Morgunblaðið - 28.01.2022, Side 28
Svart Spaugið í Venjulegu fólki er svart og oft gengur mikið á, eins og sjá má af svip Hilmars Guðjónssonar.
Venjulegar Leikkonurnar Halldóra Geirharðsdóttir, Vala Kristín Eiríks-
dóttir og Júlíana Sara Gunnarsdóttir við tökur á Venjulegu fólki 4.
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Fjórða þáttaröð hinna gríðarvin-
sælu gamanþátta Venjulegt fólk
varð aðgengileg í Sjónvarpi Símans
Premium í gær, fimmtudag, og sem
fyrr segir af átökum og ævintýrum
fjögurra aðalpersóna sem leiknar
eru af Júlíönu Söru Gunnarsdóttur,
Völu Kristínu Eiríksdóttur, Hilmari
Guðjónssyni og Arnmundi Ernst
Backman. Vala og Júlíana eru
handritshöfundar, ásamt Dóra
DNA og Fannari Sveinssyni, en
Fannar leikstýrir einnig þáttunum
líkt og fyrri þáttaröðum. Af öðrum
leikurum má helsta nefna Pétur
Jóhann Sigfússon, Halldóru Geir-
harðsdóttur og Odd Júlíusson en
Oddur hefur ekki leikið í fyrri þátt-
um. Blaðamaður setti sig í sam-
band við Júlíönu sem svaraði góð-
fúslega nokkrum spurningum.
Nýr veruleiki eftir gjaldþrot
–Nú er ég einn af mörgum aðdá-
endum þáttanna en man ekki ná-
kvæmlega hvernig þetta endaði í
þriðju þáttaröð. Gætirðu rifjað upp
fyrir mér hver staðan er hjá Venju-
legu fólki í upphafi fjórðu seríu?
„Í fjórðu þáttaröðinni sjáum við
hvernig Vala finnur sig skyndilega
með ungabarn á arminum þar sem
hún fæðir þeim Arnari barn í lok
þriðju þáttaraðar. Júlíana þarf að
aðlaga lífið að nýjum veruleika hjá
þeim Tomma í kjölfar gjaldþrots
sem við sáum í þriðju þáttaröð,“
svarar Júlíana.
–Það hefur mikið gengið á hjá
vinkonunum, má búast við jafnmik-
illi dramatík og áður eða jafnvel
meiri?
„Í fjórðu þáttaröð hafa þær í
rauninni skipt um hlutverk. Vala
komin með barn og er að reyna að
taka móðurhlutverkinu alvarlega
meðan Júlíana er hins vegar aftur
komin á staðinn sem hún var á
þegar hún var yngri, ekki með mik-
inn pening á milli handanna og fer
að líða eins og unglingi,“ svarar
Júlíana og líkt og þeir viti, sem
fylgst hafi með fyrri þáttaröðum,
hafi Júlíana alltaf verið ábyrga
móðirin og Vala eilífðarungling-
urinn.
–Ný persóna er kynnt til sög-
unnar, leikin af Oddi Júlíussyni.
Geturðu sagt mér frá þeim náunga
án þess að spilla of miklu fyrir
þeim sem eiga eftir að horfa?
„Oddur er frábær í hlutverki
Þyrs. Hann kemur inn í söguþráð-
inn með að vera nýr nágranni Júl-
íönu og Tomma. Þeir Tommi verða
góðir vinir og reynir Þyr því að
redda fjárhagsvanda þeirra með
Tomma, með ævintýralegum leið-
um.“
Kynntust í Verzló
–Þið vinkonurnar slóguð í gegn
með gamanþáttunum Þær tvær og
Venjulegt fólk hefur notið mjög
mikilla vinsælda. Hvernig hófst
ykkar vinkvennasamband og hve-
nær fóruð þið að búa til gamanefni
saman?
„Ég og Vala kynnumst í Verzl-
unarskólanum. Lékum þar í tveim-
ur leikritum saman og urðum góðar
vinkonur upp frá því. Eftir að ég
kláraði leiklistarnám úti í London
ákváðum við að við vildum gera
eitthvað saman. Byrjuðum að skrifa
niður alls konar hugmyndir sem við
áttuðum okkur seinna meir á að
væru svolítið sketsakenndar,“ segir
Júlíana og þaðan hafi komið hug-
myndin að Þeim tveimur. Þær hafi
verið svo heppnar að fá að gera
„pilot“-þátt, þ.e. prufuþátt, fyrir
Stöð 2. Þótti hann svo góður að úr
urðu tvær þáttaraðir.
„Ári síðar hefur Síminn samband
við okkur og þá ákváðum við að
fara aðeins aðra leið. Gera leikna
framhaldsseríu sem eru nú orðnar
fjórar og við erum að skrifa þá
fimmtu. Þetta hefur verið algjört
ævintýri og það er náttúrulega
draumur hvað þetta samstarf hefur
gengið vel,“ segir Júlíana.
Persónur sem fólk tengir við
–Ef þú ættir að lýsa húmornum í
þessum þáttum, Venjulegu fólki,
hvernig væri hann þá?
„Húmorinn kemur mikið úr því
að fólk tengir við þessa karaktera.
Þættirnir heita Venjulegt fólk og
þar af leiðandi taka þættirnir fyrir
venjulega hluti úr daglegu lífi en
þannig eiga áhorfendur auðvelt
með að setja sig í spor sögupersón-
anna. Senurnar eru einnig stundum
svolítið hráar og vandræðalegar
þannig ég myndi segja að við spil-
um mikið með svartan og kald-
hæðnislegan húmor.“
–Mér skilst að fimmta sería sé í
bígerð og líka jólaþáttur eða -þætt-
ir, er Venjulegt fólk svona rík upp-
spretta af furðulegum uppákomum
og sögum?
