Morgunblaðið - 28.01.2022, Page 29

Morgunblaðið - 28.01.2022, Page 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2022 Listalífið er smám saman að taka við sér aftur eftir strangar samkomutakmarkanir AFP Farin Sýningargestir í Litháen virða fyrir sér innsetninguna „Ex It“ eftir Yoko Ono. Sýnt er í útibúi Litháensbanka í bænum Kaunas. Bærinn er, ásamt Esch-sur-Alzette í Lúxemborg, Menningarborg Evrópu þetta árið. Völundarhús Riddaraklædd manneskja í Minnesota þræðir sig gegnum völ- undarhús gert úr ís. Um er að ræða stærsta ísvölundarhús Bandaríkjanna sem Franz Hall hjá The Zephyr Theatre hannaði. Það er samsett úr 2.900 ískubbum og inniheldur 3.000 marglit LED-ljós. Sköpunin gleður augað. Blá Málverkið „Blái drengurinn“ eftir Thomas Gainsborough er nú til sýnis í Þjóðarlistasafninu í London í fyrsta sinn í hundrað ár. Hópur barna naut þess að skoða verkið og höfðu öll börnin klætt sig í bláar flíkur í tilefni dagsins. » Málverkið „Blái drengurinn“ er til sýnis í Bret- landi í fyrsta sinn í hundrað ár, Yoko Ono sýnir innsetningu í Kaunas sem er önnur tveggja Menn- ingarborga Evrópu þetta árið og risavölundarhús úr ís er meðal þess sem sjá má í myndasafni AFP yfir menningarviðburði vikunnar erlendis. Froskur Sýningin Charles Ray: Figure Ground hefur verið opnuð í Met í New York. Meðal listaverka er „Strákur með frosk“, en svo skemmtilega vill til að froskurinn virðist einmitt hvíla á höfði eina gestsins á svæðinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.