Morgunblaðið - 23.03.2022, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.03.2022, Blaðsíða 15
MINNINGAR 15 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2022 ✝ Jóna Magnea Snævarr fædd- ist á Sökku í Svarf- aðardal 9. febrúar 1925. Hún lést á Dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Grund 8. mars 2022. Foreldrar henn- ar voru hjónin Rósa Þorgilsdóttir, f. 23. ágúst 1895, d. 10. september 1988, og Gunnlaugur Gíslason, f. 27. mars 1898, d. 4. janúar 1992. Systkini Jónu eru fjögur: Dag- björt Stephensen, Halldóra Gunnlaugsdóttir, látin, Þorgils Gunnlaugsson, og fósturbróð- irinn Halldór Arason, látinn. Eiginmaður Jónu var sr. Stefán V. Snævarr prófastur, hann lést 26. desember 1992. Þau gengu í hjónaband 1. júní 1947. Börn Jónu og sr. Stefáns: 1) Stefanía R. Snævarr kenn- ari, maki dr. Ingimar Einars- son, félags- og stjórnmálafræð- ingur. Börn þeirra eru: a) Stefán Þór lögmaður, maki Anna Guðrún Birgisdóttir við- skiptafræðingur, synir þeirra eru Stefán Gunnar, Birgir Lífsstarf Jónu, auk þess að sinna búi og börnum, var að miklu leyti tengt starfi sr. Stefáns. Heimilið var mann- margt og oft var mikill gesta- gangur. Á prestssetrið áttu sóknarbörn fjögurra kirkju- sókna oft erindi, bæði í gleði og sorg, og reyndi þá á hlut- verk og einstaka hæfileika hennar. Þegar kom að starfslokum sr. Stefáns árið 1984 fluttu þau hjón suður á Seltjarn- arnes til að njóta návistar við börn og barnabörn sem búsett voru á höfuðborgarsvæðinu. Eftir lát sr. Stefáns bjó Jóna í skjóli barna sinna þar til hún flutti á Dvalar- og hjúkr- unarheimilið Grund, haustið 2017. Jóna var afar listhneigð og naut þess mjög að sinna ýmiss konar tómstundastarfi og handavinnu eftir að hún flutti suður þar til sjónin tók að daprast. Hún var fjölhæf, saumaði út, mótaði úr leir, málaði á postulín og flísar og skar út í tré auk þess að prjóna og hekla. Útför Jónu fer fram frá Neskirkju í dag, 23. mars 2022, kl. 13. Hlekkur á streymi: https://youtu.be/ZZWgVICdz6M https://www.mbl.is/andlat Hrafn og Valde- mar Björn. b) Inga Jóna hjartalæknir, maki Gunnar Jak- ob Briem verk- fræðingur, stjúp- synir hennar, synir Gunnars, eru Bald- ur Fróði, Jakob Orri og Ari Sig- urður. 2) Gunn- laugur V. Snævarr, kennari og yfirlög- regluþjónn, lést 18.9. 2021, maki Auður Adamsdóttir kenn- ari, dóttir hennar og stjúpdótt- ir Gunnlaugs er Þórhildur Erla Pálsdóttir kennari. 3) Ingibjörg A. Snævarr leikskólakennari. Jóna ólst upp á Sökku við hefðbundin sveitastörf og stundaði nám í barna- og ungl- ingaskóla sveitarinnar. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1944 og stundaði nám við Húsmæðraskólann á Akureyri veturinn 1945-1946. Jóna og sr. Stefán bjuggu fyrstu árin á Völlum í Svarf- aðardal og stunduðu þar bú- skap meðfram prestsstarfinu til ársins 1960. Árið 1968 fluttu þau hjón til Dalvíkur. Það hefði verið gaman að þekkja og geta fylgst með Jónu þegar hún var og hét og stjórnaði stórum heimi á Völlum í fegursta dal landsins, að margra mati, Svarfaðardal. Þangað