Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.01.2022, Qupperneq 29
ir hún mæðulega í stiklunni sem
finna má á netinu.
Öll þekkjum við ráðgátumyndir á
borð við The Girl on the Train, The
Woman in the Window og hvað þær
nú allar heita. Út af þeim er lagt í
nýrri seríu í átta hlutum sem kemur
inn á efnisveituna Netflix á föstu-
daginn kemur. Og nafnið? Haldið
ykkur nú fast og dragið andann
djúpt: The Woman in the House
Across the Street from the Girl in
the Window. Það er Konan í húsinu
beint á móti stúlkunni í glugganum.
Töggur í þessum höfundum
„Það er töggur í þessum höfundum,“
hugsaði Kristen Bell, sem fer með
hlutverk Önnu í þáttunum, þegar
hún las handritið.
„Þetta var ólíkt öllu sem ég hafði
áður heyrt og ég skellihló,“ segir
Bell í viðtali við miðilinn Entertain-
ment Weekly um kynninguna sem
hún fékk á verkefninu. Það atriði
hverfist um dóttur persónu hennar
og á ugglaust eftir að fá ýmsa til að
missa hökuna í gólfið. „Þetta var svo
langt út fyrir rammann og absúrd að
ég vissi um leið að ég yrði að vera
með,“ bætir Bell við.
Svo mikla trú hefur Bell á verk-
efninu að hún framleiðir það líka,
ásamt Will Ferrell og fleirum. Leik-
stjóri er Michael Lehmann.
Enginn hefur reynt að breiða yfir
þá staðreynd að The Woman in the
House Across the Street from the
Girl next Door sé satíra, drekkhlaðin
biksvörtum húmor, en aðstandendur
segjast þó alls ekki vera að tala nið-
ur til mynda af þessu tagi, heldur
þvert á móti votta þeim virðingu
sína.
„Mér finnst við ekki vera að gera
grín að þessum bókum eða mynd-
unum sem gerðar hafa verið eftir
þeim. Við erum að hlæja með þessari
grein en ekki hlæja að henni,“ segir
einn höfunda þáttanna, Rachel Ram-
ras, við Entertainment Weekly.
Þetta hverfðist raunar allt um
rétta jafnvægið enda teymið sem að
þáttunum stendur allt miklir aðdá-
endur Woman in the-sagnanna. „Við
fiktuðum stanslaust við þetta og telj-
um okkur hafa komið niður á tón
sem er ekki sérlega algengur,“ út-
skýrir annar höfundanna, Larry
Dorf.
Hló innra með sér
Bell þurfti að vera sérstaklega með-
vituð um þetta, sem höfuðpersóna
þáttanna. Hvergi mátti slá falskan
tón.
„Það var mikil áskorun,“ segir
hún, „vegna þess að ég þurfti stöð-
ugt að velta fyrir mér: Á ég að grín-
ast hérna? Eða halda andlitinu og
hætta á að fara á svig við brandar-
ann? Rachel hélt mér við efnið og
ráðlagði mér í grunninn að gera allt
eins alvarlega og ég gæti en gleyma
samt ekki að hlæja innra með mér.
Niðurstaðan er „besti“ vondi leik-
urinn sem ég hef viljað ná fram á
ferlinum. Þetta var þrælgaman.“
Að því sögðu þá vonar Bell samt
sem áður að fólki líði óþægilega
meðan það horfir á þættina enda
erum við þrátt fyrir allt að tala um
trylli með öllum sínum lykkjum og
snúningum.
„Ef þú ert ekki á kafi í gátunni og
getur ekki beðið eftir því hver
framdi glæpinn þá gildir einu hversu
fyndnir þættirnir eru,“ bætir Ram-
ras við. „Þá stillir þú ábyggilega
bara á eitthvað annað eftir fáeina
þætti. Höfuðmarkmiðið er að áhorf-
endur fylgi okkur allt til enda og fá-
ránleikinn eykst bara eftir því sem á
líður.“
Þriðji höfundurinn, Hugh David-
son, segir þau hafa lagt ofurkapp á
að hafa endalokin verulega óvænt.
„Það sem við viljum alls ekki heyra
er: Einmitt, ég vissi þetta allan tím-
ann. Þá yrði allt ónýtt fyrir okkur.
Þess vegna eyddum við miklum tíma
í að finna leið til að koma fólki
hressilega á óvart í lokin. Ekkert
skipti okkur meira máli.“
Auk Bell leika Tom Riley, Mary
Holland, Shelley Hennig, Samsara
Yett, Christina Anthony og fleiri í
The Woman in the House Across the
Street from the Girl in the Window.
Þá er bara að opna vínflöskuna og
koma sér makindalega fyrir. En í
öllum bænum látið pillurnar vera;
þetta fer ekki vel saman. Þið gætuð
farið að sjá ofsjónir og upplifa eitt-
hvað allt annað en það sem í raun og
veru er að gerast í þáttunum. Sem
er, eftir á að hyggja, kannski bara
ljómandi vel við hæfi. Alltént, þið
finnið út úr þessu!
Kristen Bell fer með
aðalhlutverkið í nýju
þáttunum á Netflix.
