Morgunblaðið - 15.02.2022, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2022
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Til sölu
Saltvatnspottar,
klórpottar og
hitaveitupottar
Eigum til á lager
alla tegundir potta
Sendum hvert
á land sem er
HEITIRPOTTAR.IS
Sími 777 2000
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Eurotec A4 harðviðarskrúfur.
Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
6600230 og 5611122.
Bílar
Toyota Yaris Active 1/2018.
Ekinn 86 þús. km.
Sjálfskiptur framhjóladrifin rúsína
sem er góður í snjónum.
Verð: 1.980.000,-
www.sparibill.is
Hátúni 6 A – sími 577 3344.
Opið kl. 10–18 virka daga.
Raðauglýsingar
Raðauglýsingar
Nauðungarsala
UPPBOÐ
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Súlutjörn 29, Njarðvík, 50% ehl. gþ., fnr. 228-3669, þingl. eig. Fe Amor
Parel Guðmundsson, gerðarbeiðandi SaltPay IIB hf., þriðjudaginn 22.
febrúar nk. kl. 09:00.
Sýslumaðurinn á Suðurnesjum
14. febrúar 2022
Styrkir
Reykjavíkurborg er aðili að Vestnorræna höfuðborga-
sjóði Færeyja, Grænlands og Íslands. Sjóðurinn hefur að
markmiði að efla skilning og samstarf, m.a. á sviði
menningarmála, milli þessara borga, íbúa þeirra,
samtaka og stjórnmálamanna og veita fjárstyrki til
verkefna sem þjóna þessum markmiðum.
Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum til
verkefna sem tengjast samskiptum milli höfuðborganna
og efla tengsl þeirra með einhverjum hætti, t.d. á sviði
menningar, fræðslu eða íþrótta.
Í umsókn skal lýsa fyrirhuguðum verkefnum ítarlega,
fyrirkomulagi þeirra, tímasetningu og kostnaði.
Umsókn skal beint til:
Vestnorræni höfuðborgasjóður Nuuk,
Reykjavíkur og Þórshafnar
b.t. skrifstofu borgarstjóra og borgarritara
Ráðhúsi Reykjavíkur
Tjarnargötu 11
101 Reykjavík
Umsóknir berist eigi síðar en sunnudaginn 1. maí 2022
og koma umsóknir sem síðar kunna að berast ekki
til afgreiðslu. Umsóknir skal senda á ofangreint
heimilisfang eða á netfangið vestnor@reykjavik.is
á umsóknareyðublöðum sem nálgast má á vefsíðu
Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is/vestnorraeni
Upplýsingar eru veittar á skrifstofu borgarstjóra og
borgarritara, Ráðhúsi Reykjavíkur, s. 411 4500.
Stjórnin kemur saman til fundar í september 2022 til að
ákveða með úthlutun úr sjóðnum.
Reykjavík, 15. febrúar 2021
Borgarritari
Vestnorræni höfuðborgasjóður
Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar
auglýsir eftir styrkumsóknum
fyrir árið 2022
Tórshavnar kommunaReykjavíkurborgKommuneqarfik Sermersooq
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30. Botsía kl. 10.15-11.Tálgað
í tré kl. 13. Postulínsmálun kl. 12.30. Kaffi kl. 14.30-15.20. Nánari upp-
lýsingar í síma 411-2702. Allir velkomnir.
Áskirkja Spilum félagsvist í kvöld í neðra safnaðarheimili kirkjunnar
kl. 20, allir velkomnir, Safnaðarfélag Áskirkju við Vesturbrún.
Boðinn Ganga / stafganga kl. 10. Brids og kanasta kl. 13. Sundlaugin
er opin frá kl. 13.30-16.
Bústaðakirkja Opið hús á miðvikudaginn frá kl. 13-16. Handavinna,
spil og kaffið góða frá Sigurbjörgu. Séra María G. Ágústsdóttir sér um
stundina. Allir hjartanlega velkomnir.
