Morgunblaðið - 11.02.2022, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.02.2022, Blaðsíða 18
Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2022 VINNINGASKRÁ 41. útdráttur 10. febrúar 2022 Aðalv inningur Vinningur Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur) 11286 12456 16678 45007 64547 91 5539 9595 14215 19160 23954 29537 35263 40388 46293 51485 55834 62366 66568 71507 76296 162 5548 9750 14279 19168 23978 29592 35532 40514 46375 51565 55929 62521 66806 71521 76329 188 5607 9796 14336 19178 24122 29612 35592 40614 46744 51882 55931 62576 66874 71750 76500 198 5633 9872 14404 19180 24211 29647 35657 40920 46969 51960 55935 62634 66924 71801 76569 261 5651 9878 14473 19188 24230 29656 35729 41370 47305 52068 56176 62716 67024 72481 76679 389 5763 10002 14529 19232 24352 29677 35745 41403 47396 52077 56226 62736 67029 72527 76952 471 5841 10024 14580 19253 25013 29938 35865 41439 47398 52217 56289 62750 67065 72544 77034 842 5858 10129 14618 19641 25050 29959 36073 41723 47495 52262 56458 62964 67081 72660 77202 844 5860 10192 14749 19669 25442 30348 36201 41902 47600 52319 56516 63056 67136 72746 77221 865 5873 10196 14798 19864 25493 30483 36294 42175 47620 52343 56527 63143 67198 72765 77361 980 5906 10197 14830 19935 25594 30533 36312 42192 47658 52427 56663 63162 67240 72799 77369 1067 6012 10256 15094 20043 25602 30640 36338 42271 47924 52481 56701 63212 67316 72840 77554 1170 6044 10276 15143 20086 25642 30683 36533 42414 48044 52537 56778 63224 67360 72896 77571 1201 6265 10322 15250 20266 25675 30871 36652 42470 48052 52643 56873 63310 67406 72913 77598 1207 6288 10603 15517 20396 25713 30901 37071 42489 48066 52731 56897 63560 67491 73099 77642 1292 6361 10803 15570 20416 25867 31035 37115 42649 48372 52777 57318 63797 67532 73189 77684 1377 6412 10899 15881 20467 25988 31075 37176 42721 48423 52916 57473 63898 67838 73241 77752 1604 6458 10986 15964 20531 26006 31138 37186 42794 48591 53054 57533 63906 67848 73266 77791 1884 6481 11035 15978 20549 26318 31190 37188 42926 48749 53071 57591 63950 67889 73338 77829 2398 6613 11069 15999 20583 26368 31294 37420 42933 48850 53123 57647 63990 67948 73350 77868 2409 6723 11466 16063 20704 26394 31430 37435 42944 48965 53141 57661 63996 68346 73421 77877 2793 6743 11509 16109 20742 26421 31464 37510 43133 49118 53142 57859 64062 68415 73507 77907 2901 6812 11519 16185 20923 26432 31817 37513 43137 49238 53175 57889 64183 68423 73652 77936 2985 6817 11539 16260 21028 26480 31826 37569 43218 49582 53203 57984 64242 68512 73692 78092 3019 7031 11608 16351 21097 26544 31847 37644 43265 49637 53577 58032 64249 68555 73715 78201 3077 7192 11693 16485 21152 26551 31892 37788 43478 49741 53604 58048 64289 68880 74035 78332 3392 7211 11710 16504 21199 26562 32380 37814 43841 49761 53641 58191 64613 68952 74080 78386 3485 7316 12074 16615 21212 26658 32401 37824 44021 49796 53644 58461 64675 69123 74120 78422 3600 7322 12125 16752 21486 26659 32547 38057 44082 49815 53652 58546 64726 69144 74373 78605 3606 7583 12194 16982 21493 26794 32693 38127 44297 49991 53697 58855 64845 69321 74451 78812 3628 7641 12387 17364 21535 26870 