Morgunblaðið - 02.03.2022, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 2022
SÓL Á TENERIFE & KANARÍ
ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 INFO@UU.IS
TENERIFE
21. - 28. MARS - 7 DAGAR
MARYLANZA SUITES & SPA 4*
VERÐ FRÁ96.500 KR
Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN
VERÐ FRÁ 141.500 KR. FYRIR 2 FULLORÐNA
KANARÍ
29. MARS - 11. APRÍL - 13 DAGAR
SERVATUR WAIKIKI 4*
VERÐ FRÁ115.500 KR
Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN
VERÐ FRÁ 162.500 KR. FYRIR 2 FULLORÐNA
MEÐ
MORGUNV.
ÍBÚÐA-
GISTING
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Gísli Freyr Val-
dórsson hefur ver-
ið ráðinn frétta-
stjóri viðskipta-
deildar Morgun-
blaðsins og hefur
störf í dag. Gísli
Freyr hefur víð-
tæka reynslu af
umfjöllun um við-
skipti. Hann starf-
aði sem blaðamað-
ur og pistlahöf-
undur á
Viðskiptablaðinu á
árunum 2008-2013
og frá árinu 2017
hefur hann starfað
sem ráðgjafi hjá
KOM ráðgjöf, þar
sem hann hefur
sinnt ritstörfum,
viðskipta- og
stjórnmálagrein-
ingum, almannatengslum og annarri
ráðgjöf. Samhliða hefur hann verið
ritstjóri og útgefandi að tímaritinu
Þjóðmálum og á liðnu ári haft umsjón
með samnefndum hlaðvarpsþætti.
Hann starfaði áður sem forstöðu-
maður gistisviðs Hótel Sögu, þá var
hann aðstoðarmaður ráðherra á ár-
unum 2013-2014 og sölustjóri hjá lúx-
usferðaþjónustufyrirtæki 2015-2017.
Hann hefur einnig sinnt ýmsum fé-
lagsstörfum á liðnum áratug.
Gísli Freyr er kvæntur Rakel Lúð-
víksdóttur og saman eiga þau þrjú
börn.
Stefán Einar einbeitir
sér að Dagmálum
Stefán Einar Stefánsson, sem verið
hefur fréttastjóri viðskipta, mun nú,
auk annarra verkefna sem hann
hyggst sinna utan fjölmiðla, einbeita
sér að þáttastjórnun í Dagmálum.
Fram að kosningum verða Dagmál
með umfangsmikla umfjöllun um
fjölda sveitarfélaga og flestir þeirra
þátta verða undir sameiginlegri
stjórn Stefáns Einars og Andrésar
Magnússonar, líkt og fyrir alþingis-
kosningar í fyrra.
Að kosningaumfjöllun lokinni er
fyrirhugað að Stefán Einar haldi
áfram með vikulega viðskiptaumfjöll-
un Dagmála líkt og verið hefur.
Nýr fréttastjóri
viðskiptadeildar
- Gísli Freyr tekur við af Stefáni Einari
Gísli Freyr
Valdórsson
Stefán Einar
Stefánsson
Rebekka Líf Ingadóttir
rebekka@mbl.is
Olga Díbrova, sendiherra Úkraínu
gagnvart Íslandi, segist vera örugg
um það að Rússar nái ekki Kænu-
garði á sitt vald, þar sem hún segir
stríð ekki unnin með skotvopnum
eða sprengjum, heldur með anda
þjóðarinnar.
Ef þörf krefur muni úkraínska
þjóðin berjast til síðasta blóðdropa.
Díbrova hefur starfað sem sendi-
herra í tvö ár með aðsetur í Helsinki
en hún afhenti Guðna Th. Jóhann-
essyni, forseta Íslands, trúnaðarbréf
sitt í gær. Þá átti hún einnig fund
með Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð
Gylfadóttur utanríkisráðherra.
