Morgunblaðið - 11.02.2022, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.02.2022, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2022 ✝ Sólrún Júl- íusdóttir fædd- ist í Njarðvík 5. september 1955. Hún lést á Hel- brigðisstofnun Vesturlands 2. febrúar 2022. Faðir hennar var Júlíus Sigmar Stefánsson f. 16. júní 1912, d. 7. október 1989, móð- ir hennar var Guðfinna Björg Þorsteinsdóttir f. 27. júlí 1918, d. 28. maí 1984. Systkini Sólrúnar eru Ólafur Jóhann Júlíusson f. 23. apríl 1936 , d. 12. ágúst 2021. Anna Kristbjörg Júlíusdóttir, f. 3. mars 1938, d. 20. maí 2019. Konráð Halldór Júlíusson, f. 17. apríl 1939. Sigurður Stefán Júl- íusson, f. 11. sept. 1942. Björk Sigurbjörg Júlíusdóttir f. 20. júní 1945. Hallfríður Maggý Júlíusdóttir 4. okt. 1947, d. 27. sept. 1977. Andrés Bergsteinn Júlíusson f. 13. apríl 1951. Kol- brún Jóhanna Júlíusdóttir f. 19. mars 1961. Sonur hennar er Halldór Jóhann Kristjánsson f. 27. janúar 1977. Halldór er arlandi og eignast svo soninn Halldór í janúar árið 1977. Þau flytja síðan í Stykkishólm árið 1979 og búa fyrst að Þvergötu 4, síðan á Silfurgötu 4 þar til þau flytja í sitt eigið hús sem þau byggðu að Ásklifi 14 árið 1987. Sólrún vann í Þórsnesi við fiskvinnslu og var þar mats- maður einnig vann hún í slát- urhúsinu á haustin. Árið 1985 byrjar Sólrún að vinna sem kennari við Grunnskólan í Stykkishólmi og fljótlega náði hún sér í kennsluréttindi. Þar starfaði hún óslitið til ársins 2015 en seinni hlutann var hún kominn í skert starfshlutfall. Árið 2015 hætti Sólrún að vinna vegna heilsubrests. Sólrún var til margra ára virkur meðlimur Hestaeigend- afélags Stykkishólms og hesta- mannafélagsins Snæfellingur þar sem hún gegndi meðal ann- ars formennsku. Einnig tók hún virkan þátt í Sálrannsóknarfélagi Stykk- ishólms. Árið 2017 hóf Sólrún sambúð með Siggeiri Ingólfssyni og bjuggu þau saman þar til hún lést. Útför Sólrúnar fer fram í dag, 11. febrúar 2022, frá Stykkishólmskirkju klukkan 14. giftur Snæbjörtu Söndru Gests- dóttur f. 15. mars 1985. Saman eiga þau börnin Júlíus Már Halldórsson f. 17. desember 2004 og Álfheiði Sól Halldórsdóttur f. 12. júlí 2012. Sólrún var gift Kristjáni Breið- fjörð Magnússyni (brúðkaup var árið 2007) og skildu þau árið 2012. Sólrún var í sambúð með Siggeir Ing- ólfssyni og hófu þau sambúð árið 2017 til dánardags. Sólrún fæddist í Njarðvík þar sem hún bjó ásamt for- eldrum sínum. Þegar Sólrún var 13 ára fluttist hún út til Bandaríkjanna til Önnu eldri systur sinnar og var þar næstu sjö ár. Sólrún stundaði nám í Bandaríkjunum ásamt því að vinna í sirkus og á hestabú- garði. Upp úr 1975 flyst Sólrún aftur heim og eru þá foreldrar hennar fluttir á Borgarland í Helgafellssveit nálægt Stykk- ishólmi. Árið 1976 hefur Sólrún sambúð með Kristjáni á Borg- Við mamma áttum einstakt samband sem erfitt er að setja í orð. Við upplifðum nánast allt saman, sorg sem gleði. Það leið eiginlega ekki sá dagur sem við heyrðum ekki hvort í öðru eða sáumst. Þegar ég var mjög ungur kynnti mamma mig fyrir hestum og hestamennsku sem