Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2021, Síða 3
Siglfirðingablaðið Siglfirðingablaðið4 5
Kalla voru komnir á stærri bát og Guðbjörn hafði fjárfest
í rassmótor og “hjálpað” Konna einu sinni sem oftar í
þokuslæðingi við netin þá sjá þeir þegar þokunni létti að
Konni leggur frá og stefnir yfir fjörðinn. Þá voru þeir með
silunganetin þvert yfir bátinn og þurftu að vera fljótir að
losa sig. Þá fer mótorinn ekki í gang, og þetta er svona
spennumyndamóment, og í þann mund að mótorinn
tekur við sér kemur Konni á fullri ferð á trillunni og sér
veiðiþjófana.
Einhverju sinni eru þeir Steini hjá Gvendi í Bænum,
móðurbróður Guðbjörns, en Konni nágranni hans sér
þar pörupiltana. Hann snarast að þeim með haglabyssu,
silungsþjófarnir taka á sprett og Konni lætur höglin vaða.
Guðbjörn var í nýrri úlpu og púðurskotið náði að bræða
plastið í úlpunni!
Ljósakúpan
Svo kom að því að Guðbjörn kvaddi Barnaskólann og hélt á
vit nýrra ævintýra í Gagnfræðaskólanum við Hlíðarveginn.
Þar réði ríkjum Jóhann Jóhannsson skólastjóri. Einhverju
sinni er Guðbjörn seinn fyrir og Jóhann að læsa skólanum.
Guðbirni þykir þetta heldur klént, enda kannski
tímamismunur á suðurbæ og norðurbæ. Jóhann er að
ganga frá hurðinni og Guðbjörn bankar en stjóri virðist
ekkert heyra! Þá grípur Guðbjörn kúst sem þarna var og
ætlar að láta heyra betur í sér en svo illa vill til að hann
rekur kústhausinn upp í ljós yfir hurðinni og brýtur það í
mél! Þá kom heyrnin til Jóhanns eins og fyrir kraftaverk og
hann snýst á hæl og opnar en byrjar strax á skömmum og
segir að Guðbjörn verði að borga ljósið! Guðbjörn jánkar
því en getur lítið einbeitt sér að náminu þann daginn
sífellt hugsandi um hvað ljósið kosti! Um kvöldið fer hann
í könnunarleiðangur ásamt Steina Kalla vini sínum og þeir
uppgötva fljótt að ljósakúpan norðanmegin á skólanum er
alveg eins. Þeir hafa því hraðar hendur og skipta um bæði
peru og kúpul en leggja leifarnar af anddyrisljósinu við
innganginn norðanmegin. Stjóri verður ákaflega glaður
þegar hann sér nýtt ljós og þakkar Guðbirni fyrir en lætur
þess jafnframt getið að einhverjir ribbaldar hafi brotið
ljósið yfir norðurdyrunum!
Átök sem enduðu vel
Eins og komið hefur fram var Guðbjörn sterkur og
fyrirferðarmikill strákur. Guðbrandur Magnússon kennari
var skapstór og átti það til eins og Guðbjörn orðar það
að rjúka upp og varð þá eins og indíáni með ör í bakinu.
Einhverju sinni var Guðbjörn búinn að ganga vel á
þolinmæði Guðbrandar. Skiptir þá engum togum að þeir
takast á inni í tíma og strákurinn hefur kennarann undir.
Allir krakkarnir eru farnir dauðskelkaðir út úr stofunni og
Jóhann skólastjóri kominn á vettvang og þeir rísa á fætur
og stjóri biður þá að finna sig á skrifstofunni. Þegar þangað
er komið segir Guðbrandur við Jóhann: „Leyfðu mér að
tala við hann einan.“
Þá er Guðbjörn alveg með það á hreinu að nú séu dagar
hans í skólanum taldir en Guðbrandur gengur að honum,
tekur í hönd hans og segir: “Fyrirgefðu, þetta var mín sök!”
Eftir þetta urðu þeir bestu vinir!
Sjávarborg og fleira
Neðan við Laugarveginn hófu ungir athafnamenn smíði
staurakofa í fjörunni, Árni Þórðar segir Leó Óla svo frá:
“Mig minnir að upphafið hafi verið með þeim hætti að
við vorum nokkrir strákar á samkomu í Herkastalanum
og þar voru sýndar myndir af kofum sem voru byggðir
á staurum úti í sjó. Þetta þótti okkur alveg rosalega flott
og við vildum endilega reyna þetta líka. Það voru því í
framhaldinu nokkrir guttar af Laugarvegsendanum sem
stóðu saman að þessu framtaki, þ.e. ég, Þórður bróðir,
Kiddi og Árni Haralds, Baddi og Kjartan Óla, Maggi Ben,
Brandur Jóns, og Bjössi Ingiborgar, vonandi gleymi ég
engum.
Við byrjuðum á því að ná okkur í tóma kapalrúllu á
haugunum og rúlla henni suður Leirurnar. Þar var hún lögð
á hliðina og varð undirstaða byggingarinnar. Við drógum
að okkur allt það timbur sem við náðum í. Mikið af því
kom úr snurpunótarbátunum á Langeyrinni, en auðvitað
alveg heill hellingur af haugunum. Á þessum tíma var Jón
Björnsson að byggja og hann gaf okkur hálffulla tunnu af
bognum nöglum úr uppslættinum sem var mikil búbót og
entist okkur lengi.
Syðsta hverfi Siglufjarðar Laugarvegshverfið iðaði af lífi og fjöri
GUÐBJÖRN HARALDSSON
handlaginn og hugmyndaríkur forsprakki hrekkjalóma fór þar fremstur
Guðbjörn Haraldsson ætt og uppruni.
