Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt 2017, Qupperneq 6

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt 2017, Qupperneq 6
Siglfirðingablaðið6 áföngum, 1929, 1934 og 1942. Hlaðan var um 1800 rúmmetrar að stærð; í henni voru 8 votheysgryfjur sem rúmuðu um 1000 hesta af heyi. Samstaða í Hólsbúsnefnd Öll nýting á landi Siglufjarðarkaupstaðar kom til kasta Hólsbúsnefndar Siglufjarðarkaupstaðar, sem fór með formlega stjórn Hólsbúsins og afgreiddi allar breytingar sem gerðar voru á rekstrinum. Í nefndinni áttu jafnan sæti menn úr pólitískri forystu bæjarins, s.s. Þormóður Eyjólfsson, Sigurjón Sæmundsson, Hlöðver Sigurðsson, Kristján Sigurðsson, Jóhann G. Möller, Bjarni Jóhannsson og Stefán Friðbjarnarson. Stjórnendur bæjarins vildu stuðla að vexti og viðgangi Hólsbúsins með stækkun ræktarlandsins, en jafnan var töluvert land í firðinum í eigu bæjarins sem búið hafði ekki tök á að nýta. Nefndin úthlutaði ræktarlandi til áhugasamra einstaklinga og félagasamtaka í bænum, landi sem ekki var tök á að nýta í sjálfum búrekstrinum. Þetta starf var ærið, t.d. voru árið 1953 gerðir samningar við 40 aðila um ræktarland til 10 ára. Þetta land var nýtt til heyframleiðslu, en líka til skógræktar; þannig var Vestfirðingafélaginu úthlutað skógræktarlandi á Saurbæjarási, og Skógræktarfélagi Siglufjarðar hluta úr Skarðdalslandi norðan Leyningsár. Áberandi er af lestri fundargerða nefndarinnar hversu mikil samstaða var jafnan um afgreiðslu mála. Ábyrgð á rekstri og sölu Hólsbúsnefndin réði bústjóra til að stýra sjálfum búrekstrinum og hafa forgöngu um þróun hans. Alls stýrðu fimm einstaklingar búinu, þeir Jóhannes Þorsteinsson (1928-1933), Snorri Arnfinnsson (1933-1939), Árni Ásbjarnarson (1940-1947), Guðmundur Jónasson (1947-1962; faðir þess sem þetta skrifar) og Árni Theodór Árnason (1963-1966). Oft var rekstur Hólsbúsins fjárhagslega erfiður. Sérstaklega þurfti að taka lán til heykaupa. Gengust Hólsbúsnefndarmenn (engin kona var í nefndinni) yfirleitt í persónulega ábyrgð fyrir víxillánum til heykaupa. Þó var reksturinn í góðu jafnvægi flest ár frá 1953 til 1961—árið 1960 var besta árið, með 15% rekstrarafgangi. Efnahagsaðstæður, samgöngur og tíðarfar höfðu mikil áhrif á afkomu búsins. Rekstur Hólsbúsins snerist ekki bara um framleiðslu mjólkurinnar heldur einnig um sölu hennar. Fyrstu áratugina rak búið sölubúð í bænum, um tíma í samstarfi við Félagsbakaríið. Kaupfélag Siglfirðinga tók við sölu mjólkurinnar fyrir þóknun árið 1952 og síðan Mjólkursamsalan, samstarfsfyrirtæki KS og KEA, árið 1963. Fjölþjóðlegt samfélag Hólsbúið var líka samfélag starfsfólksins. Fáeinir voru við störf yfir veturinn, nefna má Sigmar Magnússon, Jón Sigurbjörnsson, Hans Adamsen, Gest Frímannsson, Þorleif Einarsson, Kjartan Gústafsson og Jóhönnu Olsen. En yfir sumarið þurfti að fjölga fólki verulega vegna heyanna, sem var oft ekki auðvelt. Flestir bæjarbúar vildu frekar vera í störfum við síldarvinnslu eða síldveiðar, þar sem tekjuvon var meiri. Faðir minn, Sigmar Magnússon, Haraldur Harðarson og Júlíus Matthíasson. Við Steinaflatir. Eiríkur H. Jónsson, Helga Skúladóttir, Þórhallur Gestsson, Arnfríður Guðmundsdóttir, Stefán Sigmarsson, Jónas Guðmundsson og Ólöf Skúladóttir.

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.