Morgunblaðið - 11.02.2022, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.02.2022, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2022 Raðauglýsingar Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Ath. Grímuskylda er á uppboðum Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Austurgata 10, Hafnarfjörður, fnr. 207-3493 þingl. eig. María Albertsdóttir, gerðarbeiðandi Hafnarfjarðarkaupstaður, þriðjudag- inn 15. febrúar nk. kl. 10:30. Austurgata 10B, Hafnarfjörður, fnr. 207-3495, þingl. eig. María Albertsdóttir, gerðarbeiðandi Hafnarfjarðarkaupstaður, þriðjudag- inn 15. febrúar nk. kl. 10:40. Ölduslóð 38, Hafnarfjörður, fnr. 208-0892, þingl. eig. María Albertsdóttir, gerðarbeiðandi Hafnarfjarðarkaupstaður, þriðjudag- inn 15. febrúar nk. kl. 11:15. Ölduslóð 38, Hafnarfjörður, fnr. 208-0893, þingl. eig. María Albertsdóttir, gerðarbeiðandi Hafnarfjarðarkaupstaður, þriðjudag- inn 15. febrúar nk. kl. 11:25. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu 10. febrúar 2022 Uppboð Ath. Grímuskylda er á uppboðum. Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri, sem hér segir: Laugartún 19E, Svalbarðsstrandarhreppi, 50% eignarhluti, fnr. 216- 0500, þingl. eig. Haraldur Ævarsson, gerðarbeiðandi Stapi lífeyris- sjóður, þriðjudaginn 15. febrúar nk. kl. 09:30. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra 10. febrúar 2022 UPPBOÐ Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Lausafjáruppboð verður haldið fimmtudaginn 10. mars 2022, kl: 14:00 að Hafnarstræti 1, Ísafirði: MVS01 Bifreiðin Kia Sorento árg 2018 Sýslumaðurinn á Vestfjörðum 10. febrúar 2022 Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30. Zumba Gold 60+ kl. 10.30. Kraftur í KR kl. 10.30, rútan fer frá Vesturgötu 7 kl. 10.10, Grandavegi 47 kl. 10.15 og Aflagranda 40 kl.10.20. Bingó kl. 13.30, spjaldið kostar 250 kr. Nánari upplýsingar í síma 411-2702. Allir velkomnir Árskógar 4 Smíðastofa með leiðbeinanda kl. 9-16. Opin vinnustofa kl. 9-12. Leikfimi og jóga með Milan kl. 10. Hádegismatur kl. 11.30- 12.30. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. Sími 411-2600. Boðinn Pílukast kl. 9 og kl. 13. Línudans fellur niður!!! Sundlaugin er opin frá kl. 13.30-16. Bólstaðarhlíð 43 Morgunkaffi í kaffihorninu kl. 10. Myndlist með Margréti Z. kl. 9.30. Leikfimi með Silju kl. 12.30. Línudans með Guðrúnu Sveinsdóttur kl. 13.30, hvetjum alla að koma og dansa sig inn í helgina, kostar 500 kr. skiptið. Opið kaffihús kl. 14.30. Bústaðakirkja Karlakaffi á föstudagsmorgni kl. 10. Stund fyrir heldri karla. Góð stund með léttu spjalli og Stefán Bjarnason verður gestur kaffisins að þessu sinni. Hann ætlar að sýna stuttmynd um þegar skálar voru reistir á vegum Jöklarannsóknarfélags Íslands. Kaffi og kurðerí á boðstólum. Stundin er í litlu kapellunni við safnaðarsalinn. Hlökkum til að sjá ykkur. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8.30-11. Opin Listasmiðja kl. 9-12. Morgunleikfimi með Halldóru á RÚV kl. 9.45-10. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Opin Listasmiðja kl. 13-15.45. Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30. Garðabær Pool-hópur í Jónshúsi kl. 9. Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 10. Dansleikfimi í Sjálandi kl. 9.30. Smiðjan opin kl. 13–16, allir vel- komnir. Gerðuberg Opin vinnustofa í Búkollulaut frá kl. 8,30, heitt á könn- unni. Gönguhópur (leikfimi og ganga) frá kl. 10. Prjónakaffi frá kl. 10- 12. Kóræfing kl. 13-15. Súmba-dansleikfimin hefst aftur á mánu- daginn kl. 10. Allir velkomnir. Gjábakki Kl. 8.30-11.30 opin handavinnustofa. Kl. 9-11.30 postulíns- málun. Kl. 9-11 botsíaæfing. Kl. 13-15.30 tréskurður. Kl. 14-15 sögur og fræði. Kl. 20 félagsvist. Gullsmári 13 Opin handavinnustofa kl. 9-12. Qi-gong heilsueflandi æfingar kl. 10. Fluguhnýtingar kl. 13. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Opin vinnustofa, handavinna frá kl. 10.30. Brids kl. 13. Hádegismatur kl. 11.30–12.30, panta þarf fyrir hádegi deginum áður. Korpúlfar Hugleiðsla og létt joga með Ingibjörgu kl. 8.30 í Borgum. Pílukast Korpúlfa kl. 9.30 í Borgum. Morgunleikfimi 9.45 í Borgum. Gönguhópur kl. 10 gengið frá Borgum og inni í Egilshöll, tveir styrk- leikahópar. Brids Korpúlfa kl. 12.30 í Borgum, hannyrðahópur Korp- úlfa kl. 12.30 í Borgum.Tréútskurður á Korpúlfsstöðum kl. 13 í dag. Allir hjartanlega velkomnir og hjartans ósk um góða helgi. Minnum á grímuskyldu í Borgum. Allir þeir sem taka þátt í Brids-hóp Korpúlfa þurfa að bera grímur. Bestu þakkir, við gerum þetta saman. Samfélagshúsið Vitatorgi Morgunkaffi og spjall kl. 9.30. Föstu- dagshópur í handverkstofu kl. 10.30-11.30. Hádegisverður frá kl. 11:30- 12.30, þarf ekki að panta fyrirfram, dansleikfimi með Auði Hörpu kl. 12.50-13.30, ókeypis og þarf ekki að skrá sig bara mæta, opin handa- vinnustofa frá kl. 13-16. Vöfflukaffi frá kl. 14.30-15.30. Verið velkomin til okkar í Samfélagshúsið Vitatorgi, Lindargötu 59. Síminn er 411-9450. Seltjarnarnes Kaffikrókur alla virka morgna milli kl. 9 og 11.30. Nám- skeið í tálgun / útskurði í smíðastofu Valhúsaskóla kl. 9.30. Söngstund í salnum á Skólabraut kl. 13. Kaffisopi á eftir, 400 kr. Skráning hafin á leiksýninguna ,,Er ég mamma mín?" í Borgarleikhúsinu. Farið verður fimmtudaginn 3. mars. Skráningarblöð liggja frammi á Skólabraut og Eiðismýri. Einnig má skrá sig í síma 8939800. Smáauglýsingar Bækur Bækur Lagersala á bókum hjá Þorvaldi bóksala laugardag kl. 10-16 Dvergholti 11, Hafnarfirði sími 898 9475 Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar .Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. .Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. .Smíðum gestahús – margar útfærslur. .Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. .Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Til sölu Lok á potta Eigum til lok á flest alla potta á lager. Td. stærðir 200x200, 210x210, 220x220, 235x235, kringlótt lok og átthyrnt lok. HEITIRPOTTAR.IS Sími 777 2000 Bílar Glæsilegt eintak. VOLVO XC60 Awd Inscription. Árgerð 2017, ekinn 65 Þ.KM, dísel, sjálfskiptur 6 gírar. Verð 5.450.000. Rnr.215917. Sá allra vinsælasti. MMC Outlander S Edition - Plug in hybrid Árgerð 2021 - Nýtt ökutæki. Sjálfskiptur. 