sem hún gat horft sem barn af hlaðinu á Sökku, þar sem hún gekk í hjóna- band, eignaðist börnin og ól upp, tók á móti gestum og gangandi, sinnti þeim sem komu og áttu margvísleg erindi við Stefán manninn hennar, prest og pró- fast, hélt öllu hreinu og fínu ásamt því að sinna daglegum þörfum heimilisfólksins. Hún gleymdi ekki að hafa gleðina meðferðis, að ég tali nú ekki um góðlátlega stríðnina. Verkin sem biðu voru ekki alltaf auðveld en þeim þurfti að sinna. Vellir voru hennar heimur og vinnustöð stór- an hluta ævinnar. En hvað gerði Jóna þegar tími gafst til annars en að vinna vinn- una? Hún talaði við fólkið sitt, vann fínni handavinnu, las sögur og ljóð sem hún lærði og kunni allt fram til síðasta dags. Nokkr- um dögum fyrir andlátið fór hún með Fjallið Skjaldbreiður og gott ef ekki Gunnarshólma líka ef hún var minnt á fyrstu hendinguna. Það var alveg sama hvort vísan var eftir sveitunga hennar eða ljóðið eftir stórskáldin okkar, hún kunni það. Kynslóð Jónu lét aldr- ei verk úr hendi falla, gat ekki leyft sér það og kunni eiginlega að gera allt sem gera þurfti. Í mínum huga kunni Jóna allt. Hún kunni meira að segja á gsm-síma, en það vefst fyrir mörgum sem yngri eru. Þegar Jóna varð áttræð var töluverðu af handavinnu hennar safnað saman þar sem afmælis- gestir gátu séð hvað hún hafði unnið á langri ævi en einnig það sem hún hafði lært í vinnustof- unni á Aflagranda. Mikil og margvísleg vinna unnin af natni og vandvirkni úr misjöfnum efni- viði. Öll vinna lék í hennar fallegu höndum. Ég spurði hana aldrei hvaða vinna henni hefði þótt skemmtilegust en ég veit að henni fannst mjög gaman að móta úr leir og eigum við fjöl- skyldan marga fallega muni eftir hana sem minna okkur á hagleik, dugnað, útsjónarsemi, áræði og iðni. Þegar komið er að því að kveðja get ég ekki annað en þakkað fyrir afar góð og skemmtileg kynni við Jónu tengdamóður mína og sagt eins og hún gerði gjarnan: vertu blessuð ævinlega Jóna mín! Auður Adamsdóttir. Það er dýrmætt að fá að verða samferða ömmu sinni jafnlengi og ég fékk að gera. Amma náði 97 ára aldri og það var í raun ekki fyrr en Covid skall á að minnið fór aðeins að gefa sig enda var henni erfitt að mega ekki um- gangast sína nánustu svo vikum og mánuðum skipti. Ávallt hélt hún í léttleikann og jákvæðnina og sagði að maður yrði bara að vera duglegur og hugsa jákvætt því annað skilaði engum árangri. Aldrei heyrði ég ömmu hallmæla nokkrum manni og hún blótaði aldrei en sagði í staðinn „hver röndóttur!“ þegar aðrir hefðu bölsótast. Hún var alin upp á Sökku í Svarfaðardal og var elst fjögurra systkina en Halldór ná- frændi hennar var tekinn í fóstur eftir að móðir hans lést og voru þau jafngömul. Á æskuheimilinu var mikið lesið, bæði fornbók- menntir en einnig fylgst vel með tíðarandanum. Hún var dugleg, aðstoðaði föður sinn oft úti á túni við erfiðisvinnu og hún lærði handtökin í eldhúsinu hjá móður sinni. Árið 1934, þegar hún var níu ára, reið stóri jarðskjálftinn yfir Norðurland og hún lýsti því oft hvernig þau duttu öll um koll úti á engi og hlíðin gekk öll í bylgjum. Amma tilheyrði þeirri kynslóð sem upplifað hefur hvað mestan uppgang á sínum ævitíma. Hún ljómaði t.d. öll þegar hún var að segja manni frá þeirri ótrúlegu upplifun að fá stígvél í fyrsta sinn og svo síðar þegar sjálfvirka þvottavélin kom til sögunnar. Hún gekk tvo vetur í Mennta- skólann á Akureyri og fór í hús- mæðraskóla. Stuttu síðar giftist hún afa mínum, séra Stefáni V. Snævarr, sem hlotið hafði brauð sitt á Völlum, steinsnar frá Sökku. Sem ung prestsfrú á Völl- um rak hún stórt heimili en auk þeirra hjóna og þriggja lítilla barna bjuggu þar tengdaforeldr- ar hennar, móðursystir afa og vinnufólk. Amma sinnti starfi sínu sem prestsfrú af stakri prýði og hafði umsjón með bústörfum sem voru afa mínum ekki töm. Á heimilinu voru um tíma danskir vinnumenn og héldu afi og amma góðu sambandi við þá eftir að þeir sneru aftur til heimalands- ins. Hún var einstaklega góð og hafði breiðan faðm. Í minning- unni var alltaf til jólakaka og ís- köld mjólk til að sitja yfir í eld- húsinu og spjalla. Afi og amma voru afar náin. Afi hafði mikinn áhuga á knattspyrnu og eftir að sjón hans fór að daprast settist amma við hlið hans og lýsti öllum leikjum fyrir honum. Eftir fráfall afa árið 1992 hafði íþróttabakt- erían tekið sér bólfestu í henni. Maður heyrði hana stappa stál- inu í liðið ef það var undir og aldr- ei varð hún leið þótt illa gengi. Þessi íþróttaáhugi fréttist. Ís- lenska karlalandsliðið í knatt- spyrnu sendi henni áritaða lands- liðstreyju árið 2015 sem hún klæddist við áhorf landsleikja eft- ir það. Það gladdi hana sérstak- lega að ég skyldi ljúka lækna- námi og henni varð tíðrætt um áhuga sinn á þessu sviði og við vorum sammála um að hún hefði orðið góður læknir hefði hún fengið þau tækifæri sem ég hef fengið. Við í nánustu fjölskyld- unni erum óendanlega þakklát fyrir að hafa átt svona yndislega, hlýja og góða ættmóður og þökk- um henni samfylgdina og sam- gleðjumst henni að vera komin í faðm afa á ný. Inga Jóna Ingimarsdóttir. Nú eru mæðginin Jóna og Gunnlaugur Snævarr bæði farin yfir móðuna miklu. Gulli Valdi og séra Stefán taka á móti Jónu fagnandi og leiða hana inn í ljósið. Jóna Snævarr er látin 96 ára að aldri. Hún var stóra hjartað á prestsheimilinu á Völlum í Svarf- aðardal. Alltaf stafaði birtu og hlýju frá henni og oft komum við á heimili hennar. Séra Stefán og pabbi voru aldavinir og samherj- ar í kirkjustarfi og ég og Gulli jafnaldrar og skólabræður. Syst- urnar Stebba Rósa og Inga bera foreldrum sínum vitni í glaðværð, einlægni og elskusemi. Missir þeirra er mikill og hugur okkar er hjá þeim. Mamma og Jóna voru að sjálfsögðu bestu vinkon- ur og augljóst að mömmu leið alltaf vel nálægt henni. Ekki síst þegar fjölskyldurnar komu sam- an til laufabrauðsgerðar á heimili Jónu og séra Stefáns og síðar á heimili Jónu og Ingu dóttur hennar á Seilugranda - en þá var alltaf stórhátíð, næstum eins og jólin sjálf. „Ekki þótti mér verra að þú skyldir setja nöfnin okkar saman,“ sagði hún