Morgunblaðið - 02.03.2022, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.03.2022, Blaðsíða 24
24 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 2022 Tilkynnt hefur verið hvaða atvinnu- sviðslistahópar fá úthlutað úr Sviðs- listasjóði þetta árið. Alls bárust 149 umsóknir þar sem sótt var um ríflega 891 milljón króna og að auki 1.789 mánuði til listamannalauna. Sviðs- listasjóður veitir 160 milljónir króna til 23 atvinnusviðslistahópa leikárið 2022-2023 og fylgja þeim 170 lista- mannalaunamánuðir, 20 mánuðir voru veittir einstaklingum utan sviðslistahópa. Í tilkynningu á vef Rannís kemur fram að sviðslistaráði þykir miður að úthlutun seinkaði þetta árið, en yfir- leitt er upplýst um úthlutanir úr sviðslistasjóði samhliða því að upp- lýst er hverjir fá starfslaun lista- manna, sem var gert um miðjan jan- úar. „Töf má rekja til viðspyrnu- aðgerða ríkisstjórnar sem auglýstar voru í lok janúar. Sviðslistaráð ósk- aði eftir að viðbótarframlag yrði nýtt til að hækka þessa úthlutun, og var það gert að hluta. Auka umsóknar- frestur í Sviðslistasjóð og launasjóð sviðslistafólks vegna viðspyrnuað- gerða ríkisstjórnar verður tilkynntur á vormánuðum. Þá verða til úthlut- unar 25 milljónir úr Sviðslistasjóði og 50 mánuðir úr launasjóði sviðs- listafólks með áherslu á umsóknir frá ungu sviðslistafólki, 35 ára og yngra.“ Hæsti styrkur að þessu sinni renn- ur til Rúnars Guðbrandssonar sem fyrir hönd Lab Loka hlýtur 12 millj- ónir úr sviðslistasjóði og 17 mánaða listamannalaun til að setja upp Marat/Sade. Í sýningunni taka þátt 20 leikarar, söngvarar og hljóðfæra- leikarar á aldrinum 70-90 ára. Lárus Vilhjálmsson hlýtur fyrir hönd Gafl- araleikhússins 10 milljónir úr sviðs- listasjóði og 20 mánaða listamanna- laun sem hluta af samstarfssamningi sem gerður var 2021 með því skilyrði að Hafnarfjarðarbær legði fram sambærilegt framlag til leikhússins. Ragnheiður Maísól Sturludóttir hlýtur fyrir hönd hópsins Svartur jakki 10 milljónir úr sviðslistasjóði og 13 mánuði listamannalaun fyrir óper- una Spunakonur. Pálína Jónsdóttir hlýtur fyrir hönd Heimsleikhússins ehf. 10 milljónir úr sviðslistasjóði og 11 mánaða listamannalaun fyrir leik- ritið Djöfulsins snillingur. Rebekka A. Ingimundardóttir hlýtur rúmar 10 milljónir fyrir samsköpunarverkið Ég lifi enn. Birnir Jón Sigurðsson hlýtur rúmar 9,9 milljónir fyrir hönd hópsins Blautir búkar til að setja upp sviðsverkið Sund. Þyri Huld Árna- dóttir hlýtur rúmar 9,4 milljónir fyrir hönd hópsins EG studio ehf. til að setja upp dansverkið Hringrás. Filippía Ingibjörg Elísdóttir hlýt- ur fyrir hönd hópsins Urbania ehf. tæpar 9,4 milljónir til að setja upp leikverkið Aspas. Rósa Ómarsdóttir hlýtur fyrir hönd Menningarfélags- ins Tvíeindar 8,5 milljónir úr sviðs- listasjóði og 8 mánaða listamanna- laun til að setja upp dansverkið Moltu. Elfar Logi Hannesson hlýtur rúmar 8,4 milljónir til að setja upp brúðusýninguna Tindátarnir. Vikt- oría Blöndal hlýtur fyrir hönd hóps- ins Alltaf í boltanum rúmar 8,2 millj- ónir til að setja upp nýtt íslenskt sviðsverk sem nefnist Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar. Kara Her- gils Valdimarsdóttir hlýtur fyrir hönd hópsins Trigger Warning 8 milljónir úr sviðslistasjóði og 13 mán- aða listamannalaun fyrir heimilda- verkið Stroke. Valgerður Rúnars- dóttir hlýtur 7 milljónir úr sviðs- listasjóði og 12 mánaða listamanna- laun fyrir hönd Dansfélagsins Lúxus til að setja upp dansverkið Ó ljúfa líf. Sigríður Soffía Níelsdóttir hlýtur fyrir hönd hópsins Níelsdætur sf. 6 milljónir úr sviðslistasjóði og 11 mán- aða listamannalaun til að setja