Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2017, Síða 24

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2017, Síða 24
Siglfirðingablaðið24 Þess má geta að eitt af kvæðum Braga til barnabarns hans, „Litla-Kúts þula“, var flutt í barnatíma sjónvarps 1971 og teikningar Braga við kvæðið sýndar. „Sagan hennar Systu“ Þórdís Vala var þriggja ára þegar mamma hennar lagðist inn á Kristneshælið. Hún bjó þá um tíma hjá afa sínum og ömmu, Magnúsi og Valgerði, stjúpmóður Braga, en þau áttu heima á Hvanneyrarbrautinni. Sirrý fór til skyldmenna í Bolungarvík. „Pabbi kom til mín á hverju kvöldi og sagði mér sögur og ljóð fyrir svefninn. Eitt kvöldið vildi ég segja honum sögu sem ég bjó til um vinskap kanínunnar Jósefínu og lambsins Óla. Pabbi endurgerði þessa sögu í bundnu máli. Hann bjó til handskrifað kver eða bók með kvæðinu og teikningum sem hann nefndi „Sagan hennar Systu“. Þessi bók var síðan gefin út hjá Heimskringlu árið 1956. Hún var endurútgefin fyrir nokkrum árum.“ Athvarf í Fljótunum Þórdís Vala segir að Bragi hafi verið mikill náttúruunnandi og kunnað flóru og fuglalíf Íslands utanað. Hann átti athvarf í Fljótunum í sumarhúsi á Illugastöðum þar sem hann stundaði ræktun. Hann renndi líka fyrir lax í Fljótaánni af ástríðu. Bragi beitti sér fyrir ræktun árinnar og þá má einnig nefna að hann var með þeim fyrstu sem veiddi lax á flugu í ánni. „Börnin mín nutu þess að heimsækja afa sinn norður í Fljótin. Sumarið 1984 bjuggum við á Möltu og börnin söknuðu þess að komast ekki í Fljótin. Þá sendi pabbi þeim myndskreytt kvæði, „Stelksþulu“. Stelkurinn stendur á staur og lýsir ljóslifandi náttúrunni í kring. Þegar „Sagan hennar Systu“ var endurútgefin völdum við að bæta „Stelksþulu“ við.“ Skopmyndir og minjavernd Bragi var ágætur teiknari að eðlisfari eins og fram er komið. Á yngri árum fékkst hann talsvert við skopmyndateikningar og efndi 1946 til sýningar á slíkum myndum. Á seinni árum sínum teiknaði hann einkum myndir af skipum og gömlum húsum á Siglufirði. Í minningargrein um Braga segir Benedikt Sigurðsson kennari að Bragi hafi líklega orðið fyrstur til þess að vekja athygli á minjagildi gamalla mannvirkja í bænum, einkum síldarbrakkanna, með grein sem hann birti í bæjarblaðinu Mjölni 1975 ásamt teikningum af nokkrum þessara húsa. „Pabbi hafði gott auga fyrir gömlum hlutum sem höfðu varðveislugildi. Ég man eftir því að hann bjargaði ýmsum gripum sem lágu undir skemmdum í brökkum og kom þeim í skjól í kyndiklefa á heimilinu. Þessir gripir rötuðu síðan flestir á Síldarminjasafnið. Hann talaði mikið fyrir minjavernd og var ákafur talsmaður þess að Siglfirðingar kæmu sér upp safni um sögu staðarins,“ segir Þórdís Vala. Glettur Eftir Braga liggur forláta handskrifuð bók sem ber nafnið Glettur. Í henni kennir ýmissa grasa. Þar er að finna mörg ljóð og kvæði eftir Braga og fróðleik um Siglufjörð og sögu íþrótta í bænum. Meðal annars er greint frá því hvernig Skarðsmótið margfræga varð til. Einnig er þar stórkostleg frásögn af keppnisferð KS til Akureyrar og uppátækjum ungra manna sem voru að hlaupa af sér hornin. Teikning Braga af KEA bragganum og Nöf, athafnasvæði Skafta Stefánssonar.

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.