tengdi okk- ur saman alla tíð. Við fórum á ófá hestamótin og ferðir sem voru æv- intýri og mikil gleði. Mamma var stoð mín og stytta sem hvatti mig ávallt áfram í því sem ég tók mér fyrir hendur. Sagði hún mér að sér væri alveg sama hvað ég myndi læra svo framarlega sem ég kláraði eitthvert nám. Einnig deildum við áhuga á bílum og þá aðallega gömlum amerískum köggum sem henni þóttu rosalega töff. Elsku mamma, það var alltaf hægt að leita til þín, sama hvað málið var, og þú tókst alltaf á móti. Hélst verndandi hendi yfir mér og þrátt fyrir öll mín prakkarastrik eða misgáfulegar tilraunir varstu alltaf til staðar. Svo þegar barna- börnin þín, þau Júlíus Már og Álf- heiður Sól, komu þá lenti ég í öðru sæti. Samband þitt við þau var einstakt og mjög náið og eins og þú varst alltaf til staðar fyrir mig tókstu alltaf vel á móti þeim enda voru þau í raun þínir stærstu gim- steinar. En því miður þá ertu farin yfir í sumarlandið fallega og ert núna með þínum nánustu þar og eflaust hafa orðið miklir fagnaðarfundir enda ertu núna loksins laus við alla verki og sársauka sem veik- indi þín ollu. Elsku mamma, þín verður sárt saknað og þrátt fyrir að ég viti að þér líður betur núna á ég eftir að sakna þess að hringja í þig með fréttir af hestunum, fara með þér upp í hesthús og heyra frá þér og hlusta á hláturinn þinn. Þinn sonur, Halldór Jóhann Kristjánsson. Við Sólrún kynntumst fyrst þegar hún var kennari minn í grunnskólanum í Stykkishólmi og fékk það krefjandi verkefni að kenna mínum bekk sem var ekki þekktur fyrir að vera sá auðveld- asti. Henni tókst þó að hafa ágætis hemil á okkur og var hún án efa minn uppáhaldskennari sem og margra í skólanum. En hún losn- aði ekki við mig eftir útskrift blessunin því rúmlega ári eftir að ég útskrifaðist úr skóla byrjaði samband mitt og sonar hennar og þá varð ekki aftur snúið og þar með byrjaði okkar samband sem tengdadóttir og tengdamamma. Við Sólrún vorum svo sem ekki alltaf sammála en það ríkti á milli okkar mikill kærleikur og virðing og var hún ávallt til í að hjálpa og vera til staðar þegar á þurfti að halda. Sólrún var stór hluti af mínu lífi, ekki bara sem kennari eða tengdamamma heldur líka sem amma barnanna minna sem voru ekki lengi að vefja henni um fing- ur sér og var fátt sem henni fannst skemmtilegra en að dekra þau. Elsku Sólrún, ég trúi því ekki enn að ég sitji hér og sé að skrifa minningargrein um þig og að núna sértu farin yfir í sumarlandið. En eftir sitja fallegar minningar um frábæra tengdamömmu, yndis- lega ömmu og magnaðan kennara sem hafði mikið fyrir því að koma mér í gegnum grunnskólann og það var sko ekki auðvelt verkefni. Þín verður sárt saknað af mér og syni þínum sem og barnabörnun- um þínum og margar góðar minn- ingar sem við getum yljað okkur við. Takk fyrir allt saman elsku Sólrún. Þín tengdadóttir, Snæbjört. Nú hefur myndast stórt skarð í fjölskylduna okkar eftir fráfall Sólrúnar. Við systur eigum Sólrúnu mikið að þakka. Hún hefur oft verið okk- ur þvílík stoð og stytta í gegnum lífið. Allar bjuggum við hjá henni