Morgunblaðið - 23.03.2022, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.03.2022, Blaðsíða 13
13 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2022 Á fleygiferð Hrafn þessi náði nokkurri ferð á flugi sínu um loftin, þótt þau hafi ekki verið blá. Kannski var hann með vindinn í bakið. Eggert Það er í eðli sumra að sjá aðeins hið nei- kvæða og neita að við- urkenna hið jákvæða. Svo eru alltaf ein- hverjir sem telja það þjóna pólitískum markmiðum að mála flest dökkum litum. Þess vegna er þeim þvert um geð að dregnar séu fram tölu- legar staðreyndir sem kynda illa undir þann bölmóð sem þykir henta til að fella pólitískar keilur. Þvert á það sem reikna hefði mátt með standa íslensk heimili sterkt eftir að hafa siglt í gegnum erfitt tímabil Covid-faraldursins: . Hagstofan áætlar að ráðstöf- unartekjur heimilanna hafi aukist um 7,5% árið 2021. Ráðstöf- unartekjur á mann jukust um 5,6%. . Kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann jókst um um 1,1%. . Kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann hefur hækkað um þriðjung frá árinu 2013. . Heildartekjur heimilanna jukust um 8,6% á síðasta ári – þyngst vega launatekjur sem áætlað er að hafi aukist um ríflega 155 millj- arða frá fyrra ári eða um tæplega 10%. Aukning launatekna skýrist bæði af launahækkunum og minnkandi atvinnuleysi. Að með- altali hækkuðu laun um 8,3% sam- kvæmt launavísitölu Hagstof- unnar. Starfandi einstaklingum fjölgaði um 2,1%. . Um 4% heimila áttu erfitt með að láta enda ná saman á síðasta ári, borið saman við 6% árið á undan. 21% átti nokkuð erfitt sem er lækkun frá fyrra ári. Aldrei hefur hlutfall þeirra heimila sem átti erfitt eða nokkuð erfitt verið lægra. . 75% heimila áttu auðvelt með að láta enda ná saman. Árið 2013 var hlutfallið innan við 50%. . Vanskil heimila eru lítil og hafa farið lækkandi að því er kemur fram í nýj- asta hefti Fjár- málastöðugleika Seðlabankans. Van- skilahlutfall útlána viðskiptabankanna til heimila var 0,9% í lok árs 2021 og hafði lækkað um 1 pró- sentu frá því heims- faraldurinn hófst. Vanskilatölurnar benda því ekki til vaxandi greiðslu- vanda, en Seðlabankinn bendir á að hlutfallið sé mjög lágt bæði í sögulegu samhengi og í alþjóð- legum samanburði, en í lok þriðja ársfjórðungs á síðasta ári var það að meðaltali 2,5% í Evrópu. Lífskjör aldrei betri Lífskjararannsókn Hagstofunnar sem kynnt var í síðustu viku leiðir í ljós að lífskjör hér á landi hafa aldrei verið betri. Hlutfall heimila sem segjast búa við efnislegan skort er nálægt sögulegu lágmarki og aldrei hafa færri heimili sagst eiga í erf- iðleikum með að mæta óvæntum út- gjöldum. En það er áhyggjuefni að þrátt fyrir að hlutfall leigjenda sem segist búa við efnislegan skort hafi lækkað á undaförnum árum, er það miklu hærra en hjá þeim sem búa í eigin húsnæði; 10,9% á móti 2,4%. Árið 2011 töldu liðlega 18% leigj- enda sig búa við skort á efnislegum gæðum. Það er sameiginlegt afrek stjórn- valda, launafólks og fyrirtækja að sigla í gegnum efnahagslegar þreng- ingar sem fylgju faraldrinum síð- ustu tvö ár með þeim hætti sem gert var; aukinn kaupmáttur, minni van- skil, betri lífskjör og sterkari staða heimilanna þegar á heildina er litið. Árangurinn á síðustu árum hefur ekki verið sjálfgefinn. Stærsta áskorunin á komandi misserum er að varðveita það sem á hefur unnist