Morgunblaðið - 28.01.2022, Page 26

Morgunblaðið - 28.01.2022, Page 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2022 Grill 66-deild kvenna Víkingur – Stjarnan U ......................... 35:34 Staðan: Selfoss 12 10 1 1 354:290 21 ÍR 11 9 1 1 292:230 19 FH 12 8 2 2 308:253 18 Grótta 11 6 1 4 283:253 13 Víkingur 13 6 0 7 313:338 12 Fram U 11 5 0 6 295:309 10 Valur U 11 4 1 6 291:318 9 HK U 11 4 1 6 283:287 9 ÍBV U 11 3 1 7 259:263 7 Stjarnan U 12 3 0 9 304:372 6 Fjölnir/Fylkir 11 1 0 10 229:298 2 .$0-!)49, Subway-deild karla Keflavík – ÍR......................................... 77:94 Staðan: Keflavík 14 10 4 1221:1155 20 Njarðvík 13 9 4 1221:1084 18 Þór Þ. 12 8 4 1155:1073 16 Valur 11 7 4 896:863 14 Grindavík 12 7 5 995:981 14 Stjarnan 13 7 6 1168:1139 14 Tindastóll 12 7 5 1026:1055 14 ÍR 14 6 8 1244:1260 12 Breiðablik 13 5 8 1394:1351 10 KR 11 5 6 994:1055 10 Vestri 12 3 9 945:1026 6 Þór Ak. 13 1 12 973:1190 2 NBA-deildin Cleveland – Milwaukee...................... 115:99 Indiana – Charlotte .......................... 126:158 Orlando – LA Clippers..................... 102:111 Atlanta – Sacramento ...................... 121:104 Miami – New York ............................. 110:96 Brooklyn – Denver ........................... 118:124 Chicago – Toronto ............................ 111:105 San Antonio – Memphis................... 110:118 Utah – Phoenix ................................... 97:105 Portland – Dallas.............................. 112:132 57+36!)49, Atli Barkarson, knattspyrnumaður frá Húsavík, skrifaði í gær undir samning við danska úrvalsdeild- arfélagið SönderjyskE til ársins 2026, eða til hálfs fimmta árs. Dan- irnir kaupa hann af Víkingi en Atli spilaði alla leiki þeirra á síðasta tímabili þegar liðið varð bæði Ís- lands- og bikarmeistari. Atli, sem er tvítugur vinstri bakvörður, lék sína fyrstu tvo A-landsleiki fyrr í þessum mánuði og á að baki 34 leiki með yngri landsliðum Íslands. Með Atla hafa samtals 11 Íslendingar verið í röðum SönderjyskE. Sömdu við Atla til ársins 2026 Ljósmynd/Kristinn Steinn Danmörk Atli Barkarson er farinn frá Víkingum til SönderjyskE. Knattspyrnumaðurinn Finnur Orri Margeirsson gekk í gær til liðs við FH frá Breiðabliki og samdi við fé- lagið til tveggja ára. Finnur, sem er þrítugur miðjumaður, er þriðji leikjahæsti leikmaður Breiðabliks í úrvalsdeild karla og fjórtándi leikjahæstur í sögu deildarinnar en hann á að baki 158 leiki fyrir Breiðablik og 89 fyrir KR. Finnur varð Íslandsmeistari með báðum fé- lögum og bikarmeistari með Blik- um en hann lék jafnframt með Lilleström í norsku úrvalsdeildinni tímabilið 2015. Morgunblaðið/Gunnar Egill Kaplakriki Finnur Orri Margeirs- son fór í FH-búninginn í gær. Finnur Orri til FH-inga FÓTBOLTI Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is „Ég er mjög spenntur og þakklátur fyrir þetta tækifæri,“ sagði Jóhann- es Karl Guðjónsson, nýráðinn að- stoðarþjálfari íslenska karlalands- liðsins í knattspyrnu, í samtali við Morgunblaðið í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal í gær. Jóhannes Karl, sem er 41 árs gam- all, tekur við starfinu af Eiði Smára Guðjohnsen sem lét af störfum í lok nóvember og mun aðstoða Arnar Þór Viðarsson með liðið. Jóhannes Karl hefur undanfarin fjögur tímabil stýrt liði ÍA en hann kom liðinu upp í efstu deild sumarið 2018 og hefur það leikið í efstu deild síðan. Þá hefur hann einnig stýrt liði HK á þjálfaraferli sínum. Miðjumaðurinn fyrrverandi lék sem atvinnumaður í Belgíu, Hol- landi, á Spáni og Englandi á atvinnu- mannsferli sínum og þá lék hann 34 A-landsleiki fyrir Ísland þar sem hann skoraði eitt mark. „Ég hlakka mikið til að byrja að