Morgunblaðið - 02.03.2022, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 2022
Fundir/Mannfagnaðir
Aðalfundur Ramma hf. verður haldinn á skrifstofu
félagsins, Gránugötu 1-3, Siglufirði og með
fjarfundakerfinu Microsoft Teams, föstudaginn
11. mars 2022 og hefst fundurinn klukkan 15:00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 12. gr. samþykkta
félagsins.
2. Tillaga um heimild félagsins til að kaupa eigin
bréf skv. 55. gr. laga um hlutafélög.
3. Önnur mál, löglega upp borin.
Þeir hluthafar sem hyggjast nýta fjarfundakerfið
Microsoft Teams þurfa að tilkynna þátttöku til
unnar@rammi.is ekki síðar en fimmtudaginn
10. mars 2022.
Ársreikningur félagsins og tillögur stjórnar Ramma
hf. til aðalfundar munu liggja frammi á skrifstofu
félagsins á Siglufirði viku fyrir aðalfund hluthöfum
til sýnis. Fundargögn verða afhent á fundarstað á
fundardegi.
Stjórn Ramma hf.
Aðalfundur
Ramma hf.
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar 4 Opin vinnustofa kl. 9-12. Bónusbíllinn, fer frá Árskógum
6-8 kl. 12.55. Pílukast kl. 13. Innipútt kl. 14. Hádegismatur kl. 11.30-
12.30. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Heitt á könnunni, Allir velkomnir. Sími:
411 2600.
Boðinn Pílukast kl. 9. Handavinnustofa opin kl. 11.30-15. Leshópur
Boðans kl. 15. Sundlaugin er opin kl. 13.30-16.
Bólstaðarhlíð 43 Morgunkaffi kl. 10 í kaffihorninu.Tálgun með
Valdóri kl. 9.15. Frjáls spilamennska kl. 12.30-15.45. Hvetjum alla að
koma og spila. Kaffihús opið kl. 15.30.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Qigong kl. 7-8. Kaffisopi og spjall
kl. 8.30-11. Morgunleikfimi með Halldóru á RUV kl. 9.45-10.
Ljóðahópur Soffíu kl. 10-12. Línudans kl. 10-11. Hádegismatur kl. 11.30-
12.30. Heimaleikfimi á RUV kl. 13-13.10. Kaplar og spil kl. 13.30.
Tálgun með Valdóri kl. 13-15.30. Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30.
Garðabær Poolhópur í Jónshúsi kl. 9. Gönguhópur fer frá Jónshúsi
kl. 10. Stólajóga kl. 11 í Kirkjuhv. Gönguhópur fer frá Smiðju kl. 13 í
fylgd Eddu. Vatnsleikf Sjál kl. 15 / 15.40 og 16.20. Zumba Gold kl.
16.30 í Kirkjuhv. Skák og Scrabble í Jónshúsi kl. 10.30. Bridge í
Jónshúsi kl. 12.30-15.40.
Gerðuberg Opin vinnustofa í Búkollulaut frá kl. 8.30, heitt á
könnunni. Memm fjölskyldustund kl. 10-12, Döff, Félag heyrnarlausra
frá kl. 12.30. Félagsvist frá kl. 13. Allir velkomnir.
Guðríðarkirkja. Félagsstarf eldriborgara, Kótilettu-miðvikudagur kl.
12. Helgistund í kirkjunni, fyrirbænir og söngur. Kótilettupartý í safn-
aðarheimilinu verð kr. 1500.- Stefán Helgi Stefánsson söngvari kemur
að skemmta okkur. Hlökkum til að sjá ykkur.
Hraunsel Billjard kl. 8-16. Stóla yoga kl. 10. Línudans kl. 11. Bingó kl.
13. Handverk kl. 13. Gaflarakórinn kl. 16
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall kl. 8.30-10.30. Útvarpsleik-
fimi kl. 9.45. Framhaldssaga kl. 10.30. Handavinna – opin vinnustofa
kl. 13-16. Bridge kl. 13. Styttri ganga kl. 13.30, ef veður og færð leyfa.