upp dansverkið Til hamingju með að vera mannleg. Aldís Gyða Davíðsdóttir hlýtur 6 milljónir úr sviðslistasjóði og 10 mánaða listamannalaun til að setja upp brúðusýningu fyrir full- orðna sem nefnist Hríma. Hallveig Rúnarsdóttir hlýtur fyrir hönd Sam- bandsins óperukompanís rúmar 5,7 milljónir til að setja upp óperuna Síminn. Unnur Elísabet Gunnars- dóttir hlýtur 4,5 milljónir úr sviðs- listasjóði og 12 mánaða listamanna- laun til að setja upp dansverkið Nýr heimur – Ég býð mig fram. Bryndís Ósk Þ. Ingvarsdóttir hlýtur fyrir hönd hópsins Slembilukka 4,5 millj- ónir úr sviðslistasjóði og 11 mánaða listamannalaun fyrir barnaverkið Hvíta tígrisdýrið. Gríma Kristjánsdóttir hlýtur 3,1 milljón úr sviðslistasjóði og 9 mánaða listamannalaun til að setja upp leik- ritið Missir. Hilmir Jensson hlýtur 2,8 milljónir fyrir rannsóknina Megaturo. Ágústa Skúladóttir hlýtur rúmar 2,3 milljónir til að setja upp leikrrtið Dagur í lífi öryrkja. Greta Cloug hlýtur 2,2, milljónir úr sviðs- listasjóði og 10 mánaða listamanna- laun fyrir hönd Handbendis brúðu- leikhúss til að setja upp barna- sýninguna Moetivi Caravan. Elín Gunnlaugsdóttir og tónleikhúshóp- urinn Töfrar hljóta rúmar 1,8 millj- ónir úr sviðslistasjóði og 13 mánaða listamannalaun til að setja upp barnasýninguna Skemmtilegast er myrkrið. 160 milljónir til 23 sviðslistahópa - Úthlutað hefur verið úr Sviðslistasjóði í ár - Úthlutun seinkaði vegna viðspyrnuaðgerða ríkisstjórnar - Lab Loki hlýtur hæsta styrkinn til að setja upp verk með 20 þátttakendum á aldrinum 70-90 ára Rúnar Guðbrandsson Birnir Jón Sigurðsson Hallveig Rúnarsdóttir Ágústa Skúladóttir Sigríður Soffía Níelsdóttir Pálína Jónsdóttir Á Djúpavogi hefur verið undirritað samkomulag sveitarfélagsins Múla- þings og Ars Longa-samtímalista- safns um húsnæði við voginn á Djúpavogi. Samninginn undirrituðu Sigurður Guðmundsson myndlistar- maður og Björn Ingimarsson sveitarstjóri. Húsnæðið mun hýsa hið nýstofnaða listasafn en gert er ráð fyrir stórfelldum endurbótum á því á komandi árum. Sigurður, sem er einn kunnustu listamanna þjóðarinnar, gaf nýverið til safnsins 27 listaverk sem spanna meira en 50 ára tímabil af ferli hans. Mynda verkin stofn að safnkosti Ars Longa en í tilkynningu frá safninu segir að þess megi vænta að innan fárra ára verði þessi safneign orðin lítil innan um ný aðföng af listaverk- um eftir samtímalistamenn, jafnt er- lenda sem íslenska. Sýningarhald hefst í sumar Samtímalistasafnið Ars Longa er sjálfseignarstofnun en stofnendur eru myndlistarmennirnir Sigurður Guðmundsson og Þór Vigfússon sem stýra faglegu starfi þess í samvinnu við sitjandi stjórn. Stjórnina skipa þau Bjarki Diego, Fríða Björk Ingv- arsdóttir, Greta Mjöll Samúels- dóttir, Jóhann G. Jóhannsson og Kristín Dagmar Jóhannesdóttir, ásamt þeim Sigurði og Þór. Samtímalistasafninu á Djúpavogi er, segir í tilkynningunni, ætlað að vera lifandi vettvangur í sífelldri endurnýjun um leið og safneign þess mun halda um ómetanlegan menn- ingararf til frambúðar. Lagt er upp með að viðburðir og sýningarhald hefjist án mikilla breytinga húsnæð- isins strax í sumar með myndlistar- sýningunni Rúllandi snjóbolta sem farið hefur fram í Bræðslunni á Djúpavogi frá árinu 2013. Við sýn- ingarlok verður farið í framkvæmdir en unnið er að fjármögnun og skipu- lagi við endurbætur húsnæðisins. Markmið með stofnun safns fyrir alþjóðlega myndlist á Djúpavogi er sagt vera að safna og varðveita lista- verkaeign eftir íslenska og alþjóð- lega listamenn, vera leiðandi vett- vangur alþjóðlegrar samtímalistar á Íslandi og efla tengsl og samvinnu við listamenn og aðra