við mig og brosti sínu sérstaka brosi þegar ég sýndi henni yngri dóttur mína Sólveigu Jónu í fyrsta skiptið. Guð blessi minninguna um þessa elskulegu konu og huggi og styrki Stebbu og Ingu og barna- börnin. Pétur, Kristín og Sólveig Pétursbörn og Sólveigar. Jóna M. Snævarr ✝ Henry Þór Henrysson fæddist í Reykjavík 23. mars 1934. Hann lést á Land- spítalanum 8. jan- úar 2022. Foreldrar Hen- rys Þórs voru Guð- rún S. Þorsteins- dóttir húsmóðir, f. 1913, d. 2008, og Henry Alexander Hálfdansson, loftskeytamaður og framkvæmdastjóri Slysa- varnafélags Íslands, f. 1904, d. 1972. Systkini Henrys Þórs eru Ragnar, f. 1928, d. 1987, hálf- bróðir samfeðra, Helga, f. 1931, Haraldur, f. 1938, Hálfdan, f. 1943, Hjördís, f. 1946, og Þor- steinn, f. 1953, d. 2015. Árið 1956 giftist Henry Þór Gíslínu Garðarsdóttur, f. 12. Elín Katla, f. 2003, Emma Kar- en, f. 2008, og Henry Benedikt, f. 2012. Henry Þór ólst upp í Vestur- bænum, gekk þar hefðbundna skólagöngu og tók sem ungur maður virkan þátt í starfi skáta- hreyfingarinnar. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1954 og hóf nám í byggingaverkfræði við tækniháskólann í München sama ár. Á árunum 1960 til 1963 stundaði hann nám við tæknihá- skólann í Graz í Austurríki. Eft- ir að heim var komið hóf hann störf hjá Íslenskum aðalverk- tökum þar sem hann vann til 1971. Það ár varð hann starfs- maður og meðeigandi verk- fræðistofunnar Hnit hf. Þegar hefðbundnum starfsferli lauk hjá Hnit árið 2004 gerðist Henry Þór skógarbóndi á jörð sinni Sumarliðabæ í Ásahreppi þar sem mikið ræktunarstarf liggur eftir hann og Gíslínu. Bálför Henrys Þórs hefur þegar farið fram, en útför hans verður frá Fossvogskirkju í Reykjavík í dag, á afmælisdegi hans, 23. mars 2022, klukkan 13. desember 1935, en hún er dóttir hjónanna Jónu S. Björnsdóttur, f. 1896, d. 1966, og Garðars Jónssonar, f. 1898, d. 1967. Gíslína lést 7. jan- úar 2018. Börn Henrys Þórs og Gíslínu eru: 1) Jón Garðar, f. 16. apríl 1966, d. 1. janúar 2018, hann var giftur Höllu Skúladóttur og eru dætur þeirra Marín, f. 1991, sambýlis- maður Björn Ásgeirsson, synir þeirra eru Óliver, f. 2018, og Breki, f. 2021, Sóley, f. 2001, og Ásta f. 2003; 2) Guðrún Katla, f. 28. maí 1968, gift Helgu Sig- urjónsdóttur; 3) Henry Alexand- er, f. 2. júní 1973, giftur Regínu Bjarnadóttur, börn þeirra eru Þegar við kveðjum Henry Þór bróður minn eru mér efst í huga samfundir okkar eftir að við fluttumst báðir haustið 2020 í íbúðir í kjarnanum við Sléttu- veg. Þar hittumst við nær dag- lega og ræddum margt og rifj- uðum ekki síst upp æskuminningar okkar. Við ól- umst upp á Brávallagötu í Vest- urbænum. Reykjavík var allt önnur á þessum tíma og á það ekki síst við um líf barna og unglinga og samskipti þeirra. Leiksvæðið var aðallega gatan en einnig opið port sem var á milli götunnar okkar og Ljós- vallagötu. Þarna var oft þröng á þingi. Þá var vinsælt að þreyta kapphlaup umhverfis lóð elli- heimilisins Grundar. Henry var oft sigurvegari í þessum hlaup- um en undirritaður var þar nokkur