Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2017, Side 3

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2017, Side 3
3Siglfirðingablaðið ÁGÆTU SIGLFIRÐINGAR! Á næsta ári höldum við uppá 100 ára afmæli kaupstaðarins. Sá sem þetta ritar man enn þó ótrúlegt sé eftir 50 ára afmælinu 1968; þá barnungur stuðkall og skemmti sér konunglega. Vonandi verður sami myndar bragur á nú og fyrir 50 árum. Þó að í bæinn vanti ýmsa flotta karaktera sem settu svip á bæinn okkar. Gaman er að rifja upp með Jónasi Guðmundssyni Jónassonar; sögu Hólsbúsins. Ein af sterkari bernskuminningum mínum er frá 1960. Þá vorum við frændur Erlingur og Ingvar Björnssynir sendir eftir mjólk í Mjókurbúðina sem var til húsa á gatnamótum Suðurgötu og Laugarvegar. Töluverður hópur fólks beið eftir Hólsmjólkinni í hríðarkófinu. Það fór kliður um þegar að Sigmar Magnússon kom á hestinum dragandi sleða með mjólkurbrúsunum á. Þá rifjar Systa Bragadóttir upp ævi hins stæðilega föður síns Braga Magnússonar lögregluþjóns, sem einnig var teiknari, skáld og íþrótta maður en Bragi hefði orðið 100 ára á árinu. - Gunnar Trausti Fr á rit st jó ra Gústi Guðsmaður lætur Siglfirðinga á leið til kirkju heyra það á torginu 1968. (mynd: HG)

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.