„Já, við erum einmitt núna að
skrifa fimmtu seríu og sérstakan
„christmas special“, ef ég mætti
sletta. Eins og ég sagði áðan þá
fjallar serían um venjulegt fólk og
lífið heldur alltaf áfram hjá þeim,
eins og hjá okkur öllum, með nóg
af ævintýrum. Vonandi getum við
haldið áfram að fá áhorfendur til að
hlæja og gráta með okkur í gegn-
um oft furðulegar leiðir karakter-
anna til að leysa málin.“
„Þetta hefur verið
algjört ævintýri“
- Fjórða þáttaröðin af Venjulegu fólki komin í Sjónvarp
Símans Premium - Vala og Júlíana skipta um hlutverk
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2022
Myndlistarsýningin Löng helgi #2
verður opnuð í dag, föstudag, á
Hótel Hafnarfjalli við Borgarnes.
Er sýningin í tilkynningu sögð ann-
ar þáttur í röð samsýninga en fyrsti
hluti hennar átti sér stað á Oddsson
hostel við Hringbraut í fyrrahaust.
„Löng helgi er könnun á næmi og
ofnæmi í breyttri heimsmynd þar
sem tími og rými hafa öðlast aðra
merkingu. Verkin á sýningunni
leysa úr læðingi eiginleika og
óræða strauma sem leynast í loftinu
og leita stöðugt á okkur þar sem
þau leika um tíðarandann í bilinu
milli ákveðinnar fjarlægðar og
sjaldgæfrar nándar. Hvert verk
mælir sér mót við sýningargestinn
úr óvæntri átt og leiðir um innviði
hótelsins frá einum kringum-
stæðum yfir í aðrar,“ segir í til-
kynningu.
Þar segir einnig að staðsetning
Langra helga á yfirgefnum, afvikn-
um eða tímabundið lokuðum gisti-
heimilum er afgerandi undirtónn
verkanna sem mynda marglaga og
hugvekjandi tengsl sín á milli í
nánu samtali við sýningargestinn.
Þátttakendur eru þau Ásta Fanney
Sigurðardóttir, Eygló Harðar-
dóttir, Freyja Eilíf, Gígja Jóns-
dóttir, Haraldur Jónsson, Logi
Bjarnason, Logi Leó Gunnarsson,
Margrét Helga Sesseljudóttir,
Serge Comte, Sólbjört Vera Ómars-
dóttir, Una Björg Magnúsdóttir,
Una Margrét Árnadóttir og Örn Al-
exander Ámundason.
Könnun á næmi og ofnæmi
Öryggi Með tilkynningu fylgdi þessi mynd af manni í skyrtu og öryggisvesti.
- Löng helgi #2 á
Hótel Hafnarfjalli
Streymisveitina
Spotify hyggst
fjarlægja alla
tónlist Neil
Young sem ósk-
aði eftir því.
Krafðist Young
þess að hlaðvarp
Joe Rogans yrði
fjarlægt af veit-
unni en Spotify
ætlar ekki að verða við þeim kröf-
um, ef marka má frétt The Guardi-
an. Telur hann Rogan dreifa fals-
fréttum um bóluefni gegn Covid-19
og en hlaðvarp Rogans er eitt það
vinsælasta í heimi.
Rogan gerði samning við Spotify
upp á 100 milljónir dollara árið
2020 um einkarétt á dreifingu hlað-
varpsins eða streymi. Hlaðvarp
Rogans er það vinsælasta á veit-
unni.
Young sendi í vikunni opið bréf
til umboðsmanns síns og útgáfufyr-
irtækis þar sem hann sagði Spotify
bera ábyrgð á dreifingu þeirra
rangfærslna sem finna mætti í efni
Rogans. Annað hvort yrðu þættir
Rogans fjarlægðir eða tónlistin
hans. Ekki kæmi til greina að hvort
tveggja yrði áfram á veitunni.
Tónlist Young fjar-
lægð úr veitunni
Neil Young
Rithöfundurinn
Ævar Þór Bene-
diktsson greinir
frá því á Face-
book-síðu sinni
að hann sé einn
þeirra höfunda
sem tilnefndir
eru til The IBBY-
iRead Outstand-
ing Reading
Promoter
Award, þ.e. verðlauna hinna alþjóð-
legu IBBY-samtaka til handa þeim
sem hvatt hafa sérstaklega til lest-
urs. Ævar er einn fjórtán höfunda
sem tilnefndir eru. Í tilkynningu frá
IBBY á Íslandi segir, að því er fram
kemur í færslu Ævars: „Fjórtán að-
ilar frá 13 löndum eru tilnefndir í
ár. Ævar Þór Benediktsson er einn
þessara tilnefndu aðila enda hefur
hann undanfarin ár unnið ötullega
að lestrarhvatningu og veitt ótal
börnum og unglingum innblástur
til lesturs.“
Upplýsingar um tilnefnda höf-
unda má sjá á slóðinni ibby.org/.../
ibby-iread-outstanding-reading.
IBBY eru frjáls félagasamtök
áhugamanna um barnabókmenntir
og barnamenningu.
Ævar einn fjórtán
tilnefndra höfunda
Ævar Þór
Benediktsson