32880 38190 44347 50015 54138 59026 64884 69405 74495 78833 3679 7715 12419 17371 21555 26894 33011 38219 44479 50052 54204 59123 65178 69417 74512 78995 3684 7957 12423 17512 21573 26912 33197 38221 44503 50096 54256 59125 65302 69563 74560 78996 3687 8084 12449 17684 21638 26942 33246 38407 44564 50355 54491 59148 65315 69623 74590 79090 3882 8118 12502 17925 21650 27318 33556 38426 44569 50415 54526 59176 65344 69700 74738 79390 3965 8227 12849 17999 21862 27459 33665 38441 44656 50425 54673 59222 65370 69765 74814 79435 3987 8255 12873 18077 22023 27659 33854 38534 44669 50470 54681 59279 65372 69794 74848 79496 4093 8280 13037 18154 22146 27797 34027 38573 44768 50483 54695 59313 65514 70077 74959 79568 4274 8334 13206 18169 22478 27857 34031 38638 44917 50487 54795 59401 65596 70146 75134 79570 4335 8389 13323 18236 22591 27908 34066 38798 45023 50510 54796 59764 65628 70160 75186 79942 4475 8420 13364 18247 22610 27977 34165 38889 45172 50565 54959 59924 65748 70251 75205 4479 8519 13560 18340 22630 28038 34301 38906 45215 50574 54971 59971 65785 70259 75267 4483 8538 13596 18494 22673 28064 34576 39158 45352 50686 55073 60047 65848 70280 75541 4524 8617 13605 18548 22767 28185 34593 39177 45605 50699 55077 60098 65851 70365 75765 4656 8620 13728 18595 22941 28303 34608 39236 45607 50840 55088 60524 65863 70430 75774 4660 8798 13798 18688 23121 28493 34612 39524 45621 51129 55091 60617 65891 70544 75844 5091 9094 13819 18695 23251 28663 34683 39586 45798 51131 55110 60744 65974 70616 75900 5157 9135 13964 18709 23393 28901 34704 39754 45812 51162 55120 61039 66022 70646 75984 5246 9153 14053 18712 23528 29088 34723 39762 45816 51321 55154 61128 66119 70780 76013 5261 9258 14069 18751 23562 29140 34735 39769 45817 51368 55331 61144 66153 70998 76031 5263 9273 14073 18762 23581 29152 34747 39888 45905 51408 55666 61145 66230 71005 76115 5285 9446 14102 18765 23633 29222 34777 40208 46025 51451 55713 61349 66278 71323 76148 5402 9467 14152 18967 23719 29261 34879 40223 46160 51454 55788 61494 66294 71338 76254 5423 9526 14169 19124 23778 29307 35001 40384 46170 51470 55792 61551 66548 71506 76294 Næstu útdrættir fara fram 17. & 24. febrúar 2022 Heimasíða á Interneti: www.das.is Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 17911 22909 29705 50248 54939 71322 18251 25379 38322 51737 58838 72488 18549 25661 39213 52551 65144 76772 22572 28656 44199 53506 69216 77778 1180 8251 19376 29149 39641 51765 60270 71880 2071 8365 19429 29794 42096 51928 60897 72947 2634 8407 20105 30707 42309 51963 61576 74170 2925 10365 20180 33826 43422 52505 62088 74387 3921 10678 21534 34627 45497 52672 64054 76610 4239 10907 22133 35287 45947 54077 64089 78325 4273 11653 23043 35924 46006 54463 64795 78474 4817 14381 23094 36047 46403 55204 65672 79763 5298 14930 23949 37066 46665 56229 65813 79802 5621 15103 24050 37362 46938 56711 67109 7648 15375 24145 37986 47685 58779 67799 7789 18598 25503 38576 50424 60050 68040 8208 18769 27284 39430 51747 60191 68688 Vinningur Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 25.000 Kr. 50.