Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.01.2022, Page 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.01.2022, Page 6
VETTVANGUR 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.1. 2022 Höfum opnað á Selfossi komdu og skoðaðu úrvalið í glæsilegum sýningarsal okkar GÆÐI ÞJÓNUSTA ÁBYRGÐ www.tengi.is Kópavogur – Smiðjuvegur 76 Akureyri – Baldursnes 6a Selfoss – Austurvegur 69 414 1000 414 1050 414 1040 Vísindamenn hafa verið að rannsaka kóralrif, sem fannst á 30 metra dýpi í Kyrrahafinu undan ströndum Tahiti í Frönsku Pólýnesíu í fyrra. Ljósmyndarinn Alexis Rosenfeld og vísindamaðurinn Laetitia Hédo- uin við frönsku vísindastofnunina CNRS-CRIOBE leiða rannsóknina. Rifið er ósnortið og kóralarnir hafa einstaka lögun. Myndin var tekin 12. desember og birt á fimmtudag. Hédouin rakst á rifið þegar hún var að kafa sér til skemmtunar með kafaraklúbbi frá þessum slóðum nokkrum mánuðum fyrr. Kóralrifið hefur vakið mikla athygli vísinda- manna. Það þykir einstakt og breiðist út yfir marga hektara. Loftslagsbreytingar virðast ekki hafa haft áhrif á rifið og maðurinn virðist hafa látið það ósnortið. Að auki er eins og að koma í undraheim að kafa niður að rifinu. „Eins langt og augað eygir er hafsbotninn þakinn þessum kórölum, sem eru í lag- inu eins og risavaxnar rósir,“ sagði ljósmyndarinn. „Það er eins og mikill tískuhönnuður hafi verið að verki.“ AFP Fundu einstakt kóralrif Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is F arsóttir hafa fylgt mannkyninu frá örófi alda. Þær allra skæð- ustu skildu eftir sig dauða og eyðileggingu sem ómögulegt er að gera sér í hugarlund í dag. Talið er að um helmingur Íslendinga hafi fallið þegar svarti dauði herjaði á þjóðina á árunum 1402 til 1404. Stóra-bóla grandaði einnig um helm- ingi landsmanna (allt að 18 þúsund manns) þegar hún geisaði í upphafi átjándu aldar. Mislingafaraldur um miðja nítjándu öld felldi líklega vel á annað þúsund manns, þar af mörg smábörn, í samfélagi sem taldi tæp- lega sextíu þúsund. Á fyrstu áratug- um 20. aldar voru berklar algeng dánarorsök á Ís- landi en árlega létust tugir og jafnvel á annað hundrað manns úr þeim smit- sjúkdómi, þar af margt fólk á þrí- tugsaldri. Á fáeinum mánuðum und- ir árslok 1918 og ársbyrjun 1919 dóu um 500 Íslendingar úr inflúensuf- araldrinum sem er kallaður spænska veikin, mörg þeirra sem létust voru á aldrinum 25 til 40 ára. Þá var íbúa- fjöldi Íslands um fjórðungur af því sem hann er í dag. Heilbrigðiskerfi þurftu að valda álagi Ljóst er að faraldurinn sem haldið hefur heiminum í heljargreipum undanfarin tvö ár hefur ekki valdið skaða í líkingu við það sem samfélög fyrri tíma gengu í gegnum. Nú hafa 44 einstaklingar látist úr sjúkdóm- inum hér á landi, og blessunarlega mjög fátt ungt fólk (einn undir fimmtugu) og engin börn. En þótt kórónuveirufaraldurinn hafi ekki komist nálægt pestum fyrri alda í beinum eyðileggingarmætti hefur hann engu að síður verið ákaflega al- varlegur. Allt frá byrjun var ljóst að helsta hættan sem stafaði af kór- ónuveirunni fólst helst í því að yf- irspennt heilbrigðiskerfi réðu ekki við álag ef mikill fjöldi veiktist á sama tíma. Yfirkeyrsla á heilbrigð- iskerfinu bitnar vitaskuld ekki bara á þeim sem veikjast af covid-19 held- ur einnig fjölmörgum öðrum sem fá ekki tímabæra læknisaðstoð, meðal