eftirbátur. Henry var virkur félagi í skátahreyfingunni sem hafði að- setur í bragga við Snorrabraut og dreif hann mig með sér. Þar kynntist hann síðar Gígí konu sinni. Vorum við báðir stofn- félagar í skátasveitinni Land- nemum. Henry og nokkrir fé- lagar hans voru á þessum tíma helstu foringjar sveitarinnar og stóðu fyrir mjög vinsælum skemmtunum. Þessir félagar héldu lengi hópinn og mynduðu þeir síðar skátaflokkinn Blá- stakka, sem hefur starfað fram á þennan dag. Við Henry stunduðum báðir nám við Gagnfræðaskóla Vest- urbæjar og síðan í MR. Við rifj- uðum oft upp nöfn þeirra kenn- ara sem við báðir höfðum kynnst og voru margir minnisstæðir. Annað sem við rifjuðum upp í samræðum okkar var sú sameig- inlega reynsla að hafa stundað sjó í sumarleyfum á skólaárum. Höfðum við verið á sama togara, Hvalfelli, undir skipstjórn þess góða og farsæla manns, Snæ- björns Ólafssonar, en kokkurinn var móðurbróðir okkar, Bjarni Þorsteinsson. Henry var svo heppinn að fara í nokkra sölu- túra til Þýskalands og Bret- lands. Þetta var skömmu eftir síðari heimsstyrjöld og ræddi Henry oft um þær rústir og ves- öld sem blasti við, einkum í Þýskalandi. Eftir heimkomu frá námi erlendis vann hann lengst af og til starfsloka hjá Hnit, sem hann var meðeigandi í. Henry hafði sem ungur drengur oft dvalist á Sumarliða- bæ í Holtum þar sem föður- amma okkar, Þórkatla Þorkels- dóttir, var ráðskona hjá Sigurði Hannessyni bónda sem tók miklu ástfóstri við Henry og hélst vinátta þeirra meðan báðir lifðu. Sigurður arfleiddi Henry að eignarhluta sínum í Sumar- liðabæ. Þegar Henry lét af störf- um fluttu þau hjónin þangað og gerðust skógarbændur. Vegna veikinda Gígíar urðu þau að flytja aftur í bæinn en þar lést hún í janúar 2018. Henry hélt áfram skógarbúskap en í minni mæli en áður. Ég hef nefnt nokkur atriði er við bræður spjölluðum um er snerti lífshlaup Henrys. Meðal annars ræddum við félagsmála- störf föður okkar, sem við fylgd- umst alltaf með, bæði á vett- vangi Slysavarnafélags Íslands og Sjómannadagsráðs. Nokkrum sinnum var bróðir okkar Hálf- dan með í þessu spjalli en hann var á þessum tíma formaður Sjómannadagsráðs sem pabbi hafði verið í 25 ár. Áttum við bræður þar góðar stundir sam- an. Margt fleira gæti ég auðvit- að nefnt þegar ég minnist Hen- rys en mér eru settar skorður varðandi lengd. Ég er honum þakklátur fyrir samfylgdina og sakna hans sárt. Haraldur Henrysson. Henry Þór Henrysson kvaddi þessa jarðvist 8. janúar sl. Hann var giftur móðursystur minni, Gíslínu Garðarsdóttur, sem við kölluðum Gígí frænku. Hún var yngst fimm dætra Garðars Jóns- sonar, fv. formanns Sjómanna- félags Reykjavíkur, og Jónu Björnsdóttur konu hans. Gígí lést fyrir réttum fjórum árum. Henry hverfur síðastur úr traustri kynslóð fjölskyldu afa Garðars og ömmu Jónu. Henry átti styrkar rætur í vestfirskum ættum. Hann var sonur Guð- rúnar Þorsteinsdóttur og Hen- rys Hálfdanssonar, fram- kvæmdastjóra Slysavarnafélags Íslands. Alltaf var gott samband á milli fjölskyldna hjónanna. Ég man fyrst