Fella- og Hólakirkja Félagsstarf eldri borgara hefst með kyrrðar-
stund kl. 12. Eftir stundina er boðið upp á súpu og brauð. Þórey Dögg
Jónsdóttir djákni ásamt Arnhildi Valgarðsdóttur organista sjá um
stundina. Verið velkomin í gott og gefandi samfélag.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8.30-11.
Prjónað til góðs kl. 8.30-12. Morgunleikfimi með Halldóru á RÚV kl.
9.45-10. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Myndlistarhópurinn Kríur kl.
12.30-15.30. Heimaleikfimi á RÚV kl. 13-13.10. Bónusrútan kl. 13.10.
Síðdegiskaffi kl. 1.30-15.30. Bókabíllinn kl. 14.45.
Garðabær Pool-hópur í Jónshúsi kl. 9. Gönguhópur fer frá Jónshúsi
kl. 10. Qi-gong í Sjálandi kl. 9. Stólajóga kl. 11 í danssal Sjálandsskóla.
Leikfimi í Ásgarði kl. 12.15. Botsía í Ásgarði kl. 13.10. Njálulestur í
Jónshúsi kl. 13–15. Smiðjan opin fyrir smíðahóp kl. 13–16.
Gerðuberg Opin vinnustofa í Búkollulaut frá kl. 8.30, heitt á könn-
unni. Gönguhópur (leikfimi og ganga) frá kl. 10. Núvitund með
Álfhildi kl. 11. Bókband með leiðbeinanda kl. 13. Listaspírur kl. 13.
Tökum mið af færð og veðri.
Gjábakki Kl. 8.30-11.30 opin handavinnustofa og verkstæði. Kl. 9 til
10.15 Heilsu-Qi-gong.
Grafarvogskirkja Þorragleði! Í dag, þriðjudaginn 15. febrúar, verður
haldin þorragleði eldri borgara í Grafarvogskirkju. Þorragleðin hefst
kl. 12.30. Jóhannes Kristjánsson eftirherma kemur og skemmtir.
Boðið verður upp á þorramat, dans og góða samveru. Verð er 4.500
kr. á mann. Skráning er í síma 587 9070 í Grafarvogskirkju. Verið öll
hjartanlega velkomin!
Gullsmári 13 Myndlist kl. 9.Tréútskurður kl. 13. kanasta kl. 13, allir
velkomnir (byrjendur sem lengra komnir).
Hraunbæ 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi milli
kl. 9-11. Handavinna með leiðbeinanda kl. 9-12. Félagsvist kl. 13 þátt-
tökugjald er 200 kr., léttar veitingar seldar í hléi.
Korpúlfar Listmálun með Pétri í Borgum kl. 9. Morgunleikfim kl. 9.45
í Borgum og botsía í Borgum kl. 10. Hugleiðsla á vegum Grafarvogs-
kirkju kl. 10.30 í Borgum og leikfimishópur Korpúlfa í Egilshöll kl. 11
með Margréti. Spjallhópur í Borgum kl. 13 og sundleikfimi með
Brynjólfi í Grafarvogssundlaug kl. 14. Allir hjartanlega velkomnir og
virðum allar sóttvarnir saman.
Samfélagshúsið Vitatorgi Heitt á könnunni frá kl. 9.30, Bútasaums-
hópur kl. 9-12, hópþjálfun með sjúkraþjálfa kl. 10.30-11, hádegis-
verður kl. 11.30-12.30, bókband kl. 13-16.30, Qi-gong með Veroniku kl.
13.30-14.30 (nýtt námskeið), söngstund með Hannesi frá kl. 13.30-
14.30, opið kaffihús frá kl. 14.30-15.30. Allir dagskráliðir dagsins eru
ókeypis, öllum opnir og óþarfi að skrá sig fyrirfram. Verið velkomin á
Lindargötu 59, sími 411-9450.
Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 7.10. Kaffikrókur alla
virka morgna kl. 9-11.30. Pútt í aðstöðu Nesklúbbsins á Austurströnd
5, kl. 10.30. Helgistund í salnum á Skólabraut kl. 13.30. Karlakaffi í
safnaðarheimilinu kl. 14. Örnámskeið (roð og leður) á neðri hæð
félagsheimilisins kl. 15.30.
intellecta.is
alltaf
allstaðar
mbl.is
Í dag kveðjum
við ömmu okkar,
Áslaugu Kristjáns-
dóttur frá Hrísey. Amma Ása
var mamma pabba, en hún ól
hann ekki upp. Við hittum hana
ekki oft sem börn en þegar við
hittumst var hún alltaf hlý, fal-
leg, brosmild og lyktaði vel.
Amma var alltaf upptekin þegar
hún kom til Reykjavíkur og gisti
heima hjá okkur. Hún fór á
leynifundi (Oddfellow), heimsótti
ættingja og vini og stundum fór
hún að dansa. En af því að það
var fjarlægð á milli okkar var
gott að ræða lífsins mál við
ömmu. Hún skipti sér ekki mikið
af, sagði ekki hvað ætti eða ætti
ekki að gera. Hún bara hlustaði
og ræddi málin af fullri hrein-
skilni.
Örlagavaldar í lífi ömmu voru
berklar og ástin. Hún fékk ung
berkla og varð að fara frá tveim-
ur elstu sonum sínum, pabba og
Valtý. Það hafði áhrif á lífshlaup-
ið. Hún eignaðist þrjá eiginmenn
en missti þá alla áður en við
komumst til vits og ára. Svo
eignaðist hún kærasta þegar við
vorum unglingar. Amma dæmdi
aldrei neinn né talaði hún illa um
fólk. Hún hafði ákveðið kæru-
Áslaug
Kristjánsdóttir
✝
Áslaug Krist-
jánsdóttir
fæddist 14. sept-
ember 1927. Hún
lést 29. janúar
2022.
Útför Áslaugar
fór fram 11. febr-
úar 2022.
leysi. Kannski verð-
ur maður svoleiðis
af því að eyða blóma
lífsins umkringdur
dauðanum. Amma
elskaði vel og það
var auðvelt að elska
ömmu. Hún sagðist
ætla að hætta að
verða ástfangin
þegar hún yrði
komin á tíræðisald-
ur. Við vitum ekki
betur en hún hafi staðið við það.
Ömmu Ásu þótti leiðinlegir
hlutir leiðinlegir og því var alltaf
líf og fjör í kringum hana. Amma
var alltaf jákvæð og skapgóð
þótt hún gæti verið verulega
ákveðin. Hún fór sínar eigin leið-
ir, fylgdi eigin umferðarlögum og
eigin reglum á ferðalögum. Jafn-
vel þegar hún heimsótti pabba,
mömmu og Katrínu á Gazastönd-
ina og þau voru umkringd her-
mönnum með hríðskotabyssur á
landamærum Gaza. Þar hélt hún
líka að hún gæti sett reglurnar.
Við teljumst heppin ef við
verðum eins og amma, ekki með
eitt grátt hár (því rauðhært fólk
verður ekki gráhært samkvæmt
henni), naglalakk og varalit og
með stút á vörunum til að sporna
við broshrukkum. Amma kenndi
okkur að þrátt fyrir að lífið geti
verið erfitt þá skiptir mestu að
hugsa jákvætt, taka eftir því
góða og stroka yfir það slæma.
Góða ferð yfir ána elsku amma
Ása, við vitum að það verður tek-
ið vel á móti þér.
Valdimar, Áslaug og Katrín
Kristjánsbörn.
Árni afi er lagður
af stað í sína síðustu
ferð. Ferðinni heitið
í þetta sinn í fyrir-
heitna landið þar
sem á móti honum
tekur amma Fríða með bros á
vör. Afi var stór karakter, oftar
en ekki hrókur alls fagnaðar og
hafði gaman af því að segja frá.
