Morgunblaðið - 02.03.2022, Blaðsíða 16
16 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 2022
✝
Fjóla Jó-
hannsdóttir
fæddist 11. októ-
ber 1933 á Akur-
eyri. Hún lést eft-
ir stutt veikindi á
hjartadeild Land-
spítalans 20. jan-
úar 2022.
Foreldrar
hennar voru hjón-
in Björg Lilja
Jónsdóttir frá
Karlsstöðum í Fljótum í
Skagafirði, f. 15. maí 1909, d.
5. október 2002 og Finnbogi
Jóhann Indriðason frá Brim-
nesgerði í Fáskrúðsfirði, f. 9.
janúar 1897, d. 12. nóvember
1970.
Fjóla var næstyngst í
fjölmennum systkinahópi, sem
eru í aldursröð: Jón Óskar,
Rósenberg, Hörður Viktor,
Svavar Guðni, Freyja og Þór
sem öll eru látin.
Á Akureyri sleit Fjóla
barnsskónum og hófst skóla-
ganga hennar þar í bæ við
Barnaskóla Akureyrar, sem í
dag heitir Brekkuskóli. Á átt-
unda aldursári flutti Fjóla
ásamt foreldrum sínum og
systkinum til Reykjavíkur þar
sem foreldrar hennar reistu
framtíðarheimili fyrir fjöl-
skylduna að Sogavegi 176.
Eiginmaður Fjólu var Guð-
3) Þuríður, f. 15. ágúst 1956,
hennar maður er Gunnar Ást-
valdsson, f. 1948. Þeirra börn
eru: a) Fjóla Eyjörð, f. 1972, d.
1985, b) Turid Rós, hennar
maður er Þórhalli Haraldsson
og þeirra börn eru Íris Björg,
Sóley María og Þórhalli Gunn-
ar, c) Gunnar Örn, kona hans
er Svava Sólveig Svavarsdótt-
ir, þeirra börn eru Ísabella
Rós og Tristan Örn. d) Kári,
sambýliskonan hans er Helena
Stefánsdóttir, þeirra börn eru
Hilmir og Rakel Nanna. e)
Lilja Eyfjörð, unnusti hennar
er Guðmundur Geir Hauksson,
hennar dóttir er Heiðdís
Tinna. 4) Svavar Guðmunds-
son, f. 17. ágúst 1958, kona
hans er Elín Kristmundsdóttir,
f. 1964. Fóstursonur Svavars
er: a) Kristmundur Daníelsson,
kona hans er Edda Ósk Thor-
arensen, þeirra dóttir er
Emma Valgerður. Sonur Krist-
mundar af fyrra sambandi er
Ari Þór. b) Fjóla Rut Svav-
arsdóttir, sambýlismaður
hennar er Guðmundur Gísla-
son og þeirra synir eru Alex-
ander Svavar og Jónas Smári.
c) Trausti Már Svavarsson,
sambýliskonan hans er Linda
Jasonardóttir, þeirra dóttir er
Júlíana.
Útför Fjólu hefur farið fram
í kyrrþey að hennar ósk.
mundur Viggó
Ólafsson frá
Stóra-Knarr-
arnesi á Vatns-
leysuströnd, f. 20.
nóvember 1920,
d. 15. ágúst 2002.
Hann var sonur
hjónanna Ólafs
Péturssonar út-
vegsbónda, f. 28.
júní 1884, d. 11.
október 1964 og
Þuríðar Guðmundsdóttur hús-
freyju, f. 17. apríl 1891, d. 25.
febrúar 1974.
Fjóla og Viggó byrjuðu bú-
skap á Sogaveginum á efri
hæðinni í húsi foreldra Fjólu.
Þau voru síðar frumbyggjar í
Breiðholti og bjó Fjóla þar
alla tíð. Fjóla og Viggó eign-
uðust 4 börn: 1) Drengur, f.
14. október 1950, d. 14. októ-
ber 1950. 2) Björg, f. 17. októ-
ber 1954, hennar maður er
Guðmundur Brynjar Hall-
grímsson, f. 1957, og á hún
synina a) Óskar Freyr Al-
freðsson, kona hans er Krist-
ína Alfreðsson, þeirra sonur
er Kristján Magnús. b) Garðar
Víðir Gunnarsson, kona hans
er Marie Odele Gunnarsson,
þeirra dóttir er Charlotte
Amalía. c) Elías Viggó Guð-
mundsson, sambýliskonan
hans er Bryndís Pétursdóttir.