Sameinuð sem aldrei fyrr
„Úkraínska þjóðin er innblásin og
sameinuð sem aldrei fyrr, meira að
segja á samfélagsmiðlum sér maður
að þjóðin er tilbúin að berjast. Já,
íbúar fela sig vegna sprengjuárás-
anna og sprenginganna, en þeir eru
ekki hræddir,“ sagði Díbrova í sam-
tali við Morgunblaðið að loknum
blaðamannafundi í gær.
„Þegar þú finnur að sannleikurinn
er þín megin, þá hagarðu þér ekki
eins og hugleysingi, heldur finnur að
hugrekkið er til staðar.“
Spurð hvað Íslendingar geti gert
til þess að styðja við úkraínsku þjóð-
ina segir Díbrova að halda þurfi
áfram þeim aðgerðum sem ráðist
hefur verið í hingað til. Hún segist
hafa orðið djúpt snortin af mótmæl-
um sem haldin voru á Íslandi til
stuðnings Úkraínu.
Erfitt að halda aftur af tárum
Að sögn sendiherrans átti hún erf-
itt með að halda aftur af tárunum
fyrstu dagana eftir innrásina í síð-
ustu viku. Hún á fjölskyldu og vini
sem enn eru stödd í Úkraínu.
„Mér fannst eins og við værum að
missa líf okkar og móðurland. En nú
erum við mjög innblásin af hugrekk-
inu sem herinn okkar hefur sýnt.
Núna er ég ákveðin, ég hef ýmis-
legt að gera og hugsa bara um að
vinna, þar til við losum landið okkar
og allan heiminn frá þessari illsku.“
Morgunblaðið/Eggert
Snortin Olga Díbrova, sendiherra Úkraínu gagnvart Íslandi, á blaðamannafundi í utanríkisráðuneytinu í gær.
Úkraína muni berjast
til síðasta blóðdropa
- Djúpt snortin af mótmælum sem haldin voru á Íslandi
Það verður sumarþema í bingói
mbl.is, K100 og Morgunblaðsins á
fimmtudagskvöld. Þar sem allir
eru orðnir leiðir á veðurviðvör-
unum og snjó ætla þau Siggi
Gunnars og Eva Ruza að keyra
sumargleðina í botn í bingóinu.
Meðal vinninga eru flugsæti til
Kanarí og heitur pottur. Útsend-
ingin hefst kl. 19.00, hægt er að
fylgjast með og fá frekari upplýs-
ingar á mbl.is/bingo.
Sumar og sól í bingói
Stuð Útvarpsmaðurinn Siggi Gunnars á K100 er bingóstjóri sem fyrr.
Ætla má að hámarki kórónuveirufaraldursins verði náð
innan tveggja til þriggja vikna og í framhaldi af því fari
nýgreiningum að fækka. Þetta kom fram í pistli Þórólfs
Guðnasonar sóttvarnalæknis sem birtur var í gær.
Í pistlinum kom jafnframt fram að í dag hafa um 130
þúsund manns greinst hér á landi með Covid-19 frá upp-
hafi faraldurs. Áætlað hefur verið að fjöldi þeirra sem
hafa smitast en ekki greinst sé svipaður og því er
hugsanlegt að um 70% landsmanna hafi nú þegar smitast
af Covid-19.
Alls greindust 3.367 með Covid-19-smit innanlands í
fyrradag. 3.215 greindust við hraðpróf og 152 við PCR-próf. Nú liggja 55
manns á Landspítalanum með eða vegna Covid-19, þar af eru þrír á gjör-
gæsludeild sem allir eru í öndunarvél. Álag á heilbrigðiskerfið og heil-
brigðisstofnanir hefur verið mikið undanfarið vegna útbreiddra veikinda
og leggjast nú um tíu einstaklingar inn á spítala daglega með eða vegna
Covid, segir í pistli Þórólfs.
Mögulega hafi 70% landsmanna smitast
Þórólfur Guðnason