Morgunblaðið - 02.03.2022, Side 23
ÍÞRÓTTIR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 2022
Fátt annað kemst að í huga
manns en innrás Rússlands í
Úkraínu um þessar mundir.
Fjöldi íþróttasambanda hefur í
kjölfarið brugðist við og meinað
rússneskum lands- og fé-
lagsliðum þátttöku í keppnum á
vegum þeirra þar til tilkynnt
verður um annað.
Mörg þeirra hafa sömuleiðis
sett hvítrússnesk lands- og fé-
lagslið í bann þar sem Hvíta-
Rússland styður við hernað
Rússa. Alþjóðaknattspyrnu-
sambandið, FIFA, og Knatt-
spyrnusamband Evrópu, UEFA,
hafa reyndar ekki tekið svo
djúpt í árinni.
Evrópska handknattleiks-
sambandið, EHF, og Al-
þjóðaíshokkísambandið, IIHF,
hafa sem dæmi bannað lið frá
báðum löndum en hins vegar
hefur Alþjóðakörfuknattleiks-
sambandið, FIBA, ekkert að-
hafst, að minnsta kosti ekki
þegar þetta er ritað.
Ég bind vonir við það að FIBA
og fleiri íþróttasambönd taki sig
til, fylgi áðurnefndum sam-
böndum að máli og setji lið og
annað íþróttafólk frá löndunum
tveimur í bann.
Einhverjum kann að finnast
það ósanngjarnt gagnvart
íþróttafólkinu sem hefur flest
ekkert unnið sér til saka. Ég tel
svona aðgerðir hins vegar nauð-
synlegar enda íþróttir og
íþróttaviðburðir eitt helsta sam-
einingartákn þjóða.
Það er eitthvað sem Vladimír
Pútín Rússlandsforseti gerir sér
fulla grein fyrir enda hefur hann
lagt sig í líma við að lappa upp
á ímynd Rússlands í gegnum
hina ýmsu viðburði, þar á meðal
HM 2018 í knattspyrnu karla,
sem landinu var úthlutað af
FIFA með afar grunsamlegum
hætti.
BAKVÖRÐUR
Gunnar Egill
Daníelsson
gunnaregill@mbl.isJa Morant, leikmaður Memphis
Grizzlies, er kominn í hóp þeirra
leikmanna sem skorað hafa 50 stig
eða meira í leik í NBA-deildinni í
körfuknattleik.
Ja Morant skoraði 52 stig þegar
Memphis vann San Antonio Spurs
118:105 og setti félagsmet hjá
Memphis. Mest hafði hann áður
skorað 47 stig í leik.
Morant er aðeins 22 ára og hefur
leikið vel á keppnistímabilinu.
Væntingar hafa verið til hans gerð-
ar frá því hann var valinn annar í
nýliðavalinu árið 2019.
22 ára leikmað-
ur með 52 stig
AFP
Atkvæðamikill Morant með boltann
í leiknum gegn San Antonio.
Ólafur Stefánsson, fyrrverandi
landsliðsmaður, er á leið til Þýska-
lands á nýjan leik þar sem hann
verður aðstoðarþjálfari 1. deildar
liðs Erlangen í handknattleik.
Ólafur sagði í viðtali á RÚV á
dögunum að hann væri á leið til
Þýskalands í tengslum við hand-
boltann. Vísir.is greindi frá því í
gær að Ólafur muni skrifa undir
samning við þýska félagið sem gild-
ir út keppnistímabilið.
Raúl Alonso er þjálfari Erlangen
í dag en liðið er sem stendur í 13.
sæti þýsku 1. deildarinnar.
Morgunblaðið/Ómar
Þýskaland Ólafur lék með Wüpper-
tal, Magdeburg og RN Löwen.
Ólafur fer til
Erlangen
NOREGUR
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Knattspyrnukonan Selma Sól
Magnúsdóttir skrifaði undir
tveggja ára samning við norska úr-
valsdeildarfélagið Rosenborg hinn
20. janúar á þessu ári en liðið er
eitt það sterkasta á Norðurlönd-
unum í dag.
Selma, sem er 23 ára gömul,
kemur til Rosenborg frá uppeldis-
félagi sínu Breiðabliki þar sem hún
hefur leikið allan sinn feril að und-
anskildu árinu 2015 þar sem hún
lék með Fylki í láni frá Breiða-
bliki.