Ástfinna, Ásta, Pálsdóttir fæddist á Siglufirði 16. október
1916. Hún lést 2003. Foreldrar hennar voru: Páll
Guðmundsson vélstjóri, f. 1875, d. 1948 og Halldóra
Stefánsdóttir húsfreyja f. 1882, d. 1964, oftast nefnd Páll
og Halldóra í Bænum. Ásta var 10. í röð 15 systkina. Vegna
veikinda Halldóru var Ástfinnu komið á heimili ekkilsins,
Björns Pálssonar, útgerðarmanns, f. 1860, d. 1948 og
barna hans, Suðurgötu 28, heimilið var oftast var nefnt
Þönglaskáli. Árið 1946 kynntist Ásta manni sínum Haraldi
Albertssyni bifreiðastjóra, f. 10. ágúst 1906, d. 9. okt.
1983. Synir þeirra eru: 1) Guðbjörn, f.1948, 2) Kristján
Flóvent, f. 1952, 3) Árni Valgarð, f. 1955.
Ásta og Halli byrjuðu búskap sinn við Grundargötu í húsi
sem nú er horfið, gegnt Bílaverkstæðinu Neista. Fljótlega
flutti fjölskyldan á Laugarveg 42 í hús sem Gestur Pálsson
og fjölskylda hafði byggt eftir að hús þeirra, Vindheimar,
skemmdist í ofsaroki. Erum við því syðst í því hverfi sem
fjallað er um í þessari grein. Laugarvegurinn og Hafnartúnið
frá Vennastígnum og Suðurgatan að Laugarvegsenda.
Það var alveg sama við hvern var rætt alltaf bar nafn
Guðbjörns á góma. Það má segja að hann hafi verið foringi
þessa hverfis þó að synir Jóns Guðjóns og Báru bærust í tal;
Onni og Ómi; Gutti og Addi; Örn og Már.
Óblíðar móttökur
Guðbjörn byrjaði að segja frá skólaárum sínum en fljótt
kom í ljós að hann rakst ekki vel í skóla, a.m.k. ekki að mati
skólastjórnenda. „Einu sinni í brjálaðri norðanstórhríð
erum við Steini Kalla á leið í skólann, og ekki þarf að taka
fram við reynda Siglfirðinga að elstu menn muna ekki eftir
að gefið hafi verið frí í siglfirskum skólum vegna veðurs,
og sækist ferðin seint því að stormurinn var í fangið.
Steini snýr við á Laugarvegsendanum en ég göslast þetta
áfram. Þegar mig ber að dyrum skólans eru allir farnir inn
og Hlöðver að loka en hann mat mér ekki til tekna að
hafa hætt lífinu til að komast í skólann. Hann hristi mig
óþyrmilega og las vel yfir mér. Það fer seint úr minninu.“
Moskvulína frá Laugarveginum
Hlöðver skólastjóri var nágranni minn og bjó ásamt
Kat rínu konu sinni í svokölluðu kennarahúsi með Bene dikt
Sigurðssyni (Benedikt barnafræðari var góður maður sagði
Gústi guðsmaður) og Fríðu konu hans á efstu hæð og Rósu
kennara og manni hennar Eiríki Eiríkssyni prentara
á neðstu hæðinni.
Hlöðver og Benedikt voru framarlega í Sósíalistaflokknum
og síðar Alþýðubandalaginu. Mikið var um að vera í heims
málunum á þessum árum og línan frá Moskvu varð að
vera alveg a hreinu. Sölvi Guðnason fékk lóð við hliðina
á foreldrum Guðbjarnar, keypti hús, sem hann sagaði í
tvennt og flutti á Laugarveginn. Var efri hæð hússins lengi
á lóðinni og auðvelt að fara upp á þakið. Benedikt kennari
fékk að setja loftnet frá efstu hæðinni í skorsteininn á hálfu
húsinu til að ná betur fréttum frá Ráðstjórnarríkjum af
Krússjeff og félögum. Guðbjörn og Steini komust brátt að
því að með lagni mátti slá glerkúlu á enda loftnetsins í
rúðuna hjá Bensa. Við samtöl við son Benedikts komust
þeir að því að það sé draugagangur í suðurstofunni! Og
jókst þá bankið frekar en hitt! Næst sjá þeir félagar að sr,
Ragnar Fjalar kemur í heimsókn og spyrja Magga Ben.
þá að því hver sé látinn? En fá brátt þær fréttir að Fríða
hafi kallað á sérann vegna draugagangsins í Suðurstofunni!
Dró síst úr banki og skruðningum við þessar fréttir.
Silungsveiði við Skoger
Guðbirni og félögum á Laugarveginum féll sjaldan verk
úr hendi. Þetta voru kraftmiklir strákar sem þurftu að
hafa nóg að gera og smíðuðu brátt bát sem þeir réru um
á innfirðinum í bland við kajakaróður. Guðbjörn vissi
af silunganetum sem Konni Konn hafði lagt skammt
frá flakinu af Skoger og eins og Guðbjörn orðaði það
þá hjálpaði hann oft Konna að losa silung úr netunum!
Ásta mamma hans var alltaf glöð þegar Guðbjörn kom úr
þessum ferðum og hrósaði syni sínum fyrir dugnaðinn.
Konni vissi lítið af þessari hjálpsemi og eftir að þeir Steini
Guðbjörn orðinn sjómaður á Hafliða SI 2, aðeins 14 ára
gamall.
Steini Kalla og Guðbjörn um borð í báti sem Steini átti
um 1977.
Þennan bát smíðaði Guðbjörn í kjallaranum á Laugarvegi 42.