en um leið vinna að því að létta undir með þeim sem lakast standa. Inn- rásin í Úkraínu hefur neikvæð áhrif á íslenskt efnahagslíf og afleiðingar Covid á heimsviðskiptin eru enn að koma fram. Verðbólguþrýstingur er mikill hér á landi líkt og í öllum við- skiptalöndum okkar þar sem hann er jafnvel mun meiri. Fullkomið ábyrgðarleysi Öllum má vera ljóst að tímabil stöðugt batnandi lífskjara er að baki og það mun reyna á stjórnvöld og aðila vinnumarkaðarins að verja lífs- kjörin sem hafa ekki verið betri. Innistæða fyrir almennum launa- hækkunum er ekki fyrir hendi á næstu misserum. Stjórnmálamenn verða að setja hugmyndir sínar um sífellt aukin útgjöld ríkisins niður í skúffu. Ýmis draumaverkefni verða að bíða. Tími aðhalds í opinberum rekstri er runninn upp. Takist vel til á vinnumarkaði og í opinberum fjár- málum eru allar forsendur fyrir því að hægt sé að hefja nýja sókn til enn betri lífskjara þegar halla fer á kom- andi ár. Íslenskur efnahagur stendur sterkt eftir ágjöf síðustu missera. En um leið og engin ástæða er til að mála skrattann á vegginn væri það dómgreinarleysi að virða að vettugi þau viðvörunarljós sem blikka í al- þjóðlegum efnahagsmálum. Gamall fjandi okkar Íslendinga – verðbólg- an – hefur minnt á sig. Og þótt heimilin standi sterkt eru vísbend- ingar um vaxandi áhættu vegna skuldsetningar, þar sem hlutfall skulda af ráðstöfunartekjum hefur hækkað nokkuð. Hlutfallið er þó lágt í sögulegu samhengi. Sú hætta er fyrir hendi að þau heimili sem eru illa varin fyrir verðbólgu og hækkun nafnvaxta – eru með stóran hluta skuldbindinga í breytilegum óverð- tryggðum lánum – lendi í tíma- bundnum erfiðleikum. En þótt staðan sé góð er hún á margan hátt viðkvæm. Fram undan eru mikilvægir en líklega erfiðir kjarasamningar, sem geta lagt grunn að nýju tímabili stöðugt batn- andi lífskjara. Við slíkar aðstæður er það fullkomið ábyrgðarleysi af stjórnum fyrirtækja að semja um milljóna hækkanir á launum æðstu stjórnenda – engu skiptir þótt þeir séu þyngdar sinnar virði í gulli. Það er stund og staður til að gera vel við þá sem mestu ábyrgðina bera. Sem betur fer hafa flestir stjórnendur áttað sig á þessu enda hafa laun þeirra hækkað minna en laun al- mennra launamanna á síðustu árum. En undantekningarnar eru hróp- andi jafnt á almennum vinnumark- aði og hjá ríkinu. Við samninga- borðið, andspænis fulltrúum launafólks, er trúverðugleiki stjórn- enda sem notið hafa milljóna launa- hækkana lítill sem enginn. Eftir Óla Björn Kárason » Það mun reyna á stjórnvöld og aðila vinnumarkaðarins að verja lífskjörin sem hafa ekki verið betri. Við stöndum sterk eftir ágjöf síðustu missera Óli Björn Kárason Höfundur er formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Sterk staða en viðkvæm Möguleikar heimila á að ná endum saman Hlutfall heimila semáttu auðvelt eða erfitt aðnáendumsaman2007-2021 75% 72% 23% 6% 67% 21% 26% 4%7% 80% 60% 40% 20% 0% '07 '08 '09 '10 '11 '12 '13 '14 '15 '16 '17 '18 '19 '20 '21 Auðvelt Erfitt eða nokkuð erfitt Mjög erfitt Heimild: Hagstofa Íslands Breytingkaupmáttar ráðstöfunarteknaámann Árleg breyting 2007-2021 (%) 10% 5% 0% -5% -10% -15% '07 '08 '09 '10 '11 '12 '13 '14 '15 '16 '17 '18 '19 '20 '21 Heimild: Hagstofa Íslands 8,0 6,3 -4,4 -14,4 -12,1 -0,4 0,3 3,6 8,8 1,4 6,6 4,7 0,2 2,4 1,1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.