minnst einn vetur á yngri árum og síðar mörg af börnunum okkar líka. Ásklifið var alltaf opið fyrir okkur þegar á þurfti að halda og henni þótti ekki leiðinlegt að of- dekra krakkana. Mörg af þeim litu á hana sem ömmu og hún stóð sig æðislega í því hlutverki. Sólrún kom með okkur í hesta- ferð á nánast hverju ári. Hún skrapp stundum á bak en annars fylgdi hún okkur á bíl, sem var fullkomið fyrir krakkana sem voru annaðhvort of ung ennþá til að ríða með eða vildu hvíla sig inn á milli. Oft þegar þau þurftu svo að bíða eftir okkur stytti Sólrún þeim stundir með því að segja þeim frumsamdar sögur sem hún skáld- aði jafnóðum út frá umhverfinu. Það var stutt í barnið hjá henni og hún var alltaf til í að henda sér í einhverja vitleysu með okkur. Amma, umhyggja, hjálpsemi, húmor, þolinmæði, náttúruafl, hlýja, hlátur, gjafmildi, bakkelsi, dýravinur, fíflagangur, mögnuð þolinmæði gagnvart óþolandi nemendum, virðing, klár, hrein- skilin, hjartahlý, hestóð, gleði, kjarkmikil, þolinmæði aftur og bráðskemmtileg. Þetta er það sem okkur og börnunum okkar þótti lýsa henni best. Elsku Sólrún. Mikið eigum við eftir að sakna þín. Að geta leitað til þín og notið nærveru þinnar var okkur ómet- anlegt. Allar góðu samverustundirnar sem við höfum átt saman munu lifa í hugum og hjörtum okkar allra. Gréta, Guðfinna, Jóhanna, Halla og börn. Elsku amma, þú varst góð og falleg amma sem gerðir góðan mat og passaðir okkur mjög vel. Okkur þykir endalaust vænt um þig og við eigum eftir að sakna þín rosalega mikið. Við vonum að þér líði betur núna þarna uppi á himnaríkinu. Við vitum að þú verður fallegur engill sem kemur alltaf til með að passa okkur. Við elskum þig mjög mikið og takk fyrir allt. Þín barnabörn, Júlíus Már og Álfheiður Sól. Sólrún Júlíusdóttir ✝ Ólöf Alda Ólafs fæddist í Borg- arnesi 17. nóvember 1940. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 4. febrúar 2022. Foreldrar henn- ar voru Hlíf Matt- híasdóttir hús- freyja, f. 27.4. 1899 í Haukadal í Dýra- firði, d. 10.11. 1996, og Ólafur Gísli Magnússon skip- stjóri, f. 23.9. 1893 á Sellátrum í Tálknafirði, d. 24.3. 1961. For- eldrar Hlífar voru Marsibil Ólafs- dóttir húsfreyja, f. 4.9. 1869 á Rauðsstöðum í Auðkúluhreppi, d. 24.7. 1964, og Matthías Ólafs- son alþingismaður frá Haukadal, f. 25.6. 1857, d. 8.2. 1942. For- eldrar Ólafs voru Sigrún Ólafs- dóttir ljósmóðir, f. 10.3. 1855 á Auðkúlu í Auðkúluhreppi, d. 10.11. 1930, og Magnús Krist- Ólafur B. Ólafs, f. 28.4. 1908, d. 3.1. 1945, og Fríða Kristín Gísla- dóttir, f. 29.6. 1911, d. 2.12 .2002. Börn Ólafar og Gísla eru: 1) Fríða Kristín, f. 1959, gift Sig- urði Þór Ásgeirssyni, f. 1961. 2) Anna Hlíf, f. 1963, sambýlis- maður Nils Jörgen Davidsen, f. 1959. 3) Bryndís Marsibil, f. 1965, sambýlismaður Luca Pozzi, f. 1979. 4) Ólafur Gísli, f. 1967, d. 1991. 