Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2021, Side 10
Siglfirðingablaðið Siglfirðingablaðið18 19
Saltað í 65.575 tunnur
Mannlífið var fjölbreytt og þótt bara örlítið sé tiltekið þá
höfðu foreldrar þessara barna sem á myndinni eru margt
fyrir stafni og lögðu drjúgan skerf til bæjarmála.
Mæðurnar allflestar með húsmóðurtitla og þátttakendur
í félagsmálum og tóku svo til hendinni í síldarsöltun á
sumrin. Þær einhleypu voru útsjónarsamar, ein tók kost
gangara og fjármagnaði þannig framhaldsnám barna
sinna, önnur sá m.a. um ljósaböðin í skólanum. Feðurnir
voru í ýmsum störfum s.s. verkamaður, kennari, rakari,
framkvæmdastjóri, útgerðarmaður, síldarsaltandi, póst
afgreiðslumaður, símritari, bílstjóri, húsasmiður. Einn
þeirra gladdi okkur með söng sínum og hvatningu um að
aftur kæmi vor í dal. Annar var einn af þeim sem vann
ýmis afrek á skíðum og lyfti upp geði fólks á löngum
vetrardögum. Ekki þarf að fjölyrða um síldina, vinnu við
hana og áhrif hennar á allt mannlífið á þessum árum en
sumarið 1948 var saltað á Siglufirði í 65.575 tunnur!
Það er alveg á hreinu í hvaða vinnu það sumar fór.
Bæjarlífið var fjölbreytt og allir sem gátu tóku þátt í því.
Börnin á myndinni hafa eflaust verið alin upp með það í
huga og hafa plumað sig vel í sínum störfum. Menn syngja,
smíða, reka fyrirtæki, kenna, sinna bókhaldsstörfum og
fleira gagnlegt. Við getum sagt með stolti um þau eins og
marga aðra; Hann/hún er Siglfirðingur!
Bæjarblöðin þetta ár gefa okkur svo ýmsar
upplýsingar um aðra þætti lífsins, mismerka.
Kurt Sonnenfeld opnaði tannlæknastofu.
Þórir Konráðsson hætti að starfrækja Hertervigsbakarí
og við tóku Kaj Rasmussen og Jóhann Marel Jónsson.
Við hinar ágætustu undirtektir voru hvítasunnutónleikar
hjá Daníel Þórhallssyni og Sigurjóni Sæmundssyni með
undirleik Ragnars Björnssonar.
Hæstu skattgreiðendur 1948 vegna tekna ársins 1947
voru Söltunarfélag Kaupfélagsins og Þorgrímur Brynjólfs-
son Túngötu 1. Hann seldi fisk, kjöt og vefnaðarvöru.
Gústi Guðsmaður hóf trúboð sitt.
3. júlí áttu merkisafmæli mæðginin á Steinaflötum.
Geirlaug Sigfúsdóttir 66 ára og synir hennar Helgi og
Sigurjón Sveinssynir þrítugir.
Hallbjörg Bjarnadóttir hélt tónleika í Nýja bíó 21. júlí.
Kom úr söngnámi í Englandi á leið til Bandaríkjanna í
frekara framhaldsnám.
Þorsteinn Hannesson var ráðinn í Covent Garden óperuna
og söng þar m.a. söng Radamesar í Aida eftir Verdi.
Eitt glæsilegasta fiskiskip íslenska flotans, Ingvar Guðjóns-
son, lagði að bryggju 17. júlí. Það var smíðað í Svíþjóð,
eitt hundrað áttatíu og sex smálestir. Búið öllum nýjustu
tækjum og vistarverur skipverja hinar fínustu. Stærsta skip
sem siglt hefur gegnum Vänern til Vättern. Kostaði fullbúið
heila milljón króna.
Barnastúkan Eyrarrós nr. 68 átti 25 ára afmæli. Gæslumaður
frú Þóra Jónsdóttir og aðeins einn af stofnendum var ennþá
í barnastúkunni, frú Friðþóra Stefánsdóttir.
Laukur auglýstur í Kjötbúð Siglufjarðar og fljótandi sápa í
Apótekinu. Hálfs lítra flaska á sjö og fimmtíu.
Á vordögum 2020 birtist í Sigfirðingablaðinu mynd af
boðsgestum í 60 ára afmæli Helga Daníelssonar árið 1948.
Boðið var upp á þorramat og gestirnir í yngri kantinum,
allt nágrannar Helga og Guðbjargar konu hans. Skömmu
eftir þessa birtingu kom ábending um að veislurnar hefðu
verið tvær og ritstjórninni barst mynd af hinum hópnum.
Allir voða sætir og fínir og engin ástæða til að birta ekki
þessa mynd líka. Sú sem þetta skrifar þekkir mun færri á
þessari mynd en á hinni fyrri og ég held að ástæðan sé sú
að fólk hafi flutt af brekkunni og farið í annað húsnæði
víðs vegar um bæinn. Ykkur verður því að mestu hlíft við
sjálflægri frásögn minni eða myndum af mér með þessum
pistli. Börnin á þessari mynd eru fædd á bilinu 19351946
og nokkuð er um systkini. Flest eru af Hverfisgötunni
enda nokkur stór hús þar t.d. nr. 4, 5. Önnur börn eru af
Lindargötu og Kirkjustíg.
Lífsháski
Helga hefur eflaust þótt ástæða til að halda vel upp á
afmæli sitt, jafnvel árlega, því til er frásögn af því hvernig
hann slapp úr miklum lífsháska í febrúar árið 1925, þá 37
ára gamall, þegar svonefnt Halaveður gekk yfir landið og
miðin. Það er talið eitt versta og mannskæðasta óveður sem
gengið hefur yfir landið í manna minnum Frásögn skrifuð
eftir viðtali við Helga sjálfan birtist í bókinni Hrakningar
á heiðavegum eftir Pálma Hannesson og Jón Eyþórsson og
kaflinn um Helga heitir Hetjuför Helga Daníelssonar og er
skráður 1. nóvember 1950 af sr. Gunnari Árnasyni.
Í mjög stuttu máli segir þar frá ferð hans heiman frá honum,
Enni í Viðvíkursveit, og suður yfir heiðar. Hann var búinn
að ráða sig í vinnu hjá Togarafélaginu Kára sem hafði
bækistöðvar í Viðey og ætlaði að standa sína plikt þrátt
fyrir vonda veðurspá og úrtölur margra sem töldu þetta
algjört feigðarflan. Hann hélt af stað í nýjum ullarfötum
yst sem innst, nýjum loðjakka utan yfir, þrennum nýjum
sokkum og hafði sauðskinnsskó á fótum. Með einn hest en
ekkert nesti.
Ekkert okkar hefur trúlega upplifað annað eins veður og
geisaði þarna. Ekki sá út úr augum og hann villtist oft og lá
við hrapi í gil og af heiðarbrúnum. Stundum gat hann fylgt
símalínum. Hann svitnaði í erfiðinu og fötin frusu utan
á honum þannig að hann átti erfitt með allar hreyfingar.
Hesturinn kom honum að litlu gagni þar sem hann komst
illa áfram í sköflunum. Helga hestavini datt í hug að lina
þjáningar hestsins en komst ekki í niður í gadd freðinn
vasann þar sem hann geymdi hnífinn sinn og áfram
bösluðu þeir í blindhríðinni, rokinu og frostgaddinum.
Oft kemur fram í frásögninni að Helgi hafði meiri áhyggjur
af hestinum en sjálfum sér og m.a. dró hann hnakkinn á
eftir sér til að búa til sneiðing fyrir hestinn. Hann kom
hestinum svo fyrir í kofaræskni sem hann rakst á, breiddi
yfir hann gæru sem hann hafði í hnakknum og hélt áfram
ferðinni í blindu og roki. Til að stytta þessa hetjusögu
sem sannarlega á rétt á sér til frásagnar rambaði hann á
endanum á Fornahvamm þar sem vel var tekið á móti
honum enda búið að láta vita af ferðum hans og menn
beðnir um að athuga með hann þegar færi gæfist, en flestir
töldu hann af.
Hesturinn var sóttur daginn eftir og komið í hús en Helgi
hélt áfram ferð sinni þegar veðrinu slotaði. Hann er talinn
hafa sýnt ótrúlegt þor og þol í þessari ferð sem menn
töldu að hann hefði ekki átt að takast á hendur, en vinnan
kallaði. Já, það var full ástæða til að halda upp á afmæli.
Finnst ykkur ekki eins og mér mjög merkilegt að á öllum
myndum sem teknar hafa verið af fólki á Siglufirði á ýmsum
tímabilum eru alltaf allir svo fínir, í fallegum fötum, vel
greiddir, og bjart yfir fólkinu. Maður getur velt því fyrir sér
hvernig efni í föt, tilbúin föt, skótau og tilbehör barst til
landsins og bæjarins. Ekki skorti verslanirnar sem töldust
árið 1948 vera sjötíu og af flestum gerðum, kannski öllum,
og m.a. þrjár hattabúðir. Þá voru 160 ár frá því fyrsta
verslunin í bænum hóf starfsemi.
Sextugsafmæli Helga Dan
og sitthvað smálegt 1948
Guðbjög og Helgi Dan prúðbúin á Gamalmennaskemmtun.
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson.
Guðbjörg og Helgi í útreiðartúr við Laugarveg.
Ljósmynd Kristfinnur.
Siglfirðingablaðið16
Sextugsafmæli Helga Dan og Merkisatburðir 1948
Á vordögum 2020 birtist í Sigfirðingablaðinu mynd af boðs-
gestum í 60 ára afmæli Helga Daníelssonar árið 1948. Boð-
ið var upp á þorramat og gestirnir í yngri kantinum, allt ná-
grannar Helga og Guðbjargar konu hans. Skömmu eftir
þessa birtingu kom ábending um að veislurnar hefðu verið
tvær og ritstjórninni barst mynd af hinum hópnum. Allir
voða sætir og fínir og ngin ástæða til að birta ekki þessa
mynd líka. Sú sem þetta skrifar þekkir mun færri á þessari
mynd en á hinni fyrri og ég held að ástæðan sé sú að fólk
hafi flutt af brekkunni og farið í annað húsnæði víðs vegar
um bæinn. Ykkur verður því að mestu hlíft við sjálflægri frá-
sögn minni eða myndum af mér með þessum pistli. Börnin
á þessari mynd eru fædd á bilinu 1935-1946 og nokkuð er
um systkini. Flest eru af Hverfisgötunni enda nokkur stór
hús þar t.d. nr. 4, 5. Önnur börn eru af Lindargötu og
Kirkjustíg.
Lífsháski
Helga hefur eflaust þótt ástæða til að halda vel upp á afmæli
sitt, jafnvel árlega, því til er frásögn af því hvernig hann slapp
úr miklum lífsháska í febrúar árið 1925, þá 37 ára gamall,
þegar svonefnt Halaveður gekk yfir landið og miðin. Það
er talið eitt versta og annskæðast óv ður sem gengið
hefur yfir landið í man a minnum Frásögn skrifuð eftir
viðtali við Helga sjálfan birtist í bókinni Hrakningar á heiða-
vegum eftir Pálma Hannesson og Jón Eyþórsson og kaflinn
um Helga heitir Hetjuför Helga Daníelssonar og e skráður
1. nóvember 1950 af sr. Gunnari Árnasyni.
Í mjög stuttu máli segir þar frá ferð hans heiman frá honum,
Enni í Viðvíkursveit, og suður yfir heiðar. Hann var búinn
að ráða sig í vinnu hjá Togarafélaginu Kára sem hafði bæk-
istöðvar í Viðey og ætlaði að standa sína plikt þrátt fyrir
vonda veðurspá og úrtölur margra sem töldu þetta algjört
feigðarflan. Hann hélt af stað í nýjum ullarfötum yst sem
innst, nýjum loðjakka utan yfir, þrennum nýjum sokkum
og hafði sauðskinnsskó á fótum. Með einn hest en ekkert
nesti.
Ekkert okkar hefur trúlega upplifað annað eins veður og
geisaði þarna. Ekki sá út úr augum og hann villtist oft og
lá við hrapi í gil og af heiðarbrúnum. Stundum gat hann
fylgt símalínum. Hann svitnaði í erfiðinu og fötin frusu
utan á honum þannig að hann átti erfitt með allar hreyfing-
ar. Hesturinn kom honum að litlu agni þar sem hann
komst illa áfram í sköflunum. Helga hestavini datt í hug
að lina þjáningar hestsins en komst ekki í niður í gaddfreð-
inn vasann þar sem han geymdi hnífin sinn og áfram
bösluðu þeir í blindhríðinni, rokinu og frostgaddinum.
Oft kemur fram í frásögninni að Helgi hafði meiri áhyggjur
af hestinum en sjálfum sér og m.a. dró hann hnakkinn á
eftir sér til að búa til sneiðing fyrir hestinn. Hann kom
hestinum svo fyrir í kofaræskni sem hann rakst á, breiddi
yfir hann gæru sem hann hafði í hnakknum og hélt áfram
ferðinni í blindu og roki. Til að stytta þessa hetjusögu sem
5
Siglfirðingablaðið 15
Bæjarlífið var ölbreytt og all r sem gátu tóku þát í því.
Börnin á myndinni haf eflaust verið alin upp með það í
huga og hafa plumað sig vel í sínum störfum. Menn syngja,
smíða, reka fyrirtæki, kenna, sinna bókhaldsstörfum og fleira
gagnlegt. Við getum sagt með stolti um þau eins og marga
aðra; Hann/hún er Siglfirðingur!
Bæjarblöðin þetta ár gefa okkur svo ýmsar upplýsingar um
aðra þætti lífsins, mismerka.
Kurt Sonnenfeld opnaði tannlæknastofu.
