Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - Oct 2021, Page 13
Siglfirðingablaðið Siglfirðingablaðið24 25
Ríkharður, Jón Jónsson, Þórður (Donni) og Dagbjartur
og svo bættu þeir þetta upp með Vestmanneyingum og
mynduðu lið og kepptu við K.S. En ykkur að segja þá
unnu þeir okkur nú oftast.
Einu sinni sem oftar vorum við að spila við þá og nýbúið að
bera fínan salla á völlinn. Þá bjuggu Palli og Gyða í
Brandarhúsinu sem kallað var rétt við völlinn. Við fáum
dæmda vítaspyrnu sem ég tek. Ég hleyp að boltanum
en stíg ekki nógu langt fram og renn að auki í helvítis
sallanum, nema hvað, boltinn fer yfir markið og inn um
eldhúsgluggann hjá Gyðu sem var að sjóða ýsu og beint
oní pottinn hjá henni og steinleið yfir hana. altso Gyðu!
Það ætlaði allt að verða vitlaust á vellinum og leikurinn
tafðist um klukkutíma meðan verið var að stumra yfir
henni. Rikki minnist alltaf á þetta þegar við hittumst og
segir: “Manstu þegar þú gerðir markið gegnum gluggann.”
Kjöt í sigurlaun
Einhverju sinni vorum við staddir á Akureyri á Norður
landsmóti í fótbolta.Við höfðum fjármagnað ferðina með
því að halda ball á Sigló. Kjartan (Dídí) Friðbjarnar bróðir
Stefáns, Kolbeins og Níelsar var aðal maðurinn á bakvið
dansleikjahaldið. Þá var auðvelt að afla peninga með balli
þó að kostaði ekki mikið inn. Fólksfjöldinn þrefaldaðist
í bænum á sumrin í síldinni.
Við sátum á tröppunum hjá Dídí í húsinu fyrir neðan
gömlu kirkjuna rétt fyrir ofan Æskulýðsheimili og töldum
peningana. Á mótinu unnum við Þór, töpuðum fyrir K.A.
og áttum eftir leikinn við Völsung frá Húsavík. Þarna var
staddur Jónas Jónsson, íþróttakennari, helvíti góður karl.
Hann sagði okkur, að ef við ynnum leikinn við Völsung þá
fengjum við þetta fína kjöt í matinn. Þetta hleypti heldur
betur kappi í okkur, við vorum bara með skrínukost með
okkur. Við unnum Völsung 31 eða 41 og erum þar með
boðnir á KEA í kjötið góða. Salurinn er fullur af fólki
og við strákarnir bíðum með vatnið í munninum. Þegar
kjötið kemur, er það svona ólseigt, maður, alveg óétandi.
Ég stend upp og kalla yfir salinn: “Við erum búnir með
mæðuveikirolluna, nú getið þið komið með girðinguna!”
Það varð allt kolvitlaust þarna inni og mikið uppistand
sem mér þótti leiðinlegt.
Allir Siglfirðingar sem orðnir eru þrítugir muna eftir Jónasi
Ásgeirssyni (19201996) sem kaupmanni. Þeir sem standa
á fertugu muna hann líka sem knattspyrnumann í sérflokki.
Jónas segir sjálfur að enginn siglfirskur knattspyrnumaður
hafi skorað fleiri mörk fyrir KS en vildi að við létum þess
getið að við værum að tala við mesta gortarann frá Siglu
firði. Þó að Jónas hafi víða komið við á lífsleiðinni, er hann
hér í viðtali við KÁESSblaði fyrst og fremst um knattspyrnu.
Hvernig var aðstaðan við fótboltaiðkanir þegar þú varst
að alast upp?
Fyrsti völlurinn sem ég lék á var þar sem ríkisverksmiðjur
nar eru nú fyrir neðan Æskulýðsheimilið. Næsti völlur var
neðan og sunnan við Gest Fanndal. Það var sandvöllur
og vita ómögulegt að spila á sandi. Þá fengum við völlinn
frammi á firði við Álfhól og flugvöllinn en á honum gætti
flóðs og fjöru. En það var svo einkennilegt að við unnum
alltaf þegar flóð var, við höfum sennilega verið orðnir svo
vanir drullunni, en gekk verr þegar þurrt var. Liðin sem
komu í heimsókn kvörtuðu mikið yfir vellinum. Þá var
byrjað á þessum velli sem nú er í miðbænum. Þarna var
áður tún eða mýri sem afabróðir hans Óla Bald átti. Okkur
fannst voðalega fínt að fá þennan völl enda ekki góðu vanir.
