Morgunblaðið - 15.02.2022, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2022
15. febrúar 2022
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 124.2
Sterlingspund 168.89
Kanadadalur 97.81
Dönsk króna 19.059
Norsk króna 14.077
Sænsk króna 13.437
Svissn. franki 134.32
Japanskt jen 1.0723
SDR 174.34
Evra 141.8
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 176.296
« Íslenski hluta-
bréfamarkaðurinn
tók nokkra dýfu við
opnun í gær og
fylgdi þá í kjölfar
annarra evrópskra
markaða sem eru
undir áhrifum af
yfirvofandi hern-
aðarátökum milli
Rússlands og Úkraínu. Mest voru áhrif-
in á Icelandair og nam lækkun félagsins
á tímabili nærri 5%. Í lok dags fór
skjálftinn nokkuð úr fjárfestum og end-
aði Icelandair niður um 2,2% í 546
milljóna viðskiptum. Þá hjörnuðu flest
félögin nokkuð við. Ólíkt því sem leit út
fyrir á tímabili, að aðeins eitt félag
myndi hækka í viðskiptum dagsins, röt-
uðu Marel, Reitir, Síminn og Skeljungur
réttum megin við núllið og fasteigna-
félagið nákvæmlega á núlli.
Kauphöllin litaðist að
mestu rauðum litum
STUTT
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Ferðabílaleigan KúKú Campers hef-
ur flutt aðsetur sitt úr Flatahrauni í
Hafnarfirði að Klettatröð 19 á Ásbrú
í Reykjanesbæ.
Hlynur Elfar Þrastarson, fram-
kvæmdastjóri leigunnar, segir í
samtali við Morgunblaðið að ástæð-
an sé plássleysi. Gamla húsnæðið
hafi verið um 400 fermetrar að flat-
armáli en hið nýja sé um 1.500 fer-
metrar. Því verði nú mun rýmra um
starfsemina. „Það var kominn tími á
þetta, eftir að hafa unað okkur vel í
Hafnarfirði frá árinu 2014,“ segir
Hlynur, en hann segir að Covid-far-
aldurinn hafi seinkað flutningnum.
„Við hefðum tekið þetta skref fyrr
hefði faraldurinn ekki komið. Við
duttum niður á þetta húsnæði og það
var að hrökkva eða stökkva,“ bætir
Hlynur við.
Geta þrifið fleiri bíla
„Með því að hafa meira pláss get-
um við til dæmis þrifið fleiri bíla á
sama tíma, auk ýmissa annarra
kosta sem þetta hefur í för með sér.“
Hlynur segir að nálægð Ásbrúar
við flugvöllinn hafi vegið þungt þeg-
ar ákvörðun um flutning var tekin.
Annað sem Ásbrú býður upp á að
sögn Hlyns er meira pláss fyrir bíla-
flotann, sem telur um fjögur hundr-
uð ökutæki. „Áður fengum við að
geyma bíla á bílastæðum hjá íþrótta-
félaginu FH og hjá sælgætisgerðinni
Góu, en núna höfum við nóg pláss
fyrir alla okkar bíla.“
Ásbrú er þriðja heimili KúKú
Campers sem hóf starfsemi í miðbæ
Reykjavíkur að sögn Hlyns.
Eins og gefur að skilja er sumarið
aðalstarfstími ferðabílaleigu. Hlynur
ítrekar mikilvægi þess að viðskipta-
vinir njóti þjónustu tjaldsvæða á
ferðum sínum um landið. Fá tjald-
svæði séu með opið yfir vetrartím-
ann og því lítið um þjónustu.
Hlynur segir að í eðlilegu árferði
lifni yfir starfsemi leigunnar á vorin
og nóg sé að gera fram í nóvember.
Vetrartíminn er að sögn Hlyns
nýttur í að búa sig undir sumarið,
endurnýja farartækin og sinna eðli-
legu viðhaldi. Hlynur vonast til að
komandi sumar verði hagstætt fyrir
íslenska ferðaþjónustu. „Maður
verður bara að bíða og vona og reyna
að vera klár þegar kallið kemur.“
Frá Evrópu og Bandaríkjunum
Viðskiptavinir KúKú Campers
koma mest frá meginlandi Evrópu
og Bandaríkjunum að sögn Hlyns.
„Þessi ferðavagnalífsstíll er sífellt
að verða vinsælli, bæði hér á landi
og erlendis.“
Hlynur segir að eitt af því góða
við Covid-tímann hafi verið að fjöldi
Íslendinga hafi kynnst þessari teg-
und ferðalaga. „Við náðum að opna
augu Íslendinga fyrir þessum val-
möguleika,“ segir Hlynur og bætir
við að margir ferðaþjónustuaðilar
hafi notað Covid-tímann til að líta
inn á við og betrumbæta sína þjón-
ustu.
