Morgunblaðið - 23.03.2022, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2022
Verið velkomin
í sjónmælingu
Hamraborg 10, Kópavogi, sími 554 3200
Opið: Virka daga 9.30–18, laugardaga 11-14
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Við ætlum á hvalveiðar í sumar,“
segir Kristján Loftsson, fram-
kvæmdastjóri Hvals hf. Hann
reiknar með að veiðarnar hefjist í
júní og standi fram í september,
eftir því sem veður leyfir. Reiknað
er með að um 150 manns starfi á
hvalveiðiskipunum, í hvalstöðinni í
Hvalfirði og í vinnslu fyrirtækisins í
Hafnarfirði. Þar er hluti afurðanna
unninn og frystur. En hvernig eru
markaðshorfur fyrir hvalaafurðir?
„Þær eru heldur betri en þær
hafa verið undan-
farin ár,“ segir
Kristján. „Keis-
arinn í Japan
virðist ekki
pumpa alveg jafn
miklum pening-
um í hvalveiðar
Japana svo verð-
in hafa heldur
lagast. Þetta ætti
alveg að ganga
svo fremi sem
gengi krónunnar fer ekki niður úr
öllu valdi. Þetta, eins og allur út-
flutningur, er svo háð genginu.“
Eins og kom fram í Morgun-
blaðinu í gær er Hvalur 9 í slipp í
Reykjavík þar sem unnið er að við-
haldi. Einnig verður Hvalur 8 tek-
inn í slipp en skipin hafa legið
óhreyfð frá 2018. Kristján segir að
hvalveiðiskipin séu í „klassa“ hjá
flokkunarfélaginu Norska Veritas.
Samkvæmt reglum þess þurfa skip-
in að fara í sérstaka skoðun á fjög-
urra ára fresti þar sem m.a. er
mæld efnisþykkt stálsins í byrð-
ingnum og fleira. Sú skoðun er
gerð um leið og skipin eru skveruð.
Langt stapp við MAST
Kristján segir að Hvalur hf. hafi
lent í langri togstreitu við Matvæla-
stofnun (MAST) vegna hvalstöðv-
arinnar í Hvalfirði. Það sé aðal-
ástæðan fyrir því að ekki hafi verið
haldið til hvalveiða eftir 2018 fyrr
en nú í sumar.
„Reglugerð var breytt 2009 og
gerð sú krafa að við skyldum
byggja yfir planið í Hvalfirði svo
hvalurinn væri skorinn undir þaki.
Það hefði þýtt hús á stærð við Eg-
ilshöll í Reykjavík. Við sögðum að
þeir gætu bara gleymt þessu,“ seg-
ir Kristján. Hvalur hf. fékk eftir
það tímabundin bráðabirgðaleyfi
fyrir vinnslunni, síðast í júní 2018.
Hann segir að sjávarútvegs-
ráðherra hafi breytt reglugerðinni
og strikað þetta ákvæði út og
breytt fleiri ákvæðum fyrir vertíð-
ina 2018 þegar bráðabirgðaleyfið
var veitt.
Forsvarsmenn Hvals hf. óskuðu
eftir fullnaðarúttekt 4. september
2018 til þess að hægt væri að veita
félaginu óskilyrt vinnsluleyfi.
MAST tilkynnti 10. sama mánaðar
að framhaldið verði afgreitt fyrri
hluta vikunnar. Daginn eftir óskaði
MAST eftir gögnum vegna reglu-
gerðarbreytingarinnar. Hvalur hf.
sendi svör og gögn til MAST 23.
september 2018. Fimm dögum síðar
svaraði MAST því að svör og gögn
væru fullnægjandi en óskuðu eftir
svörum við „aðeins fleiri spurning-
um sem vöknuðu“.
Forsvarsmenn Hvals hf. sendu
svör og gögn vegna fyrirspurnar
MAST 6. nóvember 2018. Ekkert
gerðist og óskaði Hvalur hf. eftir
svörum frá MAST 27. febrúar 2019
eftir að tæplega fjórir mánuðir voru
liðnir frá því öllum fyrirspurnum
MAST var svarað. Daginn eftir
svaraði MAST því að starfsleyfis-
útgáfan væri enn til meðhöndlunar
hjá stofnuninni.
MAST óskaði svo eftir frekari
gögnum 1. mars 2019 og voru þau
send 11. sama mánaðar. Enn óskaði
MAST eftir frekari gögnum og
svörum við þremur spurningum
þann 27. mars. Hvalur hf. sendi
gögn og svör þann 17. maí 2019.
Þann 20. maí óskaði MAST eftir að
fá að koma í úttekt en Hvalur hf.
svaraði því að engar hvalveiðar
yrðu stundaðar um sumarið og eng-
inn í starfsstöðinni til að taka á
móti MAST.
Hvalur hf. tók svo upp þráðinn
27. febrúar 2020 vegna næstkom-
andi hvalvertíðar og kvaðst vera
tilbúinn að sýna MAST starfsstöð-
ina. MAST svaraði því boði 6. mars
og kvaðst ætla að finna tíma fyrir
úttekt. Ekkert gerðist í framhald-
inu.
Hvalur hf. sendi MAST fyrir-
spurn 23. febrúar 2021 og spurði
hve langan tíma það tæki að gefa út
leyfi til tólf ára. MAST lagði til að
haldinn yrði fjarfundur og fór hann
fram 25. mars 2021. Stofnunin ósk-
aði eftir frekari gögnum 15. apríl
2021 en Hvalur hf. svaraði því til
daginn eftir að þegar hefðu verið
send fullnægjandi svör við öllum
þeim atriðum sem MAST hefði ósk-
að eftir.