Hádegismatur kl. 11.30-12.30, panta þarf fyrir hádegi deginum áður.
Korpúlfar Morgunleikfimi útvarpsins kl. 9.45. Gönguhópar frá Borg-
um, Grafarvogskirkju og inni í Egilshöll kl. 10. Keila í Egilshöll kl. 10.
Gaman saman, allir velkomnir og hver og einn skemmtir sér og
öðrum kl. 13. Gleðin býr í Borgum.
Seltjarnarnes Kaffikrókur alla morgna kl. 9-11.30. Leir Skólabraut kl.
9. Botsía, Skólabraut kl. 10. Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12.Timbur-
menn, Valhúsaskóla kl. 13. Gler á neðri hæð félagsheimilisins kl. 13.
Handavinna, samvera og kaffi í salnum kl. 13. Á morgun fimmtudag
er félagsvist í salnum kl. 13. Þeir sem skráðir eru í leikhúsið á morgun
þá förum við frá Skólabraut kl. 19.15.
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Ýmislegt
Prentun
Ferming
1. apríl
Ferming
framundan?
Rað- og smáauglýsingar
alltaf - allstaðar
mbl.is
Elsku vinkona
mín, þetta er ennþá
óraunverulegt að þú
sért farin á annað
tilverustig. Við höfum brallað
margt saman og áttum svo margt
sameiginlegt og höfðum svipaða
lífssýn. Þó að vinskapur okkar
hafi ekki verið mörg ár þá vissi ég
alltaf í den af Svönu sem vann á
Rakarastofunni á Klapparstíg og
ég á Fígaró en ég hitti þig í per-
sónu loksins 2014 á einu af nám-
skeiðunum sem þú varst svo dug-
leg að koma með til okkar hérna á
Íslandi og við fundum strax teng-
ingu sem varð að mjög góðri vin-
áttu síðan þá.
Þú varst frumkvöðull, fyndin,
skemmtileg, mikill tónlistarunn-
andi, elskaðir börnin þín og
barnabörn og elskaðir að ferðast.
Ég ætlaði að fara með þig til
Tyrklands, þangað langaði þig að
koma og svo Mexíkóferðin sem
við ætluðum í um leið og færi
gæfist að læra um heilsu (auðvit-
að).
Síðasta skiptið sem við eydd-
um saman var í desember síðast-
liðnum á afmælinu mínu þegar þú
tókst daginn frá fyrir mig og við
áttum kósítíma í bústaðnum og
ég tók kampavínsflöskuna sem
var búin að standa inni í skáp í 4
ár og átti að opnast við sérstakt
tækifæri. Þetta var greinilega
sérstakt tækifæri.
Ég finn fyrir þér í hvert skipti
þegar ég kem í bústaðinn og er
svo þakklát fyrir að hafa haft þig í
lífi mínu, þú kenndir mér svo
margt og varst sú vinkona sem
var alltaf til staðar.
Ég mun alltaf minnast þín með
þakklæti í hjarta mínu og á eftir
að sakna tímanna okkar saman,
elsku Svana mín.
Þangað til við hittumst aftur á
nýjum stað, vil ég votta börnun-
um þínum, barnabörnum,
tengdabörnum og öllum sem
þekktu þig mína innilegustu sam-
úð.
Hvíl í friði, elsku vinkona.
Þín
Ása.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
(V. Briem)
Svana L.
Ingvaldsdóttir
✝
Svana L. Ing-
valdsdóttir
fæddist 5. júlí 1956.
Hún lést 4. febrúar
2022.
Útför hennar fór
fram 18. febrúar
2022.
Elskuleg vinkona
til margra ára hefur
kvatt. Við sem átt-
um eftir að gera svo
margt uppbyggi-
legt. Um hugann fer
kærleikur, væntum-
þykja og þakklæti.
