Morgunblaðið - 11.02.2022, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2022
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Tveir karlmenn á þrítugsaldri eru í
haldi lögreglu eftir að tilkynnt var
um skotárás í Grafarholti á fjórða
tímanum í fyrrinótt. Skotið var á
karl og konu sem voru stödd utan-
dyra í hverfinu. Þau voru flutt á
slysadeild þar sem gert var að sár-
um þeirra, en eru ekki í lífshættu.
Samkvæmt upplýsingum mbl.is er
um Íslendinga að ræða sem oft hafa
komið við sögu lögreglu.
Lögreglan var með mikinn við-
búnað vegna málsins og var sér-
sveit ríkislögreglustjóra kölluð til.
Hald var lagt á ökutæki og skot-
vopn, sem lögreglan telur að hafi
verið notuð við verknaðinn. Tekið
var fram að hún teldi almenningi
ekki stafa hætta af þessu fólki, um
stakt tilvik hefði verið að ræða.
Tveir í haldi eftir
skotárás í Grafarholti
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Samanlagður hagnaður Íslands-
banka, Landsbankans og Arion
banka á árinu 2021 nam rúmum 81
milljarði króna. Jókst hann um
152% milli ára. Var 32,2 milljarðar
árið 2020. Mestum hagnaði skilaði
Landsbankinn eða 28,9 milljörðum
en hagnaður Íslandsbanka var 23,7
milljarðar.
Sá þáttur sem hefur mest áhrif á
bætta afkomu bankanna milli ára er
viðsnúningur í virðismati útlána-
safna þeirra. Árið 2020 færðu þeir
söfn sín niður um 25,8 milljarða
króna, mest hjá Landsbankanum
eða um 12 milljarða en á nýliðnu ári
voru sömu söfn færð upp um sam-
tals 13,2 milljarða. Mest hjá Lands-
bankanum, 13,2 milljarðar króna.
Viðsnúningur í virðisbreytingum
nam því 39 milljörðum króna.
Arðsemi á eigið fé bankanna
jókst samfara bættri afkomu. Fór
hlutfallið úr 6,5% í 14,7% hjá Arion
banka og 14,2% hjá Íslandsbanka
sem hafði skilað arðsemishlutfalli
upp á 7,6% ári fyrr. Þá fór arðsemi á
eigið fé Landsbankans úr 4,3% í
10,8%.
Vaxtamunurinn minnkar
Þegar litið er yfir vaxtamun
bankanna (sjá töflu) má sjá að
vaxtamunur hefur farið minnkandi
frá fyrra ári. Mestur hefur stöð-
ugleikinn verið í álagningu Arion
banka þar sem munurinn hefur
haldist á þröngu bili milli 2,8% til
2,9% síðustu árin. Í tilfelli Íslands-
banka hefur hann trappast hratt
niður úr 2,9% árið 2018 í 2,4% í
fyrra. Minnstur er vaxtamunurinn
hjá Landsbankanum sem var 2,3% í
fyrra og hafði lækkað úr 3,2% árið
2018.
Aukin útlán til viðskiptavina
Útlánasöfn bankanna hafa vaxið
að umfangi á liðnu ári. Má nefna að
lán til viðskiptavina Arion banka
fóru úr 823 milljörðum 2020 í 936
milljarða í fyrra. Þá jukust útlán Ís-
landsbanka til viðskiptavina um
7,9% og segir bankinn að það skýrist
fyrst og fremst af auknum umsvifum
á sviði fasteignalána. Hin auknu um-
svif á lánabók bankanna valda því að
þótt vaxtamunur hafi farið minnk-
andi aukast vaxtatekjur allra bank-
anna milli ára. Er þar ekki um stórt
stökk að ræða. Hjá Arion banka fóru
hreinar vaxtatekjur úr 31,2 milljarði
2020 í 32,1 milljarð 2021. Hjá Ís-
landsbanka uxu þær úr 33,4 í 34
milljarða og Landsbankinn jók
tekjur sínar um 900 milljónir í 39
milljarða.
Arðgreiðslur fyrirhugaðar
Forsvarsmenn bankanna hafa bent
á það um alllangt skeið að miklar eig-
infjárkröfur á þá geri þeim erfitt um
vik að ná arðsemi á þá fjármuni sem
bundnir eru í stofnununum. Hins
vegar er ljóst að góður rekstur nýlið-
ins ár eykur til muna svigrúm þeirra
til þess að skila fé til eigenda sinna.
Af þeim sökum hafa bankarnir allir
gefið út áætlanir um arðgreiðslur á
yfirstandandi ári og munu þær,
ásamt uppkaupum á eigin bréfum
nema að minnsta kosti 53 milljörðum
króna á þessu ári. Sennilegra er að sú
fjárhæð verði mun hærri.
Þannig hyggst Arion banki greiða
út 22,5 milljarða króna auk þess sem
hann á enn ónýtta heimild til kaupa
á eigin bréfum að fjárhæð 4,3 millj-
arðar króna. Stjórn Landsbankans
leggur til við aðalfund að greiddur
verði út 14,4 milljarða arður til ís-
lenska ríkisins en þá hefur einnig
verið gefið út að stjórnin skoði út-
greiðslu „sérstaks arðs“ eins og það
er orðað, án þess að tilgreint sé í
hverju hann skuli felast. Íslands-
banki hyggst greiða út 11,9 milljarða
í formi arðs en þá hefur einnig verið
gefið út að stefnt sé að útgreiðslu
umfram eigin fjár sem tilheyrir svo-
kölluðum almennum eiginfjárþætti
1, sem metinn er á 40 milljarða
króna. Verður það gert, að frádreg-
inni fyrrnefndri arðgreiðslu upp á
11,9 milljarða á næstu 12 til 24 mán-
uðum.