eftir Henry sem skáta á björgunaræfingu við lok 6. áratugarins. Hann var þar fremstur í flokki unglinga sem hífðu „sjúklinga“ úr nýbyggingu Heilsuverndarstöðvarinnar og gerðu að „sárum“ þeirra. Ég var bara stráklingur á þessum tíma en hann menntaskólanemi í MR. Að loknu stúdentsprófi giftist hann Gígí og þau fóru til náms í verk- og tæknifræðum í Münc- hen og Graz. Ég laðaðist að Gígí og Henry. Hún var hlý og hann traustur og áhugasamur. Ég man að ég bar óbilandi traust til Henrys og fékk hann til að vera ábyrgð- armaður námslána minna fyrst eftir að ég hóf háskólanám. Hann var orðhagur og orti tæki- færisljóð, en flíkaði því ekki. Innan skátahreyfingarinnar var hann stundum fenginn til að semja mótssöngva skátamóta. Hann var hugsjónamaður, en dulur og hafði sig ekki mikið í frammi, en þegar hann talaði var tekið eftir skoðunum hans sem leiftruðu af réttlætissýn og betra samfélagi. Henry vann aðallega við ým- iss konar byggingarframkvæmd- ir, sem mælingamaður og verk- stjóri. Hann var t.d. umsjónarmaður framkvæmda við lagningu Keflavíkurvegar og Vesturlandsvegar í Ártúnsholti. Eitt sumar á menntaskólaárum mínum fékk ég þar sumarvinnu. Þetta voru viðamikil verkefni og margir verkamenn og ýmiss konar tæki. Ég man að ég dáðist oft að Henry þetta sumar. Hann var vakinn og sofinn yfir verk- efninu og hafði í mörg horn að líta. Iðulega stóð hann við kíki og mældi og yfirfór áætlanir verkefnisins. Allt var klárt þeg- ar vinna hófst hvern morgun og menn gengu öruggir til verka. Henry erfði jörð á Sumarliða- bæ í Ásahreppi, þar sem hann hafði verið sumarstrákur í nokk- ur sumur. Á efri árum gerðu þau Gígí upp hús þar og Henry gerðist skógarbóndi. Eru þar ófá handtök hans við hugsjóna- störf, skógrækt og jarðarbætur. Það var gaman að heimsækja hann austur og ræða smá og stór verkefni við ræktun lýðs og lands. Ég kveð Henry með söknuði og þakklæti. Við Maja sendum börnum hans, tengdabörnum og barnabörnum innilegar samúð- arkveðjur. Sigurjón Mýrdal. Fyrrverandi samstarfsmaður okkar, Henry Þór Henrysson, andaðist á Landspítalanum 8. janúar sl. Hann hafði starfað hjá Ís- lenskum aðalverktökum á Kefla- víkurflugvelli í allmörg ár þegar hann réðst til starfa hjá Hniti verkfræðistofu hf. árið 1971 og nokkru seinna varð hann með- eigandi. Henry var sérfræðingur í lagningu malbiks á vegi og plön og var aðalstarf hans hjá Hniti hf. að hafa eftirlit með slíkum framkvæmdum, nýlagningum og viðgerðum. Eftirlit með malbiks- framkvæmdum fer að stærstum hluta fram að sumrinu en á vet- urna vann Henry við skýrslu- gerð um framkvæmdir sumars- ins. Hann sat í stjórn Hnits hf.í samtals sjö ár og hluta af tím- anum var hann ritari. Hann lauk störfum vegna ald- urs 2005 og lauk þá einnig eign- araðild hans að Hniti hf. Henry var traustur starfs- maður og góður félagi. Við þökkum honum farsæla sam- vinnu í 34 ár og vottum fjöl- skyldu hans okkar innilegustu samúð. Guðmundur Björnsson, Hilmar Sigurðsson. Henry Þór Henrysson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.