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 50.000 Kr.100.000 (tvöfaldur) 4 8 5 9 7 Ritstjóri Morg- unblaðsins skrifar leiðara um „andúð á gyðingum og Ísr- aelum“. Megininntak greinarinnar er að „Ísrael virðist oft og tíðum þurfa að sæta strangari kröfum en önnur lönd“ og að gagnrýni á Ísrael „er úr öllu samhengi við þær mælistikur sem notaðar eru á önnur lönd“. Ritstjórinn tengir gagnrýni á Ísrael við „óværu fortíðar“ og er væntanlega að tengja við gyðingahatur í Evrópu allt frá mið- öldum, jafnvel nýliðna morðöldu nasista. Ritstjórinn segir að Ísrael sé ekki hafið yfir gagn- rýni en segir okkur ekki fyrir hvað má gagnrýna, allavega má ekki segja að þar ríki aðskilnaðarstefna – apartheid. Tilefni leiðarans er nýleg skýrsla mannréttindasamtakanna Amnesty International um að aðskilnaðar- stefna ríki í Ísrael. Skýrsla Am- nesty sýnir sömu niðurstöðu og skýrslur samtakanna Human Right Watch og ísraelsku samtakanna B’Tselem sem voru birtar árið 2021. Skýrslunar byggjast á um- fangsmikilli gagnaöflun og ítarleg- um rannsóknum. Leiðari Morgunblaðsins fetar sömu slóð og stjórn Ísraels fylgir þegar hún svarar gagnrýni á of- beldið og mannréttindabrotin sem Palestínumenn búa við undir járn- hæl Ísraelshers. Ásökun um gyðingaandúð – antí-semitisma – er ætíð fyrsta svarið líkt og fyrirsögn á leiðara Morgunblaðsins sýnir okkur. Gagnrýni á framferði Ísraels er ekki svarað efnislega, gagnrýn- andinn er fyrsta skotmarkið og sýnir það að engra úrbóta er að vænta svo lengi sem síonisminn, stefnan sem leiðtogar Ísraels byggja á, ríkir í landinu. „Ísrael er eingöngu fyrir gyðingaþjóðina“ Síonisminn er í raun stjórnmála- stefna sem segir gyðinga eiga land- ið „helga“ fyrir botni Miðjarð- arhafs, eða eins og skráð er í stefnu eins stærsta stjórnmálaflokks landsins: „Réttur gyðingaþjóð- arinnar til lands Ísraels er eilífur og óumdeilanlegur … Júdea og Samaría [Vesturbakkinn] munu því aldrei verða afhentar erlendri stjórn. Í landinu milli hafs og árinn- ar Jórdan mun eingöngu gilda full- veldi Ísraels.“ Og ný lög sem Knes- set samþykkti 2018 segja að „Ísraelsríki er þjóðarheimili gyð- ingaþjóðarinnar … Rétturinn til að iðka þjóðlegt sjálfstæði í ríkinu Ísr- ael er eingöngu fyrir gyðinga- þjóðina“. En eins og ritstjóri Morg- unblaðsins bendir á þá eru um 20% íbúa landsins ekki gyðingar og rúmur helmingur allra sem búa innan yfirráðasvæðis Ísraelshers ekki gyðingar. Fer þá að verða ár- íðandi að spyrja hver er réttur þeirra sem ekki eru gyðingar. Ekki þýðir að leita uppi stjórnarskrá sem segði til um réttindi og skyldur íbú- anna, hún fyrirfinnst engin. Ekki vernda lögin þetta fólk sbr. tilvitn- unina í nýju lögin frá 2018. Eða með orðum ísraelska prófessorsins Mordechais Kremnitzers: „Við höf- um ekki neina stjórnarskrá, við höf- um ekki gulltryggð grundvallarrétt- indi, það eru engin skýr ákvæði um jafnrétti og tjáningarfrelsi … [Ísr- ael] er trúarlegt gyðingaríki, ríki öfgaþjóðernisstefnu, stefnu and- mannúðar og gegn frjálslyndi.