Það var einn fasti punkturinn
í lífinu að tala við mömmu eða
hitta hana, nánast á hverjum
degi, það er svo tómlegt án
hennar, mér finnst ennþá að ég
eigi eftir að hringja eða koma
við í dag.
Móðurhlutverkinu tók hún al-
varlega og var heimavinnandi
fyrstu árin okkar systkinanna
eins og tíðkaðist hjá hennar
kynslóð, ég er þakklát fyrir að
hafa átt þetta örugga og kær-
leiksríka skjól. Hún passaði upp
á að okkur skorti ekkert og að
alltaf væri nóg til að bíta og
brenna. Lífið var henni ekki
alltaf auðvelt en hún var nægju-
söm, útsjónarsöm og skipuleg,
allt var í réttum skorðum og
hún hélt fjölskyldunni saman.
Eftir að hún fór svo aftur á
vinnumarkaðinn vann hún að-
allega við ýmiss konar sauma-
störf. Mamma var mjög hand-
lagin og gat gert allt, saumaði
nánast allt á okkur börnin sín og
alla fjölskylduna, það er ekki
langt síðan maður kom til henn-
ar með allt sem þurfti lagfær-
ingar eða viðgerðar við.
Ég er þakklát fyrir sam-
veruna á Ströndinni. Það var
sælureitur þar sem mömmu og
pabba leið svo vel saman og
undu sér vel við ýmiss konar af-
þreyingu, þau voru samrýmd
hjón og pössuðu vel upp á hvort
annað. Þaðan eru margar góðar
minningar, allir voru velkomnir
þangað og fengu barnabörnin
oft að gista. Það var mikil breyt-
ing fyrir mömmu árið 2002, þá
kvaddi pabbi og svo amma
stuttu síðar. Það hefur örugg-
lega verið henni þungbært og
einmanalegt. Ströndin var ekki
alveg það sama eftir að pabbi
fór. Hún naut þess að hafa fjöl-
skylduna hjá sér og reyndi mað-
ur að fylla upp í tómarúmið og
vera henni góður félagsskapur.
Okkur auðnaðist að fara sam-
an í nokkrar ferðir til Spánar og
Þýskalands með mömmu og
tengdamömmu og höfðum öll
mjög gaman af, þaðan eru
margar góðar minningar. Við
fórum líka saman í nokkrar
sumarbústaðaferðir og marga
notalega bíltúra. Fyrirhuguð var
ferð til Frakklands árið 2016
þegar mamma veiktist og
treysti sér ekki með, eftir það
fannst henni öruggast að vera
heima og það var ekki tauti við
hana komandi með annað, hvað
sem var í boði. Það er ekki fyrr
en eftir á að maður veit hvers
vegna. Ég veit að hún var þakk-
lát, sátt og ánægð með hvað fjöl-
skyldan var á góðum stað og öll
börnin falleg og heilbrigð og
áttu lífið framundan, hún sagði
mér það sjálf áður en hún
kvaddi.
Elsku mamma mín, ég sakna
þín alla daga, en nú ertu komin í
friðarlandið til pabba og hann
hefur örugglega tekið vel á móti
þér, blessuð sé minning ykkar.
Björg.
Elsku mamma, hugur minn er
á reiki og þær eru margar minn-
ingarnar sem birtast mér nú
þegar að kveðjustund er komið.
Mér er efst í huga þakklæti fyr-
ir allt sem þú varst okkur fjöl-
skyldu minni og allt sem þú
gerðir fyrir okkur. Við geymum
það í hjörtum okkar. Velferð
okkar systkina og fjölskyldna
okkar var í fyrsta sæti hjá þér.
Þú varst alltaf boðin og búin til
að rétta okkur hjálparhönd. Það
er svo margt sem mig langar að
segja, en ætla ekki að vera
væmin eða langorð, það var
ekki þinn stíll.