Hagnaður bankanna nam
81 milljarði króna í fyrra
- Vaxtamunur minnkaði milli ára - Arðsemi eiginfjár frá 10,8% og upp í 14,7%
Afkoma og vaxtamunur bankanna
Arion banki Íslandsbanki Landsbankinn
Eigið fé
681 ma.kr. í lok
árs 2021
Hreinar vaxtatekjur
105 ma.kr. eða
+2,3%milli ára
Virðisbreytingar
+13,2 ma.kr.
2021
en -25,8ma.kr. 2020
Hagnaður
2018 2019 2020 2021
Arion banki 7,8 1,1 12,4 28,6
Íslandsbanki 10,6 12,7 9,3 23,7
Landsbankinn 19,3 18,2 10,5 28,9
Arðsemi eigin fjár
2018 2019 2020 2021
Arion banki 3,7% 0,6% 6,5% 14,7%
Íslandsbanki 6,1% 4,8% 7,6% 14,2%
Landsbankinn 8,2% 7,5% 4,3% 10,8%
Vaxtamunur
2018 2019 2020 2021
Arion banki 2,8% 2,8% 2,9% 2,8%
Íslandsbanki 2,9% 2,8% 2,5% 2,4%
Landsbankinn 3,2% 2,8% 2,5% 2,3%
Hagnaður
2018-2021
2018 2019 2020 2021
ma.kr.
28,6
23,7
28,9
Maðurinn sem
lést í bílslysi við
Framhaldsskól-
ann á Laugum í
Reykjadal í síð-
ustu viku hét
Kristinn Aron
Curtis Arn-
björnsson. Hann
var 19 ára.
Kristinn varð
fyrir bíl þegar
hann var að renna sér í brekku sem
liggur nærri vegi upp að skólanum.
Haldin verður minningarathöfn í
matsal skólans í dag klukkan tvö.
Séra Þorgrímur Daníelsson sóknar-
prestur mun leiða athöfnina, að því
er fram kemur í tilkynningu á vef
skólans.
Lést í bílslysi á
Laugum í Reykjadal
Kristinn Aron Curtis
Arnbjörnsson
SÓL Í SUMAR
BÓKAÐU ALLT FRÍIÐ Á EINUM STAÐ!
SÍMI 585 4000 WWW.UU.IS
ALMERÍA
FLUG OG GISTING
ARENA CENTER HOTEL 4*
VERÐ FRÁ 84.900 KR
VERÐ Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA & 2 BÖRN Í 10 DAGA FERÐ
FERÐATÍMABIL: BEINT FLUG TIL ALMERÍA 6. JÚNÍ - 9. ÁGÚST
PORTÚGAL
FLUG OG GISTING
CLUB ALBUFEIRA .
VERÐ FRÁ 95.900 KR
VERÐ Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA & 2 BÖRN Í 7 DAGA FERÐ
FERÐATÍMABIL: BEINT FLUG TIL ALMERÍA 7. JÚNÍ - 23. ÁGÚST
INNIFALIÐ: FLUG, GISTING, MORGUNVERÐUR, INNRITAÐUR FARANGUR OG HANDFARANGUR
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Sjálfstæðismenn í Reykjavík ætla að
halda opið prófkjör um miðjan mars-
mánuð fyrir borgarstjórnarkosning-
arnar, sem fram fara 14. maí. Það
verður með hefðbundnu sniði, en áð-
ur höfðu komið fram ýmsar aðrar til-
lögur um afbrigði frá því.
Vörður – fulltrúaráð sjálfstæðis-
félaganna í Reykjavík kom saman á
fjölmennum fundi á Hilton hótel
Nordica í gærkvöld, þar sem ákveðið
var að viðhafa opið prófkjör í
Reykjavík og var tillaga þess efnis
samþykkt samhljóða.
Ákveðið var að prófkjörið fari
fram 12. eða 19. mars, en yfirkjör-
stjórn mun ákvarða endanlega dag-
setningu, framboðsfrest og annað
slíkt á næstu dögum, en það verður
auglýst sérstaklega.
Athygli vekur að hér verður um
opið prófkjör að ræða. Allir fullgildir
flokksfélagar í sjálfstæðisfélögunum
í Reykjavík, sem þar eru búsettir,
geta tekið þátt í prófkjörinu, en einn-
ig þeir stuðningsmenn Sjálfstæðis-
flokksins, sem eiga munu kosninga-
rétt í Reykjavík við kosningarnar í
vor og undirritað hafa inntökubeiðni
í sjálfstæðisfélag í Reykjavík fyrir
lok kjörfundar.
Vonast er til þess að sú aðferð
dragi nýja fylgismenn að flokknum.
Nokkrir flokkadrættir hafa verið í
aðdraganda kosninganna og bæði
rætt um prófkjör, leiðtogaprófkjör,
að fulltrúaráðið kjósi á lista eða jafn-
vel uppstillingu. Ýmsir frambjóðend-
ur hafa þegar gefið sig fram, margir
merktir tilteknum fylkingum, svo
legið gæti við óopinberu listakjöri.
Opið prófkjör
um miðjan mars
- Sjálfstæðismenn samþykkja prófkjör
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Valhöll Prófkjörið í fyrra þótti vel
heppnað og margar nýskráningar.