Morgunblaðið - 15.02.2022, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2022
Fiskislóð • Bíldshöfði • Smáratorg • Helluhraun • Baldursnes
www.gaeludyr.is
Með kaupum á 100 lítra+ fiskabúrum
fylgir afsláttarkort sem veitir 20% afslátt
af öllu í fiskadeild í 30 daga
60 ÁRA Ölver er Reykvíkingur, ólst
upp í Vesturbænum en býr í Garðabæ.
Hann er stúdent og bifvélavirkja-
meistari frá Iðnskólanum, en er starf-
andi ökukennari. Áhugamálin eru
skíði, göngur og hjól m.a. „Ég hjólaði
Laugaveginn með syni mínum 2020,
svo ætluðum við aftur í fyrra en þá
handleggsbrotnaði ég svo við gengum
Fimmvörðuhálsinn í staðinn. Stefnan í
sumar er að halda áfram ævintýra-
ferðum svo sem hjólreiða- og göngu-
ferðum.
FJÖLSKYLDA Eiginkona Ölvers er
Kristín Eggertsdóttir, f. 1963, hjúkrunarfræðingur með sérfræðings-
menntun í sykursýki og er að læra fótaaðgerðafræði. Sonur þeirra er Olivert
Andreas Thorstensen, f. 1998. Fyrir átti Ölver Guðrúnu Hildi, f. 1985. Stjúp-
dóttir Ölvers er Hrafnhildur Ýr Þrastardóttir, f. 1983. Barnabörnin eru orðin
6. Foreldrar Ölvers voru Olivert Andreas Thorstensen, f. 1918, d. 1981,
rennismiður, og Katrín Hildur Sigurðardóttir, f. 1921, d. 2018, húsmóðir. Þau
voru búsett í Reykjavík.
Ölver Thorstensen
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur
Þú þarft að sýna sveigjanleika til þess
að geta leyst það mál sem þyngst hvílir
á þér. Ekki setja öll eggin í sömu skál-
ina.
20. apríl - 20. maí +
Naut
Líttu í kringum þig og finndu eitthvað
nýtt til að prófa. Þig dreymir stóra
drauma, hvert ævintýri byrjar á einu
skrefi.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Þú hefur verið nánast óstöðv-
andi undanfarið. Mælirinn er að fyllast
hjá þeim sem eru í kringum þig. Það
kemur að uppgjöri fyrr en seinna.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Þú munt þurfa á öllum þínum
hæfileikum að halda til þess að komast
hjá vandræðalegum atburði. Fólk tekur
eftir þér vegna fatastílsins.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Þú átt erfitt með að einbeita þér
að hlutunum og dettur auðveldlega í
dagdrauma. Þrautseigja er góður kostur
og af henni hefur þú nóg.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Einhver gerir þig orðlausa/n en
það er hið besta mál. Ástarævintýri er í
uppsiglingu. Gerðu þér glaðan dag.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Samræður við vini taka óvænta
stefnu í dag. Sýndu sjálfstæði í vinnu-
brögðum, ekki efast um þig.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Að vera góður hlustandi
krefst bæði þroska og aga, og þú hefur
nóg því. Fjölskyldan stækkar á árinu.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Fólk heldur fast við skoðanir
sínar í dag. Betra er að vera sam-
kvæmur sjálfum sér þótt það kosti sitt.
Eitthvert daður er í gangi.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Þú þarft að gæta þess vel
hvað þú lætur hafa eftir þér. Nýjar upp-
lýsingar valda fjaðrafoki, haltu ró þinni.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Leitaðu ráða hjá þér eldri
manneskju. Búðu þig undir hið óvænta,
það er eina ráðið í stöðunni.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Þú þarft að sýna maka þínum
þolinmæði þessa dagana. Mundu að
morgundagurinn kemur með ný tæki-
færi. Taktu upp hanskann fyrir þeim sem
standa höllum færi.
Björgvin sat í nemendaráði FÁ í
einn vetur sem gjaldkeri. „Mér er
það enn hulin ráðgáta hvernig mér
vera. Ég tók mér frí einn vetur og
fór sem skiptinemi til Bólivíu í Suð-
ur-Ameríku en það var magnað.“
B
jörgvin Gestsson fædd-
ist 15. febrúar 1972 í
Reykjavík og bjó
fyrstu fimm árin í
Kópavogi en þó með
einu hléi þar sem hann fluttist með
móður sinni til Vestmannaeyja þar
sem hún vann hjá Eyjabergi fisk-
vinnslu. Sex ára flutti hann aftur úr
Kópavogi með móður sinni en nú til
Hólmavíkur á Ströndum þar sem
hún hóf störf í rækjuverksmiðju en
hann fór í grunnskóla Hólmavíkur.