Við vorum fæddar á
sjötta áratug síð-
ustu aldar, áttum
margt sameiginlegt,
kusum þó ævistörf
af ólíkum toga, hárgreiðslustarf
og kennslu. Við komumst að því
að við værum skyldar í 11. lið.
Okkur fannst gaman að eiga sam-
eiginlegan forföður frá 1562. Við
vorum samt alltaf náskyldar í
andanum og framkvæmdagleð-
inni. Við hættum t.d. að lita á
okkur hárið á svipuðum tíma. Úr
því varð ævintýralegt samstarf.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem)
Það urðu mikil þáttaskil í lífi
Svönu árið 2000 þegar hún hóf
fjögurra ára nám í hómópatíu en
útibú frá College Of Practical
Homeopathy á Englandi var rek-
ið hér á landi um tíma undir
stjórn Martin Kenelly. Að loknu
náminu var hún gjarnan kölluð
Svana hómópati. Svana sótti ýmis
diplómanámskeið á sviði heilsu-
fræða, sem ég var svo lánsöm að
kynnast m.a. fyrir hennar tilstilli,
Bowen-nuddtækni 2007, Meta
Medicine Neshealth-heilsumark-
þjálfun 2010, hárgreining og and-
litssvæðanudd 2010. John Je-
zewski, sem var einn af
aðalkennurum hómópataskólans,
átti síðan eftir að koma til Íslands
á vegum Svönu, m.a. með tveggja
ára nám í basískri heilsumark-
þjálfun 2014 - 2015 sem ég tók
þátt í, þar sem hluti af námskeið-
inu fór fram á Sólheimum í
Grímsnesi. Síðasta heilsunám-
skeiðið sem ég sótti á vegum
Svönu var árið 2019, í svokallaðri
NADA-aðferð, sem er fimm
eyrnapunkta meðferð hönnuð af
lækninum dr. Michael Smith.
Svana tók virkan þátt í Heims-
ljósinu sem haldið var árlega í
Mosfellsbæ. Þar kom saman hóp-
ur áhugafólks um heilsu og
kynnti ólíkar aðferðir til að tak-
ast á við heilsutengd mál. Þar
bauð Svana upp á margvíslegar
mælingar og kynningar, t.d. Nes-
health-mælingar. Fyrirtækið
hennar hét Heilsulausn – Heilsa
og vellíðan.
Síðustu árin bjó Svana í
Hamraborginni í Kópavoginum.
Þar leið henni vel. Hún sótti
reglulega samkomur eldri borg-
ara í Digraneskirkju.
Það hafa verið forréttindi að
eiga samleið í gegnum lífið með
elsku Svönu. Við höfum gert
margt skemmtilegt saman í
gegnum tíðina og vorum með
fullt af hugmyndum um það sem
við ætluðum að gera á næstunni –
auðvitað á heilsusviðinu.
Um leið og ég þakka Svönu af
öllu hjarta fyrir samfylgdina og
allan lærdóminn, sendi ég börn-
um hennar, ömmubörnum,
tengdabörnum, systur sem býr í
Danmörku, stórfjölskyldunni
allri og vinum mínar innilegustu
samúðarkveðjur vegna ótíma-
bærs fráfalls hennar. Blessuð sé
minning elskulegrar vinkonu sem
var alltaf til í að prófa skemmti-
lega hluti.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Valgerður Snæland
Jónsdóttir.
Það er erfitt að þurfa að kveðja
góða vinkonu eftir óvænt og erfið
veikindi, hún fór allt of fljótt frá
okkur. Það koma margar góðar
minningar upp þegar ég hugsa til
baka. Svana var yndisleg vinkona
og alltaf gott að leita til hennar og
vera í hennar nærveru. Svana var
dugleg að elda og bjóða vinum
sínum í mat. Hafði gaman af að
hlusta á góða tónlist, fórum oft á
Jómfrúna. Hún hafði gaman af að
ferðast og bjó erlendis á Spáni og
í Kaupmannahöfn. Leiðir okkar
lágu saman þegar við kynnumst á
Núpi í Dýrafirði.