“ Prófessorinn er greinilega ekki sammála orðum ritstjóra Morg- unblaðsins sem segir að „Ísrael sé eina lýðræðis- og réttarríkið í Mið- Austurlöndum“. Spurning hvor þekki betur til málanna; ritstjórinn eða fyrrverandi vara- forseti Lýðræðisstofn- unar Ísraels (Israel Democracy Institute)? Gerum nú það sem ritstjórinn gerir ekki – könnum staðreyndir málsins. Hvað er að- skilnaðarstefna eða ap- artheid? Apartheid felur í sér ofsóknir gegn afmörk- uðum hópi eða sam- félagi vegna stjórn- málaskoðana, kynþáttar, þjóðernis, þjóðernishóps, menn- ingar, trúarbragða og kynferðis. Ofsóknir sem framdar eru innan stofnanabundins kerfis þar sem einn kynþátt- ur kúgar annan með kerfisbundnum hætti og drottnar yfir honum með þeim ásetningi að viðhalda því kerfi. Samtök Sameinuðu þjóðanna hafa fordæmt aðskilnaðarstefnuna og lýst því yfir að apartheid sé glæpur gegn mannkyni, alþjóðlegur glæpur og refsiverður samkvæmt Rómarsamþykkt Alþjóða- glæpadómstólsins frá 1988 sem Al- þingi Íslendinga fullgilti 1999. Satt eða ósatt? Ísraelski blaðamaðurinn Gideon Levy skrifaði hinn 3. febrúar grein í dagblaðið Haaretz með fyrirsögn- inni: „Segðu mér hvað er ósatt í skýrslu Amnesty um Ísrael?“ Gideon Levy varpar fram nokkr- um lykilspurningum: „Var Ísrael ekki byggt á skýrri stefnu um að viðhalda lýðfræðilegu ofurvaldi gyð- inga, en fækka Palestínumönnum innan landamæra sinna? Já eða nei? Satt eða ósatt? Er þessari stefnu ekki framfylgt enn þann dag í dag? Já eða nei? Satt eða ósatt? Viðheldur Ísrael ekki kúgun og stjórn á Palestínumönnum í Ísrael og á hernumdu svæðunum í þágu ísraelskra gyðinga? Já eða nei? Satt eða ósatt? Endurspegla reglur um samskipti við Palestínumenn ekki stefnu um að skjóta til að drepa, eða að minnsta kosti limlesta? Já eða nei? Satt eða ósatt? Er brott- rekstur Palestínumanna af heim- ilum sínum og synjun um bygging- arleyfi ekki hluti af stefnu Ísraelsmanna? Já eða nei? Satt eða ósatt?“ Gideon Levy er að lýsa að- skilnaðarstefnunni í návígi. Mælistikur Ritstjórinn segir að gagnrýni á Ísrael „er úr öllu samhengi við þær mælistikur sem notaðar eru á önn- ur lönd“. Samtök sem nefnast Alþjóðlega bandalagið til minningar um helförina (International Holo- caust Rememberance Alliance – IHRA) skilgreina, líkt og ritstjór- inn, að ein birtingarmynd gyð- ingaandúðar sé „að beita tvöföldu siðgæði með því að gera aðrar kröf- ur til hegðunar [Ísraelsríkis] en ætlast er til eða krafist gagnvart öðrum lýðræðisþjóðum“. Þessi birting gyðingaandúðar hljómar einkennilega þar sem helsta krafa gagnrýnendanna er sú að Ísrael hagi sér eins og önnur lýðræðisríki, m.a. með því að ástunda ekki hernám, landrán og árásir á friðsamleg mótmæli. Þess- ar kröfur eru að sjálfsögðu kröfur sem mannréttindasinnar beina til allra ríkja, jafnt lýðræðisríkja sem ríkja sem búa við annað stjórn- arfar. Og við getum bætt einni mæli- stiku við: Að allir séu jafnir fyrir lögum. Við vitum nú að nýju lögin í Ísrael segja að „rétturinn til að iðka þjóðlegt sjálfstæði í ríkinu Ísr- ael er eingöngu fyrir gyðingaþjóð- ina“. Þessi lög, sem tilheyra svo- kölluðum grundvallarlögum landsins, sýna okkur svart á hvítu að í Ísrael ríkir lögfest aðskiln- aðarstefna. Úr öllu samhengi Eftir Hjálmtý Heiðdal Hjálmtýr Heiðdal »Helsta krafa gagnrýn- endanna er sú að Ísrael hagi sér eins og önn- ur lýðræðisríki. Höfundur er formaður Félagsins Ísland-Palestína.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.