Fyrst í stað voru svo stórir steinar á honum að þegar skotið
var á markið og boltinn lenti í steini þá gjörbreytti hann
um stefnu. Völlurinn samlagaðist við hreinsanir og rakstur
og við urðum auðvitað miklu betri og gátum staðið frekar
í andstæðingunum.
Auðvitað átti að koma grasvöllur á Siglufirði fyrir löngu
síðan. Fyrir 20 árum vildum við sem þá vorum í stjórn
K.S. fá grasvöll á leirunum. Völlurinn á Sigló er á mjög
góðum stað svona miðsvæðis og það má ekki farga honum
þó að komi fínn grasvöllur, því að litlu krakkarnir nota hann.
Þegar við Magga vorum fyrir norðan í fyrra sá maður
krakkana eldsnemma á morgnana að leika sér í fótbolta á
vellinum.
Tátúða
En auðvitað var aðstaðan og knattspyrnan allt öðruvísi og
lélegri en nú gerist. Boltinn var með reim og skórnir með
túðu fremst svo hægt væri að sparka með tánni. þá þótti
voðalega fínt að sparka sem lengst. Ég man að Alli King
Kong var líka að leika sér að því að sparka markanna á milli
og þá hrópuðu allir húrra. En þetta var ekki knattspyrna.
Við fengum í liðið til okkar menn eins og Bödda Bjarna,
bróður Kjartans. Hann fór snemma að heiman og æfði með
Reykjavíkurliðinu og var í landsliðinu held ég. Þegar hann
kom heim tók hann okkur í gegn og kenndi. Við vorum
jafnvel betri en Akureyringar. Þeir voru sundraðir með tvö
lið og mikið hatur milli KA og ÞÓRS. KA menn töldu
Þór svona lásí félag og staðreyndin var sú að Þór hafði
mikið verri áhorfendur úr þorpinu, hálfgerða þorpara!
Ég man eftir að Jóhann Möller fékk alltaf voðalegar pillur,
kallaður slorkarl eða eitthvað svoleiðis vegna síldarinnar
á Sigló. En þeir gleymdu því að þarna rétt hjá var síldar
verksmiðja á Hjalteyri. Bölvaðir snobbarar.
Við fórum víða í keppnisferðalög á þessum árum. Til að
mynda til Sauðárkróks, en það var nú eins og að spila við
Fljótamenn í þá daga, en það er nú breytt. Við unnum
Krókinn alltaf með 10 mörkum, ekkert til að tala um. Og
Stefán þingmaður, það er einhver alversti gaur sem ég hef
leikið á móti. Hann var snarvitlaus, kolbrjálaður. Og eins
Ólafsfirðingar, þeir voru bandbrjálaðir. Ég spilaði alltaf í
framlínunni og skoraði mikið af mörkum. Þá sóttu þeir á
mann Ólafsfirðingar og þegar maður reyndi að bera hönd
fyrir höfuð sér þá réðust þeir bara á mann og dómarinn réði
ekki við neitt og línuverðirnir heimamenn, sem auðvitað
þýddi ekki neitt það verða að vera hlutlausir línuverðir.
Annars var ég langt á undan minni samtíð með trikkin, sem
við erum að sjá atvinnumennina leika þegar þeir láta sig detta
með tilþrifum inni í teignum. Ég var stórkostlegur leikari
og fékk mörg vítin út á það. Það var einn dómaradjöfull frá
Akureyri sem sá mig út það var sama hvað ég engdist hann
rak mig alltaf á lappir og lét leikinn halda áfram.
Markið í glugganum
Í síldinni á Siglufirði voru verkamenn hvaðanæva að af
landinu. Þar á meðal Akurnesingarnir úr gullaldarliðinu,
Manns bestu ár og félagar
-viðtal við Jónas Ásgeirs í tilefni af 55 ára afmæli K.S. 1987
Magga og Jónas nýgift í júní 1945.
Fremri röð t.v. Eldjárn Magnússon, Jónas Ásgeirsson, Alfreð Jónsson, Hafliði Guðmundsson, Kristinn Möller.
Aftar röð t.v. Sigurjón Sveinsson, Páll Magnússon, Jón Þorsteinsson, Jóhann G. Möller, Kjartan Friðbjarnarson, Sveinbjörn
Tómasson, Helgi Sveinsson