5) Björn, f. 1968, sambýlis- kona Laufey Óskarsdóttir, f. 1969. Barnabörnin eru átta: Ar- on Daníel, Andri Ólafur, Jóel Ólafur Gísli, Indy Alda, Sindri Snær, Kristín Rós, Opale Hlíf og Hákon Máni. Ólöf sinnti ýmsum störfum; barnagæslu, söng og starfaði hjá Símanum en lengst af, og eftir að börnunum fjölgaði, vann hún á heimilinu og titlaði sig ávallt sem húsmóður þar til yfir lauk. Útför Ólafar fer fram frá Frí- kirkjunni í Reykjavík í dag, 11. febrúar 2022, kl. 11. Streymt verður frá útförinni á slóðinni: https://youtu.be/KnSgFmYtEOA jánsson, bóndi og skipstjóri, f. 23.9. 1858 á Lokinhömr- um í Auðkúlu- hreppi, d. 9.10. 1931. Systkini Ólafar eru Matthías mál- arameistari, f. 30.9. 1927, d. 16.10. 1998; Marsibil Magnea húsfreyja, f. 11.3. 1929, d. 3.3. 2015; Sigrún Helga (Rúrý) skrif- stofumaður, f. 30.8. 1930, d. 28.1. 2022; Roy skipstjóri, f. 2.8. 1933, d. 12.10. 1997. Ólafur átti tvo syni af fyrra hjónabandi, Svavar klæðskerameistara, f. 7.8. 1919, d. 14.1. 2007, og Gunnar, skip- stjóra og framkvæmdastjóra, f. 20.7. 1921, d. 18.9. 2021. Ólöf giftist 4.8. 1961 Gísla Ólafs rafvirkjameistara og fram- kvæmdastjóra, f. 3.11. 1936, d. 8.9. 2010. Foreldrar hans voru Elsku mamma mín, ég er í endalausu þakklæti fyrir hvað þú hugsaðir vel um mig, bæði í barnæsku og eftir að ég flutti að heiman. Ég gleymi aldrei skírn- arveislunni sem þú hélst fyrir mig þegar Aron var skírður, þú töfraðir fram veislu sem var engu lík með flottu kökunum þín- um. Þú hefur alltaf verið mín fyr- irmynd elsku mamma mín, ég hef lært svo mikið af þér. Þú eld- aðir besta mat í heimi og lamba- lærið sem þú varst alltaf með á sunnudögum var engu líkt. Jólin eru sterk í minningu minni frá því ég var barn, jólabaksturinn, ekki bara þrjár sortir heldur alla vega sjö mismunandi smákökur sem ekki var hægt að standast, kökuboxin voru oft opnuð í laumi þegar þú varst sofnuð á kvöldin. Við systurnar gerðum þetta í sameiningu, ein fór að tékka á hvort þú værir sofnuð og hélt vakt á meðan laumast var í smá- kökurnar. Þú hafðir svo marga hæfileika, söngur og gítarspil er mér líka ofarlega í huga, og heyrðist söngur þinn um allt hverfið þegar þú varst að æfa þig fyrir kóræfingar. Síðasta heim- sóknin til mín til Danmerkur var fyrir fjórum árum. Ég er svo þakklát fyrir að þú náðir að koma til mín með Fríðu og Bryn- dísi, við áttum yndislegar stundir saman sem ég gleymi aldrei. Elsku mamma mín, það er svo gott að þú ert komin hinum meg- in til pabba, Óla bróður og allra hinna. Knúsaðu þau öll frá mér. Þú munt alltaf verða stærsta stjarnan á himninum. Elska þig mamma mín. Þín dóttir, Anna Hlíf Gísladóttir. Kæra mamma mín. Ég á margar góðar og ljúfar minning- ar um þig. Efst í huga mínum er hversu góð og kærleiksrík móðir þú varst við börnin þín. Síðan ég man eftir mér þá var alltaf gaman að heyra þig syngja með þína hljómfögru og háu rödd þegar þú varst að æfa þig fyrir kóræfingar hjá Selkórnum eða fyrir tónleika. Ég elskaði allan matinn sem þú matreiddir, enda listakokkur, eins og lambalundir sem þú eld- aðir í hinni margtöluðu kebab-vél sem pabbi heitinn flutti inn frá BNA. Einnig var alltaf gaman að borða kökurnar sem þú bakaðir og er mér minnisstæðust púð- urskotatertan eins og ég kallaði hana eða rjómatertan með makkarónum og ávöxtum. Þú elskaðir að