vinna með Arnari og Grétari [Rafni Steinssyni] svo ég tali nú ekki um leikmennina sjálfa. Það hafa margir ungir, efnilegir og tæknilega góðir strákar fengið tækifæri með liðinu að undanförnu og mig klæjar aðeins í puttana að fá tækifæri til þess að vinna með þeim. Þetta er aðeins frábrugðið því sem maður var að gera uppi á Skaga að því leytinu til að núna er maður að fara að vinna með atvinnumönnum og ég er virkilega spenntur fyrir því að reyna fyrir mér í þannig um- hverfi,“ sagði Jóhannes Karl. Mikil endurnýjun átti sér stað hjá landsliðinu á síðasta ári en sonur Jó- hannesar Karls, Ísak Bergmann Jó- hannesson, stimplaði sig rækilega inn í A-landsliðið á síðasta ári. Vinnusemi og dugnaður „Ég er búinn að fylgjast vel með íslenska landsliðinu í gegnum tíðina og vissulega hefur maður fylgst meira með þessu síðustu ár eftir að sonur minn kom inn í þetta. Að sama skapi hafa margir ungir strákar fengið tækifæri með liðinu síðasta árið og verkefnið er því gríðarlega spennandi á allan hátt. Efniviðurinn er til staðar og þetta eru allt strákar sem eru tilbúnir að leggja mikla vinnu á sig. Það þurfa allir að leggj- ast á eitt, líka við í þjálfarateyminu, enda landið lítið sem og knatt- spyrnusambandið. Hæfileikarnir einir og sér koma þér ekki langt áfram heldur er það vinnusemin og dugnaðurinn og með þessum dyggð- um næst árangur. Árangurinn mun ekki nást á einni nóttu og við þurfum að gefa ungu leikmönnum tækifæri til þess að gera sín mistök en markmiðið er að endingu að koma liðinu aftur á stór- mót. Mitt markmið er svo að hjálpa strákunum að verða betri fótbolta- menn og ég þarf líka að halda áfram að þróa mig sem þjálfara. Ég fæ stórt tækifæri til þess með komu Grétars Rafns sem mun hjálpa mér að bæta mig enn frekar. Vonandi mun það skila sér til einstakra leik- manna og inn í landsliðið því stóra markmiðið er alltaf að vinna sem flesta fótboltaleiki.“ Íslenska liðið fékk á sig 18 mörk í tíu leikjum í J-riðli undankeppni HM 2022 á síðasta ári. „Arnar ræður því algjörlega hvaða leikkerfi við spilum en það er ekkert launungarmál að við þurfum að verj- ast betur. Stundum hentar það liðinu betur að verjast aftar á vellinum og þá geturðu kallað leikkerfið 4-5-1 eða 4-1-4-1. Það getur líka hentað vel gegn ákveðnum andstæðingum að verjast framar á vellinum og þá get- urðu kallað það leikkerfi 4-3-3 þann- ig að þessi nöfn á þessum leikkerfum eru bara eins og þau eru. Menn mega auðvitað hafa sínar skoðanir á þeim en mér finnst við þurfa að taka betri ákvarðanir, út frá andstæð- ingum, hvenær við ætlum að verjast og hversu nálægt markinu okkar við ætlum að hleypa þeim. Það er mín skoðun að við þurfum að mæta mótherjum okkar framar á vellinum því við erum með bæði orku og hlaupagetu í þessum ungu strákum sem geta það. Við þurfum að færa okkur framar á völlinn og lyfta aðeins ákefðinni í varnar- leiknum. Það vantar aðeins upp á þar, til þess að hleypa andstæðingum ekki jafn auðveldlega að markinu okkar eins og raunin varð í síðustu undankeppni.“ Enginn á afslætti Íslenska karlalandsliðið fór á tvö stórmót með tveggja ára millibili, EM 2016 í Frakklandi og HM 2018, í Rússlandi. „Það var mikil ákefð í liðinu sem fór á tvö stórmót, ásamt samvinnu og vinnusemi. Það var í raun alveg sama hvaða leikmaður átti í hlut eða hvar hann spilaði á vellinum, það var enginn á neinum afslætti þegar kom að vinnusemi og skipulagi. Það voru leikmenn í þeim landsliðshóp sem leiddu þá vinnu með frábæru for- dæmi og það er eitthvað sem við get- um klárlega nýtt okkur þó leikstíll- inn með boltann verði kannski aðeins öðruvísi hjá okkur. Þú þarft á ákveðnum sveigjan- leika að halda í þessu eins og öðru og það er