Morgunblaðið - 02.03.2022, Side 11

Morgunblaðið - 02.03.2022, Side 11
11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 2022 Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Verið velkomin Peysur • Bolir • Tunikur Leggings NÝ SENDING Framrás rússneska hersins til Kænugarðs hefur verið tafin tíma- bundið, þar sem eldsneytis- og matarskortur ásamt stífri mót- spyrnu Úkraínumanna hefur gert honum erfitt fyrir að sögn banda- ríska varnarmálaráðuneytisins. Háttsettur embættismaður í ráðu- neytinu sagði við fjölmiðla í gær að svo virtist sem bílalest Rússa til Kænugarðs, sem sést hefur vel á gervihnattamyndum, færist nú varla úr stað. Bílalestin er um 65 kíló- metra löng, en talið er að tilgangur hennar sé að færa vopn og vistir til framlínunnar, sem og að gera Rúss- um kleift að umkringja Kænugarð. Embættismaðurinn sagði jafn- framt að Bandaríkjaher teldi að Rússar væru einnig að endur- skipuleggja sig og reyna að aðlagast þeim erfiðleikum sem þeir hefðu mætt í innrásinni. Sagði hann að Úkraínumenn hefðu varið land sitt af meiri festu en Rússar hefðu gert ráð fyrir, og um leið náð að neita innrásarhernum um algjör yfirráð í lofti. Þá hafi Rússar ekki enn náð að hertaka Karkív, sem talið var að myndi falla á fyrsta degi. Svo virtist sem margar af innrásar- fylkingum Rússa væru nú „bók- staflega bensínlausar“, og að mat- væli hermanna væru að klárast. Sagði embættismaðurinn að ýmis- legt benti til að andrúmsloftið meðal hermanna væri ekki gott, meðal ann- ars þar sem hermennirnir hefðu ekki verið fullþjálfaðir eða undirbúnir fyrir innrásina, og að ekki hefði öll- um hermönnum verið sagt að þeim væri ætlað að taka þátt í bardögum. Óstaðfestar fregnir í gær hermdu að Rússar hefðu þurft að hætta við að höggva strandhögg í borginni Odessa við Svartahaf, þar sem land- gönguliðarnir hefðu neitað að taka þátt í árás á borgina. AFP Bílaröð Á gervihnattamyndum má sjá langa bílalest Rússa, sem talið er að sé á leiðinni til Kænugarðs. Bílalestin færist varla úr stað - Eldsneyti og matvæli senn á þrotum Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, sakaði í gær Rússa um að hafa fram- ið hryðjuverk og stríðsglæpi með árásum sínum á óbreytta borgara í borginni Karkív. Rússar skutu í gærmorgun stýriflaugum að ráðhúsi borgarinnar, sem telst vera borgara- legt skotmark. Að minnsta kosti tíu manns féllu og tuttugu til viðbótar særðust í árásinni. „Árásin á Karkív er stríðsglæpur. Þetta eru ríkisstyrkt hryðjuverk af hálfu Rússlands,“ sagði Selenskí í myndbandsupptöku sem birt var í gær. Allir gluggar í ráðhúsinu og nærliggjandi byggingum brotnuðu við sprenginguna, en húsið stendur við svonefnt Frelsistorg í Karkív. Rússar sóttu í gær enn að Kænu- garði og Karkív, tveimur stærstu borgum Úkraínu. Um eftirmiðdag- inn í gær bárust fregnir af því að Rússar hefðu beint stórskotahríð sinni að öðrum borgaralegum skot- mörkum í Karkív, en Rússar skutu meðal annars á sjúkrahús og á íbúa- blokk, þar sem átta manns féllu. Þá sprengdu Rússar upp stærsta sjón- varpsturn Kænugarðs, og féllu fimm manns í þeirri árás. Sveitir Rússa í Súmí-héraði stefna nú einnig að Kænugarði, og í suðri hafa hersveitir Rússa og rússnesku- mælandi aðskilnaðarsinna mæst. Hafa þær hafið umsátur um hafn- arborgina Maríupol. „Karkív og Kænugarður eru mikilvægustu tak- mörk Rússanna. Hryðjuverkin eiga að brjóta okkur og brjóta niður and- spyrnu okkar,“ sagði Selenskí og lagði áherslu á að varnir höfuðborg- arinnar væru nú helsta markmið Úkraínumanna. Örlög Evrópu í húfi Leiðtogar Evrópusambandsins fordæmdu á fundi Evrópuþingsins í gær Rússa fyrir að ráðast að al- mennum borgurum í Úkraínu, og sakaði Charles Michel, forseti leið- togaráðsins, þá um að beita „geópóli- tískum hryðjuverkum“ í innrás sinni. „Það er ekki bara Úkraína sem ligg- ur undir árás,“ sagði Michel og bætti við að einnig væri sótt að alþjóðalög- um, lýðræði og mannlegri reisn. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins, sagði að Úkraínustríðið væri „stund sannleikans“ fyrir Evr- ópu. „Örlög Úkraínu eru að veði, en okkar eigin örlög eru það líka.