annars vegna þess hversu mannafla- frek umönnun covid-sjúklinga er, en veldur einnig álagi á gjörgæsludeild- ir því að fresta þarf nauðsynlegum aðgerðum. Margt er ólíkt með farsóttum fyrri tíma og þeim sem við höfum glímt við nú. Þá eins og nú ollu far- sóttir ótta og skelfingu, tíminn var lengi að líða og fólk treysti sér ekki til þess að koma saman og takmark- aði samneyti sitt við aðra eins og frekast var unnt. En svo lauk þess- um faröldrum. En þeim lauk á allt annan hátt en líklegt er að núver- andi faraldri ljúki. Þegar fólk hætti smám saman að smitast og kenna sér meins vegna spænsku veikinnar þá var hún afstaðin sem samfélags- legt viðfangsefni. Enginn fylgdist með hvort enn væru veikari afbrigði veiru að ganga milli fólks, það eina sem skipti máli var að fólk var ekki lengur lasið. Flestir sem veiktust brögguðust og komust til heilsu og samfélagið syrgði þá sem féllu. Ef- laust hafa margir verið lengi að jafna sig eftir erfið veikindi; en lífið þurfti að komast aftur í eðlilegt horf. Í þessum faraldri höfum við notið góðs af margfalt betri þekkingu, sterku heilbrigðiskerfi og öflugu vís- indastarfi. Hér á landi nutum við góðs af yfirvegaðri leiðsögn sótt- varnalæknis og þríeykisins á fyrstu vikum og mánuðum faraldursins. Margar góðar ákvarðanir hafa verið teknar, meðal annars sem snúa að því að halda skólum opnum, þótt mörg önnur lönd hafi skellt í lás. Þá voru viðbrögð á Landspítala aðdáunarverð í upphafi farald- urs þegar sett var á fót göngu- deild og hugvitssemi og nýsköpun fengu að njóta sín. Þegar góður ár- angur Íslands í viðbrögðum við heimsfaraldri verður gerður upp mun þáttur göngudeildar og þeirra sem borið hafa ábyrgð á meðferð sjúklinga eflaust vega mjög þungt. Þar hefur verið unnið ákaflega gott starf. Nú stöndum við hins vegar frammi fyrir því vandasama verk- efni að feta okkur með réttum hætti út úr ástandinu. Fréttir síðustu vikna benda ótvírætt til að stórkost- lega fækki þeim tilvikum að fólk veikist alvarlega vegna smits af kór- ónuveirunni, en vegna mikillar út- breiðslu er stöðugur fjöldi inniliggj- andi á sjúkrahúsum af ýmsum ástæðum, en greinist einnig smit- aður af veirunni. Verkefni sóttvarna- læknis er vandasamt í þessu eins og hingað til. Og verkefni stjórnvalda er það ekki síður. Endurheimt eðlilegs samfélags Það má segja að við stöndun nú saman sem samfélag, við frosna tjörn og veltum fyrir okkur hvort ís- inn sé nægilega traustur til að bera okkur yfir. Er mesta hættan raun- verulega afstaðin? Fyrstu skrefin verða aldrei fullkomlega áhættulaus, og þau munu krefjast áræðis og hug- rekkis. Hinum megin við tjörnina er endurheimt eðlilegs samfélags þar sem athafnafrelsi fólks, menningar- líf og félagsstörf eru ekki takmörkuð vegna sóttvarna. Í mínum huga er spurningin ekki hvort við ætlum yfir heldur hvenær og þótt það eigi sér stað skoðanaskipti í föruneytinu á bakkanum, þá munum við á end- anum öll komast yfir og lífið kemst í eðlilegt horf á ný. Við hljótum öll að vilja og vona að það gerist sem allra fyrst. Að hætta sér út á ísinn Úr ólíkum áttum Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir thordiskolbrun@althingi.is ’ Nú stöndum við hins vegar frammi fyrir því vandasama verkefni að feta okkur með réttum hætti út úr ástandinu.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.