Hvalur hf. kærði óhóflegan drátt
á málsmeðferð til sjávarútvegs-
ráðherra 1. september 2021. MAST
veitti Hval hf. ótímabundið leyfi til
vinnslu hvalaafurða 8. október 2021.
Ráðuneytið vísaði kæru Hvals hf.
frá 16. nóvember 2021 vegna þess
að starfsleyfið hefði verið gefið út.
Hvalur hf. ákvað að kvarta til
umboðsmanns Alþingis (UA) 29.
nóvember 2021 vegna frávísunar
ráðuneytisins á stjórnsýslukærunni.
Vísað var til álits UA í máli 2289/
1997 þar sem UA taldi að skylda
ráðuneytis til að taka afstöðu væri
fyrir hendi, óháð því hvort lægra
sett stjórnvald hefði lokið við af-
greiðslu máls þegar niðurstaða
æðra stjórnvalds í kærumálinu ligg-
ur fyrir.
Matvælaráðuneytið ákvað 15.
febrúar 2022 að endurupptaka
fyrra stjórnsýslumál í ljósi kvört-
unar Hvals hf. til UA og með hlið-
sjón af fyrrnefndu áliti UA.
Hvalveiðar verða í sumar
- Hvalur hf. undirbýr veiðar á langreyði - Um 150 manns fá vinnu við veiðar og vinnslu - Betri
markaðshorfur en undanfarin ár - Engar hvalveiðar voru í þrjú ár vegna togstreitu við MAST
Morgunblaðið/Eggert
Hvalur 9 í slipp Verið er að gera hvalbátana tilbúna til veiða í sumar. Um leið gangast þeir undir skoðun samkvæmt reglum flokkunarfélags síns.
Kristján
Loftsson
Samkvæmt ráðgjöf Hafrann-
sóknastofnunar má veiða 161
langreyði á ári frá 2018 til 2025
á veiðisvæðinu Austur-
Grænland/Vestur-Ísland og 48
langreyðar á svæðinu Austur-
Ísland/Færeyjar. Samtals 209
hvali. Flytja má 20% af óveidd-
um kvóta fyrra árs til yfirstand-
andi árs. Ekkert var veitt í fyrra
og því má bæta við samtals 42
hvölum fyrir bæði veiðisvæðin.
Þegar langreyðar voru taldar
2015 var fjöldi þeirra sá mesti
síðan talningar hófust. Á taln-
ingarsvæði Íslands og Færeyja
voru nærri 41 þúsund lang-
reyðar, þar af nær 33.500 á
Austur-Grænlands-Íslands
svæðinu.
209 lang-
reyðar á ári
HAFRANNSÓKNASTOFNUN
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Annir hafa verið hjá útfararstofum,
prestum og öðrum sem koma að
jarðarförum. Hefur það skapað
erfiðleika við að komast að í kirkjum
og birgðir af einstaka gerðum lík-
kista hafa gengið til þurrðar hjá
sumum útfararstofum. Fyrirtækin
hafa hjálpað hvert öðru þannig að
ekki hafa skapast stór vandræði og
þessa dagana eru stórar sendingar af
líkkistum að koma til landsins, sam-
kvæmt upplýsingum útfararstofa.
Guðný Hildur Kristinsdóttir,
framkvæmdastjóri Útfararstofu
kirkjugarðanna, staðfestir að mikið
hafi verið að gera í útfararþjónust-
unni í febrúar og mars. Frímann
Andrésson, útfararstjóri hjá Frí-
manni og Hálfdáni útfararþjónustu í
Hafnarfirði, tekur í sama streng en
nefnir sérstaklega undanfarnar tvær
til þrjár vikur. Hvorugt getur sagt til
um ástæðuna fyrir mörgum dauðs-
föllum um þessar mundir. Frímann
bendir á að dánartíðni gangi í sveifl-
um yfir árið. Hvorugt treystir sér til
að tengja annirnar nú við dauðsföll
vegna Covid-19.
Sending bjargar málunum
Yfirleitt eru allmiklar birgðir af
líkkistum í landinu. Hratt hefur
gengið á birgðir útfararþjónusta að
undanförnu og hefur Útfararþjón-
usta kirkjugarðanna orðið uppi-
skroppa með ákveðnar gerðir af kist-
um. Guðný segir að seinkun á
flutningi pantana frá Danmörku þar
sem kisturnar eru mikið keyptar
bætist við óvenjumörg dauðsföll.
Frímann og Hálfdán útfararþjón-
usta gat hlaupið undir bagga með
Útfararþjónustu kirkjugarðanna í
þessu tilviki. „Útfararþjónusturnar
vinna vel saman og allir eru tilbúnir
að hjálpast að,“ segir Guðný Hildur
og getur þess að málið leysist með
stórri líkkistusendingu sem væntan-
leg sé til landsins í dag. Frímann
Andrésson segir að hans fyrirtæki
eigi von á gámi með kistum strax eft-
ir helgi.
Báðar þessar útfararstofur útvega
samstarfsaðilum sínum úti á landi
líkkistur og hafa getað gert það þrátt
fyrir að birgðirnar hafi verið í lág-
marki að undanförnu.
Birgðir á tæpasta vaði
- Annir hjá prestum og útfararstofum vegna margra dauðs-
falla - Útfararstofur hafa miðlað milli sín af birgðum líkkista