Morgunblaðið - 15.02.2022, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2022
loka Hellisheiðinni dögum saman.
Vegamálastjóri hefur vísað til
verkferla um þjónustu á Hellisheiði.
Spurður nánar út í þessa verkferla
og til hvaða viðmiða sé horft þegar
ákvörðun um lokun sé tekin, segir
Árni Gísli að staðan sé metin
hverju sinni í samráði við veður-
fræðinga, verktaka sem eru að
störfum á svæðinu og eftirlitsmenn
á vegum Vegagerðarinnar. Er þetta
gert með hliðsjón af fyrirliggjandi
Ákvörðunin um að loka veginum
sem liggur um Hellisheiði er metin
hverju sinni af fulltrúum Vegagerð-
arinnar í samráði við veðurfræð-
inga Veðurvaktarinnar og Veður-
stofuna.
Verklagið miðast við að tryggja
öryggi vegfarenda en ávallt er
reynt að opna fyrir umferð eins
fljótt og auðið er eftir lokun. Þetta
segir Árni Gísli Árnason, forstöðu-
maður vöktunar og upplýsinga hjá
Vegagerðinni, í samtali við mbl.is.
„Ég held að það sé óhætt að
segja að við leggjum okkur fram
við að halda veginum opnum eins
mikið og hægt er. En svo er lokað
þegar aðstæður eru þannig að það
er ekki lengur talið öruggt fyrir
fólk að ferðast þarna um,“ segir
Árni.
Áskorun að halda opnu
„Vegurinn um Hellisheiðina er
fjallvegur og liggur hátt yfir sjáv-
armáli. Það er oft mun meiri áskor-
un að halda honum opnum heldur
en vegum sem liggja nærri sjó eða
á láglendi í slæmu vetrarveðri,“
bætir Árni við.
Gagnrýni hefur komið frá bæj-
arstjórn Hveragerðis á þjónustu
Vegagerðarinnar og þá ákvörðun að
gögnum, meðal annars úr eftirlits-
myndavélum, og veðurspám.
Þá sé einnig horft til viðbragðs-
áætlunar fyrir Hellisheiði þar sem
þrjú atriði eru skilgreind sem geta
leitt til lokunar á veginum; vegna
ófærðar þegar ekki er unnt að hafa
undan í snjómokstri, þegar skyggni
til aksturs er óviðunandi vegna
skafrennings eða veðuraðstæðna og
að lokum vegna óviðráðanlegra að-
stæðna t.d. vegna slysa. hmr@mbl.is
Lokun metin hverju sinni
- Vegagerðin svarar gagnrýni á vetrarþjónustu á Hellisheiði
- Verklag miðist við að tryggja öryggi allra vegfarenda
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hellisheiði Snjómokstri þar var hætt um tíma í síðustu viku.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Mikil virkni norðurljósa yfir landinu síðustu
daga hefur verið veisla fyrir augað. Himinn-
inn bókstaflega logar þegar hin blágrænu
ljós dansa um himinhvolfið. Ýmsir gerðu sér
því ferð um helgina út fyrir upplýst þétt-
býlið til að fylgjast með einstakri sýningu.
Þótt tilfallandi sé frá degi til dags í skamm-
deginu hvað sést til norðurljósa, er talsverð
virkni á yfirborði sólar þessi misserin og
verður vaxandi næstu árin. Slíkt veit á gott,
enda þótt heldur verði daufara yfir allra
næstu daga, samkvæmt fyrirliggjandi norð-
urljósaspá Veðurstofu Íslands.
Segulsvið jarðar titrar
„Sólgosin nú eru mörg og nokkuð öflug.
Við getum samkvæmt þekktum lögmálum
reiknað með mörgum heillandi sýningum
norðurljósa næstu árin,“ segir Gunnlaugur
Björnsson, prófessor í stjarneðlisfræði við
Háskóla Íslands, í samtali við Morgunblaðið.
Auk þess að vera upptaktur norðurljósa
valda sólgosin stundum titringi í segulsviði
jarðar, sem hefur verið órólegt síðustu daga
svo nálar áttavita gætu farið á flökt.
Ljósmyndarar fóru margir út á land um
helgina til þess að mynda norðurljósin,
þeirra á meðal Skúli Már Gunnarsson sem
var suður við Reykjanestá. Á þeim slóðum
voru einmitt margir í norðurljósaskoðun á
laugardagskvöldið og eins á Þingvöllum.
Þangað austur sendu stóru ferðaþjónustu-
fyrirtækin túrista í tugum rútubíla. Þar
fékk ferðafólkið, sem horfði upp í heiðan
himininn, stórkostlega sýningu sem verður
væntanlega að dýrmætri minningu sem lifir
lengi.
Ljósmynd/Skúli Már Gunnarsson
Vetrarkvöld Norðurljósin mynduðu eins konar brýr á himninum eins og sjá mátti þegar litið var til hafsins. Karlinn úti fyrir landi til vinstri, og til hægri Reykjanesviti, sem stendur á Bæjarfelli.
Heillandi sýning hátt á himinhvolfi
- Veisla og mikil virkni - Öflug sólgos og áttavitar truflast - Túristar í tugum rúta í skoðunarferðir
IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is
Nánari upplýsingar ib.is
Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB
Sími 4 80 80 80
25 ára reynsla
JEPPABREYTINGAR
VERKSTÆÐI
VARAHLUTIR
SÉRPANTANIR
RYÐVÖRN
Alþýðusamband Íslands (ASÍ) telur
að reglugerðarheimild í stjórnar-
frumvarpi til laga um loftferðir
kunni að vera andstæð stjórnskipun
íslenska ríkisins og veiti flugliðum
ófullnægjandi vernd.
Þetta er á meðal þess sem fram
kemur í umsögn ASÍ um endurflutt
frumvarp Sigurðar Inga Jóhanns-
sonar innviðaráðherra til laga um
loftferðir sem lagt hefur verið fram.
Frumvarpið var fyrst lagt fram á
þingi í marsmánuði 2020.
Í umsögninni er vakin athygli á að
ætlunin sé að veita ráðherra heimild
með einfaldri reglugerð til að marka
það svæði sem íslensk lög og kjara-
samningar taka til. Heimildin sé
mjög víðtæk og óskýr.
ASÍ gerir jafnframt athugasemd
við að samkvæmt frumvarpinu geti
ráðherra heimilað flugrekanda að
stunda flug frá og til Íslands, þ.m.t.
áætlunarflug með áhafnir sem eiga
heimahöfn á Íslandi og eru búsettar
hér landi en sem gert er að taka laun
skv. erlendum kjarasamningum eða
ekki skv. neinum kjarasamningum.
Bendir ASÍ á að jafnframt verði
þá hægt að skrá heimahöfn erlendra
flugverja hér á landi og greiða þeim
laun skv. kjarasamningum í þeim
ríkjum þar sem flugrekandi hefur
aðalstöðvar sínar.
Krefst ASÍ þess að gerðar verði
breytingar á frumvarpinu til að
koma í veg fyrir enn frekari félags-
leg undirboð í flugrekstri hér á
landi, segir í tilkynningu ASÍ.
Flugliðum veitt ónæg vernd
- ASÍ krefst breytinga á loftferðafrumvarpi ráðherra