okkar hlutverk að hjálpa þessum strákum þannig að þeir geti spilað fleiri en eitt leikkerfi. Það er fullt af hlutum og leiðum sem við þurfum að spegla okkur í, út frá and- stæðingi, en það sem mun koma okk- ur á stórmót er vinnuseminn enn og aftur. Það voru þvílíkir persónu- leikar í þessu liði sem fór á tvö stór- mót og það er eitthvað sem við vilj- um reyna að leika eftir,“ sagði Jóhannes Karl í samtali við Morgun- blaðið. Markmiðið að koma liðinu á stórmót Morgunblaðið/Eggert Aðstoðarþjálfari Skagamaðurinn Jóhannes Karl Guðjónsson mun aðstoða Arnar Þór Viðarsson hjá íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu. - Jóhannes Karl Guðjónsson er nýr aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins ÍR vann sinn þriðja leik í röð í úr- valsdeild karla í körfuknattleik, Subway-deildinni, þegar liðið heim- sótti topplið Keflavíkur í Blue- höllina í Keflavík í 14. umferð deildarinnar í gær. Leiknum lauk með 94:77-sigri ÍR en Igor Maric var stigahæstur Breiðhyltinga með 26 stig og fimm fráköst. Keflavík byrjaði leikinn betur og leiddi með sex stigum eftir fyrsta leikhluta, 27:21. Jafnræði var með liðunum í öðrum leikhluta og var staðan 49:42, Keflavík í vil, í hálf- leik. ÍR-ingar náðu yfirhöndinni í þriðja leikhluta þegar þeir skoruðu 24 stig gegn 13 stigum Keflavíkur og ÍR leiddi með fjórum stigum að honum loknum, 66:62. Breiðhyltingar leiddu með þrem- ur stigum þegar sex mínútur voru til leiksloka, 74:71, en þá kom skelfilegur kafli hjá Keflvíkingum og ÍR fagnaði öruggum sigri. Sigvaldi Eggertsson skoraði 21 stig fyrir ÍR, Jordan Semple 19 stig, ásamt því að taka sjö fráköst. Jaka Brodnik var stigahæstur Keflvík- inga með 20 stig og Dominykas Milka skoraði 16 stig og tók átta fráköst. ÍR er með 12 stig í áttunda sæti deildarinnar eftir fjórtán spilaða leiki en Keflavík er sem fyrr í efsta sætinu með 20 stig en þetta var annar tapleikur liðsins í röð í deild- inni. Þriðji sigur ÍR-inga í röð 26 Igor Maric var stigahæstur gegn toppliðinu í Keflavík með 26 stig. Morgunblaðið/Árni Sæberg _ Daníel Leó Grétarsson, landsliðs- maður í knattspyrnu, gekk í gær til liðs við pólska úrvalsdeildarliðið Slask Wroclaw sem keypti hann af enska B- deildarliðinu Blackpool. Daníel, sem er 26 ára Grindvíkingur, kom til Black- pool frá Aalesund í Noregi í október 2020. Hann hefur leikið fimm A- landsleiki fyrir Íslands hönd, þar af fjóra síðustu leiki ársins 2021. Daníel samdi við Slask til ársins 2025 en liðið er í tíunda sæti af átján liðum í pólsku úrvalsdeildinni. _ Enski knattspyrnumaðurinn James Dale sem hefur leikið með Víkingi í Ólafsvík og Njarðvík undanfarin ár er genginn til liðs við Þrótt í Vogum, sem leikur í fyrsta skipti í 1. deild í ár. Dale er 28 ára miðjumaður og lék áður með skosku liðunum Brechin og Forfar en hann var fyrirliði Ólafsvíkinga í 1. deildinni á síðasta tímabili. _ Amad Diallo er genginn til liðs við skoska knattspyrnufélagið Rangers að láni frá Manchester United. Sóknar- maðurinn, sem er 19 ára gamall, skrif- aði undir lánssamning sem gildir út tímabilið en hann gekk til liðs við Unit- ed frá Atalanta í október 2020. Diallo hefur aðeins komið við sögu í einum leik á leiktíðinni með United, gegn Yo- ung Boys í Meistaradeildinni. _ Íran varð í gær fyrsta Asíuþjóðin til að tryggja sér sæti á heimsmeistara- móti karla í knattspyrnu í Katar sem fram fer í nóvember og desember á þessu ári. Íran lagði Írak að velli, 1:0, í Teheran í gær með marki frá Mehdi Taremi. Íran er með 19 stig og er öruggt með að enda í öðru tveggja efstu sæta A-riðils úrslitariðla Asíu þó þremur umferðum sé ólokið. Eitt ogannað

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.