Ferðabílaleigan KúKú
Campers flutt á Ásbrú
Frí KúKú Campers býður upp á fimmtán mismunandi þjónustuleiðir að sögn Hlyns Elfars.
Ferðalög
» Nýja húsnæðið er nærri fjór-
falt stærra en það gamla.
» Vonast eftir góðu sumri fyrir
íslenska ferðaþjónustu.
» 400 bíla floti.
» Vaxandi vinsældir þessa
ferðamáta.
» Augu Íslendinga opnuðust
fyrir ferðabílunum í faraldr-
inum.
» Nálægð við flugvöllinn.
- Flutningurinn tafðist vegna faraldursins - Viðhald og endurnýjun á vetrum
Hagnaður Reita nam 7,6 milljörðum í
fyrra og jókst mikið frá fyrra ári þeg-
ar hann stóð í tæpum 2 milljörðum
króna. Tekjur félagsins jukust milli
ára og námu 11,9 milljörðum, sam-
anborið við 10,7 milljarða árið 2020.
Rekstrarkostnaður fjárfestingar-
eigna jókst um rúmar 100 milljónir og
þá jókst stjórnunarkostnaður einnig
um 53 milljónir.
Mikil breyting varð á matsbreyt-
ingu fjárfestingareigna. Voru þær já-
kvæðar nú um 8,7 milljarða en aðeins
um 2,2 milljarða ári fyrr. Fjárfesting-
areignir félagsins námu 168 milljörð-
um í lok síðasta árs og höfðu vaxið um
16 milljarða milli ára. Bendir félagið á
að á árinu 2021 hafi verið fjárfest í
nýjum eignum og endurbótum innan
eignasafnsins fyrir 7 milljarða króna.
Mest munaði um þrjá verslunar-
kjarna sem félagið keypti af Festi.
Bættust þeir í eignasafn félagsins 1.
nóvember í fyrra. Heildarvirði kaup-
anna var 3,3 milljarðar króna en þar
voru undir 9.900 fermetrar af versl-
unarhúsnæði þar sem Krónan er
stærsti leigutakinn.
Þá seldi félagið nýbyggingarheim-
ild sína á svokölluðum Orkureit fyrir
3,8 milljarða króna en gert er ráð fyr-
ir að sú sala skili 1,3 milljörðum króna
í hagnað.
Eigið fé stóð í 58,7 milljörðum
króna og vaxtaberandi skulir fóru úr
84,9 milljörðum í 90,9 milljarða króna.
Eiginfjárhlutfallið styrktist og var
34,3%, samanborið við 33,8% ári fyrr.
Segir félagið að uppgjörið beri þess
glöggt vitni að horfur fari batnandi og
að rekstur fyrirtækisins leiti í hag-
felldan og hefðbundinn farveg með
minnkandi áhrifum af heimsfaraldri
kórónuveirunnar.
Morgunblaðið/Stefán Einar
Safn Verslunarmiðstöðin Kringlan
er sennilega þekktasta eign Reita.
Hagnaður Reita
7,6 milljarðar
- 1.320 milljónir
greiddar út í arð á
yfirstandandi ári
Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is
fastus.is
KAFFIVÉLAR SEM HENTA ÞÍNUM REKSTRI
GOTT KAFFI KÆTIR
Bravilor TH
Frábær uppáhellingarvél
með vatnstanki.
Bravilor THa
Frábær uppáhellingarvél
með vatnstengi.
Bravilor Sprso
Handhæg og öflug baunavél
sem hentar smærri fyrirtækjum.
Nánari upplýsingar veitir sölufólk okkar í síma 580 3900
« Í nýrri greiningu Rannsóknarseturs
verslunarinnar má sjá að hlutdeild net-
verslunar í heildarveltu hér á landi var
aðeins 9,3% í janúar síðastliðnum. Er
það hlutfall lágt í alþjóðlegum saman-
burði. Tæpur þriðjungur allrar korta-
veltu í bóka-, blaða- og hljómplötu-
verslun fór fram á netinu meðan
hlutfallið var aðeins tæp 13% í fata-
verslun. Þá er hlutfallið 5% í stórmörk-
uðum og dagvöruverslun þótt fyrirtæki
á því sviði hafi fært sig mjög upp á
skaftið í þeim efnum síðustu misseri.
Hlutfall netverslunar
enn lágt á Íslandi