„Þetta átti nú víst að vera tíma-
bundið en þarna kynnist mamma
Gústa [Ágústi H. Guðjónssyni] frá
Heiðarbæ rétt utan Hólmavíkur.
Þau taka saman, byggja hús og
gifta sig og ættleiða Ósk systur og
þar með varð Hólmavík eða Strand-
irnar að æsku- og uppeldisstöðvum
mínum.
Mér fannst gríðarlega gaman að
alast upp í litlu sjávarþorpi, frelsið
algjört og við krakkarnir stanslaust
í leikjum og yfir í vafasamari iðju
eins og að hoppa milli ísjaka á ísi-
lögðum Steingrímsfirði. Þá fékk
maður tækifæri 10-12 ára gamall til
að taka þátt í sláturtíð á haustin,
svíða hausa og salta gærur en fljót-
lega einnig að komast í slægingu á
kvöldin, beita línu og síðar að kom-
ast á sjó. Ég varði einnig miklum
tíma í sveitinni á Heiðarbæ þar sem
tekið var þátt í hefðbundnum bú-
störfum af fullum krafti en amma
Heiða var mér mikil fyrirmynd og
vinur. Íþróttalíf á Ströndum var
nokkuð öflugt og var keppt í frjáls-
um á öflugum héraðsmótum, sundi,
skíðum og knattspyrnu og líklega
ekki sá íþróttaviðburður haldinn
sem ég lét mig vanta á.“
Að loknum grunnskóla árið 1987
hélt Björgvin suður til Reykjavíkur
til að sækja framhaldsskóla-
menntun eða í Fjölbrautaskólann
við Ármúla. „Ég bjó þá fjóra vetur
hjá ömmu Línu og afa Guðmundi í
Engihjalla og var það virkilega gott
að fá að njóta þess tíma með þeim.
Ég kynntist nýjum vinum í fjöl-
braut og gaf frekar en fyrri daginn
ekkert eftir í félagslífinu en stund-
aði íþróttir áfram af kappi, fótbolta,
júdó, lyftingar eða hvað það mátti
datt í hug að sækjast eftir því
embætti.
Fyrsta veturinn í fjölbraut brast
á eitt af þessum kennaraverkföllum
en þá munstraði ég mig á sjó hjá
Gumma Viktori sem gerði út línu-
bátinn Sæbjörgu frá Hólmavík. Í
framhaldinu reri ég öll sumur bæði
gegnum framhalds- og háskóla á
frystitogaranum Hólmadrangi sem
fór ekki vel með metnaði um árang-
ur í knattspyrnu né þátttöku á
sveitaböllum eða öðrum við-
burðum.“
Árið 1994 hóf Björgvin nám í
sjávarútvegsfræði við Háskólann á
Akureyri. „Að vera alinn upp í
sjávarþorpi og sjómennskan hafði
eflaust áhrif á þá ákvörðun. Aftur
byrjar nýr kafli í lífinu þar sem
maður kynnist nýju fólki, lagast að
öðru umhverfi og tekur eitthvað
með sér inn í lífið.“
Í kjölfar útskriftar 1998 var
Björgvini boðið starf hjá Sambandi
íslenskra saltfiskframleiðenda
(SÍF), sem rekstrarstjóri í fisk-
vinnslu í Norður-Noregi, og bjó í
Øxfjord í Finnmörku, og árin 2001-
2003 starfaði hann hjá norsku eld-
isfyrirtæki í Mið-Noregi, í Sand-
nessjøen í Nordland, en 2003 hóf
hann aftur störf hjá SÍF en nú sem
Björgvin Gestsson, forstöðum. fyrirtækjaráðgjafar hjá Íslenskum verðbréfum hf. – 50 ára
Fjölskyldan Björgvin, Þuríður og börn á gamlárskvöldi 2019 í Taílandi.
Vegferðin legið víða
United-aðdáendur Björgvin og Benedikt Ísak á Old Trafford sl. haust.
Hjónin Stödd á Alicante sl. haust.
Til hamingju með daginn
Kópavogur Heiðar Logi Þorgeirsson
fæddist 9. febrúar 2021 kl. 1.41. Hann
vó 3.915 g og var 54 cm langur. For-
eldrar hans eru Arna Dögg Sigfús-
dóttir og Þorgeir Gísli Skúlason.
Nýr borgari