Alls á hún að baki 84 leiki í efstu
deild þar sem hún hefur skorað 8
mörk og þá lék hún fimm af sex
leikjum Breiðabliks í B-riðli Meist-
aradeildarinnar síðasta haust.
„Ég er búin að koma mér vel
fyrir í Þrándheimi og þetta lítur
bara mjög vel út allt saman,“ segir
Selma Sól í samtali við Morg-
unblaðið.
„Ég var alls ekki búin að taka
neina ákvörðun um að yfirgefa
Breiðablik eftir að Meistaradeild-
arævintýrinu lauk. Ég ákvað að
bíða og sjá hvað væri í boði og ég
var alveg ákveðin í því að ég
myndi ekki fara nema eitthvað
mjög spennandi væri í boði. Það er
allt til alls hjá Breiðabliki og allt
gert til þess að okkur leikmönn-
unum líði sem best hjá félaginu.
Ég er búin að vera í klúbbnum
síðan ég var fjögurra ára gömul og
það var virkilega erfitt að kveðja
félagið en á sama tíma þarf maður
líka að horfa fram á við, ætli mað-
ur sér að taka næstu skref á ferl-
inum. Ég fór út til Rosenborg á
reynslu í janúar og fann það strax
að mér leið mjög vel í þessu um-
hverfi í Þrándheimi. Ég heyrði af
einhverjum áhuga frá öðrum liðum
en um leið og Rosenborg fór að
sýna mér alvöruáhuga ákvað ég að
stökkva á það strax og ég velti því
öðrum möguleikum lítið fyrir mér,“
segir Selma sem á að baki 17 A-
landsleiki þar sem hún hefur skor-
að tvö mörk.
Hraðari æfingar
Selma hélt út til Noregs í lok
janúar en keppni í norsku úrvals-
deildinni hefst hinn 20. mars þegar
Rosenborg fær Avaldsnes í heim-
sókn í 1. umferð deildarinnar.
„Æfingarnar hafa verið góðar
hingað til en auðvitað tekur alltaf
smá tíma að koma sér inn í það
sem liðið er búið að vera að gera.
Það eru nýjar áherslur hérna en
persónulega hefur mér gengið vel
á æfingum og ég er sátt við mína
frammistöðu á æfingasvæðinu
hingað til. Ég finn klárlega mun á
æfingunum hérna úti og heima
enda eru flestir leikmenn Rosen-
borg atvinnumenn og gera því lítið
annað en að æfa og spila fótbolta.
Það er aðeins misjafnt hvenær
við erum að mæta á æfingar yfir
daginn en við borðum nánast alltaf
saman á æfingasvæðinu. Ef það er
morgunæfing þá borðum við sam-
an í hádeginu og ef við æfum síð-
degis þá borða leikmennirnir sam-
an kvöldmat. Æfingarnar eru
hraðari en heima og stærsti mun-
urinn er eflaust sá að leikmenn-
irnir sem æfa saman eru flestallir
mjög sterkir, án þess að ég vilji
móðga einhvern heima á Íslandinu
góða.“
Háleit markmið
Rosenborg, sem áður hét Trond-
heims-Örn, varð síðast Nor-
egsmeistari árið 2003 en þrátt fyr-
ir það er liðið það sigursælasta í
Noregi ásamt LSK í Lilleström.
„Félagið byrjaði að spila undir
merkjum Rosenborg árið 2020. Þá
var strax settur meiri peningur í
klúbbinn og þetta var í raun tekið
á hærra stig ef svo má segja.
Norðmenn tóku ákvörðun fyrir
nokkrum árum síðan að efla
kvennaboltann til muna og gera
hann stærri en hann hafði áður
verið. Þetta er því alltaf að verða
stærra og stærra.
Rosenborg sem slíkt hefur því
aldrei orðið Noregsmeistari áður
en liðið hefur hafnað í öðru sæti
deildarinnar undanfarin tvö tíma-
bil. Það vantar því herslumuninn
upp á að ná að klára dæmið og
markmiðið í ár er klárlega að gera
betur en undanfarin tvö ár. Klúbb-
urinn ætlar sér að vera í fremstu
röð, eitthvað sem ég er mjög vön
hjá Breiðabliki, og ég var líka
spennt fyrir því að reyna fyrir mér
í þannig umhverfi erlendis. Ég er
sjálf í þessu til þess að vinna bik-
ara enda er það það skemmtileg-
asta við fótboltann.“
Á réttri leið
Selma Sól sleit krossband í sept-
ember 2019 og lék því ekkert tíma-
bilið 2020 en hún var í íslenska
landsliðshópnum sem tók þátt í al-
þjóðlega kvennamótinu She Belie-
ves Cup í Bandaríkjunum á dög-
unum þar sem hún var á
skotskónum í 2:1-sigri Íslands
gegn Tékklandi í Carson í Kali-
forníu.
