinnar. Ég kynntist Áka og Nínu fyrir 16 árum en þá var ég nýbúin að kynnast elsta syni þeirra honum Bjarna, núverandi eiginmanni mínum. Ég man hvað ég varð stressuð þegar Bjarni vildi kynna mig fyrir foreldrum sínum, en það stress var heldur betur óþarfi, þau tóku mér opnum örmum og maður fann strax hlýjuna frá þeim og kærleikann. Nína lést því miður áður en drengirnir okkar fæddust en hún lést aðeins 15 dögum áður en eldri sonur okkar hann Bjarni Gabríel fæddist. Það má segja að Áki hafi tekið afahlutverkið með stæl og varð hann í raun amman og afinn úr föðurfjölskyldunni í einni og sömu manneskjunni. Viktor Áki yngsti sonur okkar fæddist síðan þremur árum á eftir Bjarna Gabrí- el. Afi Áki var auðvitað í skýjunum að fá þarna tvo Arsenalmenn inn í ættina. Áki var alltaf til í að hjálpa okkur Bjarna með strákana og var boðinn og búinn að skutla þeim á fótboltaæfingar, sund, bíó eða hvað það nú var enda elskaði hann þessa stráka endalaust og hvatti þá til dáða. Hann reyndi að missa ekki af leik ef þeir voru að keppa á fót- boltamótum sem dæmi og mætti á allar skólaskemmtanir sem hann komst á að ömmu- og afadögunum ótöldum. Áki var mikið hjá okkur eftir að Nína lést og mætti nánast vikulega í mat til okkar og stund- um oftar, það er að segja ef hann var ekki á ferð og flugi að ferðast um heiminn. Þær eru nú ófáar allar yndis- legu minningarnar um ferðirnar sem við Bjarni ásamt strákunum okkar fórum í með Áka, það var golf á Spáni, skíði á Ítalíu, fótbolti í Frakklandi og í Bretlandi, nú svo voru það veiðiferðirnar og all- ar ferðirnar í ættaróðalið á Hjalt- eyri. Á Hjalteyri fann maður að Áki var kominn heim en þar elsk- aði hann að vera. Drengirnir okk- ar Bjarna eiga yndislegar minn- ingar af ótal veiðiferðum út á Eyjafjörðinn á trillunni Ara með afa Áka en þá var sko veitt. Það verður ekki eins að vera á Hjalteyri án Áka en minning hans lifir og við munum halda í hefðirnar og minningarnar þó sérstaklega fyrir afastrákana hans, fara út að veiða, gera að, dytta að trillunni og húsinu og bara að njóta þess að vera þar og anda að okkur heilandi sjávarloft- inu og njóta fegurðarinnar eins og Áki gerði alltaf. Þegar ég hugsa til baka stend- ur eftir þakklæti, þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast Áka, þakklæti fyrir hvað hann var góð- ur afi og tengdapabbi og bara góð og hlý manneskja yfir höfuð. Takk fyrir samfylgdina elsku Áki. Þín tengdadóttir, Eva Dögg Sigurgeirsdóttir. - Fleiri minningargreinar um Áka Jónsson bíða birting- ar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Við sendum innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGU GUÐLAUGAR TRYGGVADÓTTUR, Eikarlundi 23, Akureyri. Sérstakar þakkir eru til starfsfólksins á Beykihlíð fyrir kærleiksríka umönnun. Friðfinnur Steindór Pálsson Ólafur Tryggvi Friðfinnsson Ásta Albertsdóttir Herdís Anna Friðfinnsdóttir Jóhann Oddgeirsson Erna Rún Friðfinnsdóttir Kristinn Hólm Ásmundsson ömmu- og langömmubörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, RAFN VALGARÐSSON, lést á dvalarheimilinu Klausturhólum mánudaginn 24. janúar. Útförin verður auglýst síðar. Halldóra Sigurrós Árnadóttir Anna Rafnsdóttir Kjartan Sigurjónsson Björn Ingi Rafnsson Sunna Ólafsdóttir Sigrún Rafnsdóttir Friðgeir B. Skarphéðinsson Jón Rafnsson Hafdís Erla Bjarnadóttir Eyjólfur Árni Rafnsson Egilína S. Guðgeirsdóttir afabörn og langafabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.