Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt 2021, Qupperneq 16

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt 2021, Qupperneq 16
Siglfirðingablaðið Siglfirðingablaðið30 31 Pál Jónsson; Palla á Höfninni þekkja flestir Siglfirðingar sem það muna er dansinn dunaði á Hótel Höfn og Gautarnir léku oftast fyrir dansi. Birgitta Pálsdóttir og maður hennar ráku lengi Hótel Hvanneyri sem gistiheimili. Mynd af Palla sem Ragnar Páll málaði fyrir um 60 árum og verið hafði í eigu fjölskyldunnar hafði verið á Hvanneyri þegar nýir eigendur tóku við. Fyrir algjöra tilviljun ráku kunnugir auga í myndina þar sem hún lá efst á rusli sem var á leið á haugana. Þeim rann blóðið til skyldunnar og fengu að hirða myndina og Ragnar Páll beðinn að lagfæra skemmdir sem orðið höfðu. Árshátíðin Ragnar brást vel við og rifjaði upp að fyrir 60 árum kom Palli að máli við hann vegna þess að hótelhaldarinn vildi gleðja starfsfólkið sitt og fastagesti með því að halda þeim árshátíð eða skemmtikvöld. Gamla myndin hafði verið máluð með Hörpusilki á mahonyplötu frá Skúla Jónassyni! Meðal skemmtiatriða var að Jón neta sem var fasta­ matargestur á hóteli Palla hafði farið til Reykjavíkur og á revíu hjá Leikfélagi Reykjavíkur sem Haraldur Á. Sigurðs­ son, Alfreð Alfreðsson, Lárus Ingólfsson og fleiri kunnir leikarar settu upp og lifa í minningunni. Jón hafði heyrst dásama þess revíu og raulaði oft lög fyrir munni sér á netaverkstæðinu. Tóti Gauti var fenginn til að spila undir. Tóta sagðist svo frá að hann hefði ekki lent í því erfiðara. Jóni var fyrirmunað að byrja í réttum dúr og sjaldan á réttum stöðum. Líður nú að kvöldi árshátíðar og Ragnar búinn að mála þessa fínu mynd af Palla þar sem hann rær á bikini í potti, glaðhlakkalegur á svip. Revíulagið eða gamanvísurnar sem Jón ákvað að syngja eftir þrotlausar æfingar með Tóta var um atvik í Reykjavík þar sem gas hafði komist í mjólkurvörur. Gasmjólkin hét það víst. Stuttur spilaður inngangur var að laginu og er Tóti rétt byrjaður þegar Jón allsóvanur að koma fram og syngja opinberlega hefur upp raust sína: GA GA GA Gasmjólkin!! Fólkið í salnum brast í skellihlátur og Jón var að vonum ánægður því að þetta voru jú gamanvísur!! Þegar Ragnar hóf að gera við myndina af Palla, bárust honum oft athugasemdir um að slaufuna vantaði. Ragnar varð samstundis við þessari ósk og endurmálaði Palla með slaufuna. Myndin er engin smásmíði, 165x80 cm. Þegar Palli með slaufuna kom í klúbbinn vaknaði spurning hjá Guðbirni: ­Málaðarðu hana aftur? ­Já sagði listamaðurinn, hún var máluð á mahony með Hörpusilki, sem enginn vissi hvað entist, enda var í raun tjaldað til einnar nætur. Hin er máluð með akrýlitum sem endast amk. í 100 ár. Ég gat ekki gert Páli vini mínum Jónssyni eða ættingjum hans þann grikk að hann hyrfi bara eina nóttina, þó prakkarinn sá hefði eflaust kunnað að meta það! Myndinni af Palla á Höfninni bjargað frá öskuhaugunum -Sextíu ára gömul mynd af hótelstjóranum endurmáluð og þverslaufan ógleymanlega hnýtt Páll Ágúst Jónsson, hótelstjóri (1921­1995) er fæddur á Kambi í Deildardal Skagafirði. Þegar Palli er 18 ára ákveður hann að hleypa heimdraganum og halda á vit ævintýranna á Sigló þar sem dansinn dunaði og ævintýra­ legar sögur fóru af launum og þénustu. Mótorskipið Þengill var með áætlunarferð frá Hofsósi til Siglufjarðar vegna bilunar í Mjölni Skafta á Nöf. Palli er vaknaður við dagmál seinnipart nætur og er eins og segir í þjóðsögunum með nesti og nýja skó albúinn að ná Þengli til Siglufjarðar. Þegar hann er kominn á mitt túnið heyrir hann kallað: “Páll!” Hann hugsar með sér: nú þarf einhver að koma á mig pakka eða láta mig gera sér greiða inná Sigló. Hann snýr við en kemst á að því sér til undrunar að allir á bænum eru í fastasvefni. Hann hugsar með sér að hann hafi bara ekki verið vel vaknaður og heyrt ofheyrnir. Þegar hann er kominn aftur að girðingunni við túnið heyrir hann aftur kallað “Páll! Þetta er mjög greinilegt og hann snýr aftur við en kemst þá að því að enn eru allir í fastasvefni. Hann tekur því á stökk og hleypur eins og hann getur í áttina til Hofsóss. Þegar hann er kominn á Brúnirnar svokölluðu sér hann mikinn mannfjölda á bryggjunni og tekur á rás eins og mest hann má, Hann heyrir að nokkrir kalla frá bryggjunni að þarna sé maður að koma hlaupandi sem ætli að fá far. En skipstjórinn svarar því til að hann sé of seinn. Hér verði ekki beðið eftir neinum! Skemmst er frá því að segja að Þengill fórst með manni og mús við Sauðanes þenn­ an morgun í maí. Páll Jónsson varaður við Frændurnir Páll Jónsson, Hótelstjóri og Halli Hjálmars, kjötgerðarmaður og skáld stinga saman nefjum.

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link til dette eksemplar: Númer 70 (okt 2021)
https://timarit.is/issue/423074

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

Númer 70 (okt 2021)

Iliuutsit: