Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - Oct 2021, Page 5
Siglfirðingablaðið Siglfirðingablaðið8 9
Þegar ég fer að hugsa til baka og rifja upp þessi ár fyrir
norðan, er nokkuð ljóst að ég hef bæði verið ofvirk og
sennilega eitthvað fleira. Þá var ekki einu sinni búið að
finna upp orðið og ritalinið ekki komið til sögunnar svo
ég slapp til allrar hamingju við það. En að flytja af Tún
götunni og suður á Laugarveg var eins og að komast langt
út í sveit. Leiksvæðið stækkaði og varð bæði fjölbreyttara
og skemmtilegra. Maður fékk eiginlega að ólmast úr sér
þennan aukakraft og vera maður sjálfur í mun náttúru
legra umhverfi en innan um brotajárnið í Mjölhús
portinu.
Ég man vel eftir að ég fór einhverju sinni í heimsókn í
Hlíðarhús, en þar bjuggu tvær ömmusystur mínar.
Sigríður sem var kona Snorra framkvæmdastjóra Rauðku
og Ólöf mamma Grétu konu Óla Blöndal í Aðalbúðinni
og síðar á bókasafninu. Þar kom að mér var hleypt inn
í stássstofuna í fyrsta skipti og þótti þá ekki hættandi á
annað en mér yrði fylgt eftir hvert fótmál til að gæta þess
að ég skemmdi ekkert eða bryti. Svo var fiktið, forvitnin og
æðibunugangurinn í mér öllum vel kunnur og greinilega
ekki að góðu einu.
Það var mikið farið í fjallið á veturna og þá gjarnan með
krossviðarplötu sem stundum hafði verið hituð og beygð í
endann. Á svona plötu gat setið heil hjörð af krökkum og
þegar skriður var kominn á hana með krakkahópnum á,
var hún auðvitað alveg óstöðvandi og algerlega stjórnlaus.
Það varð því allt undan að láta sem fyrir okkur varð og við
gátum þess vegna alveg eins endað ofan í fjöru. Við fórum
stundum saman heill hópur af krökkum og fundum stórar
snjóhengjur til að stökkva fram af. Leiðin lá þá oftast upp
í gilin í fjallinu fyrir ofan suðurbæinn og þar á meðal hin
stórhættulegu Strengsgil. Við gerðum okkur auðvitað enga
grein fyrir hættunni því þetta var svo geðveikt gaman.
Svo var mikið haldið til á ísnum á Leirunum og jakahlaupin
voru gríðarlega spennandi þrátt fyrir að stundum yrðu
slys og skautasvellið á Langeyrartjörn var mjög vinsælt.
Steinprammarnir frá stríðsárunum höfðu líka mikið
aðdráttarafl. Þangað var oft róið á kajak og klifrað um
borð. Það var líka gaman að vera úti við eftir að dimma
tók og minningarnar frá síðkvöldunum fyrir norðan eru
alveg ógleymanlegar. Þá lagðist maður í mjöllina og bjó til
engla meðan alstirndur himinninn glitraði og norðurljósin
fóru í stórfiskaleik um himinhvolfið.
Á sumrin var farið í þessa hefðbundnu leiki svo sem slá
bolta, yfir, fótbolta, alls konar eltingarleiki og fleira í þeim
dúr, en við fórum líka mikið í fjallgöngur og þá var yfirleitt
farið hátt upp. Það var líka sótt á Langeyrina með krukkur
fyrir hornsílaveiðar og jafnvel silungsseiðaveiðar. Stundum
stífluðum við gömlu sundlaugina fyrir sunnan syðstu húsin
við Laugarveginn og hún fylltist af vatni. Þá var mikið
buslað og synt og alveg rosalegt stuð. Þarna voru oft að leik
með okkur systrunum bræðurnir Tommi og Óli Hertervig,
Kara Jóhannesar og Hjalli bróðir hennar, Jón Heimir
flautuleikari, Guðbjörn Haralds og fleiri og fleiri. Það var
líka mikið sport að fara niður á bryggjurnar og pilka, en
sumir strákarnir mættu vopnaðir heimatilbúnum skutlum
og skutluðu rauðmaga sem héldu sig við bryggjustaurana.
Harðfiskfengurinn hífður uppá aðra hæð!
Svo vorum við alveg gríðarlega miklar harðfiskætur, en
stundum var settur kvóti á okkur. Þá var gripið til þess ráðs
að laumast í hjallinn hinum megin við götuna og krækja
sér í fisk. Svo læddumst við með fiskinn að húsveggnum.
Síðan var slakað bandi niður úr kvistglugganum að
norðaustanverðu og fengurinn hífður upp.
Þá gat veislan hafist og ég er ekki frá því að fiskurinn sem
kom í hús þessa leiðina hafi verið heldur betri á bragðið en
sá sem kom hina hefðbundnu leið inn um dyrnar.”
Guðbjörn gat bætt við þessa sögu: “Eitt sinn vorum
við Dísa heldur stórtæk og tókum fisk af tveimur rám í
hjallinum sem var í eigu Jósa og Bödda. Þetta var svo mikið
að við gripum til þess ráðs að hífa þetta uppí herbergi Dísu
á nr. 35. Ég fékk bakþanka og var viss um að nú yrðum við
nöppuð því að það stórsá á fiskbirgðunum. En um nóttina
gerði stórhríð og viti menn snjóflóð féll á hjallinn og þar
með fóru öll sönnunargögn um þennan stórglæp fyrir bí!”
Öskubíll húrrar niðrí garð
Í siglfirskri ófærð voru bara örfáir bílar á ferð; Verslójeppinn,
Landrover Gests Fanndal, olíubílarnir og svo öskubíllinn
sem þurfti auðvitað að losa sorp frá húsum úr þar til
gerðum öskutunnum. Tveir menn höfðu þann starfa á
þessum árum Teddi og Sveinn, með viðurnefnin í öskunni,
og bílstjórinn var Árni stjúpfaðir Steina Kalla. Eitt sinn
tók ég mig til og stal varadekkjum af vörubílnum pabba
og rúllaði þeim út að húsi Halla Árna. Við vorum þá búnir
að fylgjast með öskubílnum fikra sig inn Laugarveginn og
gekk mikið á í ófærðinni og ekki allt á lágu nótunum.
Við félagarnir gerðum för með dekkjunum eins og þar hefði
verið bíll á ferð að garði Halla Árna. Þegar öskukallarnir
höfðu losað sorp frá Óla löggu og Jóni og Ingiborgu þá
ætlar Árni að snúa við áður en hann fer sunnar þar sem
ekki hægt að gera. En okkur var hálfilla við sanddæludýpin
tvö hvort sem við vorum siglandi, gangandi eða skautandi.
Annað var meðfram öllum nýja flugvellinum, en hitt út
af Langeyrinni. Á stórstraumsfjöru var hægt að ganga
nánast þurrum fótum yfir fjörðinn, en sandbotninn var
mjög bleytukenndur við dýpin. Mig minnir að það hafi
verið Árni Haralds sem einhverju sinni hætti sér aðeins of
nálægt barminum og festist ofan í sandinum. Við gátum
þó náð honum upp þar sem hann var kominn í frekar
vond mál, orðinn blýfastur og sökk alltaf dýpra og dýpra.
Innfjörðurinn og næsta nágrenni hans voru algjör paradís
fyrir krakka, ég fer ekki ofan af því.
Löggan gatar kajakana
Guðbjörn man eftir rassíu sem löggan gerði á
innfjarðarfjörunni. Það komu nokkrar löggur með hagla
byssur og skutu í botninn á kajökunum sem þar voru í
nausti. Þetta varð til þess að Egill Melsted, sem rak
reiðhjólaverslun á Aðalgötunni, fékk nokkrar hringingar
dag eftir dag innan úr Fljótum, þar sem viðkomandi
spurði um ýmsar stærðir af dekkjum og slöngum sem Egill
hafði nánast aldrei heyrt minnst á og var þar af leiðandi
lengi í símanum að athuga lagerinn. Á meðan hreinsuðu
Guðbjörn og félagar það sem til var af mutteringum og
slöngubótum úr búðinni. Eða eins og Guðbjörn segir
“aðgerðir löggunnar höfðu í för með sér miklu meiri
glæpaöldu í miðbænum en þekkst hafði!”
Tryggvi rafveitustjóri var menntaður í AusturÞýzkalandi
og íhaldið bendlaði hann og nokkra vinstri menn sem
höfðu lært austan við járntjaldið við Stasi AusturÞýzku
leynilögguna. Blaðið Siglfirðingur fékk teiknarann snjalla
Ragnar Pál til að teikna þesa skopmynd af Tryggva þegar
hann var kominn til Siglufjarðar og í framboði fyrir
Alþýðubandalagið. Tryggvi var snar í snúningum og
Guðbjörn hinn hrekkjótti foringi Laugarvegarins komst
oft í hann krappan þegar Tryggvi fór 100 metrana á undir
10 sek. þegar barið var hastarlega á dyrnar rafveitustjórans
að kvöldlagi. En Guðbjörn sá við þessu eins og fleiru og
náði að loka ytri dyrunum sem opnuðust út svo kyrfilega
að Tryggvi varð að játa sig sigraðan og þurfti að hringja í
vin til að losa sig úr klípunni.
Oft kom það fyrir að maður vaknaði hugsandi um hvað
skyldi hafa fyrir stafni þann daginn. Eitt sinn mundi ég
eftir því að ég hafði dirkað upp hurðina á spennistöðinni
sem var við hliðina á húsinu. Ég brá mér strax út og sló
út Suðurbænum. Beið svo í glugganum eftir að flokkur
Rafveitunnar kæmi keyrandi til að tékka á hvaða línur
hefði slitnað!”
Dísa Þórðar var nágranni Guðbjörns og hafði flutt úr
villi mannahverfinu á Laugarveginn:
Það sem ég man helst eftir úr Villimannahverfinu er
strákastóðið, sem átti heima þarna í næstu húsum m.a.
þeir bræður Örn og Eiríkur Snorrasynir og Lýður og Gylfi
Ægissynir og svo Dóri hennar Siggu. Það var hún sem
argaði á hann út um opinn gluggann hin fleygu orð, “í
háskólann skaltu helv… þitt því nógar hefurðu gáfurnar.”
Það var mikið sport hjá okkur litlu krökkunum að stelast
undir girðinguna vestan við Mjölhúsið sem var þá stærsta
hús á Íslandi. Þegar inn í portið kom lá leiðin auðvitað
beinustu leið upp stigana sem lágu upp á tankana og
mömmurnar í hverfinu urðu eðlilega frávita af hræðslu
þegar þær sáu til okkar. En á þessum tíma vissum við
ekkert hvað lofthræðsla var. Svo áttum við það líka til að
nota okkur kaðlana sem voru þarna og spranga svolítið
utan á tönkunum.
Tunnuverksmiðjan var næsta hús við Mjölhúsið og þar
var Ástvaldur pabbi hans Heiðars danskennara. Hann
var alveg ógurlega góður kall og mikill vinur minn og gaf
mér marga spýtuna og hún Sigrún konan hans Halla Þór
var stórvinkona mín og óskaplega góð við mig. Ég átti þó
nokkuð marga fullorðna vini þarna í hverfinu.
Eins og þeir vita sem til þekkja, sker húsið á Laugarvegi 35
sig verulega úr götumyndinni því það snýr einu horninu
að götunni. Svona vildi pabbi hafa þetta því hann gerði sér
grein fyrir snjóflóðahættunni úr fjallinu fyrir ofan. Ég veit
ekkert hvernig þetta hefur farið saman við bæjarskipulagið
en hann var nú ekki mikið fyrir að bakka með hugmyndir
sínar ef hann var búinn að ákveða hvernig hlutirnir áttu
að vera. Hann átti líka lóð ofan við götuna þar sem hann
reisti fiskhjall án þess að spyrja nokkurn mann og ég man
að það varð heilmikið vesen út af því. Nokkrar konur í
nágrenninu óttuðust að nú yrði alveg ólíft þarna vegna
flugu og löggan var talsvert á ferðinni út af hjallinum, en
hann reis nú samt og stóð lengi.
Þennan bíl smíðaði Guðbjörn í kjallaranum á Laugarvegi 42
og setti á hann gamalt númer sem Halli Alberts hafði aflagt.
Tryggvi rafveitu
stjóri var í fram
boði fyrir Alþýðu
bandalagið.