Morgunblaðið - 26.01.2022, Page 6

Morgunblaðið - 26.01.2022, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2022VIÐTAL ast á við verkefnið. Við náðum svo að snúa rekstrinum við á ótrúlegan hátt. Tap ársins 2018 var þrjátíu milljónir króna en strax árið eftir vorum við búin að snúa því í tíu milljóna króna hagnað.“ Farið var í „hreingerningu“ til að ná fyrr- nefndum árangri og rýnt í alla þætti reksturs- ins. Hverjum steini var snúið við. „Það var mjög hollt fyrir okkur að gera það. Við skoðuðum kostnað við allt frá tónlist á stöðunum upp í bíla- málin og allt þar á milli. Lykilatriðið var þó að þetta mátti ekki bitna á gæðunum og þjónust- unni, sem er aðalmálið.“ Unnur ítrekar mikilvægi þess að hafa gott starfsfólk. „Við höfum verið mjög heppin með starfsfólk. Það er lítil starfsmannavelta hjá okk- ur. Tiltekt heppnast ekki nema með góðu fólki, því þetta getur haft í för með sér aukið álag og fleiri verkefni fyrir hvern og einn.“ Fjórir Lemon-staðir eru nú á höfuðborgar- svæðinu og er sá nýjasti í Olís í Norðlingaholti. Fara hringinn daglega Þegar blaðamaður hitti Unni á Lemon í Hafn- arfirði var hún nýkomin úr hringferð milli stað- anna. „Við reynum að fara á hvern stað daglega. Við keyrum út til allra Lemon-staðanna vörurn- ar sem við búum til hér í eldhúsinu í Hafnar- firði. Við erum líka stór í fyrirtækja- og veislu- þjónustu og ég og Jóhanna sjáum um að afhenda þær pantanir og eigum í samskiptum við fyrirtækin. Þessi persónulegu tengsl eru mikilvæg. Maður finnur að fyrirtæki panta aft- ur og aftur þannig að eitthvað erum við að gera rétt,“ segir Unnur og brosir. Hún segir að þær Jóhanna reyni að ganga í öll störf. „Skemmtilegast finnst mér að vera í afgreiðslunni. Þar er mesta fjörið og það er gaman að hitta fólk og spjalla við viðskiptavini. Þannig fær maður beint í æð hvað virkar og hvað ekki. Kannski má rekja þetta til þess þeg- ar ég var stelpa og langaði að verða búðarkona þegar ég yrði stór.“ Unnur segir að mögulega þurfi þær Jóhanna að dreifa verkefnum á fleiri aðila á næstu miss- erum enda er stefnt að umtalsverðri stækkun fyrirtækisins. „Þá breytist vinnan hjá okkur að- eins. Fleiri staðir þýða meira utanumhald.“ – Hvað er það sem ýtir á ykkur að stækka? „Það verða til ný tækifæri með stórum nýjum Unnur Guðríður Indriðadóttir markaðsstjóri og einn eigenda fyrirtækisins segir að faraldurinn hafi haft jákvæð áhrif á reksturinn þegar horft sé á sölutölur. „Salan datt niður á ákveðnum tímabilum en við höfum náð að laga okkur vel að sóttvarnareglum. Við fækkuðum sætum, pöss- um að sótthreinsa allt í bak og fyrir og aðskilja svæði. Það hefur líka gert okkur auðveldara fyrir að við erum meiri svona „take away“- staður. Við erum ekki með vínveitingaleyfi og lokum klukkan níu á kvöldin,“ segir Unnur í samtali við blaðamann ViðskiptaMoggans sem fékk að gæða sér á Mozzato-samloku og Lotta Love-djús meðan á viðtalinu stóð. Hvort tveggja sneisafullt af fjörefnum, að sögn Unnar. Situr ekki eins lengi Hún segir að fólk sitji ekki eins lengi inni á staðnum og áður en heimsending hafi vaxið mikið, bæði til einstaklinga og fyrirtækja. „Við bjóðum heimsendingu í samstarfi við Aha og keyrum út á daginn til fyrirtækja ef pantað er fyrir fleiri en tíu. Fyrirtækin hafa nýtt sér það mikið í faraldrinum. Oft hafa mötuneyti þurft að loka og fyrirtækin þurft að leita nýrra leiða til að gefa fólki að borða,“ segir Unnur. Spurð hvort Covid-tíminn hafi verið erfiður jánkar hún því. „Það hefur oft verið snúið að passa upp á alla hólfaskiptingu og eins höfum við þurft að fresta árshátíð örugglega fjórum til fimm sinnum. Það er eins og alltaf þegar við höfum ákveðið að hafa partí þá blossi veiran upp aftur,“ segir Unnur og brosir. Fyrsti Lemon-staðurinn var opnaður á Suð- urlandsbraut árið 2013 en stofnendur voru Jón Arnar Guðbrandsson matreiðslumaður og Jón Gunnar Geirdal almannatengill. Þeir eru nú al- farið farnir út úr fyrirtækinu að sögn Unnar. Keypti staðinn árið 2015 „Ég kom að fyrirtækinu árið 2015 sem eig- andi og byrjaði svo að vinna hér sjálf 2018. Áður starfaði ég í fjármálageiranum. Ég vann hjá sparisjóðunum sem síðar urðu Byr, sem rann svo inn í Íslandsbanka. Þegar það gerðist skipti ég um vettvang og fór að vinna hjá VR.