„Þetta er allt á réttri leið hjá
mér ef svo má segja eftir kross-
bandsslitin. Það vantaði aðeins upp
á kraftinn og sprengikraftinn síð-
asta sumar en það orsakaðist líka
af því að ég náði ekki heilu und-
irbúningstímabili með liðinu í
fyrra. Tímabilið var líka mjög
langt enda fórum við í riðlakeppni
Meistaradeildarinnar og ég fékk
því lítinn tíma til þess að byggja
mig enn þá meira upp meðan á
tímabilinu stóð. Ég finn það hins
vegar núna að ég er aftur að nálg-
ast mitt besta form sem er mjög
jákvætt.
Þegar kemur að landsliðinu er
það Steini [Þorsteinn Halldórsson]
sem ræður öllu. Það eina sem ég
get gert er að standa mig vel með
mínu félagsliði og svo auðvitað að
spila eins vel og ég get þegar ég
fæ tækifæri með landsliðinu. Það
er draumur allra leikmanna að
taka þátt í lokakeppni Evrópu-
mótsins og það væri frábært að
vera valin. Ég er hins vegar mjög
einbeitt á það að fara vel af stað
með Rosenborg og ná upp fyrri
styrk. Svo sjáum við bara hverju
það mun skila mér þegar fer að
nálgast sumartímann,“ bætti
Selma Sól við í samtali við Morg-
unblaðið.
Skemmtilegast að vinna bikara
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Þrándheimur Selma Sól hefur verið í lykilhlutverki hjá uppeldisfélagi sínu Breiðabliki undanfarin ár.
- Selma Sól Magnúsdóttir er spennt fyrir tímabilinu í norsku úrvalsdeildinni
- Miðjumaðurinn nálgast sitt besta form eftir krossbandsslit í september 2019
Selma Sól Magnúsdóttir
» Fæddist 23. apríl 1998.
» Uppalin hjá Breiðabliki í
Kópavogi og lék sinn fyrsta
meistaraflokksleik með liðinu
árið 2013.
» Hefur leikið með Breiðabliki
og Fylki hér á landi.
» Á að baki 17 A-landsleiki fyr-
ir Ísland og 26 landsleiki fyrir
yngri landsliðin.
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild kvenna, Subway-deildin:
Dalhús: Fjölnir – Njarðvík .................. 18.30
Grindavík: Grindavík – Breiðablik...... 19.15
Ásvellir: Haukar – Keflavík................. 20.30
1. deild karla:
Ásvellir: Haukar – Hrunamenn ............... 18
1. deild kvenna:
Dalhús: Fjölnir B – Snæfell................. 20.30
HANDKNATTLEIKUR
Coca Cola-bikar karla, 8-liða úrslit:
Höllin Ak.: Þór – FH................................. 19
KNATTSPYRNA
Deildabikar karla, Lengjubikarinn:
Kórinn: HK – Valur................................... 18
Würth-völlur: Fylkir – KA ....................... 18
Nettó-höll: Keflavík – Afturelding .......... 18
Deildabikar kvenna, Lengjubikar:
Nettó-höll: Keflavík – Afturelding .......... 20
Í KVÖLD!
1. deild karla
Hamar – Skallagrímur..........................89:96
Staða efstu liða:
Haukar 21 19 2 2176:1688 38
Höttur 21 18 3 2121:1757 36
Álftanes 22 14 8 2088:1885 28
Fjölnir 22 12 10 2076:2088 24
1. deild kvenna
Hamar-Þór – KR.................................. 75:84
Aþena – Stjarnan.................................. 78:75
Ármann – Tindastóll ............................ 82:59
Þór Ak. – ÍR .......................................... 52:67
Staða efstu liða:
Ármann 18 15 3 1449:1170 30
ÍR 17 14 3 1282:994 28
KR 18 12 6 1373:1249 24
Snæfell 17 10 7 1237:1181 20
Aþena/UMFK 18 10 8 1284:1335 20
Þór Ak. 17 9 8 1231:1157 18
>73G,&:=/D