Þú varst einstök, varst
kannski ekki allra, en gerðir
kröfur til þeirra sem þú elsk-
aðir. Þú kenndir okkur góða
siði og gott handverk, enda
varst þú snillingur í öllu sem
þú tókst þér fyrir hendur og
kunnir þá list að gera mikið úr
litlu. Þú kenndir mér að prjóna
þegar ég var 9 ára og sauma
þegar ég var aðeins eldri eða
12 ára og ég man hvað ég var
stolt þegar ég hafði saumað
fyrstu buxurnar mínar. Þú
kenndir mér að vera nýtin og
fara vel með. Börnin mín og
barnabörn muna umhyggju
þína og minnast þess hve sjálf-
sagt það var að leita til þín með
lítið eða stórt, sem þú leystir
vel af hendi fyrir þau. Þau eiga
enn fallegu tuskudýrin sem þú
saumaðir og heklaðir sem þau
geyma vel, að ógleymdum fal-
legu hekluðu borðtuskunum
sem eru án efa bestu tuskurn-
ar. Fyrir 1 ári tókst þú þig til
og töfraðir fram dýrindis dúkk-
urúm úr pappakassa sem þú
skreyttir með fallegum englagl-
ansmyndum handa Heiðdísi
litlu, sem hún leikur sér með
enn í dag. Þú gerðir fínustu
dúka upp í að bólstra húsgögn.
Þig munaði ekkert um það.
Ekkert verk var of lítið eða of
stórt, einnig varstu mesti snill-
ingur í að setja rennilása á
lopapeysur. Þetta eru bara örfá
dæmi um listsköpun þína og
hæfileika sem þú nýttir til að
skreyta líf okkar allra.
Þú og Björg amma kennduð
mér margt, meðal annars að
umgangast og nýta jurtirnar
okkar frábæru og þú varst dug-
leg að rækta garðinn þinn. Lífið
fór ekki alltaf um þig mjúkum
höndum eða reyndist auðvelt,
en þú varst hnarreist og barst
höfuðið hátt og brostir í gegn-
um tárin. Elsku fallega mamma
mín, það sem ég sakna þín. Ég
sakna samtala okkar um daginn
og veginn, sem voru fleiri nú
síðari ár vegna nálægðar hvor
við aðra. Nú ertu farin í Sum-
arlandið og ég trúi því að Fjóla
mín, ásamt pabba, Björgu
ömmu og öllum sem farnir eru,
hafi tekið á móti þér og umvefji
þig ást og kærleik.
Minning þín er ljósið sem lif-
ir í hjörtum okkar. Hittumst í
Sumarlandinu, mamma mín,
þegar minn tími kemur. Takk
fyrir þig, elska þig.
Þín dóttir,
Þuríður.
Elskuleg móðir mín lést 20.
janúar sl. og er hennar sárt
saknað. Þegar við heimsóttum
hana eða heyrðum í henni í
síma spurði hún ávallt hvernig
við hefðum það og hvort allir
væru ekki frískir.
Takk fyrir allt, elsku
mamma. Ég kveð þig með ljóði
Jóns Gunnlaugssonar (Móðir
mín).
Ó, mamma mín hve sárt ég sakna þín
sál mín fyllist angurværum trega.
Öll þú bættir bernskuárin mín
blessuð sé þín minning ævinlega.
Oft ég lá við mjúka móðurkinn
þá mildar hendur struku tár af
hvarmi.
Oft sofnaði ég sætt við vanga þinn
þá svaf ég vært á hlýjum móðurarmi.
Ó, móðir kær, ég man þig enn svo
vel,
mikill var þinn hlýi trúarkraftur.
Þig blessun Guðs í bæninni ég fel
á bak við lífið kem ég til þín aftur.
Þinn sonur,
Svavar.
Tengdamóður minni Fjólu
kynntist ég fyrir hartnær 36 ár-
um, þá rúmlega tvítug.
Hún tók ákaflega vel á móti
mér og umhyggja hennar fyrir
fjölskyldu sinni var mikil. Hún
fylgdist vel með öllum ömmu-
og langömmubörnum sínum og
vildi ávallt vita hvernig gengi
hjá þeim og hvað þau væru að
gera það sinnið.
Fjóla undi sér best í sum-
arbústað þeirra hjóna suður á
Vatnsleysuströnd. Þar áttu þau
Viggó notalegt athvarf. Þar var
sífellt verið að dytta að ein-
hverju, smíða, gróðursetja tré,
rækta kartöflur eða annað sem
til féll. Ég man ekki eftir
tengdamóður minni öðruvísi en
sístarfandi og elja hennar var
aðdáunarverð.
