Morgunblaðið - 26.01.2022, Síða 1
Skráningaráform í haugasjó
Tvö íslensk fyrirtæki, sem bæði starfa á heil-
brigðissviði, stefna nú á skráningu á markað.
Miklar sviptingar á hlutabréfamörkuðum gera
það að verkum að mikil óvissa er uppi um
hverjar lyktir mála verða. Heimildir Viðskipta-
Moggans herma þó að stjórnendur og stærstu
hluthafar beggja fyrirtækja séu hvergi bangn-
ir.
Sé horft til bandaríska hlutabréfamarkaðar-
ins kemur í ljós að á síðasta fjórðungi nýliðins
árs varð mikið hrun á hlutabréfaverði margra
fyrirtækja á sviði heilbrigðis- og líftækni.
Þannig má t.d. nefna að NASDAQ Biotechno-
logy-vísitalan hefur lækkað um fjórðung frá
því í september og má segja að með þeim
sviptingum hafi allar þær hækkanir sem urðu
á árinu þurrkað út ávinning fjárfesta fyrir ár-
ið.
Í byrjun desember síðastliðins greindi
Morgunblaðið frá því að Kerecis yrði skráð á
markað innan tíðar og að skráningarvirði þess
yrði á bilinu 80-90 milljarðar króna. Hægt hef-
ur á skráningarferlinu en heimildir blaðsins
herma að í lok síðasta árs hafi vonir staðið til
að skráningin myndi ganga í gegn um eða upp
úr áramótum.
Fjárfestakynning sem kynnt hefur verið og
ViðskiptaMogginn hefur undir höndum sýnir
að tekjur Kerecis á fyrsta fjórðungi þessa
rekstrarárs verði 11,5 milljónir dollara, jafn-
virði 1,5 milljarða króna. Er það aukning um
meira en 100% frá fyrsta fjórðungi síðasta árs
þegar tekjurnar námu 5,4 milljónum dollara.
Eru þessar tölur m.a. sagðar auka mjög tiltrú
forsvarsmanna fyrirtækisins á að fyrirtækið
eigi erindi á markað nú.
Afar vel hefur gengið að kalla fjárfesta að
borðinu í tengslum við fyrirhugaða tvíhliða
skráningu Alvotech á markað. Hafa íslenskir
fjárfestar auk mjög stórra erlendra fjárfesta
lagt fyrirtækinu til tugi milljarða króna að
undanförnu. Hins vegar er enn með öllu óljóst
hvort og hversu miklar innlausnir verða á
þeim fjármunum sem lagðir hafa verið inn í
sérhæfða yfirtökufélagið Oaktree Acquisition
Corp. sem er lykillinn að skráningu Alvotech á
markað. Þeir sem lagt hafa fjármuni inn í það
hafa enn heimild til innlausnar auk vaxta en
lækkandi hlutabréfaverð á mörkuðum getur
haft áhrif á fjárfestingarvilja þeirra. Hluthafa-
fundur verður boðaður í þeirra hópi í lok febr-
úar.
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Fyrirtækin Alvotech og Kerecis
stefna á skráningu á hlutabréfamark-
að. Miklar sviptingar í hlutabréfum,
ekki síst í Bandaríkjunum, gera
verkefnið meira krefjandi en ella.
Unnur Guðríður Indriðadóttir, mark-
aðsstjóri og einn eigenda fyrir-
tækisins, telur að höfuðborgarsvæðið
rúmi níu Lemon-staði. „Ég hef fulla
trú á þeirri tölu, en maður þarf að
passa sig að opna ekki of marga, svo
maður lendi ekki í samkeppni við
sjálfan sig,“ segir Unnur í ítarlegu
samtali við ViðskiptaMoggann.
Fjórir Lemon-staðir eru nú á
höfuðborgarsvæðinu og er sá nýjasti í
Olís í Norðlingaholti.
Í skoðun er að opna Lemon-staði á
fleiri Olís-stöðvum og mögulega einn-
ig inni í Hagkaupsverslunum. „Það er
verið að skoða samstarf með Hag-
kaup, m.a. með opnun á nýjum
Lemon-stað í Hagkaup Garðabæ síð-
ar á árinu.“
Unnur, sem eignaðist stóran hlut í
félaginu árið 2015 og hóf sjálf störf
hjá því 2018, segir að tímabilið 2017-
2018 hafi staða félagsins ekki verið
góð og breytingar verið nauðsynlegar
til að koma því á réttan kjöl. „Ég
ákvað því að henda mér í djúpu laug-
ina og takast á við verkefnið. Við náð-
um svo að snúa rekstrinum við á ótrú-
legan hátt. Tap ársins 2018 var
þrjátíu milljónir króna en strax árið
eftir vorum við búin að snúa því í tíu
milljóna króna hagnað.“
Farið var í „hreingerningu“ til að
ná fyrrnefndum árangri og rýnt í alla
þætti rekstursins. Hverjum steini var
snúið við. „Það var mjög hollt fyrir
okkur að gera það. Við skoðuðum
kostnað við allt frá tónlist á stöðunum
upp í bílamálin og allt þar á milli.
Lykilatriðið var þó að þetta mátti
ekki bitna á gæðunum og
þjónustunni.“
Sér fyrir sér níu Lemon-staði í borginni
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Unnur Guðríður segir að viðsnún-
ingur hafi orðið í rekstri Lemon.
Lemon hyggst sækja fram
eftir að Hagar keyptu stór-
an hlut í skyndibitakeðjunni
á síðasta ári.
6
Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is
Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton
endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir
viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant
Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í.
Global Fintech as a Service rapyd.net/is
SPARNEYTNARI OG LANGDRÆGARIÁLAGSPRÓFIÐMIKLA
Á Ritz-Carlton gripu menn til sinna ráða þegar bitterinn kláraðist. 8
Faraldurinn leiddi í ljós að aðfanga-
keðjur sem eru of straumlínulagaðar
eru viðkvæmar fyrir áföllum. 10
VIÐSKIPTA
11
Kristín Vala Matthíasdóttir hjá Bluebird Nordic segir
að með nýjum breiðþotum skapist grundvöllur fyrir
félagið að sækja inn á ný markaðssvæði.
EUR/ISK
26.7.'21 25.1.'22
160
155
150
145
140
135
148,45
145,65
Úrvalsvísitalan
3.700
3.500
3.300
3.100
2.900
2.700
26.7.'21 25.1.'22
3.262,57
3.192,29
MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2022