Morgunblaðið - 15.02.2022, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2022
2022
Gígja Sigríður
Guðjónsdóttir
gefur kost á sér í
4. sæti í prófkjöri
Sjálfstæðis-
flokksins í
Reykjanesbæ
sem fer fram 26.
febrúar nk.
Gígja er 32 ára
uppeldis- og
menntunarfræð-
ingur að mennt og starfar sem flug-
freyja hjá Icelandair, ásamt því að
deila mataruppskriftum á vef Gott í
matinn. Hún er gift Ásgeiri Elvari
Garðarssyni og eiga þau tvö börn.
Gígja var á lista flokksins í bæj-
arstjórnarkosningunum 2014 og í
10. sæti á lista í Suðurkjördæmi í
síðustu þingkosningum.
Gígja sækist eftir 4.
sæti í Reykjanesbæ
Gígja Sigríður
Guðjónsdóttir
Birgitta Rún
Birgisdóttir býð-
ur sig fram í 5.
sæti í prófkjöri
Sjálfstæðis-
flokksins í
Reykjanesbæ
fyrir komandi
kosningar. Próf-
kjör fer fram 26.
febrúar nk.
Birgitta er 37
ára og stundar meistaranám við
viðskiptadeild Háskólans á Bifröst.
Hún hefur verið virk í flokksstarf-
inu í Reykjanesbæ, m.a. verið aðal-
maður í íþrótta- og tómstundaráði
Reykjanesbæjar og varamaður í
lýðheilsuráði. Undanfarin ár hefur
hún starfað við íþróttaþjálfun í
Sporthúsinu í Reykjanesbæ.
Birgitta vill 5. sætið
í Reykjanesbæ
Birgitta Rún
Birgisdóttir
Jórunn Pála Jón-
asdóttir borgar-
fulltrúi gefur
kost á sér í 4.
sæti í prófkjöri
Sjálfstæðis-
flokksins í
Reykjavík. Hún
hefur ekki áður
tekið þátt í próf-
kjöri en tók sæti
á lista í borginni í
síðustu kosningum. Frá því í fyrra
hefur hún verið borgarfulltrúi í af-
leysingu fyrir Egil Þór Jónsson.
Jórunn á sæti í nokkrum nefnd-
um borgarinnar og hefur verið virk
í flokksstarfinu frá árinu 2014. Hún
er 32 ára að aldri, lögfræðingur að
mennt. Í tilkynningu segir hún
borgina standa frammi fyrir ýms-
um áskorunum og hún vilji leggja
sitt af mörkum.
Jórunn stefnir á
4. sætið í borginni
Jórunn Pála
Jónasdóttir
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Flest íslensku loðnuskipanna fengu
góðan afla í loðnunót um helgina, en
þau voru við veiðar við suðaustur-
ströndina. Loðnan er á hraðri ferð
vestur á bóginn og í gær voru skipin
að veiðum undan Mýrdalssandi, áður
en þau héldu til hafnar eða í var.
Vonskuveður var komið á miðun-
um um hádegi í gær, en vonast var til
að skipin gætu athafnað sig er liði á
þriðjudaginn. Flest fyrirtækin reyna
að frysta aflann, en hrognaþroski
eykst með hverjum deginum og var
um helgina 14-15%.
Rannsóknaskipið Árni Friðriks-
son var í gær langt komið með yfir-
ferð sína á Vestfjarðamiðum og aust-
ur fyrir Kolbeinseyjarhrygg, en
hafís norðvestan við landið kom í veg
fyrir dekkun á þessu svæði í janúar.
Talið var að loðnu hefði mögulega
verið að finna þar. Leiði leiðangurinn
nú ekki til hækkunar á mati mun
lokaráðgjöf væntanlega verða um
alls 800 þúsund tonn eða um 100 þús-
und tonnum lægri en í haust.
Íslensku skipin eru nú búin að
veiða um helming loðnukvótans sem
gefinn var út í haust. Af 662 þúsund
tonnum er búið að landa 322 þúsund
tonnum og eftir að veiða 340 þúsund
miðað við upplýsingar á heimasíðu
Fiskistofu á hádegi í gær. Eitthvað
er af loðnu í skipunum og einhverjar
löndunarskýrslur ekki komnar inn í
þessa tölu.
Norðmenn eiga viku eftir
Norðmenn höfðu í gærmorgun til-
kynnt um 53 þúsund tonna afla á ver-
tíðinni, en alls nema heimildir þeirra
um 145 þúsund tonnum. Þeir mega
veiða til og með þriðjudegi í næstu
viku. 30 norsk skip voru með virka
veiðiferð opna og voru flest þeirra
við miðin austur af Hvalbak, sam-
kvæmt upplýsingum Landhelgis-
gæslunnar. Mörg skip voru inni á
fjörðum eystra.
Um helmingur kvótans veiddur
- Loðnan á hraðri vesturleið - Góður afli um helgina - Leiðangri Hafró að ljúka
Morgunblaðið/Börkur Kjartansson
Vertíð Huginn VE á trolli fyrir norðaustan land í janúar, en skipin eru nú á nót við Suðurland. Huginn var ásamt fleiri skipum í Vestmannaeyjum í gær.
Allt byrjar þetta með litlu brúnu shea hnetunni...
Síðan bætast við sjálfbærar aðferðir, hreinar formúlur og sanngjarnir viðskiptahættir sem
að lokum umbreytast í okkar klassíska og sívinsæla Shea handáburð sem nærir, mýkir
og verndar hendurnar. Og nú kemur hann í 95% endurunnum og endurvinnanlegum
álumbúðum.
BYRJUNIN Á EINHVERJU
STÓRKOSTLEGU
Kringlan 4-12 | s. 577-7040 | www.loccitane.is
Þórður Heimir
Sveinsson lög-
maður býður sig
fram í 3.-4. sæti á
framboðslista
Sjálfstæðisflokks-
ins í Hafnarfirði
fyrir komandi
sveitarstjórnar-
kosningar.
Í tilkynningu
segist Þórður
Heimir telja Hafnarfjörð í fremstu
röð sveitarfélaga og sé það vilji hans
að leggja sitt af mörkum til að
tryggja að svo verði áfram. Mikil-
vægt sé að halda áfram á þeirri far-
sælu braut sem Sjálfstæðisflokk-
urinn hafi verið á enda sé ábyrgur
rekstur forsenda þess að unnt sé að
veita sveigjanlega og góða þjónustu
til að mæta ólíkum þörfum fólks.
Tryggja þurfi velsæld íbúa á öllum
aldri og stuðla að fjölbreyttum lífs-
gæðum í nærumhverfinu.
Sækist eftir 3.-4.
sæti í Hafnarfirði
Þórður Heimir
Sveinsson