“ Sagði von der Leyen að Evrópu- sambandið myndi veita 500 milljón- um evra í mannúðaraðstoð vegna stríðsins, meðal annars til að létta á þeim vandamálum sem fylgi flæði flóttamanna frá Úkraínu til aðildar- ríkjanna. Sambandið mun á næstunni stofna sjóð upp á 450 milljónir evra, eða sem nemur tæpum 64 milljörðum ís- lenskra króna, til að fjármagna her- gagnaflutninga frá aðildarríkjum sínum til Úkraínu. Þá er von á lista með þeim rússnesku bönkum sem ESB vill að verði útilokaðir frá SWIFT-bankakerfinu. Engin flýtimeðferð í boði Selenskí ávarpaði í gær Evrópu- þingið, en hann undirritaði í fyrra- dag formlega umsóknarbeiðni Úkra- ínu í sambandið. „Við erum að berjast fyrir lífi okk- ar, og þetta er hin æðsta hvatning. En við erum einnig að biðja um að vera jafngildir aðilar að Evrópu,“ sagði Selenskí, en Úkraínumenn hafa óskað eftir því að fá tafarlausa inngöngu í sambandið. Forsvarsmenn Evrópusambands- ins hafa hins vegar sagt að engin slík flýtimeðferð sé möguleg, þrátt fyrir að ríki í austurhluta sambandsins hafi stutt við þá ósk, og aðildarferlið geti tekið mörg ár. Nú þegar eru fimm ríki í aðild- arferli, Tyrkland, Serbía, Norður- Makedónía, Svartfjallaland og Alb- anía, og eru umsóknir þeirra búnar að velkjast um í ferlinu í áraraðir. Ekki flugbann á Úkraínu Jens Stoltenberg, framkvæmda- stjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði í gær að Pútín hefði slitið sund- ur friðinn í Evrópu með innrás sinni í Evrópu og að bandalagið myndi verja sérhvern „þumlung“ af land- svæði bandalagsríkjanna, ef ráðist yrði á þau. Stoltenberg, sem var í heimsókn í Póllandi, útilokaði hins vegar að varnarbandalagið myndi beita sér með beinum hætti í átökunum. Bandalagsríkin væru hins vegar að styðja við Úkraínu með því að senda hergögn, fjármuni og mannúðarað- stoð. Lengra yrði þó ekki gengið. „NATO mun ekki taka þátt í átök- unum. Þannig að NATO mun ekki senda hermenn til Úkraínu eða senda flugvélar inn í úkraínska loft- helgi.“ Þeim orðum var einkum ætl- að að útiloka þann möguleika, sem Úkraínumenn hafa kallað eftir, að bandalagið myndi lýsa því yfir að engin herflugvél mætti fljúga í loft- helgi landsins, en slík flugbanns- svæði voru meðal annars sett á fót í Líbíu og í Bosníustríðinu. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, var með Stoltenberg í för og sagði að slíkt flugbann myndi kalla á að herþotur Atlantshafs- bandalagsins væru að skjóta niður herþotur Rússa, og að slíkt væri risastórt skref sem ekki væri á dag- skrá neins bandalagsríkis. Verði vísað úr öryggisráðinu? Johnson sagði einnig að stórskota- hríð Rússa á Karkív væri „algjörlega ógeðfelld“ og að hún minnti á verstu dagana í umsátrinu í Sarajevó 1994, þar sem Bosníu-Serbar skutu með fallbyssum á óbreytta borgara með miklu mannfalli. Talsmaður bresku ríkisstjórnar- innar gaf til kynna í gær að Bretar væru opnir fyrir þeim möguleika að svipta Rússa sæti sínu og neitunar- valdi í öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna, en tók fram að ekki væri búið að ákveða endanlega afstöðu Breta í þeim efnum. Antony Blinken, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, lagði hins veg- ar til að Rússum yrði vikið úr mann- réttindaráði Sameinuðu þjóðanna, en hann ávarpaði fund þess í Genf í gær með fjarfundabúnaði. „Það má spyrja með góðum rökum hvort að- ildarríki SÞ, sem reynir að hertaka annað aðildarríki, og fremur hrylli- leg mannréttindabrot og veldur ómældum þjáningum, ætti að fá að sitja áfram í þessu ráði,“ sagði Blin- ken. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hafði ávarpað fund ráðs- ins fyrr um daginn. Flestir fulltrúar annarra ríkja gengu hins vegar út er hann tók til máls. Söfnuðust sendi- herrarnir saman við stóran fána Úkraínu til að sýna samhug sinn. „Hryðjuverk og stríðsglæpir“ - Rússar ráðast að borgaralegum skotmörkum í Karkív og Kænugarði - Atlantshafsbandalagið mun ekki setja upp flugbannssvæði í Úkraínu - Sendiherrar sniðgengu ræðu Lavrovs í mannréttindaráðinu AFP Karkív Rússar skutu stýriflaugum á ráðhúsið í Karkív í gærmorgun. Féllu a.m.k. tíu í árásinni, og hafa Rússar verið sakaðir um að fremja stríðsglæpi með því að beina stórskotahríð sinni að borgaralegum skotmörkum í Úkraínu. Stríð í Evrópu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.