Hann var mannblendinn mjög og
hvers manns hugljúfi. Afi var
fæddur og uppalinn í Keflavík og
bjó þar alla sína tíð, vildi hvergi
annars staðar vera. Hann var
einn af þeim sem tóku þátt í að
byggja upp það bæjarfélag sem
ég bý í í dag.
„Hverra manna ert þú?“ er
spurning sem maður fær oft og
þá var nóg að segja: „Ég er
barnabarn Árna Óla og Fríðu í
íþróttahúsinu.“ Það þekktu þau
allir sem manninn hafa alið hér í
bænum. Það var gott að koma til
ömmu og afa hvort sem það var á
Blikabrautina þar sem hlaupið
var á milli hæða með miklum lát-
um sem þó virtist aldrei trufla
þau hjónin, höfðu bara gaman af.
Þá sérstaklega fannst honum
Árna afa fyndið þegar undirrit-
aður festi höfuðið á milli riml-
anna á handriðinu upp stigann. Í
Vatnsholtið var einnig gott að
koma, stóri blái Econoline-jepp-
inn gnæfandi í innkeyrslunni
sem honum þótti svo vænt um.
Ófáu ferðalögin sem þau fóru á
þeim bíl og ekkert verra ef eitt-
hvað bilaði eða annað slíkt, gerði
ferðina bara eftirminnilegri.
Þegar kom að því að ferðast
þá var hann afi í sérflokki, alltaf
til. Eitt skipti þegar ég þurfti
ökumann á bílaleigubíl til að
ferja nokkra stráka til Vest-
mannaeyja að leika einn fótbolta-
Árni Ólafsson
✝
Árni Ólafsson
fæddist 22. júlí
1937. Hann lést 19.
janúar 2022.
Útförin fór fram
1. febrúar 2022.
leik voru góð ráð
dýr. Í hvern var
hringt, jú Árna afa
og það þurfti ekki
mikið til að fá hann
til að koma með.
„Ætlarðu að fá afa
þinn til að keyra?“
var spurt. Já,
treysti engum betur
í það en honum var
svarið. Svo fór að
keyrt var í Land-
eyjahöfn, ferja til Eyja, við spil-
uðum leikinn en afi fór í göngu-
túr, kíkti á slökkvistöðina og hitti
mennina. Alls staðar þar sem
hann kom gat hann hitt mennina.
Ferðin heim fer í sögubækur hjá
einhverjum strákunum sem voru
með þar sem afi fór með vísur og
tók reglulega fram úr undirrit-
uðum við mikla kátínu.
Það er ótrúlegt til þess að
hugsa að fyrir 20 árum fylgdum
við ömmu Fríðu sömu leið en hún
féll frá langt um aldur fram. Við
fráfall ömmu missti afi svolítið
fótanna, hann átti erfitt með að
finna taktinn án hennar. Mér er
þakklæti ofarlega í huga, þakkir
fyrir góðu stundirnar. Þakkir
fyrir öll ferðalögin og kennslu-
stundirnar um landið okkar
fagra en það er varla til sá veg-
arslóði sem ekki hefur verið ek-
inn af honum. Þakka fyrir allar
skemmtilegu sögurnar þótt sum-
ar hverjar hafi mögulega verið
örlítið kryddaðar. Það veit ég að
var bara gert til að auka
skemmtanagildi þeirra. Þakka
fyrir allar vísurnar og ræðurnar
sem voru ómissandi á tímamót-
um í lífi okkar allra. Alltaf gat
hann kvatt sér hljóðs, talað fal-
lega um fjölskyldu og vini og
endað svo á góðri vísu.
Ég kveð þig elsku afi með
söknuði en veit að þú varst tilbú-
inn að leggja af stað í þína síð-
ustu ferð. Guð geymi þig elsku
afi, minning þín lifir.
Þinn nafni,
Árni Þór.