Þórir Konráðsson hætti að starfrækja Hertervigsbakarí og
við tóku Kaj Rasmussen og Jóhann Marel Jónsson.
Við hinar ágætustu undirtektir voru hvítasunnutónleikar
hjá Daníel Þórhallssyni og Sigurjóni Sæmundssyni með
undirleik Ragnars Björnssonar.
Hæstu skattgreiðendur 1948 vegna tekna ársins 1947 voru
Söltunarfélag Kaupfélagsins og Þorgrímur Brynjólfsson
Túngötu 1. Hann seldi fisk, kjöt og vefnaðarvöru.
Gústi Guðsmaður hóf trúboð sitt.
3. júlí áttu merkisafmæli mæðginin á Steinaflötum.
Geirlaug Sigfúsdóttir 66 ára og synir hennar Helgi og
Sigurjón Sveinssynir þrítugir.
Guðbjög og Helgi Dan prúðbúin á Gamalmennaskemmtun.
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
sannarlega á rétt á sér til frásagnar rambaði hann á endanum
á Fornahvamm þar sem vel var tekið á móti honum enda
búið að láta vita af ferðum hans og menn beðnir um að
athuga með hann þegar færi gæfist, en flestir töldu hann af.
Hesturinn var sóttur daginn eftir og komið í hús en Helgi
hélt áfram ferð sinni þegar veðrinu slotaði. Hann er talinn
hafa sýnt ótrúlegt þor og þol í þessari ferð se menn töldu
að hann hefði ekki átt að t kast á hendur, en vinnan kallaði.
Já, það var full ástæða til að halda upp á afmæli.
Finnst ykkur ekk eins o mér mjög merkilegt að á öll
myndum sem teknar hafa verið af fólki á Siglufirði á ýmsum
tímabilum eru alltaf llir svo fíni , í fallegum ötum, vel
greiddir, og bjart yfir fólkinu. Maður getur velt því fyrir sér
hvernig efni í föt, tilbúin föt, skótau og tilbehör barst til
landsins og bæjarins. Ekki skorti verslanirnar sem töldust
árið 1948 vera sjötíu og af flestum gerðum, kannski öllum,
og m.a. þrjár hattabúðir. Þá voru 160 ár frá því fyrsta versl-
unin í bænum hóf starfsemi.
Saltað í 65575 tunnur
Mannlífið var ölbreytt og þótt bara örlítið sé tiltekið þá
höfðu foreldrar þessara barna sem á myndinni eru margt
fyrir stafni og lögðu drjúgan skerf til bæjarmála.
Mæðurnar allflestar með húsmóðurtitla og þátttakendur í
félagsmálum og tóku svo til hendinni í síldarsöltun á sumr-
in. Þær einhleypu voru útsjónarsamar, ein tók kostgangara
og ármagnaði þannig framhaldsnám barna sinna, önnur
sá m.a. um ljósaböði í skólanum. Feðurnir voru í ýmsum
störfum s.s. verkamaður, kennari, rak ri, framkvæmdastjóri,
útgerðarmaður, síldarsaltandi, póstafgreiðslumaður, símrit-
ari, bílstjóri, húsasmiður. Einn þeirra gladdi okkur með
söng sínum og hvatningu um að aftur kæmi vor í dal. Annar
var einn af þeim sem vann ýmis afrek á skíðum og lyfti upp
geði fólks á löngum vetrardögum. Ekki þarf að ölyrða um
síldina, vinnu við hana og áhrif hennar á allt mannlífið á
þessum árum en sumarið 1948 var saltað á Siglufirði í
65575 tunnur! Það er alveg á hreinu í hvaða vinnu það
sumar fór.
Guðbjörg og Helgi í útreiðartúr við Laugarveg. Ljósmynd Kristfinnur
Hallbjörg Bjarnadóttir hélt tónleika í Nýja bíó 21. júlí.
Kom úr sö gnámi í Englandi á leið til Bandaríkjan a í
frekara framhaldsnám.
Þorsteinn Hannesson var ráðinn í Covent Garden ó eruna
og söng þar m.a. söng Radamesar í Aida eftir Verdi.
Eitt glæsilegasta fiskiskip íslenska flotans, Ingvar Guðjóns-
son, lagði að bryggju 17. júlí. Það var smíðað í Svíþjóð,
eitt hundrað áttatíu og sex smálestir. Búið öllum nýjustu
tækjum og vistarverur skipverja hinar fínustu. Stærsta skip
sem siglt hefur gegnum Vänern til Vättern. Kostaði
fullbúið heila milljón króna.
Barnastúkan Eyrarrós nr. 68 átti 25 ára afmæli. Gæslu-