Fjóla var mikil hagleikskona
og allt lék í höndunum á henni,
hvort heldur hún saumaði,
prjónaði eða heklaði og nutum
við fjölskyldan góðs af því.
Við Svavar áttum margar
góðar stundir með þeim hjónum
Fjólu og Viggó á Vatnsleysu-
ströndinni. Þegar börnin okkar
voru lítil skruppum við á
„Ströndina“ nánast hvern
sunnudag í mörg sumur. Börnin
okkar nutu samvistanna við
ömmu og afa, oft var farið niður
í fjöru að leita skelja og kuð-
unga og þau fengu að hjálpa til
við ýmislegt hjá ömmu og afa í
sveitinni.
Ég vil þakka kærlega sam-
fylgdina við góða konu, sem
ávallt vildi manni það besta.
Elsku fjölskylda, innilegar
samúðarkveðjur.
Megi algóður guð þína sálu nú
geyma,
gæta að sorgmæddum, græða djúp
sár.
Þó kominn sért yfir í aðra heima
mun minning þín lifa um ókomin ár.
(Sigríður Hörn Lárusdóttir)
Elín Kristmundsdóttir.
Til ömmu.
Blómið –
Fjólu eina fallega veit,
fegrað hefur huga minn.
Dreifir ást um alla sveit,
á lífið af miklum kærleik leit.
Ég fyrir ömmu ávallt finn.
Frá leiðindum mig alltaf varði,
ljúf og litrík, hjartaprúð.
Ég alltaf bý að hennar arði,
af ömmu blíða gæskugarði,
ég áfram rækta Fjólu skrúð.
Ég veit að þú ert hjá mér.
Þinn dóttursonur,
Viggó Bíldahl.
Elsku amma.
Það er enn óraunverulegt að
hugsa til þess að nú sértu farin
frá okkur. Eftir standa ótal
góðar minningar um dásamlega
ömmu og harðduglega hagleik-
skonu.
Minningarnar af Ströndinni
eru þar efstar á lista en þar átt-
um við margar yndislegar sam-
verustundir. Þegar ég hugsa
um það þá er í rauninni ótrú-
lega margt sem ég lærði af þér
þar og fyrir það er ég þakklát.
Ströndin var sælureitur ykkar
afa og við vorum heppin að fá
að njóta hans með ykkur.
Það var alltaf gott að koma í
heimsókn á heimili þitt í Kóngs-
bakkanum, bæði í æsku og svo
með drengina mína í seinni tíð.
Undantekningarlaust varstu
tilbúin með kaffi og eitthvað
sætt og vildir helst að fólkið þitt
sæti sem lengst, vildir fylgjast
með og heyra fréttir. Að fólkinu
þínu liði vel, það skipti þig öllu
máli. Minningin um hjartagóða
konu sem vildi þeim sem henni
þótti vænt um það allra besta
mun svo sannarlega lifa áfram
meðal okkar sem eftir stöndum.
Takk fyrir samverustundirn-
ar og allt sem þú kenndir mér,
elsku amma, það mun fylgja
mér áfram.
Þitt barnabarn,
Fjóla Rut.
Fjóla amma er farin til Sum-
arlandsins og við systkinin
hugsum til hennar þar. Hún sit-
ur með andlitið á móti sólu og
reynir að ná sér í smálit í kaffi-
pásunni sinni. Hún er líklegast
stödd á Ströndinni sinni, um-
kringd pútunum sínum og gæs-
unum, á fallegum, íslenskum
sumardegi. Nýkomin frá stússi
með kartöflur, radísur, rabar-
bara og kál í garðinum. Að öll-
um líkindum er hún búin að
skrifa í veðurdagbókina sína:
„Austan gola og sól. Engin úr-
koma og heiðskírt.“ Svo rissar
hún litla sól og lóu í kring. Hún
er búin að hitta ástvini sína
hinumegin sem hafa beðið eftir
henni. Þau rölta svo niður í
fjöru í leit að slípuðu gleri og
fallegum skeljum.
Handaverkin hennar, dúkkur
og koddar, eru enn í uppáhaldi,
jafnt meðal eldri
sem yngri afkomenda. Amma
gat galdrað fram hvað sem
hana langaði til. Þekkingu sinni
miðlaði hún áfram til yngri kyn-
slóðarinnar, kenndi börnunum
ýmiskonar handavinnu, að
sauma, prjóna, teikna og skrifa.
