Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2021, Side 15

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2021, Side 15
Siglfirðingablaðið Siglfirðingablaðið28 29 Aðalgatan í ágúst 1948 Ragnar Páll Einarsson listmálari Ragnar Páll Einarsson listmálari Klukkan er 12 og fólkið er á heimleið í hádegismatinn. Í jaðri myndarinnar til vinstri sést í SkipaverzlunVíkings, þar sem Páll afi minn var verslunarstjóri, en við enda götunnar er hvítt hús með kvisti, æskuheimili mitt hjá Elínu ömmu og Páli afa. Á þessu sæla sumri var ég 10 ára, eina barnið á heimilinu og leiksvæðið var fjallið fyrir ofan bæinn ásamt Eyrinni, bryggjunum og öllu öðru í skjóli fjallahringsins. Siglufjarðarkirkja var fullbyggð og vígð árið 1932 og ytra útlit hennar var eins og á myndinni hér til hliðar, ómáluð og með asbestflísum á turnspírunni, kirkjuskipinu og kórnum. Eftir c.a. 20 ár fór að bera á því að flísarnar losnuðu af turnspírunni og jafnvel þökunum í vondum veðrum. Þá var ráðist í að fjarlægja flísarnar og setja bárujárn í staðinn og verkið unnið í áföngum næstu ár, einnig var kirkjan máluð. Um 1958 voru klukkuskífur settar á 3 vegu á turninn ásamt klukkuspili, sem komið var fyrir framan á turnspírunni. Klukkuspilið slær hefð­ bundin tímamerki og klukkan 6 síðdegis spilar það lokastefið úr laginu “Kirkjuhvoll” eftir séra Bjarna Þorsteinsson tónskáld. Upphaflega voru settar upp tvær stórar og þungar kirkjuklukkur í klukkuportið í turninum, sem notaðar hafa verið til hátíðahringinga. Þessar klukkur voru lengi stærstu og hljómfegurstu kirkju klukkur landsins og ef ég man rétt þá voru þær gjöf frá Sparisjóði Siglufjarðar, sennilega steyptar úr koparblöndu í Þýskalandi og vega svipað og meðal smábíll hvor. Í þá daga var það mikil upplifun fyrir okkur strákana á Brekkunni að fara upp í kirkjuturninn þegar tveir hringjarar voru að hringja inn hátíðar. Við stóðum stjarfir þegar hringjararnir lögðust á kaðlana af fullum þunga og héldum fyrir eyrun þegar kólfarnir slógust í klukkurnar, en kirkjuturninn nötraði af átökum á meðan hljómarnir bárust út yfir Siglufjörð.

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.