ferðast um heiminn og fór ég í nokkrar ut- anlandsferðir með þér og pabba, eins og til Ibiza, Spánar og Portúgals. Þú hafðir gaman af að heim- sækja og skoða marga merka staði erlendis og vera á strönd- inni í sólinni með fjölskyldunni. Margt skemmtilegt gerðum við líka á ferðalögum okkar inn- anlands og er mér minnisstæðast ferðalag okkar um hringveginn með pabba 1995 þegar við byrj- uðum á að fara til Vestmanna- eyja með Herjólfi og ræddum hvað innsiglingin væri falleg og fuglalífið stórbrotið. Næst fórum við til Egilsstaða og á öllum viðkomustöðum gist- um við á góðum hótelum eins og heimsborgurum sæmir. Einnig voru öll önnur ferðalög okkar um landið skemmtileg og minnisstæð. Meðal ástríðna þinna voru tónlist, dans, ferðalög, prjóna- skapur, söngur og að fylgjast með íslenska landsliðinu í hand- bolta. Töluðum við um það fyrir stuttu hvað handboltinn væri skemmtileg íþrótt vegna þess að það væri alltaf eitthvað að gerast inni á vellinum allan tímann. Ég mun sakna þín mikið mamma mín og þú verður alltaf í huga mér sem falleg og sterk kona sem gerði hlutina alltaf vel og vandlega. Guð blessi þig elsku mamma mín. Hvíl í friði. Þinn sonur, Björn Gíslason. Líður að dögun, léttir af þoku, ljóðin sín kveða fuglar af snilld. Sönginn og daginn, Drottinn, ég þakka, dýrlegt er orð þitt, lind sönn og mild. (Sigríður Guðmarsdóttir) Á júlídegi árið 1970 fluttum við í húsið okkar á Seltjarnar- nesi. Tilhlökkunin var mikil, þótt hvorki hús né lóð væru að fullu frágengin, en allt í kringum okk- ur leyndust blóm og aðrar ger- semar, Valhúsahæð og fjaran. Í húsinu neðar á ströndinni var fjölskylda með barnahóp. Út um eldhúsgluggann minn sá ég hús- móðurina, glæsilega konu, stjórna húshaldi með þvílíkri prýði að unun var á að líta. Fljótt kom í ljós að Bryndís hennar og Sigríður okkar urðu perluvin- konur og léku sér daginn langan og sólin skein á fallegu rauðu kollana. Við mæðurnar fórum að dæmi þeirra og urðum góðar vin- konur, enda Ollý ljúf og létt. Á þá vináttu bar aldrei skugga. Tíminn er fugl sem flýgur hratt. Við stofnuðum saumaklúbb með góðum vinkonum. Ollý var mik- ilvirk í Selkórnum á Seltjarnar- nesi, hún var með fagra og tæra rödd og hafði áður sungið opin- berlega. En lífið er fallvalt, þau Gísli og Ollý misstu Óla sinn ungan á morgni lífsins, þau sár greru seint, einnig átti Gísli við mikla vanheilsu að stríða seinni árin og þá reyndi á konu hans. Eftir lát Gísla flutti Ollý í Garðabæ, ná- lægt elstu dóttur sinni. En heils- an var ekki sem skyldi. Börnin hennar voru afskaplega nærgæt- in og henni góð. Megi góðir engl- ar vaka yfir allri fjölskyldunni. Nú eru ferðalok. Við Guðmar minn kveðjum og þökkum. Far vel mín kæra, þín vinkona Ragna Bjarnadóttir. Ólöf Alda Ólafs en hann varð þeim mun sterkari liðsmaður sem stjórnarmaður í báðum stjórnum knattspyrnu- og körfuknattleiksdeilda Vals til margra ára. Í frístundum var tíminn vel nýttur í golf, skalla- blak og bumbubolta og ekki skemmdi að tylla sér á eftir yfir dönsku vatnsglasi eins og það er stundum kallað. Það var alla tíð