Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.01.2022, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.1. 2022
LESBÓK
LIÐSAUKI Max Cavalera er að leggja upp í tónleika-
ferðalag um Bandaríkin í byrjun næsta mánaðar með
sveit sinni Soulfly sem væri ekki í frásögur færandi
nema fyrir þær sakir að ekki er búið að ráða gítarleik-
ara að hirðinni eftir að Marc Rizzo hætti í fússi síðasta
sumar og skyrpti galli yfir sinn gamla félaga. Í samtali
við streymisþáttinn Art Of Rock taldi Cavalera líklegast
að hann myndi bara bjalla í nokkra gamla vini og fá þá
til skiptis til liðs við sig en Dino Cazares úr Fear Factory
hljóp í skarðið fyrir Rizzo á nokkrum tónleikum sl.
haust. „Það er geggjað að geta hringt í gaura eins og
Dino og þeir eru bara klárir,“ sagði Cavalera. Ekki þarf
að stressa sig á æfingum enda þekkja allir alvörugít-
arleikarar Soulfly-katalóginn eins og lófann á sér.
Bjallar bara í gamla vini
Max Cavalera
er eldri en tvæ-
vetur í málmi.
AFP
POPP Floor Jansen, hin hollenska söngkona sinfóníska
málmbandsins Nightwish frá Finnlandi, svipti á dög-
unum hulunni af sólóverkefni sem hún vinnur að.
„Það eru mörg lög tilbúin,“ sagði hún í streymi á
YouTube, „og það fyrsta kemur út 25. mars.
Þannig að niðurtalningin er hafin. Þetta er
popplag, hvorki málmur né rokk, en samt
ofboðslega mikið ég.“ Fram kom að Jan-
sen fer í ýmsar áttir í þessu verkefni sínu
og harðara efni er þar jafnframt að
finna. Henni finnst þó ekkert að því að
skilgreina það allt sem „popp“ enda sé
það orð ekkert nema stytting á „popular
music“, ellegar vinsældatónlist.
Floor Jansen
hyggst róa á ný
mið í músík sinni. AFP
Louisa Jacobson er dóttir Meryl Streep.
Til fortíðar
með Fellowes
PERÍÓÐA Julian Fellowes, höf-
undur Downton Abbey, er enn á
fortíðarbuxunum í nýjum sjón-
varpsþáttum, The Gilded Age, sem
frumsýndir verða á efnisveitunni
HBO eftir helgina. Nú er sögusviðið
New York undir lok 19. aldarinnar
og hremmingar yfirstéttarinnar í
síbreytilegum heimi. Marian Brook
(Louisa Jacobson) flytur til New
York frá Pennsylvaníu til að búa
hjá frænkum sínum (Cynthia Nixon
og Christine Baranski). Þær eru af
rótgróinni aðalsætt á svæðinu og
eiga í hatrömmum deilum við ný-
ríka nágranna sína (Morgan Spec-
tor og Carrie Coon). Aðdáendur
Downton Abbey ættu að fá þarna
sitthvað fyrir sinn snúð.
A
nna situr ein við gluggann í
huggulega húsinu sínu og
fylgist með lífinu líða hjá –
án hennar. Hún er einmana og
drekkur aðeins of mikið rauðvín og
fær sér aðeins of mikið af pillum með
því enda þótt hún viti að þetta tvennt
fer ekki vel saman. Skyndilega fær-
ist fjör í leikinn þegar sjóðheitur
ekkill, Neil, flytur inn beint á móti,
ásamt dóttur sinni. Anna opnar aug-
un og sperrir eyrun sem aldrei fyrr
enda fátt annað sem veitir henni fró-
un en að fylgjast með nágrönnum
sínum og athöfnum þeirra. Gamanið
kárnar þó fljótt þegar Anna verður
vitni að morði á heimili þeirra feðg-
ina. Eða er það svo?
Enginn trúir henni og lögreglan
spjaldar Önnu fyrir að leiða sig í
ógöngur. Slík hegðun varði við lög.
Hún er afskrifuð sem enn ein ein-
mana húsmóðirin með ofskynjanir
og almennar grillur. Og alltof mikla
móðu á glugga. Sjálf færist Anna sí-
fellt nær bjargbrúninni og veltir fyr-
ir sér hvort hún sé að ganga af göfl-
unum. „Ég er að liðast í sundur eins
og spilaborg, sandkastali á háflóði,
fúinn stóll eða gamall skrjóður,“ seg-
Eins og
sandkastali
á háflóði
The Woman in the House Across the Street from
the Girl in the Window nefnast þættir sem koma
inn á Netflix næsta föstudag. Svo sem nafnið gef-
ur til kynna er um að ræða glæpsamlega satíru.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Hinni einmana Önnu finnst aldrei vera nægilega mikið í rauðvínsglasinu.
Netflix
Kristen Bell er 41 árs gömul bandarísk leikkona. Hún sló fyrst í
gegn í sjónvarpsþáttunum Veronica Mars árið 2004, þar sem hún
fór með titilhlutverkið. Eftir það komu hlutverk í vinsælum þáttum
á borð við Heroes og Gossip Girl.
Stóra tækifærið á hvíta tjaldinu kom í gamanmyndinni Forgett-
ing Sarah Marshall árið 2008, þar sem hún lék hina
kaldrifjuðu Söruh Marshall sem tróð kinn-
roðalaust á tilfinningum fyrrverandi unnusta
síns, þangað til hún vildi allt í einu fá hann til
baka. Það fýkur bara í mann við að rifja þetta
upp. Bell lék einnig í Couples Retreat (2009),
When in Rome (2010), You Again (2010), The
Boss (2016), Bad Moms (2016), og A Bad Moms
Christmas (2017). Þá léði hún Önnu prinsessu
rödd sína í Disneyklassíkinni Frozen. Undan-
farið hefur hún hlotið lof fyrir leik sinn í þátt-
unum The Good Place.
Bell er gift leikaranum Dax Shepard og á
með honum tvær dætur.
Tróð á tilfinningum unnusta síns
Anna
prinsessa.
Popp en samt ofboðslega mikið ég
Það geta allir fundið eitthvað
girnilegt við sitt hæfi
Freistaðu
bragðlaukanna
... stærsti uppskriftarvefur landsins!