Morgunblaðið - 11.02.2022, Blaðsíða 40
FULLKOMIN
ÞÆGINDI
FALLEG
HÖNNUN OG
ÞÆGINDI
PANDORA
HÆGINDASTÓLAR
HLEÐSLUSTÓLLMEÐ 3 MÓTORUM
STILLANLEG HJÓNARÚM
MEÐ BODYPRINT DÝNU
– EIN ALLRA BESTA HEILSUDÝNA Í HEIMI
ZERO
GRAVITY
Allt fyrir góðan svefn
og betri heilsu
Sýning Claire Paugam,
„Anywhere but Here“,
verður opnuð í Listasal
Mosfellsbæjar í dag,
föstudag, kl. 16 til 18.
Claire er frönsk lista-
kona fædd árið 1991
sem býr og starfar í
Reykjavík. Hún hefur
verið áberandi í ís-
lensku myndlistarlífi,
fékk til að mynda
hvatningarverðlaun
Myndlistarsjóðs árið
2020 og hélt einkasýn-
ingu í D-sal Listasafns Reykjavíkur á síðasta ári. Þessi
nýja sýning Claire samanstendur af tveimur verkum,
annars vegar „dagbókum undirmeðvitundarinnar“ sem
er sería af stafrænum klippimyndum með teikningum
og hins vegar „Á milli inni í mér“ en það er margmiðl-
unaruppsetning með færanlegum skúlptúrum.
Claire Paugam opnar sýningu
í Listasal Mosfellsbæjar í dag
FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 42. DAGUR ÁRSINS 2022
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 776 kr.
Áskrift 8.383 kr. Helgaráskrift 5.230 kr.
PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr.
„Maður vill fara inn á stóru mótin. HM verður í júlí og
EM í ágúst. Þetta er því ógeðslega spennandi ár,“ segir
kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason sem stefnir að
því að keppa í fyrsta sinn í greininni á þessu ári í mars-
mánuði þegar hann fer á vetrarkastmót í Portúgal. »35
Þetta er ógeðslega spennandi ár
ÍÞRÓTTIR MENNING
Frá því Lukka byrjaði að æfa
hefur hún ætlað sér langt í íþrótt-
inni og hún hefur einsett sér að
komast að hjá erlendu liði sem
fyrst til þess að ná enn meiri
færni. „Vonandi get ég flutt út á
allra næstu árum. Ég hef fyrst og
fremst hugsað um Frakkland í því
sambandi og eftir Evrópumótið er
stefnan að taka þátt í heimsmeist-
aramótinu innan fárra ára.“
Klifurhúsið er sem annað heimili
Lukku og hún segir að vellíðanin
sem hún upplifir þar togi stöðugt í
sig og því njóti hún hverrar stund-
ar í húsinu. „Þetta er staður þar
sem ég veit að mér líður vel. Fé-
lagsskapurinn er mjög skemmti-
legur, stemningin er alltaf góð og
ég hef mjög gaman af klifrinu.“
Lukka hefur aldrei meitt sig al-
varlega í klifrinu. Hún segist
leggja áherslu á að gera hlutina
rétt en böggull fylgir skammrifi.
„Ég er mjög lofthræddur klifrari,“
upplýsir hún. „Það getur stundum
verið erfitt, sérstaklega þegar ég
er að keppa í línuklifri, en ég vinn
stöðugt í að komast yfir loft-
hræðsluna með það að leiðarljósi
að ég vil ekki láta neitt stoppa mig
í lífinu.“
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Undanfarinn áratug hefur Lukka
Mörk Sigurðardóttir æft klifur og
fram undan er fyrsta þátttaka Ís-
lendinga í Evrópukeppni, í Frakk-
landi í apríl. „Við vitum ekki hvar
við stöndum í samanburði við önn-
ur lönd en markmiðið er að gera
okkar besta og ná sem lengst,“
segir hún.
Lukka hefur staðið sig vel í
keppni til þessa og í liðinni viku
sigraði hún í kvennaflokki í klifur-
keppni Reykjavíkurleikanna, en
hún varð í 2. sæti í fyrra. „Ég er
mjög ánægð með árangurinn, því
við vorum með erlendan keppanda
og erlendan leiðasmið. Mótið var
mjög flott.“
Á Norðurlandamótinu 2019 varð
Lukka í 4. sæti í unglingaflokki og
hafnaði í 7. sæti á NM í fyrra.
Hún segir að þótt árangurinn á
Reykjavíkurmótinu hafi verið góð-
ur sé hún ekki síður ánægð með
gengið á þessum mótum. „Ég held
að sætin á þeim séu með stærstu
sigrum mínum til þessa.“
Þegar Lukka var átta ára byrj-
aði hún að æfa klifur. „Foreldrar
mínir voru í björgunarsveit og
stungu upp á því að ég prófaði
klifur,“ segir hún. „Ég ákvað að
gera það, fannst það geggjað
skemmtilegt og hef stundað íþrótt-
ina síðan.“
Vill komast í erlent lið
Klifursamband Íslands var
stofnað 27. september í fyrra. Um
1.500 manns stunda íþróttina í sex
félögum KÍ í Hafnarfirði, Reykja-
vík, á Akranesi, í Grundarfirði, hjá
Klifurfélagi Öræfa og á Laugar-
vatni en unnið er að frekari út-
breiðslu.
Lukka er í Klifurfélagi Reykja-
víkur og æfir í Klifurhúsinu í Ár-
múla auk þess sem hún er með
æfingaaðstöðu heima. „Núna æfi
ég ekki mikið heima en geri það til
þess að halda mér í formi þegar ég
kemst ekki á æfingu.“ Hún segist
annars æfa fimm sinnum vikulega
og hafi í raun verið atvinnumaður
síðan í fyrra. „Ég lít á klifur sem
vinnuna mína og styrktaraðilar
borga launin mánaðarlega. Öðru-
vísi gengi þetta ekki upp.“
Lofthræddur klifrari
- Lukka Mörk Sigurðardóttir er atvinnumaður í íþróttinni
Ljósmynd/Hafsteinn Snær Þorsteinsson
Í háloftum Lukka Mörk lætur loft-
hræðsluna ekki stöðva sig.
Ljósmynd/Sigtryggur Ari Jóhannsson
Öryggi Lukka Mörk Sigurðardóttir klifrar eins og kötturinn.