360" myndavél - nappa leður topplúga hlaðinn au- kabúnaði. Verð 6.350.000. Rnr.227025 7 ára ábyrgð. KIA Sorento GT-Line Plug in hy- brid. Árgerð 2021, ekinn 12 Þ.KM, Bensín/Rafmagn - sjálfskiptur - Nappa leður - 360" myndavél. Verð 8.990.000. Rnr.215998. Klár í veturinn. TOYOTA Land Cruiser 150 Series 33" breyttur. Árgerð 2017, Ekinn 72 Þ.KM, Dísel, bakkmyndavél, krókur. Sjálfskiptur 6 gírar. Verð 7.750.000. Rnr.227001. Nánari upplýsingar veita Höfðabílar ehf. í síma 577-4747 Nú þegar það er 14 mánaða bið ef pantaður er nýr Ford eigum við þennan til á lager ! Nýr 2022 Ford Transit Trend L3H3. Til afhendingar strax ! Verð: 5.500.000,- án vsk. www.sparibill.is Hátúni 6 A – sími 577 3344. Opið kl. 10–18 virka daga. intellecta.is Vantar þig fagmann? FINNA.is ✝ Steinþór Ingv- arsson fæddist í Reykjavík 8. októ- ber 1936. Hann lést á Droplaugarstöð- um 25. janúar 2022. Foreldrar hans voru Guðrún Sig- ríður Guðmunds- dóttir frá Græna- nesi í Norðfirði, f. 25.12. 1902, d. 28.10. 1992, og Ingvar Jónsson frá Loftsstöðum í Flóa, f. 4.6. 1903, d. 3.6. 1979. Systkini Steinþórs eru: Guð- mundur Valgeir, f. 15.12. 1933, d. 2.10. 2021; Jóna, f. 12.10. 1935, d. 17.2. 2013; Torfhildur (Lolla), f. 11.10. 1937, og Svanhildur, f. 11.10. 1937, d. 4.3. 2020. Steinþór kvæntist 27. sept- ember 1958 Lilju Guðrúnu Sig- urðardóttur, f. 1939, d. 2019. Synir þeirra eru: 1) Sigurður Ingvar, f. 1960, börn hans og Örnu Dungal eru Snorri, Atli, Fríður og Höskuldur, barna- börnin eru orðin 10. 2) Gunnar, f. 1963, synir hans og Guðlaugar Brynjarsdóttur, f. 1958, d. 2013, eru Brynjar Þór og Sindri Freyr. Eiginkona Gunnars er Ágústa Valdimarsdóttir, f. 1963, dætur hennar eru Heiðdís og Andrea og á hún tvö barnabörn. Eftir hefðbundna skólagöngu hóf Steinþór störf hjá símanum og lærði þar símsmíði, en fljót- lega fór hann að starfa sjálfstætt og var sjálfstæður atvinnurekandi meira og minna alla ævi. Hann byrjaði með efnalaugina Lindina og fór svo til æskulýðsráðs. Hann tók við Lídó sem var svo breytt í Tónabæ á hans tíma þar, eftir það fór hann austur í Vík í Mýrdal og var þar framkvæmdastjóri Versl- unarfélags Vestur-Skaftafells- sýslu. Eftir störf sín þar flutti hann til Reykjavíkur aftur og starfaði við ýmislegt, svo sem sjoppurekstur, var fram- kvæmdastjóri Bandalags ís- lenskra skáta, opnaði leik- tækjasalinn Jóker, var bílasali og fasteignasali en fór svo í handverkið og fór að framleiða skartgripi, steinamyndir og fleira. Hann rak svokallaða lundabúð meira og minna frá árinu 1992 til 2004 og var oft með sölubás í Firði í Hafnarfirði og á mörgum sölusýningum fyrir handverk. Síðasta vinnan og eina launþegavinnan var að bera út Morgunblaðið, sem hann gerði í um tíu ár með konu sinni. Eftir að hafa greinst með Alz- heimer lá leiðin í Hlíðarbæ og svo á Droplaugarstaði. Útför hans fer fram frá Lang- holtskirkju í dag, 11. febrúar 2022, klukkan 13. Það er skrýtið að setjast niður og skrifa minningargrein um þig. Það er svo mart sem kemur upp í hugann. Allar þær ferðir sem við fjölskyldan fórum í þegar ég var barn, útilegur og allar ferðirnar í sólina. Þar sem við nutum þess að vera í sundlaugum og sjónum. Við áttum mjög góðan tíma haustið 2016 þegar þú varst á Borgarspít- alanum. Við sátum kvöld