Morgunblaðið - 02.03.2022, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 2022
Það þyrfti ekki að spyrja að
leikslokum réðust úrslit árása
Rússa á Úkraínu af samúð um-
heimsins.
- - -
Sigurði Sigurð-
arsyni þótti í
sínu bloggi útspil
Sviss merkilegt er
landið bannaði allt
flug frá Rússlandi
um lofthelgi þess:
- - -
Sviss er eyja, umkringd ESB-
ríkjum sem þegar hafa bannað
flug Rússa í Evrópu …“ Sigurður
telur með hliðsjón af þessu for-
dæmi að hinn kunni mannvinur,
borgarstjórinn, gangi enn lengra
og banni Rússum að lenda á
Reykjavíkurflugvelli.
- - -
Sigurður telur að horfast verði í
augu við bitran raunveruleik-
ann: „Góða fólkið er svo gott og
það lætur ekkert tækifæri ónotað
til að auglýsa sig. Afar sterkt er að
formæla Pútín, kalla hann heimsk-
an, vitfirrtan, geðveikan og svo
framvegis. Raunveruleikinn er
hins vegar ekkert grín og stríð er
enginn leikur. Jafnvel þó allur
heimurinn sé á móti Rússum og all-
ir fjölmiðlar tíundi stríðsrekst-
urinn og greini frá hetjulegri vörn
Úkraínumanna er ljóst að þeir eiga
ekki nokkurn möguleika gegn
árásarhernum.
- - -
Ekkert getur orðið þeim til
bjargar nema önnur ríki komi
þeim til aðstoðar á vígvellinum eða
bylting verði heima við.
- - -
Hvorugt mun gerast.“
- - -
En ekki má áfellast þá sem eiga
ekkert eftir nema ljós von-
arinnar þótt þeir ríghaldi í það.
Sigurður
Sigurðarson
Grár veruleiki and-
spænis veikri von
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
„Auðvitað gerist ofbeldi bara af
hálfu gerenda, en það þarf líka að
auka fræðslu og aðstoða og við er-
um með allskonar aðgerðir sam-
hliða. Þetta er bara ein af mörg-
um,“ segir Sigríður Björk
Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. Í
gær var kynnt vitundarvakning
gegn kynferðisofbeldi á djamminu
sem Sigríður kveðst vonast til að
komi til með að hafa fælingarmátt
fyrir gerendur.
Dómsmálaráðuneytið, ríkislög-
reglustjóri og Neyðarlínan standa
saman að vitundarvakningunni.
Árið 2020, þegar samkomutak-
markanir vegna Covid-19 voru
harðastar, fækkaði tilkynntum
nauðgunum um 43 prósent og segir
Sigríður mikilvægt að fara ekki aft-
ur í sama farið nú þegar skemmt-
analífið er komið aftur í fullan
gang. Hún segir vitundarvakn-
inguna aðallega snúast um að
virkja samfélagið allt gegn kyn-
ferðisofbeldi. Byrlanir á djamminu
hafa töluvert verið í umræðunni
upp á síðkastið og aðspurð hvort
sérstakar ráðastafanir séu gerðar
til að reyna að sporna við þeim,
segir Sigríður alla aðila hafa verið
að skerpa á sínum ferlum varð-
andi byrlanir. Samstarf aðila sem
koma að skemmtanalífinu skipti
líka miklu máli. Nánar er fjallað
um þetta á mbl.is. solrun@mbl.is
Allt samfélagið gegn kynferðisofbeldi
- Vitundarvakning gegn kynferðisofbeldi á djamminu kynnt á fundi í gær
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Kynning Sigríður á fundinum í gær.
Eric Alton McVadon,
fyrrverandi flotafor-
ingi og yfirmaður
Varnarliðsins á Kefla-
víkurflugvelli, lést í
Bandaríkjunum 15.
febrúar sl. eftir 15 ára
stríð við Parkinson-
sjúkdóminn. Hann
fæddist í Baton Rouge
í Louisiana 3. sept-
ember 1936 og varð því
85 ára.
McVadon lauk námi
frá Tulane-háskóla
1958 og varð flug-
maður í bandaríska
sjóhernum 1960. Hann gegndi her-
þjónustu í 35 ár og átti glæsilegan
feril. Var m.a. yfirmaður á flugmóð-
urskipinu USS Shangri-La í Miðjarð-
arhafi 1967-68 þegar sex daga stríðið
var háð. McVadon var við Naval War
College í Newport, Rhode Island,
1969 og lauk þá meistaragáðu í al-
þjóðastjórnmálum við George Wash-
ington-háskóla. Auk ensku talaði
hann og skrifaði japönsku, mandarín-
kínversku og íslensku. Hann vann sig
upp í stöðu tveggja stjarna vara-
aðmíráls.
McVadon stýrði varnarstöð sjó-
hersins á Keflavíkurflugvelli 1982-
1984. Hann sneri aftur til Íslands sem
æðsti yfirmaður varn-
arliðsins 1986-1989 og
var hér þegar leiðtoga-
fundur Reagans og
Gorbatsjovs var hald-
inn. McVadon hélt þá
kynningarávarp um
Reagan forseta sem
sýnt var um allan
heim. Hann hélt fyr-
irlestra víða um heim
sem sérfræðingur um
hernaðarumsvif Kín-
verja. Að lokinni her-
þjónustu var hann við
ráðgjafarstörf í aldar-
fjórðung.
Hann var sæmdur flugorðu (Air
Medal) eftir herþjónustu tvö tímabil í
Víetnamstríðinu. Hann sat um tíma í
herforingjaráðinu í Pentagon og
starfaði sem varnarmálafulltrúi
Bandaríkjanna gagnvart Kína í stríð-
inu í Írak. Fyrir það var hann sæmd-
ur orðu (Defense Distinguished Ser-
vice Medal). Hann var sæmdur hinni
íslensku fálkaorðu, stórriddarakrossi
með stjörnu, árið 1989.
Eiginkona McVadon var Marshall
Marie Phillips og kynntust þau í
framhaldsskóla. Þau voru 64 ár í
hjónabandi þar til hún lést í janúar
2021. Þau eignuðust fimm börn sem
öll lifa föður sinn.
Andlát
Eric Alton McVadon
flotaforingi