AFP
23.1. 2022 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29
w w w. i t r. i s
S ý num hver t ö ð r u tilli t s s emi
ROKK Darryl McDaniels úr Run
DMC hefur sett saman ógurlegt of-
urband kringum lagið She Gets Me
High sem er endurgerð á smell-
inum Black Betty sem flestir tengja
við Ram Ram og kom út 1977. Með
honum eru engir aðrir en Sebastian
Bach úr Skid Row, sem syngur,
Mick Mars úr Mötley Crüe, sem
leikur á gítar, Duff McKagan úr
Guns N’ Roses, sem plokkar bassa,
og Travis Barker úr Blink 182, sem
lemur húðir. Bach segir lagið, sem
kemur senn út, rokka spikfeitt.
Ógurlegt ofurband sett saman
Darryl McDaniels hress að vanda.
AFP
BÓKSALA 12.-18. JANÚAR
Listinn er tekinn saman af Eymundsson
1 Akam, ég og Annika
Þórunn Rakel Gylfadóttir
2 Lengsta nóttin
Ann Cleeves
3 Böðulskossinn
Mons Kallentoft
4 Minningar skriðdýrs
Silje O. Ulstein
5 Salka – tölvuheimurinn
Bjarni Fritzson
6 Þetta gæti breytt öllu
Jill Mansell
7 Þú sérð mig ekki
Eva Björg Ægisdóttir
8 Lok, lok og læs
Yrsa Sigurðardóttir
9
Almanak Háskóla Íslands
Þorsteinn Sæmundsson/Gunn-
laugur Björnsson/Jón Árni
10 Kalmann
Joachim B. Schmidt
1 Lengsta nóttin
Ann Cleeves
2 Böðulskossinn
Mons Kallentoft
3 Minningar skriðdýrs
Silje O. Ulstein
4 Þetta gæti breytt öllu
Jill Mansell
5 Kalmann
Joachim B. Schmidt
6 Tríó
Johanna Hedman
7 Aðeins ein áhætta
Simona Ahrnstedt
8 Fjöllin – hjartablóð
Sandra Clausen
9
Kassinn
Camilla Läckberg
/Henrik Fexeus
10 Skaði
Sólveig Pálsdóttir
Allar bækur
Íslenskar kiljur
Mér finnst vera smávægileg pressa
að upplýsa alþjóð um bókmennta-
smekk minn. Mér líður svolítið
eins og ég þurfi að segjast aðeins
lesa hámenningarlegar heims-
bókmenntir en í sannleika sagt þá
hef ég eiginlega bara áhuga á að
lesa hrylling, furðusögur eða bæk-
ur um fólk í einhvers konar tilvist-
arkreppu.
Samkomutakmarkanir síðustu
ára hafa verið ágætar fyrir mig því
ég hef lesið mikið síðustu tvö ár.
Einn rithöfundur sem ég byrjaði
að lesa eftir að faraldurinn hófst
er Grady Hendrix. Hann skrifar
einhvers konar gamanhrylling
með poppkúltúrsívafi og bæk-
urnar hans eru
frábærar fyrir
hrollvekjuaðdá-
endur. Mér
finnst líka kost-
ur að aðal-
söguhetjan er
oftast kona og
hann Grady má
eiga það að hann skrifar frábærar
kvenpersónur. Mæli með bókinni
Horrorstör fyrir öll þau sem hata
að fara í IKEA eins og ég.
Af nýlegum íslenskum bókum
sem hafa náð til mín
má nefna bæði Arn-
aldur Indriðason
deyr eftir Braga Pál
Sigurðarson og Til-
finningar eru fyrir
aumingja eftir Kam-
illu Einarsdóttur. Ég
hef aldrei lesið bók
á borð við þá fyrrnefndu áður en
mér fannst hún alger snilld. Hún
er virkilega ógeðfelld og ekki fyrir
viðkvæma en hún er mjög vel
skrifuð. Bókin situr í mér og er ein
besta bók sem ég hef lesið. Til-
finningar eru fyrir aumingja er síð-
an ótrúlega mikil skemmtilesning
fyrir svona snemmiðaldra fólk
eins og mig. Virki-
lega gott að lesa
hana í beinu fram-
haldi af bók Braga
og núllstilla sig að-
eins.
Ég er í bóka-
klúbbnum Sólinni
og síðast fékk ég senda bókina
Samþykki eftir Vanessu Sprin-
gora. Efni bók-
arinnar er ekki
beint skemmtilegt
og er nokkurs konar
uppgjör konu við
fortíð sína en bókin
er áhugaverð um-
fjöllun um mörk,
misnotkun að-
stæðna og fellur vel að núverandi
samfélagsumræðu að mínu mati.
Í jólagjöf fékk ég nýjustu bók
Friðgeirs Einarssonar, Stórfisk.
Mér fannst hún frábær. Ég hef rætt
um þessa bók við
annað fólk sem hef-
ur ekki verið jafn
hrifið en ég fer ekki
ofan af því að þessi
bók er virkilega góð
lesning fyrir fólk
sem er áhugasamt
um tilvistarkreppur
annarra. Ég hef miklar mætur á
Friðgeiri Einarssyni. Honum tekst
að gera verslunarferð manns um
miðja nótt, þar sem ekkert sér-
stakt gerist, að skemmtilesningu.
Allir ættu að lesa bækurnar hans
Friðgeirs, og ef þú lest þetta, Frið-
geir, þá er ég stærsti aðdáandi
þinn.
TINNA EIRÍKSDÓTTIR ER AÐ LESA
Hryllingur og furðusögur
Tinna Eiríks-
dóttir er fram-
haldsskóla-
kennari.