fagaðila á al- þjóðavísu með sýningarhaldi. Eflir samfélagið í heild Sjálfstætt safn af þessu tagi fyrir alþjóðlega samtímalist á sér ekki hliðstæðu hér á landi. Safninu er ætlað að styðja við frjóan jarðveg grasrótar listamanna samhliða sýn- ingum á verkum þekktari lista- manna víðsvegar að. Uppbygging al- þjóðlegs samtímalistasafns á svæðinu er sagt efla samfélagið í heild og þar með efnahagslega framþróun þess. Aðdragandann að safninu má rekja til Eggjanna í Gleðivík eftir Sigurð, verka sem voru keypt með dyggri aðstoð Djúpavogshrepps þrátt fyrir erfitt efnahagsástand í upphafi hrunsins. Í samvinnu við Kínversk-evrópsku menningar- miðstöðina (CEAC) hafa stofnendur safnsins staðið fyrir árlegum sýn- ingum undir heitinu Rúllandi snjó- bolti frá árinu 2013. Glaðir Björn Ingimarsson og Sigurður Guðmundsson handsala samninginn. Samtímalistasafn fær húsnæði á Djúpavogi - Ars Longa ekki með hliðstæðu hér - Metnaðarfullt starf Húsnæðið Hið nýja samtímasafn, Ars Longa, verður í þessari byggingu. Hljómsveitin Paniik Mehlóna, tríó píanóleikarans Tómasar Jónssonar, kemur fram á tónleikum Jazz- klúbbsins Múlans í Flóa í Hörpu, í kvöld, miðvikudag. Hefur sveitin leik kl. 20. Ásamt Tómasi, sem leikur á margvísleg hljómborð, koma fram gítarleikarinn Rögnvaldur Borg- þórsson og Magnús Trygvason Eli- assen sem leikur á trommur. Tríóið leikur tónlist Tómasar, kántrý- ballöður og „hressandi psycadelia“, í opnum útsetningum þeirra félaga, eins og segir í tilkynningu. Tóneikarnir í Múlanum í kvöld eru liður í vordagskrá hans í Hörpu og halda tónleikar áfram á mið- vikudagskvöldum fram í miðjan maímánuð. Múlinn er nú á sínu 25. starfsári en hann er samstarfsverk- efni Félags íslenskra hljómlistar- manna (FÍH) og Jazzvakningar. Paniik Mehlóna í Múlanum í kvöld Skuggaleikur Tómas Jónsson hljóm- borðsleikari leiðir Paniik Mehlóna. Brynhildur Þóra Þórsdóttir sópran og Stewart Emerson píanóleikari kona fram á tónleikum í Salnum í Kópavogi í kvöld, miðvikudag, og hefjast þeir kl. 20. Yfirskrift tón- leikanna er „Mignon og Strauss“. Fyrri hluti tónleikanna verður tileinkaður Mignon-ljóðunum eftir Goethe. Mörg tónskáld hafa samið lög við ljóðin og má heyra hvernig tónskáldin Schubert og Wolf túlka ljóðin á ólíkan hátt. Seinni hluti tón- leikanna verður tileinkaður Rich- ard Strauss og verða fjögur síðustu sönglög hans flutt, „Vier Letzte Lieder“. Brynhildur Þóra útskrifaðist 2019 með meistaragráðu frá Tón- listarháskólanum Hanns Eisler í Berlín. Stewart Emerson er pró- fessor við Hanns Eisler og hefur unnið með söngvurum í áratugi. Ljóðatónleikar Brynhildar Þóru Söngkonan Brynhildur Þóra Þórsdóttir. Í dagskrá með yfirskriftina „Bókakaffi – Erfð áföll“ í menningarhúsinu Gerðubergi í kvöld, miðvikudag, kl. 20 verður rætt um það hvern- ig áföll geta borist niður kynslóðir. Soffía Bjarnadóttir ræðir við rithöfundana Elísabetu Jökulsdóttur og Önnu Hafþórsdóttur, um skáldverkin Aprílsólarkulda, Rauða hesta og Að telja upp í milljón – um arf og áföll í skáld- skap og um leiðina til að sigrast á áföllum. Í tilkynningu um viðburðinn segir að höf- undarnir muni spjalla saman um skáldverk sín, um magíska krafta, arf, rætur, áföll og heilandi mátt skáldskapar. Elísabet fékk Íslensku bókmenntaverðlaun- in fyrir bók sína Aprílsólarkulda. Anna Hafþórsdóttir starfar sem rithöf- undur, leikkona og handritshöfundur. Hennar fyrsta skáldsaga, Að telja upp í milljón, bar sigur úr býtum í handritasamkeppni Forlagsins Nýjar raddir 2021. Höfundar ræða um áföll og skáldskap Morgunblaðið/Eggert Elísabet Jökulsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.