Við áttum margar skemmti-
legar stundir þar. Við vorum
ófrískar á sama tíma og hittumst
oft með börnin, fórum að veiða og
í tjaldútilegur. Svana var mikill
gleðigjafi og átti marga vini úr
ólíkum áttum, sem lýsir henni
vel. Það var hefð hjá henni að
bjóða okkur vinkonum til sín fyr-
ir jólin í jólaglögg þegar hún var
á landinu, það var alltaf gaman,
mikið hlegið og spjallað. Vildi allt
fyrir alla gera og var mjög hjálp-
söm þegar einhver þurfti á að
halda. Það er mikill söknuður að
missa svona góð vinkonu.
Þórunn vinkona (Tóta).
Ég kynntist Svönu Láru Ing-
valdsdóttur laust fyrir aldamót,
þegar við sóttum sama skóla. Síð-
ar bjuggum við steinsnar hvor frá
annarri í nokkur ár og urðum þá
nánar vinkonur. Við deildum
áhuga á heildrænum meðferðum
og hjálpuðumst að með ýmsa
hluti, veittum hvor annarri ráð-
gjöf, köstuðum á milli okkar hug-
myndum og fengum að æfa okkur
hvor á annarri í því sem við vor-
um að læra hverju sinni – og auð-
vitað vorum við alltaf að læra
eitthvað nýtt og spennandi, sam-
an eða hvor í sínu lagi.
Þó ég hefði verið aðeins á und-
an Svönu í skólanum tók hún
fljótlega fram úr mér um margt –
sem betur fer. Hún hafði til að
bera drifkraft og dirfsku sem hún
nýtti til að flytja til landsins
kennara sem héldu fjölbreytt
námskeið um leyndardóma
mannslíkamans og sálarinnar
sem hann hýsir. Fyrir vikið hefur
Svana með óbeinum hætti snert
líf þúsunda Íslendinga, það er að
segja þeirra sem hafa notið með-
ferðar hjá nemendum á þessum
námskeiðum. Það er fallegt ævi-
starf.
Ég hef auðvitað notið góðs af
því í mínu starfi að hafa getað
sótt þessi námskeið. Umfram allt
þakka ég Svönu þó fyrir ógleym-
anlegt augnablik á einu af nám-
skeiðunum sem hún hafði for-
göngu um. Sjaldan er sá sem
heldur utan um námskeiðið í
þeirri stöðu að geta setið tímana
sjálfur og beint allri sinni athygli
að vísdómi kennarans. Einhver
þarf jú að stjana við bekkinn,
kaupa meira kaffi og þar fram
eftir götunum. Á níunda degi
kennslunnar var ójafnt í hópnum
og ég gekk ég af, hafði ekki æf-
ingafélaga. Þá stökk Svana samt
inn í og við fórum gegnum æf-
inguna eins og fyrir okkur var
lagt. Það hefði svo auðveldlega
orðið lítið, fallegt augnablik, kær-
komin úthreinsun gamalla til-
finninga og svo hefðum við bara
getað klappað saman lófunum,
farið heim og eldað ýsu í kvöld-
matinn. Á þessum tíma í vinskap
okkar hélt ég að Svana væri mest
í því að bretta upp ermarnar,
gera skurk í málum og vera
svona svolítið snögg upp á lagið,
þannig að það hefði ekkert komið
mér á óvart.
Þarna kom þó í ljós hversu
undursamlega næmur meðhöndl-
ari Svana var, því hún fór langt
fram úr leiðbeiningum kennarans
með því rými sem hún gaf mér til
að láta ferlið opnast og blómstra,
allsendis óhrædd við að leyfa mér
að upplifa mínar eigin tilfinning-
ar á þann hátt sem mér hentaði,
meira að segja án þess að ég
þyrfti að biðja um það. Hún bara
var þarna, tilbúin að grípa inn í ef
þyrfti, og einfaldlega leyfði mér
að vera. Í heimi sem metur fólk
eftir því hvað það segir, hversu
mikið og hversu hátt, þarf áræði
til að þegja. Þetta augnablik er
dýpsta augnablik ævi minnar og
það sneri öllu lífi mínu úr mínus í
plús. Þakklæti mitt í garð Svönu
fyrir að standa fyrir þessu nám-
skeiði og fyrir að standa með mér
á þessu augnabliki tekur engan
enda.