“ Hjá bönkunum sinnti Unnur einkum mark- aðsmálum og verkefnastjórnun en endaði á því að verða aðstoðarmaður bankastjóra Byrs. Hjá VR tók hún við ritstjórn VR-blaðsins, sá um kynningarmál og tengsl við félagsmenn og trún- aðarmenn. „Það var mjög skemmtilegur tími,“ segir Unnur. Spurð hvað varð þess valdandi að hún ákvað að fjárfesta í veitingastað árið 2015 segir Unnur að vinkona hennar, Jóhanna Soffía Birgisdóttir, núverandi framkvæmdastjóri Lemon, hafi unn- ið hjá Lemon frá upphafi og þannig hafi hún kynnst félaginu. „Henni bauðst að kaupa hlut í fyrirtækinu og sömuleiðis bauðst mér og eigin- manni mínum Sveinberg Gíslasyni að kaupa á sama tíma. Við hugsuðum málið vel og vandlega og ákváðum svo að slá til. „Af hverju ekki?“ hugsuðum við.“ Unnur segir að tímabilið 2017-2018 hafi staða félagsins ekki verið góð og breytingar verið nauðsynlegar til að koma því á réttan kjöl. „Ég ákvað því að henda mér í djúpu laugina og tak- hluthafa. Auk okkar fjögurra eigendanna, þ.e. okkar hjónanna og Jóhönnu og Snorra Arnars Viðarssonar, eiga Hagar 49% hlut í félaginu sem þeir keyptu sumarið 2021. Það er stórkost- legt að fá svona traust fyrirtæki inn í rekst- urinn. Það er líka ákveðin vísbending um að við séum á réttri leið. Þetta er nýr kafli í okkar sögu. Við munum klárlega opna fleiri staði í samstarfi við Haga eins og sagt var frá þegar kaupin voru undirrituð á sínum tíma. Næsti Lemon-staður verður í Olís við Gullinbrú. Þar er stórt hverfi og enginn Lemon-staður. Við opnum í mars nk.,“ segir Unnur en Olís er í eigu Haga. Í skoðun er að opna Lemon-staði á fleiri Olís- stöðvum og mögulega einnig inni í Hagkaups- verslunum. „Það er verið að skoða samstarf með Hagkaup, m.a. með opnun á nýjum Lemon-stað í Hagkaup í Garðabæ síðar á árinu. Margar hugmyndir eru svo í vinnslu með Hagkaup sem skýrast betur á næstu misserum. Svo hefur mig lengi langað að fara hringinn í kringum landið með Lemon. Auk þeirra fjögurra staða sem við rekum hér á höfuðborgarsvæðinu eru reknir Lemon-staðir á Akureyri, Húsavík og á Sauðár- króki samkvæmt sérleyfi.“ Unnur segir að Norðlendingar hafi tekið Lemon vel, en fyrst var opnað á Akureyri, þá á Húsavík og loks Sauðárkróki. Vill ekki lenda í samkeppni við sjálfa sig En áður en Lemon herjar frekar á lands- byggðina verður haldið áfram að byggja upp á höfuðborgarsvæðinu. „Við erum ekki búin þar. Það er næst á dagskrá.“ Spurð hvað hún telji að höfuðborgarsvæðið rúmi marga Lemon-staði segist Unnur sjá fyrir sér níu staði. „Ég hef fulla trú á þeirri tölu, en maður þarf að passa sig að opna ekki of marga, svo maður lendi ekki í samkeppni við sjálfan sig.“ Unnur segir mikinn meðbyr með Lemon þessa dagana, fólk sé mjög ánægt með matinn og þjónustuna og það muni hjálpa félaginu að ná hæstu hæðum eins og hún orðar það. Um vöruúrvalið segir Unnur að Lemon sé í grunninn samloku- og djússtaður en auðvelt sé Af hverju ekki að kaupa Lemon? Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Skyndibitastöðum hefur mörgum gengið vel í faraldrinum, þótt veiran hafi einnig valdið ýmsum áskorunum. Samloku- og djússtaðurinn Lemon er þar ekki undanskilinn en veltan jókst um rúmlega eitt hundrað milljónir á síðasta ári. Einn eigenda Lemon segir tækifærin liggja víða. ” Það er verið sé að skoða samstarf með Hagkaup, m.a. með opnun á nýjum Lemon-stað í Hagkaup í Garðabæ síðar á árinu. Allar upphæðir eru í m.kr. Viðsnúningur í rekstri Lemon Ár Tekjur Afkoma 2017 386 -0,285 tap 2018 351 -26 tap 2019 349 9 hagnaður 2020 367 43 hagnaður 2021* 475 42 hagnaður Hlutfall veisluþjónustu er 12% *Áætlun fyrir 2021

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.