eftir kvöld að rifja upp ævi þína. Stund- um mundir þú eftir öllu en oft þurftum við að rifja upp sömu sög- una aftur og aftur. Ein sagan er mjög föst í minni mínu, það var þegar ég sagði þér að ég væri Gunnar sonur þinn og Lilju mömmu minnar þá spurðir þú hvort Lilja mamma mín vissi um mig og það væri best að hringja í hana og láta hana vita af mér. Alz- heimer tók þig alltaf meira og meira frá okkur. Alzheimer var al- veg búinn að taka yfir síðustu árin. Ég vil bara segja að lokum það sem ég hef oft sagt áður, loksins fékkstu hvíldina og ég veit að þú ert búinn að hitta hana Lilju þína sem var kletturinn í þínu lífi. Þinn sonur, Gunnar Steinþórsson. Steinþór Ingvarsson Ég hef þekkt Þórð Tómasson lengi, eða frá því að ég kom 13 ára í Skógaskóla og ég hef alltaf borið mikla virðingu fyrir honum vegna þess hvað hann var fróður og góður sagna- maður. Hann þekkti vel pabba minn og fjölskyldu og var alltaf svo hlýlegur í minn garð. Það var með ólíkindum hvað hann vissi mikið um alla skapaða hluti frá fyrri tímum og hann hafði svo brennandi áhuga á því sem hann var að fást við. Á þessum tíma var Jón R. Hjálmarsson skóla- stjóri og hann studdi Þórð í því að efla minjasafnið í Skógum. Ég var tvö ár í Skógaskóla, fékk leyfi til að sleppa 1. bekk en tók 2. bekk og síðan landspróf. Þetta voru frábær ár. Nemendahópur- inn hélt síðan góðu sambandi sín á milli og við kennara og aðra starfsmenn og þar á meðal við Þórð og Guðrúnu systur hans. Seinna fór ég að skipuleggja ferðir um Njáluslóðir fyrir ferða- menn frá Norðurlöndunum. Í rúmlega 30 ár hef ég tekið á móti þúsundum ferðamanna og verið fararstjóri í rútuferðum, aðallega um Suðurland, þótt allt Ísland hafi verið undir. Þá var það fast- ur liður að skoða Skógasafn og fá Þórð til að sýna okkur safnið og Þórður Tómasson ✝ Þórður Tóm- asson fæddist 28. apríl 1921. Hann lést 27. jan- úar 2022. Útförin fór fram í kyrrþey. segja okkur frá hin- um ýmsu munum. Þótt það væru kannski 3-4 hópar í safninu samtímis, sem töluðu mismun- andi tungumál, gat Þórður sinnt öllum á undraverðan hátt, skipti úr dönsku í ensku eða þýsku, hljóp á milli staða, birtist allt í einu aft- ur og hélt áfram frásögn sinni. Yfirleitt endaði yfirferðin um safnið í kirkjunni, eftir að hún var byggð, með því að Þórður settist við orgelið og söng sálma frá heimalöndum gestanna sem þeir gátu tekið undir fullum rómi. Allir fóru himinglaðir frá Skógum með minningar um þennan einstaka mann. Núna hef ég í nokkur ár að- stoðað við að búa bækur Þórðar til prentunar, eina til tvær á ári, og ein liggur enn í handriti. Hann skrifaði bækurnar með sinni fallegu rithönd, sem þó var ekki alltaf auðvelt að lesa, og ég sá um að koma þeim í stafrænt form. Og hvað ég hef lært mikið af þessum bókum; um málfar, forna siði og menningu, um ýmsa gripi og áhöld og notkun þeirra, um viðhorf og margt fleira. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast betur honum Þórði í Skógum og fjölskyldu hans. Ég votta Guðrúnu Tómasdótt- ur og allri fjölskyldunni samúð mína og þakka fyrir öll góðu samskiptin gegnum árin. Sigurlín Sveinbjarnardóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.