Ég þakka Svönu fyrir að þora
að gera það sem hana langaði til
og vera eins og hún vildi. Ég
votta ástvinum hennar mína
dýpstu samúð. Missir þeirra er
mikill.
Birna Imsland.
Það er varla
hægt að nefna þig,
elsku pabbi, án
þess að tala um
flug. Þú elskaðu að
svífa um fjöllin blá og gast gleymt
þér svo tímum skipti. Pabbi
kenndi svifflug í áratugi og var
yfirkennari á Sandskeiði. Við
systkinin eyddum öllum sumrin á
Sandskeiðinu. Á haustin var það í
berjamó, á veturna fórstu með
okkur á skíði og skauta. Síðan
Sverrir Theodór
Þorláksson
✝
Sverrir Theo-
dór Þorláks-
son fæddist 2. júní
1933. Hann lést 18.
janúar 2022.
Útför fór fram í
kyrrþey.
tóku við utanlands-
ferðir. Tugir ferða
á ókunnar slóðir.
Þið mamma voruð
bestu ferðafélagar
sem hægt var að
eiga. Síðustu ferðir
okkar voru á hallo-
ween í Danmörku
og Kanaríeyjar yfir
jólin þar sem þið
mamma áttuð sex-
tíu ára brúðkaups-
afmæli og tókuð þið síðasta dans-
inn ykkar. Þú bara elskaðir lífið
og hvað þá þegar barnabörnin
þín fæddust. Þú umvafðir þau
hlýju og ást. Sonur minn gat setið
heilu kvöldin og rætt heimsmálin,
hlustað á músík og rætt svo fram
og til baka. Við Fannar vorum
svo heppin að hafa notið tugi
ferða með þér. Mér er minnis-
stætt þegar við lögðum af stað
upp á hásléttur Spánar í leit að
litlum flugklúbbi því pabba lang-
aði að fljúga. Við komumst þang-
að eftir fimm tíma og hvað þú
ljómaðir og hvað þú naust þess að
fljúga þar.
Elsku pabbi. nú ert þú floginn
þitt hinsta flug.
Kveðja að sinni,
Margrét.
Ég losnað hefi jarðarfjötrum frá,
í frelsið kannað leiðir himingeims,
mót sólu klifrað, klofið loftin blá
og komist inn í fögnuð æðra heims.
Ég dansað hef við sólsprengd skúraský,
sem skinu eins og þúsund lita glóð,
og gert svo margt sem enginn skilur í
og aldrei fyrri dreymdi nokkra þjóð.
Ég svifið hefi, sveiflazt, hvolfzt og
steypzt,
og svifið aftur hærra og lengra en fyrr;
mér allir vegir lífsins hafa leyfzt
í ljóssins ríki – opnar hverjar dyr.
Ég svifið hef um sumarhlýjan geim,
þar sólbjört þögnin eins og draumsæng
lá,
og þaðan inn í kaldan hrikaheim,
við hryðjustorma glímt og flogizt á.
Upp hærra en fleygum fugli væri kleift
ég flaug í gegnum himinloftin blá;
og miklu fleira en fyrr var nokkrum
leyft
á ferðum þeim ég heyrði, skildi og sá.
Er hljóður sveif ég, hvergi eygði strönd
um heilagleikans veldi, engilsfrjáls,
ég út í loftið rétti hægri hönd
og hafði snortið andlit drottins sjálfs.
Ljóð þetta, Háflug, orti ungur
flugliðsforingi í Konunglega
breska flughernum, John G. Ma-
gee, en hann féll í orrustu í des-
ember 1941.
Bless, elsku afi.
Theodór Fannar Eiríksson.