Henni þótti gaman að lesa með
þeim og kenna þeim spil og
kapla. Amma kunni allt.
Plöntur og blóm lifðu góðu og
löngu lífi hjá henni, en amma
var líka grasakona og lærði af
sinni móður að sjóða sitt eigið
græðismyrsl.
Við barnabörnin leituðum
mikið til ömmu ef við þurftum
aðstoð, til dæmis með flíkur
sem þurfti að laga og alltaf gat
hún gert við eða endurnýtt á
einhvern hátt. Ömmustrákur
bað hana eitt sinn að þvo buxur
sem hann hafði nýlega keypt.
Þær voru agalega töff með rif-
um á hnjánum eins og var þá
komið í tísku. Amma þvoði bux-
urnar og gerði að sjálfsögðu við
rifurnar í leiðinni. Að þessu at-
viki gat hún aldeilis hlegið síðar
meir, og við öll þó að ömm-
ustráknum hafi ekki verið
skemmt við þetta tækifæri.
Amma gat hlegið dátt að
sjálfri sér en var þó ákveðin og
gat verið ansi staðföst, einkum
þegar kom að pólitískum skoð-
unum. Samræðurnar við borð-
stofuborðið yfir kaffi og vínar-
brauði, eða kexi úr skúffunni,
voru fróðlegar og skemmtileg-
ar. Þrátt fyrir skiptar skoðanir
þeirra sem tóku þátt í samræð-
unum hverju sinni var amma
með opinn huga og óhrædd að
skipta um skoðun ef þannig bar
undir. „Maður er allt lífið að
læra,“ sagði hún þá og bauð svo
upp á meira kaffi. Fjölskyldan
var henni dýrmætust af öllu og
hún naut samverustundanna.
Myndin af ömmu við eldhús-
borðið að sötra kaffi, og ein-
staka sinnum hvítvín eða Bai-
leys við sérstök tilefni og
flissandi með okkur fram eftir
kvöldi, er okkur kær.
Hún var óhrædd að viðra
skoðanir sínar, sagði óhikað það
sem henni lá á hjarta en vissi
líka hvenær best væri að láta
hluti ósagða. Amma var til stað-
ar fyrir okkur öll á þann hátt
sem við þurftum, hvert og eitt,
og hjálpaði manni að sjá hlutina
í samhengi. Stappaði í okkur
stálinu ef þurfti og sýndi með
fordæmi mikilvægi þess að
standa á sínu og treysta sjálfum
sér.
Ættmóðirin er fallin frá, en
minning hennar lifir í hjörtum
okkar og í öllu sem hún kenndi
okkur. Minningar okkar með
fjölskyldunni í framtíðinni
munu ávallt vera vafðar kær-
leika þínum. Við söknum þín og
þökkum þér fyrir allt. Hvíldu í
friði, elsku amma.
Turid, Gunnar, Kári,
Lilja og fjölskyldur.
Fjóla Jóhannsdóttir
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
GUÐMUNDUR THEODÓR ANTONSSON
málarameistari,
lést laugadaginn 19. febrúar.
Útförin fer fram frá Lindakirkju föstudaginn
4. mars klukkan 13.
Aðalheiður Guðmundsdóttir Birgir Sigurðsson
Jón Viðar Guðmundsson
Þórunn Huld Ægisdóttir Jóhann Bjarnarsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
MAREY STEFANÍA
BJÖRGVINSDÓTTIR,
lést þriðjudaginn 8. febrúar.
Útför fór fram í kyrrþey.
Þökkum hlýjar kveðjur.
Þórður Þorgrímsson
Björgvin H. Þórðarson
Þórný Þórðardóttir Brynjar Ólafsson
og afkomendur
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru
móður, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
EBBU JÚLÍÖNU LÁRUSDÓTTUR,
Njarðarvöllum 6, Reykjanesbæ,
áður Sævangi 31, Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks D-deildar Heilbrigðisstofnunar
Suðurnesja fyrir einstaka umönnun og hlýtt viðmót.
Ásgerður Þorgeirsdóttir Júlíus Valgeirsson
Þorgeir Ibsen Denise Ibsen
barnabörn og barnabarnabörn