einkennandi hve samviskusamur Bjarni var alla tíð og ef hann tók eitthvað að sér þurfti ekki að efast um að verkefninu yrði skil- að með prýði. Bjarni sinnti ábyrgðarstöðum í þeim fyrir- tækjum sem hann starfaði fyrir, hann var afar töluglöggur og átti mjög auðvelt með að halda utan um höggafjölda í golfinu, ekki að- eins í hollinu sem hann lék í, held- ur eins og stundum var orðað hollunum fyrir framan og aftan. Bjarni hafði leik- og listhæfileika og var fljótur að laða fram hlát- urinn þegar hann var búinn að setja sig í réttu stellingarnar með eftirhermur þar sem Ólafur Ragnar lá vel fyrir honum. Liðið hans Bjarna í enska boltanum var West Ham og þeir nutu sama trúnaðar og Valur gerði alla tíð. Bjarni naut alla tíð mikils trausts hann var prinsippmaður en þurfti aldrei að troða sér í fremstu röð. Bjarni og Emilía Ólafsdóttir eig- inkona hans, sem alltaf hefur ver- ið kölluð Milla, hafa verið ein- staklega samhent og hamingju- söm og eignuðust Sigurveigu, Brynjólf og Ólafíu og 12 barna- börn. Einstaklega vandaður mað- ur hefur hvatt og við viljum þakka órofa trausta vináttu sem við kölluðum heilaga þrenningu um leið og við sendum okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Ingi Björn Albertsson og Magdalena Kristinsdóttir, Halldór Einarsson og Esther Magnúsdóttir. Bjarni æskuvinur minn er lát- inn. Við vorum nágrannar á Miklu- brautinni og vorum góðir leik- félagar. Klambratúnið var okkar leikvöllur. Við alls kyns útileiki og sprell uxum við úr grasi en komumst svo til nokkurs vits og hófum skólalærdóm. Við gengum þá saman í Ísaksskóla og Austur- bæjarskólana. Bjarni fór í lands- próf og í MR og síðan í viðskipta- fræði. Við héldum vinskapnum og eftir viðskiptafræðinámið fórum við að vinna saman í fyrirtækj- unum Skrifstofutækni og Penn- anum. Síðar varð Bjarni einn af for- svarsmönnum Esso olíufélagsins og skilaði þar, eins og ávallt, góðu starfi. Þegar hann hætti þar störfum varð hann stjórnarfor- maður Pennans þar til fyrirtækið var selt til nýrra eigenda 2005. Klambratúnsfélagar fóru í Val á Hlíðarenda. Það var okkar fé- lag. Það var gaman að fylgjast með færni Bjarna í íþróttum og voru boltagreinarnar í sérstöku uppá- haldi hjá honum, hann var i meistaraflokki i fótbolta og spil- aði með úrvalsliði í körfubolta. Seinni árin tók golfið við. Mikill keppnismaður var Bjarni og starfaði hann einnig í stjórn Vals um áraraðir. Ég á Bjarna mjög mikið að þakka. Hann var úrræðagóður, hafði góða yfirsýn og var vand- virkur og samviskusamur. Við unnum vel saman þótt við værum um margt ólíkir, sem ég held að hafi frekar verið til bóta. Það var alltaf gott að ræða við Bjarna um ýmis framtíðarplön og vendingar i viðskiptum. Margar góðar minningar rifjast upp frá langri traustri samleið okkar, þær eru dýrmætar og þakklæti er mér efst í huga þegar horft er til baka. Við Þórdís sendum Millu og fjölskyldu þeirra Bjarna, ætt- ingjum og öðrum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning um góðan dreng. Gunnar B. Dungal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.